Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 Bergþór Sigurbjörns- son — Minningarorð Bergþór Sigurbjörnsson and- aðist á Elliheimilinu Grund að kvöldi mánudagsins 17. nóvem- ber. Bergþór var fæddur 2. júlí 1891 að Svarfhóli i Laxárdal. For- eldrar hans voru hjónin Sigur- björn Bergþórsson bóndi á Svarf- hóli og Guðbjörg Kristín Guð- brandsdóttir. Þau áttu auk Berg- þórs, Guðbrand, Guðrúnu, Þorstein, Gísla og Margréti. Þeirra eru Guðrún og Þorsteinn á lífi. Hin eru fyrr farin. Ungur fluttist Bergþór frá Svarfhóli til Reykjavíkur, þangað sem hann átti eftir að vera megin þorra ævinnar. Hann vann alls konar verkamannavinnu um sína daga, auk þess var hann ágætur bókbindari, en til þess hafði hann lært. Ekki tók hann ávallt mikið fyrir vinnu sína enda hafa margir af hans kynslóð átt erfitt með að átta sig á breyttu gildi peninga. En hann sá fyrir sér og þurfti ekki að vera upp á aðra kominn, þótt veraldiegur auður hans yrði aldrei voðalega stór. Mölur og ryð fá ei grandað sjóðum hans. Hið dýrmæta er hann átti var í sjálf- tim honttm fólgið. Hjartað var gull. Bergþór var svo mikið barn síns tíma, að nýir tímar og siðir ttiltiigttstu aldar breyttii iionum lítið. Oft gekk hann ekki troðnar sióðir og var því ein- samall á ferð og varð að vera sjálfum sér nógur. Hann var iíka tryggari þeim er hann þekkti en nú er venjulegt; og naut þess að vera á meðal ættingja sinna og vina. Þá varð þessi annars hlé- drægi maður glaður og reifur, og ræðinn, með eigin álit á hiutun- um. Bergþór var afar trúaður maður, og kom það vel í ljós í daglegri háttsemi hans alla ævi, en bezt og mest er hann æðrulaus tók örlögum sínum; þeim að deyja. Bergþór kvæntist aldrei og átti ekki börn. Heimili hans siðustu árin var Elliheimilið Grund. Þar líkaði honum vel og öðrum við hann. Vinum hans þar og annars staðar og ættingjum, sériega syst- kinunum, Þorsteini og Guðrúnu sendi ég samúðarkveðjur. Asthildur Pétursdótt- ir Isafirði — Minning Hvíli Bergþór Sigurbjörnsson í friði. Björn Magnússon. Fædd: 23. júlí 1957. Dáin: 18. nóvember 1975. Það var að morgni þriðjudaginn 18. nóv. að helfregnin kom, „Hilda dó f nótt.“ Aðeins 2 vikur voru liðnar síðan hún brosti svo hreykin og glöð yfir litlu dóttur sinni. Aðeins 4 daga var hún heima, þá veiktist hún og var flutt á sjúkrahúsið á ísafirði, rétta viku lá hún þar, þá var hún skorin, en ekki dugði það og nú er hún dáin. Það er erfitt að skilja að Hilda sé farin, aðeins 18 ára að aldri, en minningin um hana mun Valgerður Þorvarðar- dóttir — Minning I dag fer fram frá Há- teigskirkju útför Valgerðar Þor- varðardóttur, en hún lézt f Borgarspítalanum 16. þ.m. eftir langvarandi baráttu við illkynja sjúkdóm. Valgerður fæddist að Norður- Hvammi í Mýrdai, sem þá var prestssetur, 6. nóvember 1908 og var fimmta barn foreldra sinna af 8, þeirra séra Þorvarðs Þorvarðs- sonar og Andreu Eiisabetar Þor- varðardóttur frá Litlu-Sandvík í Flóa. Árið 1911 fluttist fjöiskyld- an til Víkur í Mýrdal. Þar ólst Valgerður upp og gekk i ungl- ingaskóla eins og margir ungl- ingar í Vík á þeim árum. Séra Þorvarður hlaut áföll siðustu starfsár sin við ástvinamissi. Yngsta barnið, Sigurgeir, lézt á + Móðir mín, tengdamóðir og amma INGIBJÓRG BJÖRNSDÓTTIR Vesturgotu 29 andaðist á Reykjalundi laugardaginn 22. þ m Sigríður Þórðardóttir, Magnús Þ. Torfason og börn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, INGIMUNDUR ÞORSTEINSSON kennari, Kársnesbraut 11, Kópavogi lézt á Borgarspitalanum laugardagmn 22 nóvember sl Guðmunda Kristjánsdóttir og börnin. + Jarðarför mannsins míns, LÁRUSAR GUÐMUNDSSONAR. kennara, verður gerð frá Fossvogskirkju. miðvikudaginn 26 nóvember kl 3 síðdegis. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigríður Jónsdóttir. + Ástkaer eiginmaður mmn BRAGI ÓLAFSSON, verkfræðíngur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudagmn 26 nóv kl 13 30 Fyrir hönd barna, tengdadóttur. sonarsona og systkina Marta Ólafsson. + Útför VALGERÐAR ÞORVARÐARDÓTTUR Miklubraut 78, verður gerð frá Háteigsktrkju i dag kl 1 3.30 Guðmundur Bjarnason, Edda Ingólfsdóttir, Vatgarður Bjarnason. Jóna Gunnarsdóttir. Þorvarður Þorvarðarson, Hjörtur Þorvarðarson. Kristján Þorvarðarson, Jón Þorvarðarson, Svanhildur Þorvarðardóttir. eliefta ári 1924, eiginkonan 1929 og sonurinn Þórður 193Q tvítugur að aldri, þá við nám í Reykjavík. Af þeim systkinum eru nú á lífi Þorvarður fyrrv. aðalféhirðir Seðlabankans, Hjörtur fyrrv. verzlunarmaður f Vfk, Kristján læknir í Reykjavík, sr. Jón, sóknarprestur i Háteigspresta- kalli og Svanhildur frú í Reykja- vík. Eftir lát móöur sinnar sá Val- gerður um heimili föður síns næstu fjögur árin, en eftir það var hann á heimili sonar síns og tengdadóttur í Vík til dánar- dægurs 1948. Um tvitugsaldur var Valgerður við nám í hússtjórnardeild Kvennaskóians í Reykjavfk. Eftir að hún fluttist frá Vík var hún næstu árin við störf í Reykjavik, en árið 1946 fór hún til Svíþjóðar og var næstu þrjú árin f Stokk- hólmi við nám og störf á barna- heimilum. Árið 1952 giftist hún Bjarna Guðmundssyni klæðskerameist- ara, hinum mætasta manni, en hann hafði árið 1950 misst konu sína, Bjarnheiði Frímannsdóttur frá tveim sonum á barnsaldri, Guðmundi og Valgarði. Áttu þau Bjarni og Valgerður fagurt og fágað heimili, og munu margir minnast ánægjulegra stunda þar. Valgerður var hin myndarlegasta húsmóðir og annaðist heimilið af kostgæfni. Hún lét sér annt um framtíðarheill stjúpsonanna og fjölskyldna þeirra eftir að þeir höfðu stofnað eigin heimili. Hún naut einnig mikillar umhyggju þeirra og eiginkvenna þeirra. Mann sinn missti Valgerður haustið 1963. Seinni árin starfaði hún mikið í Kvenfélagi Háteigssóknar og var undanfarin ár i stjórn sem gjald- keri. Hún var góðum gáfum gædd, ákveðin í skoðunum sam- fara ríkri ábyrgðartilfinningu og traust f hvívetna. Við systkina- börnin áttum góða frænku, sem hafði vakandi áhuga á velfarnaði okkar og fjölskyldna okkar. Við kveðjum hana með þakkarhug. Ölafur Jónsson. + Móðir min og tengdamóðir, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR. Tjaldanesi 3. GarSahreppi. andaðist i Landspítalanum 22 nóvember Helga Benediktsdóttir, Kristján Óli Hjaltason. + Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir JÓHANNES J. KRISTJÁNSSON, leigubílstjóri, Langholtsvegi 101, lézt á Borgarspitalanum sunnudaginn 23. nóv Unnur Guðmundsdóttir, Sigurþór Jóhannesson, Kristrún Jóhannesdóttir, Kristján Magnússon, Ingibjörg Kristjánsdóttir. + Útför BERGÞÓRS SIGURBJÖRNSSONAR, er andaðist 17 nóvember, fer fram frá Fossvogskirkju 25 nóvember kl 1.30 Vandamenn. Eiginmaður minn + EINAR MAGNUSSON, verksmiSjustjóri, SeySisfirSi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26 þ.m. kl 1 3 30 Blóm vinsamlega afþökkuð Þeir sem vilja minnast hins látna láti Krabbameinsfélagið njóta þess Jarþrúður Karlsdóttir. lifa með þeim sem kynntust henni. Við eigum Hildu mikið að þakka; alitaf var hún boðin og búin ef til hennar var leitað. Aldrei sagði hún nei, væri hún beðin að passa, „já, já, ég er ekkert að gera,“ var svarið. „Hver á að passa okkur?“ spurðu börnin, „á ekki Hilda að passa okkur?“ Þau voru örugg ef Hilda var hjá þeim. Sólin hefur gengið niður á heimili Eniku og Péturs, en við vitum að hún rís aftur, Iitla dótturdóttirin á eftir að ylja upp heimilið og veita frið og gleði. Við verðum að sætta okkur við að sjá Hildu aldrei framar, en við þökkum af aihug fyrir kynnin og það sem hún gerði fyrir okkur og börnin. Hún verður jarðsett frá Isa- fjarðarkirkju f dag 25. nóvember. Litlu dótturinni, foreldrunum Enu og Pétri, bræðrum hennar Inga og Kitta, og öðrum aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau f sorg þeirra. Fjölskyldan Seljalandsvegi 76. — Sjötugur Framhald af bls. 5 undur. Lífsviðhorfum sínum lýsir hann f áðurnefndum -bókum. Það er hollur lestur. I einveru á fjöll- um og samfélagi við náttúruna, sem óvíða býr yfir öðru eins seið- magni og á Snæfellsnesi, við ræt- ur hins „heilaga fjalls," hefur hann skynjað leyndardóma og orðið fyrir áhrifum og reynslu, sem fáir upplifa á ævinni. Þessu lýsir hann t.d. í eftirfarandi erindi, þvf að hann hefur ekki vanrækt ljóðadísina með öliu heldur: I þögn á fjöllum, þar er maður einn, f þögn ð fjöllum steinn og lyng fær mál, og aðeins þar er hljómur iffsins hreinn og heilagt guðspjall lesið vorri sál. Og sfðast en ekki sízt er maður- inn sjálfur þeirrar gerðar, að öll- um, sem kynnast honum, hlýtur að verða vel til hans. Hjartalag hans er svo hreint og hlýtt, að frá honum geislar góðvild til alls og allra. Hann er hafsjór af fróðleik, sögumaður ágætur og því aufúsu- gestur hvar sem hann kemur. Ég veit að margir sem þessar línur lesa, hugsa hlýtt til hans í dag, eins og endranær, og óska honum allra heilla. Vfglundur Möller + Maðurinn minn og faðir okkar KALMAN S. HARALDSSON. vélsmiður, andaðist á Borgarspitalanum 24 nóvember Auður Hjálmarsdóttir og börn. Útiaraskreylingar blómciual Groðurhúsið v/Sigtun simi 36779

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.