Helgarpósturinn - 17.03.1988, Side 21
v
ið sögðum frá því 1 siðasta
blaði hvaða popphljómsveitir væri
verið að reyna að fá á Listahátíð í
sumar. Eins og við skýrðum frá er
það staðfest að hingað koma sveit-
irnar Blow Monkeys og Christ-
ians, sem er efnileg hljómsveit frá
Liverpool og hefur vakið nokkra at-
hygli að undanförnu. Enn standa yf-
ir þreifingar varðandi Whitesnake
og Jethro Tull og er allt eins líklegt
að þær sveitir komi. Nýjasta nafnið
og jafnframt það stærsta sem verið
er að athuga með er stórsöngvarinn
Sting sem er án efa eitt stærsta
nafnið í poppbransanum í dag. Eins
og menn muna var Sting burðarás-
inn í hljómsveitinni Police á sínum
tíma en hefur síðan hún hætti verið
einn á báti og gert afar athyglis-
verða hluti. Hann er einnig þekktur
af kvikmyndaleik og ekki síst fyrir
baráttu sína með samtökunum
Amnesty International. Ef hann
kemur má fcu-a að rifja upp orðtakið
um hvalreka á fjörur. . .
A
hausti komandi verður
haldin á vegum sjálfstæðisfé-
félaganna í Reykjavík sérstök
stefnuskrárráðstefna og verða
ýmis stefnumál flokksins tekin fyrir
og endurskoðuð, en þegar er hafinn
undirbúningur að þessari ráðstefnu.
Jón Magnússon, lögmaður og
varaþingmaður flokksins í Reykja-
vík, hefur umsjón með skipulagn-
ingu þessa starfs. Ekki er talið ólík-
legt að áhersla verði lögð á neyt-
endamái og þéttbýiissjónarmið á
ráðstefnu þessari og telja ýmsir að
það myndi e.t.v. ýta enn frekar undir
þá bresti sem eru á milli fylkinga
sjálfstæðismanna af landsbyggðinni
og af höfuðborgarsvæðinu og velta
menn því fyrir sér hver örlög lands-
byggðarþingmannsins Þorsteins
Pálssonar, formanns Sjálfstæðis-
fiokksins og forsætisráðherra,
yrðu, ef til átaka kæmi á milli höf-
uðborgarsvæðisins og landsbyggð-
arinnar...
egar flestir fara heim að sofa
halda aðrir áfram ýmiss konar at-
vinnustarfsemi hvort sem tilskilin
leyfi eru fyrir hendi eðaekki. Þann-
ig var tilkynnt í Hollívúdd undir lok
skóladansleiks, milli 2.30 og 3 síð-
astliðið fimmtudagskvöld, að gest-
um staðarins væri boðið til áfram-
haldandi skemmtunar í Armúla 20,
þar sem var unglingaskemmtistað-
urinn Top Ten. Þeir sem þangað
fóru, fullvissir um að sér væri boð-
ið, urðu fyrir vonbrigðum því að í
dyrunum stóð maður sem vildi fá
200 kr. og stakk peningunum í vas-
ann jafnóðum og fólk borgaði en af-
henti þeim er inn fóru ekki miða.
Samkvæmt gildandi reglum er
ólögiegt að hafa opna skemmti-
staði á þessum tíma auk þess sem af-
henda á fólki miða og greiða síðan
rúllugjald til ríkisins. En hvað gera
menn ekki fyrir peninginn. . .
átt eitt hefur heyrst af hluta-
fjáraukningu þeirri sem fyrirtækin
Smjörlíki og Sól hf. hugðust beita
sér fyrir. Nú heyrum við á HP, að
aukningin gangi treglegar en svart-
sýnir menn gerðu ráð fyrir. Fyrir-
tækin, sem eiga mikil viðskipti við
Iðnaðarbanka, munu standa held-
ur illa og eru menn í bankanum og
eins í Seðlabanka uggandi um hver
áhrif erfiðleikar Smjörlíkis og Sólar
gætu hugsanlega haft á stöðu Iðn-
aðarbankans. Binda menn vonir við
að Davíð Scheving Thorsteins-
S .... _.
tveir fimmtíu og tveir er þín leið til
aukinna viðskipta. . .
Nýr auglýsingasími
625252
Ef þúerl í vafa um
hvaða ávöxtunarleið
er hagstæðust sparifé
þínu, lcynntu þér þá
kosti spariskírteina
ríkissjóðs
einhverja áhættu með
sparifé mitt?
Ávöxtun sparifjár með spariskírtein-
um ríkissjóðs fylgir engin áhætta. Að
baki þeim stendur öll þjóðin og ríkis-
sjóður tryggir fulla endurgreiðslu á
gjalddaga. Slíkt öryggi býður enginn
annar en ríkissjóður.
innlent lánsfé og draga því úr erlendri
skuldasöfnun. Þetta gerir spariskírt-
eini ríkissjóðs að enn betri fjárfest-
ingu.
Hvernig ávaxta ég
sparifé mitt, svo það
beri háa vexti umfram
verðtryggingu?
8,5% ársvöxtum umfram verðtrygg-
ingu. Ríkissjóður býður nú til söiu
þrjá flokka verðtryggðra spariskírt-
eina:
1» Söfnunarskírteini sem greiðast
eftir 2 ár með 8,5% ársvöxtum.
2. Söfnunarskírteini sem greiðast
eftir 3 ár með 8,5% ársvöxtum.
3. Hefðbundin spariskírteini með
7,2% ársvöxtum. Binditíminn
er 6 ár en lánstíminn allt að 10
ár. Að binditíma liðnum eru
skírteinin innleysanleg af þinni
hálfu og er ríkissjóði einnig
heimilt að segja þeim upp. Segi
hvorugur skírteinunum upp
bera þau áfram 7,2% ársvexti út
lánstímann, sem getur lengst
orðið 10 ár.
Verðtryggð spariskírteini til sölu núna:
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
í.n.D 2 ár 8,5% 1. feb ’90
l.fl. D 3 ár 8,5% l.feb '91
l.fl. A 6/10 ár 7,2% l.feb'94-98
Með spariskírteinum ríkissjóðs getur
þú ávaxtað sparifé þitt með allt að
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
banka íslands og hjá löggiltum verð-
bréfasölum, sem m. a. eru viðskipta-
bankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús
um land allt og aðrir verðbréfamiðlar-
ar. Einnig er hægt að panta skírteinin
með því að hringja í Seðlabankann í
síma 91-699863, greiða með C-gíró-
seðli og fá þau síðan send í ábyrgðar-
pósti.
Hvað með tekju- og
eignaskatt?
Spariskírteini ríkissjóðs eru tekju- og
eignaskattsfrjáls eins og sparifé í
bönkuni. Að auki eru spariskírteini
RIKISSJOÐUR ISLANDS
HELGARPÓSTURINN 21