Helgarpósturinn - 12.11.1987, Side 40

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Side 40
Þ að ætlar að verða skammt stórra högga á milli hjá Hæstarétti. Bók Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, „Deilt á dómarana", hefur að vonum vakið athygli. Jón gagnrýnir réttinn þar fyrir að draga taum ríkis- ins og bera mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar fyrir borð. Eftir nokkra daga mun síðan nýtt hefti tímarits laganema, Úlfljóts, koma út. í þessu hefti er að finna grein eft- ir Sigurð Gizurarson, bæjarfógeta á Akranesi. í henni ræðst Sigurður á Hæstarétt af miklum krafti. Sigurð- ur rekur mál ákæruvaldsins gegn Jóhanni Þóri Jónssyni og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur hafi fundið Jóhann sekan fyrir að hafa selt skuldabréf, sem hann átti þó sjálfur. Sigurður gagnrýnir því réttinn fyrir að hafa ekki metið sönnunargögn rétt. . . l uppboðsrétti í Reykjavík hefur Markús Sigurbjörnsson borgar- fógeti nú til meðferðar tvær upp- boðsbeiðnir vegna vangreiddra af- notagjalda Ríkisútvarpsins. Hvorri tveggja þesssara beiðna hefur verið mótmælt vegna þess að krafist er uppboðs til fullnustu greiðslu inn- heimtulauna til lögmanns, auk af- notagjaldanna sjálfra. Helgarpóst- urinn hefur nokkrum sinnum fjallað um þessa aðferð Ríkisútvarpsins við að innheimta afnotagjöldin, en það er skoðun margra að hún fái ekki staðist fyrir lögum. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður flytur mál annars þeirra sem mótmæla, en Haraldur Blöndal hæstaréttarlög- maður flytur hitt málið. Haraldur er einmitt varamaður í útvarpsráði. . . Góða helgi! Þú átt ■ þaö skiliö OBO PIZZAHl Sl D Grensásvegi 10, 108 R. S: 39933 Amerískir bðar 02 hjól Flytjum inn flestar gerðir evrópskra mótorhjóla frá Bandaríkjunum Örugg og heiðarleg viðskipti OPIÐ FRÁ 10 - 18 VIRKA DAGA OG LAUGARDAGA FRÁ 9-16 Amerískir bílar og hjól Skúlatúni 6, 3. h., 105 Reykjavík. Sími: 91-621901. Telefax: 91-621896 VORUM AÐ OPNA SKRIFSTOFU AÐ SKÚLATÚNI6,3. HÆÐ SÉRHÆFUM OKKUR í INNFLUTNINGI Á BÍLUM OG MÓTORHJÓLUM FRÁ USA GERÐU VERÐSAMANBURÐ ALLIR BÍLAR OG MÓTORHJÓL YFIRFARIN AF SÉRFRÆÐINGUM 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.