Helgarpósturinn - 17.03.1988, Síða 22
DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU
OV'® ö\ »s«4-
n.a-'4 “<i'
\»09»'4
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3,
Sími 14820.
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3
AUGLYSIR:
Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 minútur að
fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt.
Ath. eftirfarandi:
Móttakan er í austurenda hússins, þar er
bíllinn settur á færiband og leggur síðan af
stað í ferð sína gegnum húsið. Eigendur
fylgjast með honum.
Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há-
þrýstiþvott, þar sem öll iausleg óhrein-
indi, sandur og því um líkt, eru skoluð
af honum, um leið fer hann í undir-
vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög
ánægðir með þá þjónustu, því óhrein-
indi safnast mikið fyrir undir brettum
og sílsum.
Síðan er hann þveginn með mjúkum burst-
um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand-
þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að
sleppa burstum og fá bílinn eingöngu
handþveginn.
Næst fer bíllinn i bónvélina og er þar
sprautað yfir hann bóni og síðan herði.
Að þessu loknu er þurrkun og snyrt-
ing.
8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu,
t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti,
þriðji í handþvotti o.s.frv.
Bíll, sem þveginn er oft og reglulega,
endist lengur, endursöluverð er hærra
og ökumaður ekur ánægðari og
öruggari á hreinum bil.
Tíma þarf ekki að panta.
Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta
skipti til okkar undrast hvað margt
skeður á stuttum tíma (15 mínútum).
Kæra dagbók.
Eg er svo spennt út af söngva-
keppninni að ég er alveg að tryllast.
Það er líka ekki talað um annað í
skólanum... og hérna heima.
Mamma á ekki orð yfir því að engin
kona skuii eiga eitt einasta af þess-
um tíu lögum — og pabbi fékk enn
einu sinni að sofa í stofunni eftir að
hann sagði að kellingar kynnu bara
greinilega ekki að semja góð lög. Ég
held að honum hljóti næstum að
finnast gott að sofa á sófanum, því
hann gat sko sagt sér það sjálfur að
mamma myndi tryllast við svona
yfirlýsingar. Líklega var hann þá að
hefna sín á henni. Hún neitaði nefni-
lega að taka pabba með sér á fimm
ára afmæli Kvennalistans af
hræðslu við að hann stæði upp og
héldi eina af sínum kvenfjandsam-
legu grínræðum, sem enginn hlær
að nema hann.
Sjálf er ég nú ferlega spæld yfir
því hvað kallarnir í keppninni eru
dómgreindarlausir. Þeir eru hver
um annan þveran að rembast við að
syngja sín eigin lög — örugglega í
von um að verða, .uppgötvaðir” í út-
löndum og meika það á heimsmæli-
kvarða — þó þeir séu með alveg
vonlausar raddir. Ég er t.d. ógeðs-
lega hrifin af sólarsömbu-laginu, en
höfundurinn þarf náttúrulega endi-
lega að syngja það sjálfur. Og dóttir
hans með! Glætan... Eins og þetta
hefði getað verið æðisgengið. Það
verður sko að breyta reglunum
næsta vetur og taka lögin af mönn-
unum (eins og í hitteðfyrra) fyrst
þeir fatta þetta ekki sjálfir.
Annars tek ég þessa söngva-
keppni svo alvarlega að ég er stíft
að hugsa um að fara bara í bíó í stað-
inn fyrir að fylgjast með úrslitunum.
Þetta er orðið of mikið álag á tilfinn-
ingalífið, vegna þess hvað mig lang-
ar ofsalega til að ísland standi sig
vel. Manni verður hreinlega óglatt.
Mér varð nú reyndar solaið flök-
urt á myndinni í Háskóiabíói, sem
ég sá með Bellu vinkonu um dag-
inn, svo bíó er kannski ekki rétta
lausnin. Ég ætlaði að hressa stelpu-
greyið við, af því að það er allt í rusli
heima hjá henni — enn einu sinni.
En þá reýndist myndin vera um
framhjáhald, sem er akkúrat vanda-
málið á heimiiinu. Þingmaðurinn,
sem fiutti til þeirra eftir að pabbi
Bellu stakk af með ungu stelpunni,
er núna líka farinn að halda fram-
hjá. Það var sem sagt rétt hjá ömmu
á Einimelnum að þingmenn væru
„óstabílir”. Hún sagði, að sumar
konur héidu að það væri einhver
klassi að sofa hjá alþingismanni og
þess vegna fengju þeir heil ósköp af
„tilboðum”. Og enginn þeirra hefði
móralskan styrk til að neita svoleið-
is til lengdar, því stjórnmálamenn
væru hégómlegustu verur í heimi.
Framhjáhaldsmyndin var að vísu
um lögfræðing, en ekki þingmann,
og hún var voða skrýtin. Það var t.d.
alveg vonlaust að ákveða með
hverjum maður ætti að halda. Ég
vorkenndi eiginlega öllum persón-
unum: Konan, sem var gift lögfræð-
ingnum, átti ekki skilið að kallinn
héldi framhjá henni. Konan, sem
hann hélt framhjá með, átti ekki
skilið að lögfræðingurinn gæfi skít í
hana — fyrst hann var á annað borð
að sofa hjá henni. Og lögfræðings-
ræfillinn átti ekki skilið að lenda í
svona rosalegu veseni út af einu litlu
framhjáhaldi. En það gengur ekki
upp að allir séu fórnarlömb í einu...
Svo var myndin heldur ekkert eins
spennandi og þessir blaðadómarar
voru búnir að segja, en ég var þó
næstum búin að kasta upp þegar
saklausum kanínum og börnum var
blandað í málið.
Bless í bili. Mynd að byrja í sjón-
varpinu. (Mamma segir, að augun í
mér verði bráðum ferköntuð...)
Dúlla.
Skelltu hvorki
skuld á hálku
eða myrkur.
Það ert þú sem situr við stýrið.
y
UMFERÐAR
RÁÐ
nm
LADA-EIGEDIDUR
eru hvattir til að kynna sér
verðkönnun Verðlagsstofnunar
1
Vandið
vöruvalið.
•
Gerið
verðsamanburð
Opið laugardaga frá 9-12
: BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
22 HELGARPÓSTURINN
Suðurlandsbraut 14, 107 Reykjavík, sími 681200