Helgarpósturinn - 04.02.1988, Page 10

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Page 10
Alhfoss AÐ HRYNJA ALAFOSS OG SÍS í EINA SÆNG I maí skýrði Helgarpóstur- inn frá hruni í ullariðnaðin- um og yfirvofandi samein- ingu Álafoss og Iðnaðar- deildar SÍS. Nú getur fram- tíð þessa iðnaðar ráðist af samningum við Rússa, sem enn geta dregist um tveggja mánaða skeið. hinna hefðbundnu búgreina mætti leysa með svokölluðum aukabú- greinum, og var loðdýrarækt þar efst á baugi. Allt var þetta skipulagt ofan frá, bundið leyfum frá landbún- aðarráðuneyti, og strangiega yfir því vakað, að leyfin gengju einungis til ábúenda á lögbýlum. Þeir réðu því einnig, að fyrir valinu varð blá- refur, á þeim forsendum að hann væri ekki eins vandmeðfarinn í hirðingu og fóðrun og minkur, og hentaði því betur nýgræðingum í faginu. Þannig var stofnað til þessarar nýjungar á kolvitlausum forsend- um. í stað þess að byggja þetta á venjulegum bissnissforsendum var einblínt á þessa nýjung sem lausn á vandamálum hinna hefðbundnu bú- greina. Þótt þetta sé sú búgrein, sem býr við hvað harðasta aiþjóðlega samkeppni og verði því naumast rekin nema með sérhæfðri þekk- ingu og einbeitingu allra krafta að henni, var þessu stillt upp sem „aukabúgrein", auðveldri hjáverka- stoð við hefðbundnu greinarnar. Þar af leiðandi var ekkert skeytt um þótt fóðurflutningaleiðir yrðu lang- ar og erfiðar og helsti kostur Is- iands, sem er gnótt ódýrs fiskúr- gangs, nýttist ekki. Með þessari ; dæmigerðu íslensku biöndu af ríkis- afskiptum og einkaframtaki var nánast tryggt að greinin stæðist engin áföll. Arið 1987 var þriðja árið í röð, sem refaræktin var rekin með tapi, enda lögðu þá 17 bú upp laup- ana, eða nærri 10%. Þessi mál þarf að hugsa öll að nýju og læra sérstak- lega af reynslu Finna, sem á 10 ár- um byggðu sig upp sem stórveldi í greininni og verða þó að flytja inn verulegt magn af því fóðri sem til þarf. Fiskeldi Önnur eftirlætislausn pólitíkusa á vandamálum landbúnaðarins er fiskeldi. Vandi er þó að sjá hvar bændur geta komið inn í þá grein, nema eitthvað lítils háttar með bleikju og urriða í ám og vötnum. Fiskeldi er gífurlega fjármagnsfrek grein, bæði hvað snertir stofnfé og rekstrarfé, og að sama skapi áhættu- söm. Valdimar Gunnarsson hjá Veiði- málastofnun er ekki jafnbjartsýnn á framtíðarhorfur og þeir glaðbeittu athafnamenn, sem þegar eru búnir að fjárfesta lánsfé að upphæð 12-1.500 milljónir króna í greininni. Áætlað er, að um 650 milijónir króna þurfi í árlegt rekstrafé miðað við framleiðslugetu þegar stofn- settra fyrirtækja. Framleiðslugetan er nú 10 milljónir seiða. Valdimar telur að aðeins sé hægt að reikna með markaði fyrir helming þeirra til sjókvíaeldis og sölu erlendis. 5 miilj- ónir verði þá að fara í hafbeit. Með lækkandi verði á matfiski geti haf- beitarstöðvar varla borgað meira en 35 krónur fyrir gönguseiðið, sem sé lægra en framleiðslukostnaður hjá mörgum seiðaeldisstöðvum. Um 9% endurheimtur þurfi úr hafbeit- inni til að eiga von á hagnaði. Slíkar endurheimtur hafi aðeins náðst við hagstæðustu skilyrði. Hafbeitarlax- inn gefur að öðru jöfnu hærra verð en eldislax. Islenski laxinn kemur yfir mjög stutt tímabil um sumarið, þegar mikið framboð er af laxi á er- lendum mörkuðum. Því má gera ráð fyrir að mikið af ísienskum haf- beitarlaxi yrði frystur. Við frystingu fellur hann í verði og gæfi tæpast meira af sér en eldislax. Endur- heimtuprósentan mundi því ráða úrslitum um framtíð hafbeitar hér á landi. Auk þessa telur Valdimar upp annmarka strandeldis, landeldis, sjókvíaeldis, og svonefnds fareidis. Enginn þessara kosta virðist geta komið í stað hafbeitarinnar sem vænlegur kostur miðað við þekk- ingu manna í dag. Menn ættu því að sleppa þessum möguleika með öllu sem einhverri lausn á vanda hinna hefðbundnu búgreina. Einnig ættu menn að fara varlega í að halda þessu fram sem framtíðarlausn á öll- um efnahagsvanda þjóðarinnar. Uppbyggingin hefur verið svo ör, að full þörf er á, að byggja upp þær stofnanir, sem nauðsynlegar eru í kringum þessa atvinnugrein, svo sem eftirlit með sjúkdómum og aðr- ar rannsóknarstofnanir. Reynsla annarra landa sýnir ótvírætt, að það er undirstöðuatriði í þessari nýju bú- skapargrein, að þetta tvennt haidist nokkurn veginn í hendur. 5/ • *• Saumastofur landsins hafa ýmist verið að leggja upp laupana eða verið lokað og um 400 manns hefur verið sagt upp í saumaiðnaðinum. B-10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.