Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 SLAUFUGATNAMÓT. — Miklubraut. Ljósmynd Ol.K.M. Myndin er tekin yfir Elliðaám og sér vestur eftir Almennur stuðningur við 200 mílurnar í Grænlandi: „Fámenn fiskveiðiþjóð get- ur ekki farið öðruvísi að” — segir leiðtogi grænlenzkra sjómanna — frá fróttaritara Mbl. Henrik Lund. ÍBÚAR Grænlands fylgjast með útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland af miklum áhuga. Grænlandsútvarpið flytur allar fréttir, sem þvi tekst að afla af útfærslunni. Ekki er vafi á þvi, að sem heild hafa íbúarnir mikla samúð með málstað tslendinga. Meðal íbúa í flestum bæjum á vesturströndinni verður þar vart við eindreginn stuðning við tslendinga. Varaformaður landsráðsins tjáði fréttaritara Mbl. að Islendingar nytu siðferðilegs stuðnings Grænlendinga í þessu máli. Formaður samtaka grænlenzkra fiskimanna, Niels Carlo Heil mann, sem er meðlimur lands- ráðsins, tjáði fréttaritara, að út- færslan við tsland væri fyllilega réttlát og sanngjörn. „Fámenn fiskveiðiþjóð getur ekki farið öðruvísi að,“ sagði hann. Þá var hann spurður álits á þeim möguleika að Bretar sendu flota sinn á íslandsmið til að vernda fiskiskip. Því svaraði hann þannig: Þá missa Bretar gjörsamlega virðingu og tiltrú hinna fámennu fiskveiðiþjóða. Þetta væri í samræmi við þann frumstæða hugsunarhátt, sem hægt var að haga sér eftir á 16. og 17. öld. Sem forystumaður grænlenzkra sjómanna og sem stjórnmálamaður vil ég koma því á framfæri, að Grænlendingar hafa mikla samúð með málstað tslendinga og hafa fullan skilning á afstöðu þeirra. Aðgerðir þeirra eru okkur örvun,“ sagði Heilmann að lokum. Að því er næst verður komizt, er þessi skoðun ríkjandi hér í Grænlandi, segir í fréttaskeyti Henriks Lund, fréttaritara Mbl. Gunnar Björling í þýðingu Einars Braga A ÞESSU ári tók til starfa á vegum menntamálaráðuneyta Norðurlanda norrænn þýðingar- sjóður, sem ætlað er það hlutverk að greiða fyrir þýðingum bók- mennta af einu norðurlandamáli á annað. Fyrsta bókin, sem út kemur á Hjálparsveit skáta í Hveragerði fær húsnæði Hveragerði, 15. nóvember. — Laugardaginn 15. nóv., bauð Hjálparsveit skáta hér i Hvera- gerði gestum til að skoða hús, sem sveitin hefur fengið til afnota. Hveragerðishreppur hefur sýnt sveitinni þann velvilja að láta húsnæði í té fyrir starfsemi sveit- arinnar og hafa félagar sveitar- innar nú innréttað það af mikilli elju. Sveitinni er því ekkert að vanbúnaði að sinna útkalli frá þessari nýju bækistöð sinm. Eftir að gestir höfðu skoðað húsið var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju í félagsheimilinu Bergþóru og önnuðust eiginkonur félaga sveitarinnar rausnarlegar veitingar. I ræðu formanns Hjálp- arsveitarinnar, Ljóts Magnússon- ar, kom fram að sveitin var stofn- uð 1973 og eru félagar hennar nú 13. Frá stofnun deildarinnar hef- Framhald á bls. 31. Hér sjást nokkrir félagar Hjálparsveitarinnar f sal þeim, sem innrétt- aður hefur verið til geymslu á tækjakosti sveitarinnar. Ljósm. Georg. íslenzku með stuðningi Norræna þýðingarsjóðsins, er ljóðabók eftir finnsk-sænska skáldið Gunn- ar Björling í íslenzkri þýðingu Einars Braga. Nefnist hún Létta laufblað og vængur fugls, útgef- andi er Bókaútgáfan LETUR. í bókinni eru rúmlega 70 ljóð frá ýmsum skeiðum á skáldferli Björlings ásamt ýtarle'gum for- mála um skáldið eftir þýðandann. Þar segir meðal annars: „Gunnar Björling er einn af frumherjum nútímaljóðsins á Norðurlöndum. Oft eru þau nefnd í sömu andrá Edith Södergran, Elmer Diktoni- us og hann sem framvarðar- sveitin, er brautina ruddi . . .“ Einar Bragl Verk hans hafa þó verið furðu- lítið þekkt á íslandi til þessa. Reknetabátarnir stöðv- aðir um mánaðamótin? ALLS mun nú vera búið að veiða samtals um 11 þús. lestir af sild við SA-land á þessu hausti, en upphaflega var heimiluð veiði á 10 þús. lestum. Af þessu magni hafa nótaskipin veitt tæpar 10 þús. lestir, en máttu samkvæmt ákvæðum ekki veiða nema 7500 lestir, en sem kunnugt er veiddu nokkur skipanna mun meira en þau höfðu heimild til. Rekneta- skipin hafa þvf samkvæmt þessu ekki aflað nema rösklega 1000 lesta, en afli þeirra var mjög góð- ur fyrir nokkrum dögum, en hefur tregazt aftur. Morgunblaðið leitaði til Þórðar Ásgeirssonar, skrifstofu- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, og spurði hann hvort síldveiði með reknetum yrði stöðvuð á næstunni, eða hvort skipunum yrði leyft að halda veiðum þessum eitthvað áfram. Þórður sagði, að verið væri að ganga frá reglugerð um þetta mál og yrði hún væntanlega gefin út á næstu dögum. Ef af yrði væri gert ráð fyrir þvf, að veiðar á síld með reknetum yrðu stöðvaðar um mánaðamótin. „Vesturfarar skrifa heim,, — eftir Finn VESTURFARAR skrifa heim nefnist bók, sem Finnur Sig- mundsson hefur búið til prent- unar. Þessi bók hefur að geyma fimm bréf er rituð voru í Vestur- heimi og send til fslands. Auk þess er í bókinni nafnaskrá og formáli höfundar um fyrstu vest- urfarir Islendinga. Á bókarkápu segir m.a.: „Vestur-Islendingar hafa á þessu ári efnt til mikilla hátíða- halda til að minnast aldarafmælis íslenzka landnámsins í Kanada. Sú var tíðin, að vesturfararnir íslenzku voru kvaddir með sökn- uði og horft á eftir þeim tárvotum augum. Þó var sambandið ekki rofið. Sendibréfin sáu um það. Þau fluttu fregnir af sigrum og ósigrum í nýja landinu og treystu tengslin við gamla landið. Hér eru birt nokkur bréf frá fyrstu vesturförunum íslenzku, en þeir lögðu Ieið sína til mor- mónaríkisins Utah vegna trúar- skoðana sinna. Bréfin lýsa hugs- unarhætti og lffsviðhorfi þessara kjarkmjklu og þrautseigu manna, sem raunar flúðu tsland vegna ofsókna þeirra, sem töldu trúar- hugmyndir mormóna lfklegar til að afvegaleiða þjóðina og spilla kristindómi og siðferði. Eins og sjá má af bréfum þeim, sem hér eru birt, báru mormón- arnir, sem vestur fóru, ræktarhug til ættjarðar sinnar og reyndu eft- ir mætti að halda uppi virðingu lands síns og þjóðar.“ Stöðvarhús Kröflu uppsteypt Mývatiissveit 21. nóvember. STÖÐVARHÚS Kröflu- virkjunar er nú uppsteypt og þak komið á. Húsið er 70 metrar að lengd, 21 metri á breidd og 20 metrar á hæð. Samtals um 30 þús. rúm- metrar. Verður nú hægt að halda áfram innanhúss af fullum krafti allan þennan vetur, en niðursetning véla og rafmagnstækja hefst í febrúar á næsta ári. Verkið hefur gengið mjög vel og er ástæða til að taka fram þátttöku bygginga- verktaka á Húsavík og í S- Þingeyjarsýslu, sem hafa séð um ýmsar veigamiklar framkvæmdir. Langmestur hluti þess mannafla, sem hefur unnið að fram- kvæmdum í sumar og haust, eru menn úr heimahéraði og frá Húsavík á vegum ofangreindra verktaka samtaka þingeyinga. Kristján. ©' INNLENT Sigmundsson Bókin Vesturfarar skrifa heim er gefin út af bókaútgáfunni Set- berg. Verðlækkun á sykri heldur verði á gos- drykkjum niðri ÞAÐ HEFUR komið fram undan- farið að sykur hefur enn lækkað í verði, en hins vegar hafa margar þær vörutegundir, sm háðar eru sykurverði, eins og t.d. gosdrykk- ir og sælgæti, ekki lækkað. Vegna þessa hafði Morgunblaðið sam- band við Georg Olafsson, verð- Iagsstjóra, og spurði hann hverju þetta sætti. Verðlagsstjóri sagði, að verð á gosdrykkjum hefði ekki hækkað sfðan i ársbyrjun, á sama tíma hefði ótal margt annað, sem fylgdi þessari framleiðslu, hækk- að, og þannig hefði verið hægt að halda niðri verðinu á þessari framleiðslu með lækkuðu sykur- verði. Þá mætti benda á, að verð- bólguþróunin hefði verið mun hægari síðari hluta þessa árs en áður. Og ekki hefði allt hækkað t.d. hefði smjörlíki lækkað mjög verulega í verði fyrir tveimur mánuðum. 20 reiðhjól úr umferð LÖGREGLAN í Reykjavfk hefur að undanförnu verið með mikla herferð gegn ljóslausum reiðhjól- um í umferðinni. Lögreglumenn á sendiferðabílúm hafa ekið um borgina í þessum tilgangi og hafa þeir tekið 20 reiðhól úr umferð. Þegar börn eiga f hlut er farið með þau heim og talað við foreldr- ana og óskað eftir því að þeir kippi málunum í lag en ef full- orðnir eru teknir á Ijóslausum hjólum eru hjólin tekin af þeim og ekki afhent fyrr en viðkom- andi hefur gert ráðstafanir til að setja ljósaútbúnað á hjólið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.