Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 Samþykkt Fiskiþings: Athugað hvort hægt sé að falla frá kaupum á skipum sem eru í smíðum ÞRlTUGASTA og fjórða Fiski- þingi iauk s.I. laugardag og hafði þingið þá staðið I sex daga. Á þessu þingi, sem endranær, voru samþvkktar fjölmargar ályktanir, og voru þær kynntar blaðamönn- um I gær. Eitt helzta umræðuefn- ið á þessu Fiskiþingi var þrðun sjávarútvegs og ástand botnlægra fiskstofna. I ályktun um þróun sjávarútvegs segir m.a.: „Jafnvel þótt ekki verði við- komubrestur í helztu nytjastofn- um er fyrirsjáanlegt að afli íslendinga muni fara minnkandi á næstu árum, einkum ef út-. lendingar halda tiltölulega óskertum afla. Samfara þeirri minnkun afla, sem orðið hefur þegar, hefur til- kostnaður aukist verulega, sem bæði stafar af fjölgun skipa og verðhækkunum. Kjörum þeirra, sem að útvegi starfa, hefur því hrakað til muna og er nú svo komið að útvegurinn stendur mjög höllum fæti f sam- keppni um vinnuafl.“ Síðan er fjallað um leiðir til að stemma stigu við frekari aukn- ingu flotans og ná þeirri sóknar- minnkun, sem nauðsynlegt er, og bendir þingið á fjölmargar leiðir til þess. Meðal annars að stöðva innflutning skipa, fram yfir það sem orðið er. Nauðsynleg endur- nýjun arðbærari hluta fiskiskipa- flotans fari fram innanlands. Kannað verði, hvort unnt sé að falla frá kaupum þeirra skipa sem þegar eru í smíðum. Þá er því beint til tryggingafélaganna að eins og málum er komið sýnist það ekki þjóðhagslega rétt að gera við skip sem verða fyrir það miklu tjóni, sem nemur trygging- upphæð skips eða meira. — Til þess að létta á þorsk- veiðum verði hið fyrsta hafizt handa um veiðar og vinnslu og öflun markaðar fyrir tegundir, sem ekki eru nýttar, eða hafa verið vannýttar. Bendir þingið einkum á eftirfarandi tegundir í þessu sambandi: Loðnu, kol- munna, spærling, langhala, háf og djúprækju. Betur verði kannaðir möguleikar veiða á fjarlægum miðum. — Til að fyrirbyggja óhóflegt smáfiskadráp vill þingið mæla með þvf atriði í drögum Fiskveiði- laganefndar að heimil sé fyrir- varalaust lokun svæða þar sem smáfiskur heldur sig. — Komi það í ljós, þegar líða tekur á næsta ár, að ráðstafanir til verndunar þorskstofnsins og annarra botnfiskstofna nægi ekki í samræmi við tillögur fiski- fræðinga, skulu veiðar á þessum stofnum stöðvaðar. Þá var kosin 6 manna milli- þinganefnd til að gera tillögur um framtíðartilhögun á stjórnun fisk- veiða. Skal nefndin skilgreina markmið sem hún telur að stefna beri að með sjávarútvegi og benda á leiðir og tæki, sem hag- kvæmt er að nota til að ná þessum markmiðum. Álit nefndarinnar skal leggja fyrir næsta Fiskiþing. Ályktunin um landhelgismál og nýtingu fiskimiða skiptist í 7 greinar. I 3. grein segir: Fiskiþing telur liggja ljóst fyrir, að sókn í aðaltegundir botn- lægra fiska í fiskveiðilandhelg- inni verði að minnka og draga þurfi úr sókn fiskiflota lands- manna á næsta ári, og þess vegna verði nauðsynlegt að beina hluta fiskiskipaflotans til annarra veiða. Valdi tímabundnar friðunarað- gerðir eða takmörkun á sókn flot- ans efnahagslegu tjóni hjá veiðum eða vinnslu, sjái stjórn- völd um, að slíkt tjón verði bætt af þjóðinni allri. Jafnframt verði þess gætt að afkastageta fiskiflota landsmanna verði á hverjum tíma miðuð við að nýta að fullu afrakst- ur fiskstofna við landið með eðli legu úthaldi, án þess að fyrir- sjáanleg hætta verði á ofveiði. Víðtækar ályktanir voru gerðar um öryggismál. Þar er þess m.a. farið á leit við samgönguráðu- neytið, að það hraði framkvæmd framkominnar tillögu til ráðu- neytis frá rannsóknarnefnd sjó- slysa, sem gerir ráð fyrir að blóð- flokkur skipverja verði tilgreind- ur í skipshafnarskrá. 34. Fiskiþing fagnar því, að skipuð hefir verið nefnd til þess að vinna að endurskoðun á sjóða- kerfi sjávarútvegsins og leggur áherzlu að, að hún geti lokið störf- um á þessu ári. Bendir þingið á, að sumir þeir sjóðir, sem settir hafa verið á stofn á undanförnum Framhald á bls. 26 Bæjarstjóramálið í Eyjum: Bæjarstjórn harmar mistök og misskilning ÞÆR getsakir, sem minnihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, bar f siðustu viku á Sigfinn Sigurðsson bæjarstjóra í Eyjum varðandi meinta misnotkun á fjármunum bæjarins hafa verið ræddar til hlýtar í bæjarstjórn og í sameiginlegu nefndaráliti harmar bæjarstjórn þau mistök sem fjaðrafokinu ollu. Einar Haukur Eiríksson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að sérstök nefnd sem bæjarstjórn hefði kjörið til að kanna framkomna gagnrýni á störf og gerðir bæjarstjóra, hefði komist að sameiginlegri niður- stöðu sem fer hér á eftir: „Nefnd- in telur eðlilegt að bæjarstjórinn fengi greitt upp í væntanlegt kaup meðan ósamið var um launa- kjör hans. Þann 4. nóv. s.l. þegar gerð voru upp laun bæjarstjóra fyrir tímabilið 1. ág.—31. okt. urðu þau mistök á milli launa- máladeildar og fjármáladeildar að fyrirframgreiðsla upp í laun Greiðslufrestur afnuminn vegna innflutnings allra bíla Viðskiptaráðuneytið hefur gef- ið út auglýsingu um breytingu á reglum um innflutning með er- lendum greiðslufresti, og sam- kvæmt henni verður nú fjölgað þeim vörutegundum sem óheim- ilt er að flytja inn með greiðslu- fresti. Verður nú bætt að lista slíkra vara vinnuvélum og tækj- um, dráttarvélum, vörubifreið- um, sendiferðabifreiðum fyrir at- vinnubifreiðastjóra, fólksbifreið- um fyrir atvinnubifreiðastjóra og almenningabifreiðum (lang- ferðabifreiðum). Að því er segir í fréttatilkynn- ingunni er ástæðan fyrir þessari breytingu sú, að ríkisstjórnin vill minnka innflutning þessara vara Hafnarfjarðaruppboðið: Beiðni til fjármálaráðu- neytisins um nýtt uppboð „Það er að frétta af uppboðs- málinu,“ sagði Kristinn O. Guð- mundsson bæjarstjóri í Hafnar- firði í samtali við Mbl. f gær,“ að við höfum fengið tilkynningu um að bæjarfógeti hafi sent umsókn Bergs Jörgensens til fjármála- ráðuneytisins með fyrirspurn um hvort ráðuneytið samþykki nýtt uppboð. Einn fjórða hluta sölu- verðs hússins á uppboðinu borguðum við inn áður en 14 dagar voru liðnir frá því til þess að tryggja að við stæðum við okkar skilmála og ef okkur verður afhent afsal hússins mun- um við framselja afsalið aftur til fyrri eiganda“. og draga úr lántökum erlendis vegna kaupa á þeim. Hefur inn- flutningur á framantöldum vör- um verið mikill undanfarin ár að því er segir í tilkynningunni „og því að skaðlausu óhætt að draga úr honum. Eftir þessa breytingu verður erlendur greiðslufrestur f nokkra mánuði yfirleitt ekki heimilaður nema vegna innflutn- ings hráefna, rekstrarvara at- vinnuveganna og iðnaðarvéla,“ segir síðan í tilkynningunni. Að sögn Þóris Jónssonar, for- stjóra Fordumboðsins Sveins Eg- ilssonar, hefur undanfarið verið 6 mánaða greiðslufrestur á nokkr- um þessara vara. Þórir kvaðst ætla að með þessum aðgerðum tæki að miklu leyti fyrir innflutn- ing á bifreiðum af þessari gerð en hann hafði þó verið mjög tak- markaður undanfarið. Raunar kvað Þórir bílainnflutninginn hafa verið í lágmarki undanfarið — Sveinn Egilsson væri stærsti bílainnflytjandinn um þessar mundir með 10—12 bíla í hverri viku en aðrir innflytjendur væru flestir með 1—3 bíla í viku. Raskaði ró Akureyringa meðbyssulátum Akureyri, 24. nóv. MAÐUR um tvftugt var hand- tekinn við fjölbýlishús við Skarðshlfð snemma I gær- morgun eftir að hafa hrætt fólk með byssu og hótað lög- reglunni llfláti með sama vopni. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hér var um loft- byssu að ræða og meira að segja óhlaðna. Hringt var til lögreglunnar á Akureyri kl. 04,45 í gærmorg- un og sagt að maður væri fyrir utan eitt fjölbýlishúsið f Skarðshlfð. Hann hefði skotið á fólk sem átti leið framhjá og hefði fólkið flúið undan hon- um á Harðahlaupum. Lögreglumenn fóru á' vett- vang í tveimur lögreglubílum og þá var byssumaðurinn þar fyrir og hleypti nokkrum sinn- um af með háum hvellum, miðaði á lögreglumennina og bað þá að hafa sig hæga þar sem hann væri með byssu hlaðna mörgum skotum. Lög- reglumennirnir hinkruðu við nokkra stund og fylgdust með ferðum mannsins, sem bráð- lega hvarf inn í fjölbýlishúsið. Nokkru síðar kom hann út aftur byssulaus og gaf sig fram við lögreglumennina. Hann var þá ekki mikið drukkinn, en gat enga skýringu gefið á framferði sinu. Hann var handtekinn og hafður í haldi þar til seint í gærdag. Maðurinn hafði ekki byssu- leyfi, en átti þó loftriffilinn sjálfur og 22 skot. Þó að ekki væru skot í rifflinum í fyrri- nótt urðu af háir hvellir þegar tekið var f gikkinn svo að eðli- lega setti óhug að fólki sem varð vitni að aðförum þessum. Sv. P. var ekki dregin af launum bæjar- stjóra fyrir tímabilið. Þessi mis- tök urðu þess valdandi að við- skiptamannaskuld bæjarstjóra, kr. 900 þús., stóð óbreytt og gaf tilefni til getsaka um misnotkun á fjármunum bæjarsjóðs. Þann 18. nóv. s.l. greiddi bæjarstjórinn kr. 600 þús. inn á viðskiptaskuld og álítur nefndin að bæjarstjórinn hafi þar með gert full skil á við- skiptaskuld sinni þar sem fyrir liggur loforð meirihluta bæjar- ráðs, óbókað, að bæjarstjóri skyldi fá greidd sem svarar 1 mán. laun fyrirfram. Auk þess á bæjarstjóri eftir að fá greidd laun fyrir nefndarstörf frá 1. ág s.l. Bæjarstjórn samþykkir niðurstöð- ur nefndarinnar og harmar þau mistök sem hér hafa orðið og lítur svo á að málinu sé þar með lokið“. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Sigfinn Sigurðsson bæjarstjóra I Vestmannaeyjum. Hann kvaðst feginn því að þetta væri nú úr sögunni en að öðru leyti kvaðst hann ekki hafa ástæðu til að ræða málið frekar, uppbyggingarstarfið ætti að sitja í fyrirrúmi. Uppsagnir hjá ASÍ félögum AÐ SÖGN Snorra Jónssonar hjá ASl hafa mörg aðildarfélaga ASÍ sagt upp samningum frá n.k. ára- mótum, en mörg félög kvað hann vera með þessi mál f deiglunni. Engar samningaviðræður kvað Snorri hafa verið boðaðar. Kjararáðstefna ASÍ 2. des. KJARARAÐSTEFNA ASl verður haldin í Tjarnarbúð 2. des. n.k. samkvæmt upplýsingum Snorra Jónssonar, en sambandsstjórnin kemur saman 1. des. Kjararáð- stefnuna munu um 150—160 manns sækja, en hún mun vænt- anlega standa yfir í einn dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.