Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 Gunnar Egilson: Ábending til tónlistargagnrýnanda Kæri vinur, Jón Ásgeirsson. Ég þakka þér tilskrifin f Mbl. f dag, því þau gefa mér tilefni til hug- leiðinga um tónlistargagnrýni al- mennt, sem þú reyndar gerir mjög að umtalsefni í grein þinni. Það er því af ráðnum hug að ég vel yfirskriftina að greinastúf þessum sem ábendingu til tónlist- argagnrýnenda (í fleirtölu) en beini ekki orðum mfnum beint til þín (nema þá sem eins þeirra) þótt ég kunni að vitna í sumt sem þú segir. Það blandast engum hugur um að það er vandasamt verk að skrifa gagnrýni og er eflaust mjög illa launað þegar haft er í hjga hvílíka undirbúningsvinnu það krefst hverju sinni ef vel á að vera. Gagnrýni er ekkert sér- kennilegt fyrirbæri og þarf alls ekki að vera til tjóns, jafnvel í litlu samfélagi þar sem allir þekkjast, ef rétt er á haldið og gagnrýnendur gera sér ljósa grein fyrir hlutverki sínu. Þeim ber að hafa í huga, að skrif þeirra eru lesin, ekki einungis af fólki sem var viðstatt listviðburðinn, heldur líka af fólki, sem ekki kom og tekur umsögn gagnrýnanda sem góðan og gildan þverskurð af því sem þarna fór fram. Oft á tíðum eru skrif gagnrýnenda eina umbunin sem listamennirnir fá fyrir erfiði sitt, en hvort sem svo er eða ekki, þá ætlast þeir hrein- lega til þess að menn, sem fást við að skrifa gagnrýni, leggi sig í líma við að skrifa af sanngirni. Það er misvirðing við tónlistarmenn hvernig tónlistargagnrýni hefur verið allt of oft hér á landi, ábyrgðarlaus og órökstudd. Þú segir Jón, að gagnrýni beri að skoða sem viðhorf gagnrýnandans ^ Mokka- jakkar Stærðir 34—46 I mJ 'fa Mokka- kápur Stærðir 38—46. Sendum í póstkröfu um fand allt • •• ú KAPAN LAUGAVEGI 66 Sími 25980 Fella- oa Hólahverfi Félag sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi heldur aðalfund sinn fimmtudaainn 27. nóvember. Fundurinn verður að Seljabraut 54, II. hæð (húsnæði Kjöts og Fisks) og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ræðumaður verður Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi Félagar fjölmenmð! Stjórnin. Akureyri nærsveitarmenn Munið spilakvöld sjálfstæðisfélaganna i sjálfstæðishúsinu Akureyri fimmtudaginn 27 nóv. kl 20.30 Glæsileg verðlaun Dans að lokinni félagsvist til kl 1 Spilanefnd Heimdallur Heimdallur Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Heimdaltar S.U.S. verður haldinn i Miðbæ við Háaleitisbraut miðvikudaginn 26. nóvember n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúaráðs. 2. Stjórnmálaályktun, umræður, afgreiðsla. Stjórnin. LJOSASAMLOKUR — LJÓSAPERUR •jnau SÍÐUMÚLA 7—9, SÍMI: 82722. og að það eitt sé satt, sem honum finnst sjálfum, hvernig svo sem það snúi að öðrum, — það er alveg rétt, en gagnrýnandinn er í þeirri ábyrgðarstöðu að hann get- ur ekki skrifað: Mér þótti þetta svo ómerkilegt að það er ekki ómaksins vert að skrifa um það, — en nákvæmlega þessi orð liggja í þögninni um það sem flutt er, heldur er til þess ætlast af gagn- rýnandanum að hann rökstyðji mál sitt. Það er t.d. ekki gagnrýni að segja að eitt eða fleiri verk á tónleikaskrá hafi mátt missa sig og láta þar við sitja, varla er það til þess fallið að „örva menn til dáða, viðhalda kröfunni um vönd- uð vinnubrögð og koma í veg fyrir stöðnun i listsköpun" svo ég vitni í þín eigin orð um tilgang gagn- rýni og þaðan af siður er það uppörvandi fyrir tónlistarmenn þegar gagnrýnandi minnist ekki einu orði á verk, sem þeir hafa lagt margra mánaða vinnu í. Ég er þér fyllilega sammála um nauð- syn frjálsrar og óvæginnar lista- gagnrýni, en hún verður að vera marktæk og rökstudd. Það óskar enginn eftir þægðargagnrýni, þar sem „allir kyssa alla fyrir allt“ eins og Halldór Laxness orðaði það svo skemmtilega og því síður óska menn eftir því að gagnrýni sé bönnuð, en ég spyr: hvaða til- gángi þjónar umsögn um tón- leika, þar sem fjallað er um allt annað en það, sem máli skiptir? I síðari grein þinni (í Mbl. í dag, 23. nóv.) kemur þú aftur inn á þörf þína á að setja tónflytjend- ur skör lægra en tónskáld, eins og fram kom i fyrri grein þinni. Þetta er óþarfa metingur og tel ég að enginn auki alin við hæð sina með þvi að klifa á þessu. Mér þykir fyrir þvi að grein mín í Mbl. 20. þ.m. skuli hafa farið svona illa i þig, vinur Jón, því umvöndun minni var ekkert frekar beint gegn þér en ýmsum öðrum gagnrýnendum fyrr og nú, sem hafa verið með sama marki brenndir, þótt tilefni skrifa minna hafi verið gagnrýni þín á tilteknum tónleikum, en eigum við ekki að vera sammála um það, að frjáls og óvægin gagnrýni eigi að viðhalda kröfunni um vönduð vinnubrögð, — einnig hjá gagn- rýnendum. Reisugildi Kröflu MÝVATNSSVEIT 21. nóvember. 1 dag kl. 15 kom margt manna saman norður I Kröflu, eða um 150 manns, þar á meðal Kröflu- nefnd, verkfræðingar, verktakar og allir þeir sem unnið hafa við hinar margvfslegu framkvæmdir þar, ennfremur fréttamenn. Verið var að halda reisugildi f tilefni þess að búið er að setja þak á stöðvarhúsið. Jón G. Sólnes formaður Kröflu- nefndar ávarpaði viðstadda og bauð alla velkomna. Gat hann þess að það væri góður íslenzkur siður að halda reisugildi þegar vissum árangri væri náð við mannvirkjagerð, þ.e. þegar þakið væri komið á. Vissulega væri þetta merkur áfangi sem nú hefði náðst og því værum við saman komin hér í dag til að gleðjast og minnast þess að vel hefði gengið. Hann færði öllum sem að þessu hafa unnið hugheilar þakkir og kvaðst biðja þess, að gæfa og gengi fylgdi ætíð Kröfluvirkjun. Er Jón hafði lokið máli sínu var öllum boðnar hinar veglegustu veitingar í mötuneytishúsinu. Þar sátu menn fram á kvöld og glödd- ust í góðra vina hópi yfir þeim jákvæða árangri sem náðst hefur við byggingu gufuvirkjunar við Kröflu og sem er raunar algjör forsenda þess að hægt verði að halda verkinu áfram næstum óslitið í vetur. Margir telja að það sé ævintýri líkast hvað allar fram- kvæmdir við Kröflu hafa gengið vel til þessa og þó vissulega hafi ýmsir örðugleikar verið á veg- inum. Þakka menn þennan verk- hraða á ekki lengri tíma dugnaði Kröflunefndar og þá ekki sízt for- manni nefndarinnar, Jóni G. Sólnes. Kristján. Vestfirðingamót FÖSTUDAGINN 5. des. verð- ur Vestfirðingamót að Hótel Borg og hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. Þann dag fyrir 35 árum var fyrri hluti stofnfundar Vest- firðingafélagsins í Reykjavfk. Vill félagið minnast afmælisins á þennan hátt og væntir þess að margir Vestfirðingar vilji mætast á „Borginni" þetta kvöld ásamt gestum. Akraborgin og góðu veg- irnir gera Vestfirðingum á Akra- nesi og Selfossi, f Hveragerði, Keflavík og öðrum nálægum stöðum kleift að mæla sér mót við vini í Reykjavík á Vestfirðinga- móti á „Borginni“. Vestfirðingafélagið hélt aðal- fund í október. Þar var getið ferðar að Sigöldu, Búrfelli og Skálholti sem félagið gekkst fyrir. Rómaður var hlutur séra Eiríks J. Eirikssonar til að gera ferðina ógleymanlega, sem minntist meistara Brynjólfs Sveinsson- ar í Skálholti, Maríu Markans sem söng og spilaði á kirkju- orgelið (hún var gestur fé- lagsins) og Sveinbjörns Finns- sonar, ráðsmanns Skálholtsstaðar sem sá um að hópurinn fékk af- bragðs mat þar. Ferðin var indæl, því hópurinn var samvalinn og samtaka um að skemmta sér. Austfirðingar eru eins og Vest- firðingar í mörgum átthagafélög- um, en nú nýlega yfir-fyllti Aust- firðingafélagið Hótel Sögu (súlnasalinn) þegar það hafði Austfirðingamót, svo Vest- firðingar ættu að geta fyllt Borgina eins og oft áður. Verksmidju útsala Aíafoss Opid þridjudaga 14-19 fimmtudaga 14-21 á útsolunm: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur Aálafoss hf MOSFELLSSVEIT Úr „Menningarsjóði vestf. æsku“ voru veittar í sumar kr. 130 þúsund til 5 vestfirzkra náms- manna. Félagið á málverk eftir Bjarna Jónsson, listmálara, og var ákveðið að efna til skyndi- happdrættis á Vestfirðingamót- inu, þar sem það yrði til sýnis og afhendingar, einnig tveir far- miðar til Vestfjarða og hem aftur með „Vestfjarðaleiðum" o.fl. sem félaginu hefur verið gefið. t stjórn félagsins eru Sigríður Valdemarsdóttir, Sveinn Finns- son, Þorlákur Jónsson, Þórður Kristjánsson, Sæmundur Kristjánsson, Olga Sigurðardóttir og Guðrún Jónsdóttir. Vara- stjórn: Ölafur Guðmundsson, Þórunn Sigurðardóttir og Sigur- vin Hannibalsson. Skemmtinefnd og varam: Gunnjóna Jónsdóttir, Þóra Böðvarsd., María Gunnarsdóttir, Haukur Hannibalsson og Þórður Andrésson. Happamarkaður og basar er ákveðinn í mars og er þakksam- lega tekið við munum sem annars á að henda og fötum sem ekki eru lengur hæf, eða þrengja um of fyrir í fataskápunum. Bið velunnara félagsins og vini að at- huga það. S.V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.