Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.03.1988, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Qupperneq 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Helgi Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson Blaöamenn: Prófarfcir. Ljósmyndir: Útlit: Framkvæmdastjóri: Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóðsson, Friðrik Þór Guömundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Páll Hannesson. Sigriöur H. Gunnarsdóttir Jim Smart Jón Óskar Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Sölu- og markaðsstjóri: Auglýsingar: _ Áskrift: Afgreiðsla: Aðsetur blaðsins: Útgefandi: Setning og umbrot: Prentun: Birgir Lárusson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Guörún Geirsdóttir Bryndis Hilmarsdóttir er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511. Goögá hf. Leturval sf. Blaöaprent hf. Valdbeiting í VSÍ Verkalýðsfélögin í landinu unnu tvær fyrstu lotur í samningahríöinni sem nú stendur yfir. Verkamannasam- bandið, Vinnuveitendasambandið og Alþýðusamband íslands töpuðu. Fyrst voru samningar VMSÍ felldir í að- ildarfélögunum, síðar tókst félögunum að knýja samn- ingagerðina heim í hérað, eins og það er kallað nú. Það er ýmislegt athyglisvert við kjarasamningana sem nú standa sem hæst. Alþýðusamband íslands kemur hvergi nærri samningunum og ekkert hefur borið á forseta ASÍ, Ásmundi Stefánssyni, í þessum samningum. Hann hefur vart verið spurður álits á framvindu mála svo sem tíðkast hefur síðustu ár. Ásmundur fór enda illa út úr pólitískri baráttu á síðasta ári og hefur kosið að láta lítið fyrir sér fara fram að Alþýðusambandsþinginu sem haldið verður í haust. En afskiptaleysi ASÍ af samningum snýst vitaskuld ekki um Ásmund Stefánsson eingöngu. Verkalýðshreyfingin virðist vera búin að viðurkenna, að hagsmunir einstakra hópa launamanna séu svo ólíkir að útilokað sé að sameinast um eina kröfugerð. Verka- lýðshreyfingin virðist með þessu fyrirkomulagi samn- inga viðurkenna að samningar skuli fara fram í starfs- greininni, í byggðarlaginu, eða jafnvel á vinnustaðnum sjálfum. Konur í verkalýðshreyfingunni hafa á síðustu dögum lagt mikla áherslu á að ekki myndaðist gjá á milli samningamanna og félagsmanna og því ætti að semja í námunda við fólkiö sjálft. Niðurstaðan hlýtur að verða valddreifðari samningar. ÖIlu þessu hafnar VSI og eru viðbrögð framkvæmda- stjóra VSÍ, Þórarins K. Þórarinssonar, oft á tíðum undar- leg. Hann, þessi ungi maður, neitar að horfast í augu við þá breytingu, sem orðin er í umhverfinu og í samninga- gerð, og vísar til þess að VSÍ hafi staðið saman — samið sem ein samtök í 30 ár — og að það skuli ekki breytast. Á sama tíma eru atvinnurekendur í ákveðnum byggðar- lögum að semja við verkalýðsfélögin á staðnum og neyða framkvæmdastjórann unga til þess að grípa til þvingunaraðgerða gegn aðildarfélögum VSÍ. Það er at- hyglisvert að samtök atvinnurekenda skuli nú vera í hlut- verki miðstýringar- og valdbeitingarmanna, en tals- menn verkalýðsfélaganna halda á loft merki valddreif- ingar og lýðræðis. Frjálsir fjölmiðlar - lokað valdakerfi Frjálshyggjumenn grobba sig af því að hafa rutt braut- ina fyrir frjáísri fjölmiðlun hér á landi. Það er staðreynd að tækjum og tólum til slíkrar iðju hefur fjölgað upp á síð- kastið. Á sama tíma keppast valdhafar og áhrifamiklir aðilar í þjóðfélaginu við að þrengja að upplýsingaöflun fjölmiðla eftir bestu getu og skammta þeim upplýsingar svo sem þeim hentar. Óvíða, ef nokkurs staðar, á Vestur- löndum er stjórnkerfið lokaðra fyrir almenningi. Þetta býður heim hvers konar geðþóttastjórnun og beinni eða óbeinni valdníðslu gegn borgurunum. Það er orðið tíma- bært að létta þessu miðaldamyrkri af stjórnsýslunni hér á landi og krefjast refjalausrar upplýsingaskyldu stjórn- valda og að fréttamenn séu ekki ítrekað hindraðir í störf- um. Borgarar þessa lands eiga heimtingu á því að vita, hvernig farið er með málefni þeirra og fémuni. Burt með pukrið. 10 HELGARPÓSTURINN Pukur og leynd leiða til valdníðslu '.COMHUNICXIIDKS WH RECOSOS ttll í<&aroaaca- :.;v iwri mw- ■■■■■ • -purtloiput inJlo oaSl/ :.Hun,ho otMtrtjcfl wLng-a ooblnat, lt was kUó.bo a'.oa'jlDot nlttiou jn»«otlotloo» .) t flrit foriMttora haú d»ce«a jofl,: tho-Co»MUnltt Pnrl^ f«ucr,a»tlns thot lt^naa Lycto forn thu r.bvnrníiA Ipönolblo : ta fOr.r„ p • pratlT»o,' unjl.CctroUnlot* [jPartr/íe' >jotv**a pror >ratlng.„ IbatiiltnMi Kod nlth fþnr.liii- ■thp i. fcComunl»t þurtloipatlcn Itold -oa.thfitlTtíCliaoí/a'ir fljflnally.íunoacaf «1.^, (jJ Sito-Bo'hl» cr.phitlo |»nt,o dUol»lon t» aztnad rlt;li*pliaaYl»-l-T}.B æm-. ■■" ^V.DRLvyua * ÍrkJoTlki iiipsp,:: V.jlilfvjO th*»Órl* : I gœr, miðvikudag, var dregiö í blaösöluhappdrœtti Helgar- póstsins. Upp kom miöi nr. 340 og reyndist eigandi hans Kristinn Jónsson, Bröttukinn 24, Hafnarfiröi. Vinningurinn var Sharp-feröatœki frá versluninni Hljómbœ. Næst veröur dregiö í happ- drættinu í byrjun apríl og veröur þá dregiö um Commandor-töl vu. Helgarpósturinn óskar Kristni til hamingju meö vinninginn. Fyrir skömmu leit inn hjá okkur hérna á HP bandarískur starfsmað- ur opinberrar stofnunar, sem hér er starfrækt. Eftir að samræður okkar höfðu leiðst út í glasnost og mögu- legar afleiðingar þessarar gagnsæis- stefnu Gorbasjoffs spurðum við Bandaríkjamanninn, hvort hann hefði fylgst með birtingu okkar á svonefndum leyniskjölum frá amr- íska sendiráðinu og öðrum amrísk- um stofnunum og hvað honum fyndist um íslensk viðbrögð við þeim. Bandaríkjamaðurinn minnti á, að 15 ár væru síðan leynd hefði verið létt af flestum þessara skjala. Lögbundin meginregla í Bandaríkj- unum væri sú, að hindra mætti birt- ingu skjala af þessu tagi í aldarfjórð- ung — 25 ár. Eftir það væri að þeim frjáls aðgangur öllum þeim, sem létu sig þau nokkru varða. Und- antekningar eru til frá þessari reglu, en slíkar undantekningar verður að rökstyðja vandlega og eru ekki teknar til greina nema varði öryggi Bandaríkjanna. Slíkum úrskurði má áfrýja til yfirnefndar og þeim úr- skurði enn til almennra dómstóla. Bandaríkjamaðurinn kvaðst undrandi á, að 40 ára gömul skjöl gætu kallað fram geðshræringar á Islandi í dag. Slíkt gerðist varla, þar sem menn litu á það sem sjálfsagð- an hlut, að slík skjöl væru öllum að- gengileg og birt jafnóðum og leynd væru af þeim létt. Þar sem hins veg- ar ieynd og pukur væru reglan og síðan slakað á hömlum eins og nú væri að gerast í Sovét, leiddi það til kreppuástands og trúnaðarbrests milli almennings og stjórnvalda. Því er þetta rifjað hér upp, að enn er von á nýrri skýrslu — að þessu sinni frá Þór Whitehead sagnfræð- ingi á vegum menntamálaráðuneyt- isins — vegna svonefnds Stefáns Jóhanns-máls. Því máli hefði ein- faldlega átt að vera lokið með afsök- unarbeiðni fréttastofu Ríkisútvarps- ins á því að hafa byggt fréttaflutning um tengsl Stefáns Jóhanns við amr- ísku ieyniþjónustuna CIA á skjali, sem ekki hefur fundist þrátt fyrir nokkra leit. En þessu til viðbótar hefur útvarpsráð gefið fréttastofunni harðorða áminningu. Morgunblað- ið hefur kveðið upp Stóradóm. Siða- nefnd Blaðamannafélagsins hefur látið frá sér fara fyrirferðarmikinn og að sama skapi hæpinn úrskurð. Og nú skal enn bætt við úrskurði sagnfræðings á vegum mennta- málaráðuneytisins. Fyrirferð allra þessara dómsúrskurða í hlutfalli við tilefnið sýnir svo að ekki verður um villst, að hér er engin umhyggja á ferðinni fyrir því að heiðra orð Ara heitins um að hafa heldur það, sem sannara reynist, heldur skal hattur- inn kýldur svo kirfilega niður fyrir augu og eyru fréttamanna á útvarp- inu, að þeir dirfist ekki í bráð og lengd að opna umræðu um þetta tímabil í sögu okkar eftir öðrum heimildum en frásögnum minnis- lausra ævisagnahöfunda og opin- berrar sagnritunar einsýnna krón- íkuritara stjórnmálaflokkanna. Við teljum okkur stundum trú um það, íslendingar, að við lifum í frjálsu og opnu þjóðfélagi. Stað- reyndin er sú, að enn lifum við í þjóðfélagi, þar sem pukur er megin- regla og upplýsingar studdar stað- reyndum undantekning. Sannleik- urinn var tii skamms tíma skammt- aður í „Prövdum” stjórnmálaflokk- anna og talinn til ærumeiðinga og sorpritunar ef hann birtist annars staðar. Þess vegna hefur verið reynt að klína þeim stimpli á Helgarpóst- inn gegnum árin. Fyrir fóik, sem hafði til þess kjark að horfa á nakinn sannleikann berum augum, var hann — og er — sem vin í eyðimörk- inni. En það er kominn tími til að þessi þjóð fái aðgang að heimildum um sögu sína. Og það er kominn tími til að hún fái að fylgjast með gerðum stjórnmálamanna sinna og embættismanna jafnóðum og þær gerast. Frjálsir fjölmiðlar eru ekki bara til að sýna frelsi forráðamanna sinna til að taka hvað sem þeim sýn- ist til umfjöllunar. Þeir verða að hafa frjálsan aðgang að heimiidum í stjórnkerfinu. Upplýsingar eiga að vera regla. Leynd á að vera undan- tekning, og hún því aðeins veitt, að hún sé studd pottþéttum rökum. Blásið burt húsaskúminu og kóngu- lóarvefjunum og rykhjúpnum, sem hvíla í þykkum lögum yfir toppum embættiskerfisins og gera þeim kleift að spila sig stóra og mikla kalla og láta þá kenna á valdi sínu, sem þeir ættu að vera að þjóna. Leynd og pukur leiða fyrr eða síðar til vaidníðslu. Og síðast en ekki síst: Krumlurnar burt af fréttamönnum ríkisfjölmiðl- anna og annarra frjálsra fjölmiðla hér á landi. Frjáls fjölmiðlun hefur hlutverki að gegna hér sem annars staðar. Hún er höfuðstoð lýðræðis með því að veita þegnum þjóðfé- lagsins upplýsingar um hvað er að gerast í stofnunum þess og gera þeim kleift að mynda sér skoðanir byggðar á staðreyndum. Og hún er til þess að veita valdhöfum aðhald: Þegar þeir vilja klæða okkur borg- arana úr yfirhöfnum okkar, skal það gert í allra ásýnd. Olafur Hannibalsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.