Helgarpósturinn - 17.03.1988, Qupperneq 8
TIMASKEKKJA
Arkitektar krefjast niöurlagningar húsameistaraembœttisins. Engin lög um embœttid. Ársskýrslur eda yfirlit ekki til. Aukavinna Garöars
Halldórssonar talin bitna á þjónustunni. Flugstööin og Listasafniö dropinn sem fyllti mœlinn?
í kjölfar bruðlsins og skipulagsleysisins í tengslum við
byggingu Flugstöövar Leifs Eiríkssonar og Listasafns ís-
lands við Fríkirkjuveg gerast þær raddir nú æ háværari
sem vilja stokka upp embætti Húsameistara ríkisins og
helst leggja það niður með öllu. Af samtölum HP við fjöl-
marga arkitekta að dæma eru þeir að missa alla þolin-
mæði gagnvart embættinu og ekki síst gagnvart ofríki
Garöars Halldórssonar húsameistara. Telja þeir embætt-
ið úrelt orðið og óábyrgt; það hafi ítrekað gert sig sekt
um ábyrgðar- og skipulagsleysi með alvarlegum afleið-
ingum fyrir ríkið og ekki síður fyrir arkitektastéttina
sjálfa.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON OG JÓN GEIR ÞORMAR
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Húsameistari ber mikla ábyrgð á framkvæmdunum, sem einkenndust af
skipulagsleysi, sífelldum breytingum, sambandsleysi og bruðli.
Það er einkar athyglisvert að
embætti Húsameistara ríkisins flýt-
ur um í lagalegu tómarúmi. Um
embættið gilda engin lög, eins og
gilda um önnur embætti á vegum
forsætisráðuneytisins og almennt
um flestallar stofnanir hins opin-
bera. Upphafið að embættinu má
rekja aftur til ársins 1903, þegar ráð-
inn var sérfróður maður til þess að
gera uppdrætti að opinberum bygg-
ingum. Síðan hafa 5 menn gegnt
þessu embætti, Þar af Garðar síð-
asta áratuginn. Það eina sem gildir
um embættið beint, er fátækleg
reglugerð frá 16. ágúst 1973. Þar
segir að verksvið e mbættisins sé tví-
þætt.
ENGIN LÖG — GÖMUL
REGLUGERÐ
í fyrsta lagi umsjá (viðhald, breyt-
ingar) með ákveðnum opinberum
byggingum, þ.e. embættisbústað
forseta íslands, gestahúsnæði ríkis-
ins, húsnæði Alþingis og Hæstarétt-
ar, skrifstofuhúsnæði stjórnarráðs-
ins, safnahúsum í Reykjavík og Þjóð-
leikhúsinu.
í öðru lagi frumathugun og áætl-
anagerð varðandi opinberar bygg-
ingar eftir því sem um semst milli
embættisins og eignaraðila og er í
reglugerðinni vísað í lög um opin-
berar framkvæmdir frá 1970. Sam-
kvæmt þeim lögum er frumathugun
„könnun og samanburður þeirra
kosta er til greina koma við lausn
þeirra þarfa, sem framkvæmdinni
er ætlað að fullnægjá' og skulu þar
vera áætlanir um kosti sem fyrir
hendi eru og rökstuðningur fyrir því
hvaða kostur skuli valinn. í áætl-
anagerðinni skal meðal annars vera
falið eftirfarandi: Fullnaðarupp-
drættir og tæknileg verklýsing, skrá
um efnisþörf, nákvæm kostnaðar-
áætlun og einnig tímaáætlun.
í reglugerðinni frá 1973, sem enn
er óbreytt, er kveðið á um að fast
starfslið embættisins skuli vera
húsameistari, 3 arkitektar auk inn-
anhússarkitekts, 2 byggingatækni-
fræðingar og byggingaeftirlitsmað-
ur auk þriggja manna í almennum
skrifstofustörfum, alls 11 manns. Nú
eru auk húsameistara 11 arkitektar,
4 innanhússarkitektar, 2 bygginga-
fræðingar, tæknifræðingur, verk-
fræðingur, hönnuðurogtækniteikn-
ari auk þriggja manna í skrifstofu-
störfum, alls 26 manns.
8 HELGARPÓSTURINN
MILLJARÐA-
FRAMKVÆMDIR
í störfum sínum er embættið fyrir
löngu komið út fyrir þann ramma
sem reglugerðin setti. Embættið
hefur síðustu árin haft hin aðskilj-
anlegustu verkefni á sínum snær-
um, nefna má framkvæmdir við
danska sendiráðið, fangelsið við
Síðumúla, íslensku óperuna, flug-
málastjórn og lögreglustjóra á
Keflavíkurflugvelli og sundlaug Sel-
foss, alls um 30 verkefni ár hvert,
mörg af smærri gerðinni en önnur
afar stór, svo sem flugstöðin fræga
og Listasafnið. Verkefnum hefur í
sjálfu sér ekki fjölgað, en samt hefur
starfsmönnum fjölgað án þess að
það eigi sér stoð í lögum eða reglu-
gerðinni.
Af öðrum stórum verkefnum sem
húsameistari hefur hannað og séð
að öðru leyti um á undanförnum ár-
um má nefna Lögberg, sem kostaði
yfir 100 milljónir króna, lœkna- og
lannlœknahúsid (Tanngarð), sem er
komið vel yfir hálfan milljarð króna,
geddeild bandspítalans, sem sömu-
leiðis hefur kostað yfir 500 milljónir
króna, sjúkrahúsiö á Selfossi, sem
kostað hefur yfir 200 miiljónir, og
embættið átti drjúgan þátt í hönnun
sjúkrahússins á Akureyri, sem hefur
kostað a.m.k. 600 milljónir króna.
Þá má nefna K-byggingu Landspít-
alans og nýbyggingu Kennarahá-
skólans. Listasafnið, sem átti sam-
kvæmt áætlunum að kosta 200
milljónir, endar samkvæmt for-
manni bygginganefndarinnar, Guö-
mundi G. Þórarinssyni, í 300 milij-
ónum og hefur Guðmundur beðið
um sérstaka skýrslu um umfram-
kostnaðinn. Og alþjóð er kunnugt
um að flugstöðin við Keflavíkurflug-
völl fór a.m.k. milljarð króna fram
úr áætlun.
EKKI EINU SINNI
RÁÐHERRA
Ekki er síður athyglisvert, að
embættið gefur engar ársskýrslur út
né yfirlit yfir unnin störf á hverju
ári, ekki einu sinni grunnlýsingu á
helstu verkefnum embættisins. Til
samanburðar má nefna að Skipu-
lagsstjórn ríkisins (þar sem húsa-
meistari á sæti) á samkvæmt lögum
að skila ráðherra sínum árlegri
skýrslu um unnin störf, en skipu-
lagsstjóri sér meðal annars um gerð
skipulags- og deiliskipulagsupp-
drátta og fylgist með störfum bygg-
ingarnefnda. Hjá húsameistara er
enga samantekt að fá, heldur vísað
til einstakra ráðuneyta og annarra
aðila um hin mörgu verk. Ekki einu
sinni ráðherra fær skýrslu.
Af eðlilegum ástæðum hefur
framkvæmdin við flugstöðina verið
mikið til umfjöllunar og þar átti
húsameistari einmitt að vera sam-
ræmingaraðili framkvæmda. En
allri upplýsingagjöf um stöðu og
gang framkvæmda var áfátt og
áfangaskýrslur ekki gefnar út eftir
17. febrúar 1984. Eiginlegur bygg-
ingastjóri verkefnisins var húsa-
meistari, en í öllu kraðakinu þótti
ástæða til „að setja hann af“ og ráða
Jón Böövarsson. Ábyrgð húsa-
meistara vegna framkvæmda þess-
ara hlýtur að vera mjög mikil, að
utanríkisráðherra slepptum. Garðar
var aðalhönnuður byggingarinnar,
höfundur ítrekaðra breytinga, valdi
byggingarefni og innréttingar, bar
ábyrgð á fjárhagsáætlunum, hafði
yfirumsjón með gerð útboðsgagna,
starfaði náið með byggingarnefnd
og verktökum, sat í byggingarnefnd
varnarsvæða og sat í skipulags-
stjórn ríkisins, sem ítrekað fékk mál-
efni flugstöðvarinnar á sitt borð.
LÖNGU ÚRELT EMBÆTTI
HP leitaði síðustu daga álits fjölda
starfandi arkitekta á hinum frjálsa
markaði um tilgang og frammistöðu
húsameistaraembættisins. Ýmsum
var mjög heitt í hamsi og af máli
sumra að dæma má búast við aukn-
um kröfum þeirra um að embætti
þetta verði aflagt í núverandi
mynd sinni, einkum þannig að
hönnunarþáttur þess verði með öllu
lagður af. í sömu andrá eru nefndar
til skjalanna teiknistofa húsnæðis-
stofnunar og teiknistofa landbúnað-
arins.
„Húsameistaraembættið er frá
þeim tíma sem kunnátta á þessu
sviði var á fárra hendi og þótti eðli-
legt að ríkið tækist á við þessi verk-
efni, sem einstaklingar höfðu ekki
bolmagn eða þekkingu til.
Nú eru kringumstæðurnar gjör-
breyttar," sagði einn viðmælend-
anna. „Hlutverk embættisins átti
fyrir löngu að breytast í ráðgjafar-
hlutverk, að hafa með höndum yfir-
stjórn og stefnumarkandi hlutverk.
En þeir halda áfram að teikna í sam-
keppni við arkitekta á frjálsa mark-
aðinum og það gefur augaleið, að
það er erfitt fyrir þá að vera í sam-
keppni við svona stórt embætti,
sem tekur til sín þetta stórt hlutfall
framkvæmda og mun meira en ger-
ist víðast hvar í sambærilegum
iöndum. Um leið er embættið svo til
ábyrgðar- og aðhaldslaust." Flestir
töldu einsýnt að óþarfi væri með
ö!lu að embættið hefði hönnun á
sinni könnu. „Nú eru á þriðja hundr-
að arkitektar starfandi og á þriðja
tug teiknistofa. Við getum annað
flestum þeim verkefnum sem húsa-
meistari tekur að sér.“
AUKAVINNA
HÚSAMEISTARA
Fyrir þremur árum var tekin til
umræðu á Alþingi þingsályktunar-
tillaga Stefáns Benediktssonar, fyrr-
verandi alþingismanns og arkitekts,
þess efnis, að leggja niður í núver-
andi mynd embætti Húsameistara
ríkisins. Aðeins Stefán tók til máls
um mál þetta, sem síðan dagaði
uppi í allsherjarnefnd sameinaðs
alþingis, án þess að nokkur aðili
væri beðinn um umsögn eða boð-
aður á fund nefndarinnar til að gefa
upplýsingar. í ræðu sinni á þingi
sagði Stefán meðal annars að starf-
semi embættisins væri óeðlilega
niðurgreidd einmitt í Ijósi þess að
þessa sérfræðinga væri ekki hægt
að draga til ábyrgðar, enda gæti rík-
ið ekki sótt sjálft sig til saka!
„Byggingarkostnaður þeirra
bygginga, sem húsameistara-
embættið hefur staðið að, er óeðli-
lega hár þar sem hægt er að bera
hann saman við sambærilegar
byggingar á frjálsum markaði og
það er með öllu óeðlilegt að þeir að-
ilar, sem sinna annars vegar
embætti Húsameistara ríkisins og
hins vegar störfum hjá embættinu,
séu að meira eða minna leyti teikn-
andi og vinnandi sem sérfræðingar
og ráðgjafar fyrir einkaaðila út um
borg og bæ. Ég er þá að tala um að
Húsameistari ríkisins sinni þeim
verkefnum, sem honum eru falin af
yfirboðara hans, sem í þessu tilviki
er forsætisráðherra, en sé ekki að
teikna hótel eða atvinnubyggingar."
BITNAR Á
ÞJÓNUSTUNNI
Hér átti Stefán við byggingar sem
Garðar Halldórsson hefur teiknað,
ýmist einn eða með öðrum (eins og
Halldóri Jónssyni föður sínum eða
Ingimundi Sveinssyni fornvini sín-
um), meðfram embættisstarfi sínu:
Viðbyggingar við Hótel Sögu, hús
Eimskipafélagsins og Áburðarverk-
smiðjunnar, Valhöll Sjálfstæðis-
flokksins, Breiðablik og ótal einka-
hús. Hélt Stefán því fram að þessi
aukastarfsemi Garðars og annarra
starfsmanna embættisins leiddi
hreint og beint til þess að þjónusta
embættisins við viðskiptavini sína
væri „léleg og slök“. Þess vegna
bæri að leggja þessa starfsemi niður.
Flestir viðmælenda Helgarpósts-
ins voru sammála um að einkavinna
embættismannsins Garðars Hall-
dórssonar væri með öllu óeðlileg og
samræmdist í engu stöðu hans.
„Það hafa margir bent á aukavinnu
húsameistara, sem þykir óeðlileg, af
því að þetta eru oft meiriháttar
verkefni sem hann fæst við. Þetta
getur ekki talist eðlilegt og er áreið-
anlega óheppilegt fyrir alla,“ sagði
einn viðmælenda blaðsins og annar
taldi það arfleifð af misskilinni
launajöfnunarstefnu að þessi auka-
vinna væri liðin. „Það á að borga
þessum embættismönnum gott
kaup fyrir vinnu þeirra og það á að
duga þeim. Það á ekki að líðast að
menn séu á kafi í „prívatbisness“,
sem hugsanlega kemur niður á
embættisverkum þeirra."
DROPINN SEM FYLLIR
MÆLINN
Staða embættis Húsameistara
ríkisins innan kerfisins er einstök.
Um embættið gilda engin lög,
ábyrgðin er engin, aðhaldið hverf-
andi, verksviðið óljóst. Embættið
var stofnað vegna skorts á sérþekk-
ingu en sú forsenda er löngu brostin
og aðeins spurningin eftir hvort rík-
ið eigi að standa í þessari starfsemi
í harðri samkeppni við hinn frjálsa
markað. Reynsla undanfarinna ára
bendir eindregið til þess að löngu sé
orðið tímabært að stokka embættið
upp og marka því þrengri ramma.
Og láta embættið gera árlega grein
fyrir unnum störfum sínum! Fyrir
þremur árum var gerð máttvana til-
raun til að fá þingmenn til að huga
að þessum hlutum, en tillaga Stef-
áns Benediktssonar var ekki einu
sinni rædd á þingi og hlaut enga um-
fjöllun í þingnefnd. Reynslan með
flugstöðina og listasafnið hlýtur að
vera dropinn sem fyllir mæl-
inn. Og í ljósi þess að engin lög gilda
um embættið þarf til niðurlagning-
ar þess ekki annað en eitt „penna-
strik" forsætisráðherra!