Helgarpósturinn - 17.03.1988, Page 18

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Page 18
Gunnar Sólnes, lögfrœdingur og formaöur GA, í HP-viötali — ekkert mál Solnes Nafnið Sólnes og Akureyri. Það er á einhvern hátt hægt að setja sama- semmerki þar á milli. Enda Jón G. Sólnes heitinn, ættfaðirinn, einhver þekktasti bæjarbúi á Akureyri á seinni tímum, umdeildur en aldrei nein lognmolla þar sem hann fór. Synir hans tveir hafa komið sér þægilega fyrir í gömlu fallegu húsi í miðbæ Akureyrar þar sem þeir hafa lögfræðiskrifstof- ur sínar. Hús sem áður var í eigu Kristjáns Kristjánssonar, bílakóngs á Akur- eyri. Þar hitti ég Gunnar Sólnes, lögfræðing og þekkta persónu í bæjarlífinu fyrir norðan. Hann hafði verið á árshátíð Sjálfstæðisflokksins kvöldið áður en lét það ekki á sig fá, var áður búinn að viðra hundinn og líta eftir fram- kvæmdum við golfskálann sem verið er að endurbyggja eftir mikinn bruna. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND: tómas l. vilbergsson Hvernig er aö vera Sólnes á Akureyri? „Ja, það er góð spurning. Það er mjög gett, held ég verði bara að segja það. Faðir minn var að vísu mjög umdeildur maður hér í bænum en ég held að hann hafi átt fleiri vini en óvini.“ Standiö þid brœöur í skugganum af honum? „Það má kannski segja það. Sennilega mest- megnis vegna þess að við höfum lítið eða ekkert haft okkur í frammi í pólitíkinni. Það er þá helst Júlíus en við Jón höfum unnið þau störf að það er best að vera utan hennar. En það er auðvitað erfitt að feta í fótspor föður okkar, því verður ekki neitað." Og engar vœntingar til ykkar út af nafninu? „Nei, það held ég ekki.“ Kemur þaö ykkur frekar til góöa aö vera Sól- nes heldur en hitt? „Ég veit það ekki. Ætli það ekki bara. Annars er erfitt um það að segja." Nú fór faöir þinn í sérframboö fyrir nokkrum árum... „Já, ég var mikill hvatamaður að því framboði og það var mjög skemmtileg lífsreynsla þó við hefðum ekki erindi sem erfiði. Okkur vantaði helvíti mörg atkvæði reyndar..." Var mikil biturö á þessum tíma? „Já, það var mikil biturð — á báða bóga. Það er spurning hvort hefur nokkuð gróið um heilt síðan. Ég held að sumir innan Sjálfstæðisflokks- ins erfi þetta enn, megi ekki heyra nafnið Sól- nes. Flokkurinn á mjög bágt með að fyrirgefa, eins og sagan sýnir.“ En þú ert samt enn í flokknum. „Já, en miklu gagnrýnni á störf hans en áður var.“ Var sú gagnrýni komin til fyrir tíma sérfram- boösins? „Já, hún var það. Það var einstakt deilumál og ég taldi að flokkurinn hefði hagað sér klaufalega í því. Var reyndar alls ekki einn um þá skoðun." Og aldrei veriö áhugi fyrir aö reyna fyrir þér frekar, eöa hvaö? „Jú, jú. Ég var áhugasamur á yngri árum, starfaði töluvert fyrir flokkinn hér á Akureyri og sömuleiðis þegar ég bjó í Reykjavík. Þá ætlaði maður sér lengra en svo hefur áhuginn dofnað. Svo er konan líka í þessu brölti og það verður að vera nóg fyrir eitt heimili." Hún er í bœjarstjórn, er þaö ekki? „Nei, ekki lengur. Hún var það en er núna for- maður fulltrúaráðs flokksins og var ofarlega á lista við síðustu alþingskosningar." Þannig aö þú hefur alla tíö veriö umkringdur pólitískri umrceöu? „Já, það má segja það. Það var mikil pólitísk umræða á mínu heimili og hún hefur haldist en áhugi minn á hinn bóginn dofnað mikið þrátt fyrir að maður fylgist alltaf með því helsta. Þeg- ar maður var ungur voru orð flokksins lög og hann gat ekki gert neitt rangt. Það kom aldrei til greina að efast um neitt af því sem hann gerði og maður varð bæði hissa og reiður ef einhver dirfðist að gagnrýna hann. Nú er það ekki svo lengur. Þetta er ekki lengur bara svart og hvítt." Borgaraflokkurinn hefur þá ekki freistaö? „Nei. En það má svo sem segja að ég hafi ákveðinn skilning á því fyrirbrigði." Og líst sœmilega á hinn nýja þingmann innan fjölskyldunnar? „Já, ég get ekki annað sagt. Júlíus á erindi inn á þing rétt eins og hver annar og raunar mikiu frekar en margir af þeim sem þar hafa setið." Framboö hans hefur ekki komiö þér neitt á óvart? „Jú, ég get ekki neitað því að ég varð svolítið hissa, en hins vegar skil ég vel afstöðu hans. Eins og ég sagði áður á Borgaraflokkurinn skilning minn þó ég styðji hann ekki." PABBADRENGUR ÍHALDSINS Hvernig var þaö, kom aldrei til greina annaö en aö veröa sjálfstœöismaöur? „Nei, alls ekki. Það voru alltaf hreinar línur. Ætli ég sé ekki einn af þessum pabbadrengjum íhaldsins. Þetta var eins með lögfræðina, ég var búinn að ákveða hana snemma í menntaskóla. Þar var aldrei neinn efi heldur, enda átti þetta tvennt ágætlega saman þegar maður stefndi að pólitískri framtíð." Þannig aö þaö hefur ekki veriö neinn upp- reisnarandi í þér? „Nei, það held ég ekki. Maður slapp blessun- arlega við dagvistarstofnanirnar..." Bíddu viö. Fööur þínum var sérdeilis uppsigaö viö slík fyrirbrigöi. Ert þú sömu skoöunar? „Ég er kannski ekki alveg sammála honum en verð að játa að umfangið er meira en mér finnst það þurfa að vera. Faðir minn skildi hins vegar ekki tilganginn með þessum stofnunum enda var þetta allt auðveldara þegar hann var að ala sín börn upp. Kasta kveðju á grislingana þegar farið var til vinnu á morgnana og reyna svo að smala þeim saman þegar komið var heim að kvöldi. Maður man eftir honum, standandi úti á tröppum, kallandi, meðan maður lá sjálfur fal- inn bak við runna í næsta garði til að þurfa ekki að koma inn.“ Eru Sólnesar aldir upp meö silfurskeiö í munni? „Nei, síður en svo. Heimili okkar var mjög venjulegt. Þar var engu ríkidæmi fyrir að fara, enda voru bankamenn sjálfsagt ekki betur laun- aðir en þeir telja sig vera í dag. Við máttum hafa fyrir að ná því sem við vildum, rétt eins og aðrir. Faðir minn byrjaði að vinna í Landsbankanum ungur maður og tekjur hans voru ekki miklar - framan af. Hann byrjaði sem sendill, vann að ég held rúmlega fimmtíu ár í bankanum, og er kannski einmitt það sem Sverrir Hermannsson var að tala um að væri ekki sjálfgefið. Að menn ynnu sig upp úr því að vera sendlar í að verða bankastjórar." Maöur hefur löngum heyrt aö Sólnesar vœru út undir sig í viöskiptum, refir... „Ég kannast ekki við það — hef ekki heyrt þetta áður. Ef rétt er að þú hafir heyrt það þá er það sjálfsagt vegna þess að þeir sem þurfa að skipta við lögfræðinga líta þá stundum horn- auga." GOLFBAKTERÍAN Víkjum aö ööru. Þú ert formaöur Golfklúbbs Akureyrar og ekki í fyrsta skipti. „Já, ég hef verið af og til formaður á síðast- liðnum tuttugu árum eða svo.“ Og spilar enn af krafti eöa hvaö? „Já, það geri ég, en það er orðið meira til ánægju en með keppni í huga. Sú tíð er liðin. Hins vegar var ég nokkuð góður í golfi hér áður, þó ég segi sjálfur frá. Varð m.a. tvisvar sinnum Islandsmeistari, 1961 ogsvo aftur ’67. Það verð- ur endilega að koma fram. Við Akureyringar átt- um reyndar alltaf mjög góða golfara hér áður þó það hafi heldur hallað undan fæti hjá okkur á undanförnum árum. Satt að segja vorum við langbestir á landinu á tímabili. Eg efast um að nokkur klúbbur eigi fleiri meistara en við. En það verður víst að viðurkennast að við höfum verið í lægð undanfarin tíu ár eða svo. Það er erf- itt að skýra af hverju slíkt gerist, félagar í klúbbnum eru margir en menn virðast frekar líta á golfið sem huggulegheit en keppni. En þetta stendur vonandi allt til bóta. Það er nú líka rétt að það komi fram að þegar ég var sem mest að keppa þá voru engar reglulegar æfingar, þá mættu menn bara upp á völl og spiluðu. Enda eru þeir orðnir miklu betri í dag en við vorum á sínum tíma. Það verður víst að játast þó sárt sé.” Þetta golfspil, er þetta hrein „manía"? „Já, þetta er baktería. Svona svipað og veiði- skapur og það er engin lækning til gegn þessu. Enda er þetta íþrótt sem menn geta stundað fram á grafarbakkann." Byrjaöiröu snemma í golfinu? „Já, það er óhætt að segja það. Faðir minn spilaði golf og ég var ekki nema sjö ára þegar ég byrjaði. Það var mjög óvenjulegt, ég held að það hafi hreinlega ekki þekkst að menn undir tví- tugu spiluðu golf. Júlíus bróðir minn spilaði með mér til að byrja með en gafst fljótlega upp. Ég dundaði hins vegar áfram. Með því fékk labbið einhvern tilgang. Ég hef aldrei verið einn af þeim sem geta gengið bara til þess að ganga." Þetta var heldri manna íþrótt, er hán þaö aö einhverju leyti enn? „Nei, það er að vísu rétt að þetta var heldri manna íþrótt, en það er ekki svo hér á Islandi lengur. Menn úr öllum stéttum stunda golf. Það er hins vegar laxveiðin sem er heldri manna íþrótt, hræðiiega dýr, og þess vegna hefur mað- ur orðið að draga meira úr henni en vilji hefur staðið til.“ BRUNI OG EVRÓPUMÓT Þaö hefur alltaf fylgt golfinu töluveröur gleö- skapur er þaö ekki? „Nei, það myndi ég ekki vilja segja, við höfum að vísu eitt mót á ári, Jónsmessumót, þar sem menn gleðjast bæði meðan spilað er og eins á eftir. Annars er ekki mikill drykkjuskapur þessu fylgjandi." En þetta er nú líklega eina íþróttagreinin þar sem bar er í félagsheimilinu. „Jú, það má vel vera. Það er nú hins vegar mest hugsað til að geta leigt húsið út fyrir sam- kvæmi og þess háttar.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.