Helgarpósturinn - 17.03.1988, Side 40
Eiinn vinsælasti veislusalur í
Reykjavík er Borgartún 6, eða
gamla Rúgbrauðsgerðin, og er mikil
ásókn í að fá sal þennan lánaðan
eða leigðan. Salur þessi var um tíma
mikill þyrnir í augum veitinga-
manna í Reykjavík, enda misstu þeir
spón úr aski sínum þann tíma sem
skemmtanir voru tíðar í Borgartúni
6. Fjármálaráðherra, sem ræður
salnum, tók á sínum tíma fyrir það,
að aðrar samkomur yrðu haldnar í
sal þessum en þær sem tengdust
beint ráðuneytum eða ráðstefnum
sem haldnar væru á þessum stað.
Mun það hafa verið í ráðherratíð Al-
berts Guðmundssonar sem sú
ákvörðun var tekin. Það kom því
verulega á óvart, að nýr fjármála-
ráðherra, Jón Baldvin Hannibals-
son, skuli hafa brugðið út af venj-
unni og heimilað afnot af sal þessum
til einkaafnota, en hann mun hafa
leigt sjónvarpsfréttamanninum Páli
Magnússyni salinn ekki alls fyrir
löngu undir mikla veislu. Velta
menn því nú fyrir sér hvort ekki
verður stöðugur straumur á kontór
fjármálaráðherra til að fá leigðan
þennan vinsæla sal á næstunni úr
því hann hefur breytt út af venjunni
og sett nýtt fordæmi í nýtingu á sal-
arkynnum ráðuneytisins...
Þ
að gerist ýmislegt skemmti-
legt og pínlegt á stórum samkomum
eins og á Norðurlandaráðsþing-
um. A nýloknu þingi frændþjóð-
anna í Osíó bar það m.a. til tiöinda,
eins og ailir vita, að Thor Vii-
hjálmsson tók á móti bókmennta-
verðlaunum Norðurlandaráðs og
gerði það með miklum glæsibrag.
Sama verður vart sagt um frammi-
stöðu ísiensku utanríkisþjón-
40 HELGARPÓSTURINN
ustunnar á staðnum. Eftir því sem
HP hefur heyrt var gert ráð fyrir því,
að sendiherra íslands í Osló, Níels P.
Sigurðsson, tæki á móti verð-
launahafanum við komiífla til Osló,
en hann klúðraði því og mun Thor
hafa haft af því nokkur óþægindi og
mislíkað mjög. í boði sem sendi-
herrann Níels P. hélt Islendingum
stöddum í Osló mun Thor hafa kvitt-
að fyrir sig með því að mæta hvergi.
Mætti þessi ráðstöfun Thors skiln-
ingi meðal veislugesta, sem þótti
utanríkisþjónustan íslenska alls
ekki hafa staðið sig í stykkinu gagn-
vart verðlaunahafanum Thor. . .
lElkki hefur ennþá verið gengið
frá ráðningu ráðuneytisstjóra í fé-
lagsmálaráðuneytinu eftir Hall-
grím Dalberg, sem lét af störfum
um áramót. Heyrst hafði að
Jóhanna Sigurðardóttir myndi að
öllum líkindum skipa konu í þetta
embætti og voru þessar þrjár nefnd-
ar til sögunnar, Lára V. Júlíusdótt-
ir, aðstoðarmaður félagsmálaráð-
herra, Rannveig Guðmundsdótt-
ir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og
Hóimfríður Snæbjðrnsdóttir. Nú
er talið líklegast að tvær þær fyrr-
nefndu muni ekki telja sig geta tekið
við starfinu, enda nýtt nafn komið
inn í umræðuna, Kjartan Jóhanns-
son alþingismaður, sem átti von í
bankastjórastól fyrir ekki mjög
iöngu. Telja menn að Kjartan yrði
fyrsta flokks maður í embætti ráðu-
neytisstjóra í félagsmálaráðuneyti
og benda á að hann sé besti kandídat
krata í embætti sem þetta. Það
skyldi þá aldrei fara svo að Kjartan
settist í ráðuneytisstjórastól í félags-
málaráðuneytinu og áðurnefnd
Rannveig Guðmundsdóttir kæmi í
hans stað sem þingmaður Reyknes-
inga...
Aðalvinningur á hverju mánudagskvöldi er VOLVO 740 GL
frá VELTI að verðmæti kr. 1.200.000.- Nú hafa 9 slíkir bílar
fengið nýja eigendur og áfram heldur þessi skemmtilegi
fjölskylduleikur.
Aukavinningar eru 10 talsins: hljómflutningstæki frá
HLJÓMBÆ, PIONEER XZl, hvert að verðmæti kr. 50.000.-
Heildarverðmæti vinninga í hverri viku er því:
1.700.000 krónur
ALLTAF Á MÁNUDÖGUM KL. 20.30 í
ÓTRUFLAÐRI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2.
UPPLAG BINGÓSPTALDA ER TAKMARKAÐ, AÐEINS 20.000 SPTÖLD
Spilaðar eru 2 umferðir í hverjum Bingóþætti:
FYRRI UMFERÐ: Spiluð er ein lárétt lína um
10 aukavinninga.
SEINNI UMFERÐ: Spilaðar eru 3 láréttar línur (eitt spjald)
um bílinn.
1>Ú þarft ekki lykil að Stöð 2 því dagskráin er send út ótrufl-
uð. Allt sem þú þarft er BINGÓSPJALD, og það færð þú
keypt á aðeins 250 krónur í söluturnum víðsvegar um land.
S
'JÓNVARPS