Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 15
 Yl'Sfí ^ ■>&£*; sYt ? spse «s?sg«aPfa%aa^^ n&v ',>'s&eðf?>t&.4tigiiZti ?ó< \ ^ ,.Pað er ekki ems og uiö séum einhverju sjuklegir klámhundar Menn eru giftir, eiga börn og vinna sína vinnu. Hér á kaffistofunni fá menn sér kaffi og brauö oe borfa konnski svoh'iö o • ondrnur þaö er betra en aö horfa a helv.. vegginn...“ „Svona, brostu drengur, þreifaðu dálítið á brjóstunum með þessum skftugu putt- um" hlógu vinnufélagarnir. Þessi heldur á auglýsingu sem Rolf hefur sent á staðinn, sígarettuauglýsingu frá Reynolds, en þetta er einmitt upphleypta myndin sem nefnd er f textanum. fleira um þetta efni, en við slepp- um því! Á einu bifreiðaverkstæðinu var okkur tjáð að við værurfi heldur seinir á ferðinni: „Þú hefðir átt að koma hingað í fyrra, þá voru allir veggir hér þaktir svona myndum. 'Þær koma hingað frá framleið- endum í stórum stíl.“ Sami við- mælandi sagði okkur frá stóru verkstæði, þar sem einn veggur- inn hafði verið þakinn myndum árum saman þannig að mörg lög höfðu myndast. „En eina nóttina kom einhver starfsmaðurinn og reif þær allar niður. Þeir komust aldrei að því hver það var.“ „Ég hef unnið víða erlendis og þetta er alls staðar eins. Þú getur t.d. farið hvert sem er í Bretlandi og séð þetta alls staðar," sagði einn reyndur og félagi hans bætti við: „Blessaður, þetta er ekkert merkilegt. Það er ekki eins og við séum einhverjir sjúklegir klám- hundar. Menn eru giftir, eiga börn og vinna sína vinnu. Hér á kaffi- stofunni fá menn sér kaffi og brauð og horfa kannski svolítið á myndirnar, það er betra en að horfa á helv.. vegginn. Þetta er svona krydd í tilveruna. Menn eru í betra skapi þegar þeir koma heim til konunnar sinnar!" AÐ GERA VÉLARNAR FALLEGAR „Þessi almanök eru auðvitað fyrst og fremst til að segja okkur hvaða dagur er og eru í leiðinni smá upplyfting. Líka fyrir við- skiptavinina, þeir rekast á þetta meðan þeir bíða. Auðvitað er ekkert samhengi í svona auglýs- ingum, að berar stelpur séu látnar auglýsa vélar, dekk og annað sem kemur kynlífi ekkert við. Þeir vilja vafalaust að fólk tengi fegurð líkamans við vélarnar og finnist þær þá um leið fallegar," sagði viðmælandi á trésmíðaverkstæði, en benti síðan á skrifstofuherbergi og sagði: „Þú finnur engar myndir þarna inni. Þarna vinnur nefnilega kvenmaður!" Við látum þessa heimspeki vera lokaorðin. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.