Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 Frá aðalfundi Landverndar sl. laugardag. Aðalfundur Land- vemdar var vel sóttur Ársfundur Landverndar var haldinn sl. laugardag og sóttu hann um 75 fulltrúar. Á fundin- um var kosin ný 10 manna stjórn en Hákon Guðmundsson, fyrrum yfirborgardómari, var endurkjörinn formaður samtak- anna. Haustmóti TK lokið HAUSTMÖTI Taflfélags Kópa- vogs er nýlokið. Keppt var í 2 flokkum, meistaraflokki og 2. flokki. I meistaraflokki var keppnin mjög hörð, þar bar sigur úr býtum Árni Björn Jónasson með 6'/i vinning, í öðru sæti var Jóhannes Jónsson með 6 vinn- inga. I öðrum flokki voru þeir Óli Laxdal og Grímur Laxdal efstir og jafnir. Tefldu þeir 2 skákir til úrslita þar sem Óli fékk l'A vinn- ing og sigraði þar með og færðist upp í 1. flokk. FFSÍ mótmælir brezkum rógi í íslenzka ríkisútvarpinu EFTIRFARANDI ályktun var gerð á stjórnarfundi í Far- manna- og fiskimannasam- bandi tslands mánudaginn 24. nóvember: Fundur í stjórn FFSÍ hald- inn 24. nóvember 1975 færir Guðmundi Kjærnested þakkir fyrir frábæra frammistöðu hans og Landhelgisgæzlunnar í heild við að verja landhelgi íslendinga og heitir þeim full- um stuðningi við aðgerðir þeirra. P'undurinn lýsir furðu sinni á því, að íslenzka ríkisút- varpið skuli endurtaka illvígan brezkan áróðursróg þar sem þessi ágæti skipherra okkar er dreginn í sviðsljósið án þess að leita til viðkomandi íslenzkra stjórnvalda um álit þeirra og fá athugasemdir þeirra við níð það sem brezkir fjölmiðlar eru að magna upp ennþá einu sinni gegn íslenzku þjóðinni sem heild. Fundurinn telur tímabært að íslenzka ríkis- stjórnín komi á framfæri f brezkum fjölmiðlum gegnum utanríkisþjónustuna raun- hæfri túlkun á málstað Is- lendinga í þessarí alvarlegu deilu og sjái sér fært að mót- mæla við brezku ríkisstjórnina framkomnum óhróðri. Jafn- framt ítrekar stjórn FFSl fyrri samþykktir sínar og 27. sam- bandsþings í landhelgismálinu og skorar á ríkisstjórn og al- þingi að hafna þeím samnings- drögum sem gerð hafa verið við Vestur-Þjóðverja um veiði- heimildir ínnan fiskveiðiland- helginnar. Margar tillögur voru sam- þykktar á fundinum. Meðal annars lýsti aðalfundurinn yfir ánægju sinni með þær fram- kvæmdir sem hafnar væru sam- kvæmt þingsályktun Þingvalla- þingfundarins í fyrra um land- græðslu- og gróðurvernd, en minnir jafnframt á að það ákvæði ályktunarinnar um að árlegar fjárveitingar af ríkisfé til fram- kvæmda skuli halda því fram- kvæmdagildi, sem peningar höfðu á þeim tima er áætlunin var sam- þykkt. Þá þakkaði fundurinn þeim búnaðarsamböndum landsins sem tekið hefðu upp þann hátt að veita sérstaka viðurkenningu og verðlaun fyrir góða umgengni á býlum í umdæmi sinu og snyrti- legt útlit bygginga og annarra mannvirkja. Einnig lýsti fundur- inn yfir stuðningi við þau verndunarmarkmið, sem stefnt hafi verið að með ráðstefnuhaldi um húsfriðun er var um sömu helgi. Einnig ber að geta að samþykkt var tillaga þar sem aðalfundurinn skorar á stjórnvöld — í ljósi þeirra glöggu merkja um mikla ofnýtingu þeirra meginauðlinda lands og hafs sem hafi verið und- irstaða efnahagslífs okkar og að nú virðist hætta á hruni þess fisk- stofns sem mest hafi verið byggt á að undanförnu — að láta fara fram samræmda könnun á því hvernig treysta megi grundvöll efnahagslífsins með fjölhliða en hóflegri nýtingu þeirra ýmsu auð- linda lands og sjávar er hér finn- ast og með gaumgæfilegri hlið- sjón af þeim vistfræðilegu tak- mörkunum sem framleiðslugetu þeirra erii settar. Jafnframt þessu verði gætt þarfa komandi kyn- slóða fyrir ósnortið land og óráð- stafaðan hluta í auðlindunum. r Verkamannasamband Islands: Eðvarð Sigurðsson lét af formennsku Guðmundur J. Guðmundsson kjörinn formaður 7. ÞING Verkamannasambands tslands var haldið f Reykjavfk dagana 21.—23. nóvember. Þing- haldið fór fram f Lindarbæ, Lindargötu 9 og hófst þingið kl. 20.30 á föstudag og lauk kl. 01 aðfaranótt sunnudags. Þingið sátu 89 fulltrúar 38 sambands- Eðvarð Sfgurðsson félaga, en 4 félög sendu ekki full- trúa. Þingforseti var Hermann Guðmundsson form. Vmf. Hlífar og varaforsetar Guðríður Elíasdóttir form. Framtíðarinnar og Kolbeinn Friðbjarnarson form. Vöku. Ritarar voru Jón Agnar Eggertsson Borgarnesi og Guðrún Ólafsdóttir Keflavík. Gestir þingsins voru: Björn Jónsson forseti ASt, Roine Carls- son stjórnarmaður í Nordiska fabriksarbetarefederationen, Guðmunda Helgadóttir form. Sóknar. I skýrslu stjórnar kom fram, að nú eru í sambandinu 42 verka- lýðsfélög með um 18 þúsund félagsmenn. Samþykktir voru reikningar sambandsins fyrir ár- in 1973 og 1974. Miklar og fjörugar umræður urðu á þinginu um kjaramálin og fylgir ályktun þingsins f þeim hér með, ásamt ályktun um land- helgismálið og fl. Eðvarð Sigurðsson, sem verið hefur formaður Verkamannasam- bandsins frá stofnun þess 1964, lét nú af formennsku af heilsu- farsástæðum, einnig viku úr stjórn sambandsins að eigin ósk Hermann Guðmundsson, sem ver- ið hefur ritari og síðustu árin varaformaður og Jóna Guðjóns- dóttir, en þau hafa bæði átt sæti í stjórn sambandsins frá upphafi, voru þeim öllum og þá sérstak- Framhald á bls. 26 Norskir tónlistarmenn í Austurbæjarbíói HERLENDIS eru nú norskir Iistamenn til hljómleikahalds I Reykjavfk, á Isafirði og Akureyri. Listamennirnir sem hér um ræðir eru sellóleikarinn Aage Kvalbein og pfanóleikarinn Jens Harald Brattelie, báðir kornungir menn en báðir taldir í hópi fremstu tónlistarmanna heimalands síns, að þvf er segir í fréttatilkynningu frá Tónlistarfélaginu. Norsku Iistamennirnir eru komriir hingað á vegum einnar þeirra starfsnefnda sem settar hafa verið á laggirnar til að auka menningarsamskipti Norður- landa, og gengst nefndin árlega fyrir tónleikaferðalagi valinna einleikara og söngvara um öll Norðurlöndin. Reið Halldór Haraldsson á vaðið í hitteðfyrra en i fyrra voru það finnskur söngvari og píanóleikari. Tónlistarmennirnir eru hingað komnir eftir hljómleikaferðalag um Finnland, Svíþjóð og Dan- mörku og halda þeir fyrstu tón- leika sína í Austurbæjarbfó kl. 21 í kvöld. Fyrstu tónleikarnir áttu upphaflega að vera á Akureyri sl. sunnudag en þá var ekki flugfært og varð að fresta þeirri ferð þar til annað kvöld. Síðustu tón- leikarnir verða síðan á ísafirði föstudaginn 28. nóvember. Á efnisskrá eru sígild og yngri verk, svo sem eftir Sammartine, Brahms, Debussy, Öistein Sommerfeldt og Sjostakovitsj. Ennfremur munu þeir félagar leika norska tónlist fyrir Ríkisút- varpið. Vilja lög um viðskiptamenntun AÐALFUNDUR Nemenda- sambands Samvinnuskólans, sem haldinn var f Hamragörðum 9. nóvember s.l., samþykkti áskorun á menntamálaráðherra, þar sem ftrekaðar eru fyrri áskoranir sambandsins, þess efnis að fram- komið frumvarp til laga um við- skiptamenntun verði samþykkt hið allra fyrst. Lýsti fundurinn yfir óánægju sinni með þann óæskilega drátt sem orðið hefði á framgangi þessa frumvarps hjá Alþingi og benti fundurinn á, að mikilvægt væri fyrir verzlun og viðskipti í land- inu að fá viðurkenningu stjórn- valda á mikilvægi menntunar innan þessara starfsgreina. í áskorun fundarins er vitnað til þess, að opinberar skýrslur segi, að 47% alls vinnuafls í landinu starfi við þjónustugreinar atvinnulífsins. Flokksráðsfundur Sjálfstœðisflokksins hefst á föstudag FLOKKSRAÐSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins hefst í Reykjavík á föstudag. Fundurinn verður haldinn að Hðtel Loftleiðum, Kristalsal og hefst klukkan 14. í upphafi fundar flytur formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, yfirlitsræðu um stjórnmálaviðhorfið. Síðan fer fram kosning stjórnmálanefndar og almennar stjórnmálaumræður. Á laugardag fyrir hádegi starfa vinnuhópar en eftir hádegi verða lögð fram drög að stjórnmálayfirlýsingu flokksráðsins, framhaldið almennum stjórnmálaum- ræðum og stjórnmálayfirlýsing afgreidd. í flokksráði Sjálfstæðisflokksins eiga sæti 176 full- trúar víðs vegar að af landinu, en flokksráðið er næst æðsta stofnun flokksins, næst á eftir landsfundi, sem haldinn er annað hvert ár og fer með æðsta vald í málefnum flokksins. Gengu á fund forsætisráðherra Fulltrúar þings Verkamanna- sambands Islands gengu á fund Geirs Hallgrímssonar á sunnu- dagsmorgun og afhentu honum samþykkt þings þeirra um Iand- helgismálið. Ræddi forsætisráó- herra vió fulltrúana og skýrði sjónarmið rfkisstjórnarinnar. Fer hér á eftir samþykkt þings Verkamannasambandsins: 7. þing Verkamannasambands tslands telur að með skýrslum Hafrannsóknastofnunarinnar og starfshóps vísindamanna á vegum Rannsóknaráðs ríkisins sé full- sannað að til þess að þvi mark- miði verði náð að vernda fisk- stofna á Islandsmiðum sé óhjá- kvæmilegt að draga fremur úr sókn íslendinga þar, þótt engin veiði erlendra þjóða komi þar til. Því er auðsætt að allir samningar um veiðirétt til handa erlendum fiskveiðiflotum stefna beint að því að rýra lífskjör almennings á tslandi og jafnvel að því að eyði- leggja grundvöllinn sem þjóðin byggir á líf sitt í landinu. Þingið telur að samningsdrög þau, sem nú liggja fyrir um veiði- heimildir upp á 60 þús. tonna ársveiði Vestur-Þjóðverja í næstu tvö ár séu á allan hátt fordæman- leg frá sjónarmiði íslendinga og þýði í raun verulega aukningu á veiðum þeirra innan fiskveiði- markanna frá því sem verið hef- ur. Vill þingið vart trúa öðru en að ríkisstjórnin hafni þessum drög- um þegar í stað og taki i stað þess það ráð að efla landhelgisgæsluna með tiltækum skipakosti og beiti henni til.að verja landhelgina að Framhald á bls. 26 85 ára er f dag Marfa Þorsteins- dóttir frá Hrauni f Keldudal. Hún er nú vistkona á Minni-Grund við Blómvallagötu hér f Reykjavfk. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.