Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 6
kjaramarkaönum þá oröid þess
ualdandi aö þid getid ekki borgad
jákuœda uexti á almennu
bókunum?
„Það má orða það svo að al-
menna bókin hafi orðið eftir og út
undan,“ sagði Stefán Pálsson.
VIÐ VITUM AF ÞESSU
handveð í sparisjóðsbók og hana
þarf ekki að nafnskrá," sagði Bragi
Hannesson.
GÖMLU LÚMSKHEITIN
,,Ég held oð þetta sé sambland af
mati bankanna og hreinni henti-
stefnu," sagöi Bjarni Bragi Jónsson,
aöstoöarbankastjóri Seðlabankans,
í samtali uiö Helgarpóstinn.
„Okkur finnst þetta ekki í lagi,"
sagöi Bragi Hannesson, bankastjóri
Iðnaðarbankans, í samtali uiö Helg-
arpóstinn. ,,Þaö eru enn þá nei-
kuœöir uextir á þessum bókum, en á
hitt er aö benda aö í öllum bönkum
eru sérkjarareikningar sem eru nán-
ast óbundnir. Þaö er á ábyrgö spari-
sjóösbókareigenda sjálfra aö fœra
sitt fé á milli, þannig aö fé þeirra
áuaxtist sem best.
Ég held að kynning á innlánskjör-
um í bönkum hafi aldrei verið meiri
en síðustu mánuði. Það er alltaf ver-
ið að tala um það hver verðbólgan
er, þannig að fólk veit af því.
En það er alveg rétt að vextir á
almennum bókum hafa orðið eftir,
af því menn hafa verið að auglýsa
mikið þessa sérkjarareikninga. Það
má segja að óbeint hafi þetta
brambolt í kringum sérkjarareikn-
inga komið niður á sparisjóðsbók-
inni."
En afhuerju hœkkiö þiö ekki uexti
á almennum bókum þannig aö þeir'
hangi í veröbólgunni?
„Þetta er góð spurnig. Það er
vegna þess að við erum með óskap-
lega mikið fé bundið inni á okkar
bónusreikningi, sem er verðtryggt
með 3% vöxtum."
Þiö hafiö m.ö.o. ekki efni á aö
breyta þessu?
„Já, það má orða það þannig. En
ef við breyttum þessu eitthvað veru-
iega þyrftum við að hækka útláns-
vextina eða þá lækka sérkjaravext-
ina. En nú hafa okkar sérkjarareikn-
ingar verið verðtryggðir í ár vegna
þess að það hefur gefið hæsta ávöxt-
un.
En því miður virðist þróunin vera
að eyðileggja þetta innlánsform,
almennu sparisjóðsbókina, sem hef-
ur þó marga kosti. Það má t.d. taka
„Staðreyndin er sennilega sú að
verulegur fjöldi sparisjóðsreikninga
hafi verið notaðir sem hlaupareikn-
ingar, eða sem nokkurs konar bak-
hjarlsreikningur fyrir ávísanareikn-
inga til að ná hærri vöxtum. Því
finnst bönkunum þessar almennu
sparisjóðsbækur ekki verðskulda
fulla raunvexti. Þetta er eitt viðhorf-
ið.
Annað er það að það getur verið
svo mikið um sljóleika hjá eigend-
um sparisjóðsbókanna. Að þetta sé
venjuhegðunarfólk og þegar bank-
arnir komast að því að vaxtakjör
skipta það ekki miklu máli, þá er
ekki sama brýningin fyrir hendi
fyrir bankana að halda vöxtum
raunhæfum. Þetta er svona óopin-
ber skoðun, sem menn fá tilfinningu
fyrir.
Ég get ekki neitað því að það hlýt-
ur að vera mótuð afstaða bankanna
að bjóða neikvæða vexti á þessum
bókum. Það eru gömlu lúmskheitin
að láta sparifjáreigendur sjálfa taka
frumkvæðið að því að skipta yfir í
hagstæðari reikninga. Reynslan hef-
ur verið sú að tregðulögmálið hefur
virkað þannig meðfram vanupplýs-
ingu, að það er alltaf svo og svo mik-
ið sem bankarnir græða á þessu."
Er þaö ekki í uerkahring Seöla-
bankans aö upplýsa almenning um
huersu slœm kjör eru á þessum bók-
um?
„Það má segja að okkur beri
skylda til að uppfræða landslýðinn
um þessi mál í hóflegum mæli, en
hitt er annað mál að það hefur
aldrei verið túlkað þannig að við
séum skyldugir til að vera í einhverj-
um auglýsingalegum djöfulgangi.
En það er sjálfsagt alveg rétt að við
mættum kynna þetta miklu betur,“
sagði Bjarni Bragi Jónsson.
„Maður er alveg steinhœttur aö vera hissa.
Ríkisstjórnin boöar nýja skattaálögur á hverj-
um degi.“
° Albert GuÖmundsson, formaöur Borgaraflokksins.
„Fjármólaróðherra virðist nú róða
öllu. Ég vona hins vegar að fram-
sóknarmenn sjái að sér og fari eftir
sannfæringu sinni og Framsóknar-
flokkurinn standi við stefnu sína."
Stefán Valgeirsson,
þingmaöur Samtaka um jafnrótti og
fólagshyggju.
„Ég lýsti því yfir að ég myndi ekki
styðja hugmyndir rikisstjórnarinn-
ar um söluskatt ó matvæli nema
gerðar yrðu hliðarráðstafanir þar
sem bætur kæmu til barnflestu
fjölskyldnanna."
Guímundur G. Þórarinsson,
þingmaður Framsóknarflokkalns,
„Þau mól sem við erum að undir-
búa fyrir kirkjuþíng eru mörg hver
alvörumál. Það er því ekki til mikils
ætlast af kirkjuráði að það afgreiði
þau af einhverri alvöru."
Dr. Gunnar Kristjánsson,
kirkjuþingsmaöur.
„Ég reyndi að gera Andreotti
grein fyrir því að enginn saltfiskur
er með haus ... Það er ó mörkunum
að hægt sé aö ræða þetta við utan-
ríkisráðherra en ég var búinn að
lofa því heima að gera það."
Steingrímur Hermannsson,
utanrikisráöherra.
„Það er verulegur hagnaður af
rekstri bankans, en ég get engar
tölur staðfest."
Guðmundur Hauksson,
bankastjóri Útvegsbankans.
„Við getum ekki rekið starfsemi
okkar áfram. Ég sé ekki annað en
við verðum að loka."
Pálmi Gíslason,
formaöur Ungmennafólags íslands.
„Seölabankinn er akademískur
fílabeinsturn þar sem ekki er álag ó
neinum."
Jón Baldvin Hannibalsson,
. fjármáfaráðherra.
SKALLARÁÐSTEFNA
/ ••
IKAUPMANNAHOFN
Lyfjaframleiðandinn Upjohn bauð þrermir húðlækn-
um á ráðstefnu í Kaupmannahöfn laugardaginn 3. októ-
ber síðastliðinn. Læknarnir voru eina helgi í borginni, þó
ráðstefnan stæði ekki yfir nema í fáeinar klukkustundir.
Á ráðstefnunni var kynnt ný framleiðsla fyrirtækisins; lyf
við skalla. Þetta lyf er bæði dýrt og hættulegt. Það er því
ólíklegt að það fáist skráð hérlendis.
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYND: JIM SMART
í síðustu viku kynnti Félag heim-
ilislcekna nýjar reglur varðandi
boðsferðir lækna. Þessar reglur eru
settar til þess að koma í veg fyrir að
framleiðendur eða innflytjendur
lyfja geti haft áhrif á hvaða lyf lækn-
ar skrifa upp á fyrir sjúklinga sína. í
þeim er meðal annars tekið fram að
heimilislæknar skuli hafna ferðum
ef þær ráðstefnur sem upp á er boð-
ið auka ekki þekkingu þeirra um-
fram það sem þeir geta aflað sér
með lestri sérhæfðra tímarita. Auk
þess er tekið fram að heimilslæknar
taki ekki konur sínar, eða aðra gesti,
með í slíkar ferðir.
YFIRLÆKNAR KYNNA
SÉR SKALLAMEÐAL
Húðsjúkdómalæknar eru ekki í
Félagi heimilislækna. Þeir þrír
læknar sem fóru á ráðstefnuna um
skallameðalið í Kaupmannahöfn
voru því ekki að brjóta reglur síns
félags. Engu að síður hljóta slíkar
ferðir að vera gagnrýnisverðar.
Tveir af þessum læknum eru yfir-
læknar á opinberum spítölum. Jón
Guögeirsson er yfirlæknir á húð-
sjúkdómadeild VífUsstaöaspítala og
Jón Hjaltalín Ólafsson er yfirlæknir
á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsu-
verndarstööuar Reykjauíkur. Þeir
sem hafa skalla koma sjaldan til
meðferðar á þessar deildir. Hins
vegar eru lyf frá Upjohn, sem fyrir-
tækið Lyf hf. í Garðabæ hefur um-
boð fyrir, notuð þar.
Upjohn er stórveldi í lyfjafram-
leiðslu og Lyf hf. er eitt stærsta fyrir-
tækið í lyfjainnflutningi hérlendis.
HRIKALEGAR
AUKAVERKANIR
Það lyf sem hér um ræðir, Lonnot-
en, hefur hingað til verið notað
gegn háum blóðþrýstingi. Hjá sér-
fræðingi í hjartasjúkdómum fékk
Helgarpósturinn þær upplýsingar
að þetta lyf væri einungis notað ef
um mjög hættulegan þrýsting væri
að ræða og öll önnur lyf hefðu
brugðist.
Ástæðan fyrir því er sú, að þessu
lyfi fylgja miklar aukaverkanir.
Hugsanleg notkun þess gegn skalla
kom einmitt í ljós við inntöku þess
gegn háum blóðþrýstingi. Sjúkling-
um óx mikið hár um líkamann, á
ólíklegustu stöðum. En hárvöxtur-
inn er einungis ein af aukaverkun-
unum. Þeir sjúklingar sem taka lyfið
við blóðþrýstingi þurfa að taka inn
mikið magn af öðrum lyfum til að
slá á aukaverkanirnar. Þeir þurfa
auk þess að gangast undir gífurlega
kostnaðarsamar blóðrannsóknir.
Lonnoten frá Upjohn
Þetta lyf hefur verið notað gegn hóum blóðþrýstingi í neyðartilfellum. Ein af
aukaverkunum þess er mikill hárvöxtur. Upjohn hefur nú reynt að markaðs-
setja lyfið sem skallameðal. Fyrir stuttu var þremur íslenskum læknum boðið
til Kaupmannahafnar yfir helgi til að hlýða á þriggja stunda fyrirlestur um
þetta lyf. Upjohn stóð allan straum af þeirri ferö.
„Þegar ég var uitgur var ekki
nema eitt og eitt l|óoskáld á
stangli, nú eru skald á hverju
strái. Það ntá segja að þetta sé
ntikil breyting/#
ggggggggigggggBggggggggBIBgggggi Sigfus Daöason,
„Ég tel að það hafi veriö unniö
skipulega aö því á fundinum aö
koma í veg fyrir aö ég næði kjöri
sem fulltrui á landsfundinn."
Pröstur Ásmundsson,
fyrrverandi formaöur Alþýðubandalags-
félagsins ó Akureyri.
„Ég kem á landsfund meö breið-
an stuöning og má vera að það hafi
áhrif á fulltrúavaliö."
Sigríöur Stefánsdóttir,
bœjarfulltrúi og frambjóöandi til formanns
Alþýöubandalagsins.
„Ég skil ekkert i þvi að ráðherr-
ann skuli ekki standa við giidandi
lög um úthlutun lána, það er hans
hlutverk."
Halfdór Blöndal,
þingmaöur Sjólfstœöisflokks.
„Það er ekkí hægt að gera kjara-
samninga og koma siðan til rikisins
og segja: Elsku mamma, lækkið þið
gengið fyrir okkur."
Porsteinn Pélsson,
forsaetisráöherra.
„Mikili viðskiptahalli er ávallt
vísbending um að gengið sé of hótt
skráð."
Þórarinn V. Pórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins.
„Skipulag launþegahreyfingar-
innar er slys, sem er kjarabarótt-
unni í raun fjötur um fót."
Hrafnkell A. Jónsson,
„Verkalýðshreyfingarinnar biður
þó ekki annar kostur en leggja
þungann á beinar kauphækkanir og
sjálfvirkt vísitölukerfi."
Ásmundur Stefónsson,
forseti AlþýÖusambandsins.
„Sú spurning vaknar; er þetta
vegna mjög árangursríkrar sölu-
mennsku? — sem ég held aö það sé
— eða vegna þess aö þörf Islend-
inga fyrir svefnlyf er svo miklu
meiri en annarra þjóða."
Guöjón Magnússon,
aöstoöarlandlæknir.
„Eins og hverjum öðrum flækingi
hefur mér verið úthýst ó íslandi
vegna þess að ég vildi ekki sænga
hjá dvergnum sem þar stjórnar öll-
um skemmtanaiðnaöinum."
Leoncie,
poppsöngkona.
„Almennt þurfa launþegar ekki
að reikna með kauphækkunum
meira en orðið er."
Víglundur Poretoinsson,
formaður Félags íslenskra iðnrekenda.
Notkun þessa lyfs hefur hingað til
verið bundin við sjúkrahús, en
heimilt er að afhenda lyfið í apótek-
um gegn lyfseðlum sérfræðinga í
hjartalækningum.
Það er mjög dýrt. Mánaðar-
skammtur fyrir sjúkling með of há-
an blóðþrýsting kostar um 20 þús-
und krónur. Þegar þau lyf sem tekin
eru til þess að slá á aukaverkanir
eru tekin með getur mánaðar-
skammtur farið upp í 40—60 þús-
und krónur.
Það er Tryggingastofnunin sem
greiðir megnið af þessum fjárhæð-
um. Sjúklingurinn greiðir einungis
fasta upphæð eins og fyrir önnur
sérlyf. Sú upphæð breytist ekki eftir
innkaupsverði lyfsins.
UPJOHN BORGAÐI
BRÚSANN
Sú útgáfa af lyfinu sem ætlað er
að lækna skalla hefur ekki fengist
skráð hér á landi. Þar sem hún er í
vökvaformi og borin á höfuðleðrið
má ætla að aukaverkanir af henni
séu minni en þegar lyfið er tekið
inn. Þrátt fyrir það hefur lyfið enn
hvorki fengist skráð í Bandaríkjunum
né Bretlandi. Danir munu hins veg-
ar hafa sett þetta lyf á skrá hjá sér.
En hvað eru yfirlæknar á húðsjúk-
dómadeildum hins opinbera að
gera til Danmerkur að kynna sér
þetta lyf eina morgunstund? Það
verður að teljast ólíklegt að þessar
deildir fáist við skallalækningar í
framtíðinni. Samkvæmt heimildum
Helgarpóstsins hafa allar upplýsing-
ar um það legið á lausu í fagtímarit-
um húðlækna í langan tíma. Auk
þess má benda á, að þar sem lyfið er
óheyrilega dýrt er ólíklegt að það
fáist niðurgreitt af Tryggingastofn-
un, sem skallalyf.
Samkvæmt upplýsingum frá Lyfj-
um hf. stóð framleiðandinn,
Upjohn, allan straum af þessari
kynnisferð læknanna til Kaup-
mannahafnar.
6 HELGARPÓSTURINN