Helgarpósturinn - 17.03.1988, Side 5

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Side 5
Flugleiðir Góðu fréttirnar: Farþegafjöldi jókst um 13,6% Slæmu fréttirnar: Þeim mun fleiri farþegar, þeim mun meira tap! Afkoman versnaði um 420 milljónir Ny stjorn kjorin i manuomum EFTIR PÁL HANNESSON MYND: JIM SMART Afkoma Flugleiða versnaði á síðasta ári um 420 milljónir króna og hefur stjórn lagt til að hlutafé verði aukið um 50%. Er auðsætt af þessum tölum að félagið á nú í talsverðum erfiðleikum. Erfiðleikar þessir eru fyrst og fremst tilkomnir vegna þess hve mikið tap hefur verið á flugleiðum félagsins til Bandaríkjanna. Bendir flest til að tíðni ferða til áfangastaða í Bandaríkjunum verði stórlega minnkuð og að flug til ákveðinna staða, svo sem Orlando, verði lagt af. Fari svo, gæti dregið stórlega úr flutningi bandarískra ferðamanna hingað til lands, sem aftur hefur slæm áhrif á hótelrekstur og ferðamannaþjónustu hér á landi og þá ekki síður hjá Flugleiðum en öðrum. Það verður verkefni nýrrar stjórnar að takast á við þennan vanda, en jafnvel er talið að stjórnvöld þurfi á beinan eða óbeinan hátt að rétta hjálparhönd. Nettóhagnaður Flugleiða var á síðasta ári um 435 miiljónir, en er í dag 14,5 milljónir þannig að afkom- an hefur versnað um 420 milljónir á milli ára. Séu rekstrartölur hins veg- ar athugaðar, þ.e. hvernig staðan er þegar launakostnaður er dreginn frá söiuhagnaði, er breytingin milli ára neikvæð um 544 milljónir króna; rekstrarárinu, sem nú er ver- ið að gera upp, lauk með 194 millj- HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.