Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 17 í Iprótllr | Skúli Óskarsson, lyftingamaður náði þeim frábæra árangri á heimsmeistaramótinu I kraftlyft- ingum að hreppa bronsverðlaun f sfnum þyngdarflokki, og hlaut hann þar með fyrstu verðlaun sem tslendingur hefur hlotið f slíku móti. Myndin sýnir Skúla fagna eftir velheppnaða lyftu á móti f Laugardalshöllinni. Landsliðið valið Frábær áranpr Sknla Óskarssonar: Fjórir af fínrni kikmönnum í Þýzkalandi munu leika með gegn Luxemburg og Noregi ÍSLENZKA handknattleikslandsliðið hóf æfingar sinar fyrir komandi landsleiki i gærkvöldi með æfinga- leik gegn Valsmönnum. Siðan verður æft á hverjum degi fram að helgi, miðvikudagurinn þó sennilega undanskilinn, en á sunnudaginn leika fslendingar landsleik við Luxemburgara i undankeppni Olympiuleikanna og 2. og 3. desem- ber verða svo landsleikir við Norð- menn í Laugardalshöllinni. íslendingarnir sem leika með þýzk- um handknattleiksliðum í vetur munu taka þátt i undirbúningi landsliðsins fyrir aðalverkefni vetrarins sem er leik- urinn við Júgóslavi í undankeppni Olympiuleikanna Munu a m k. þrlr þeirra taka þátt í leiknum við Luxem- burgara á sunnudaginn og sá fjórði bætist við i leiknum við Norðmennina Þeir sem verða með á móti Luxemburg eru Ólafur H. Jónsson, Axel Axelsson og Einar Magnússon, en Ólafur Einars- son kemur heim n.k sunnudag og mun væntanlega leika með gegn Norð- mönnunum Fimmti islendingurinn sem er I Vestur-Þýzkalandi, Gunnar Einarsson, kemur svo til móts við islenzka landsliðið I Danmerkurferð þess I desemberbyrjun og æfir þar með þvi og verður með á móti Jógóslövunum. Auk þeirra fimm manna er hér hafa verið nefndir hefur landsliðsnefnd HSI, Ágúst Ögmundsson og Viðar Simonar- son, ákveðið eftirtalda leikmenn i liðið Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Guðjón Erlendsson, Fram Aðrir leikmenn: Stefán Gunnarsson, Val Páll Björgvinsson, Víkingi Björgvin Björgvinsson, Vikingi Hörður Sigmarsson, Haukum Viggó Sigurðsson, Vikingi Árni Indriðason, Gróttu Ingimar Haraldsson, Haukum. Að sögn Ágústs Ögmundssonar gáfu tveir leikmenn sem leitað var til ekki kost á sér I landsliðið, Geir Hallsteinsson, FH, og Pálmi Pálmason, Fram — Pálmi mun ákveðinn I að leika ekki með landsliðinu, sagði Ágúst, — og Geir taldi sig ekki geta það nú vegna anna Bæði kemur þar til starf hans sem kennari og eins þjálfun hans hjá KR Auk þess sagði Ágúst að efi væri á því að Gunnar Einarsson, Haukum, gæti farið með liðinu til Dan- merkur — Þetta er bara fyrsti hópurinn, ságði Ágúst, — og alls ekki þar með sagt að engar breytingar verði gerðar á honum, t.d eftir leikinn við Luxem- burg eða Norðmennina Framhald á bls. 23 Hans Gúnther Schmidt snillingurinn I liði Gummersbach sem kann mun meira fyrir sér I handknattleik en mannasiðum. Brons á heimsmeistaramóti Skúli Öskarsson, lyftingamaður úr CIA, vann glæsilegt fþrótta- afrek um helgina, en þá hreppti hann bronsverðlaun í heims- meistaramóti I kraftlyftingum sem fram fór f Edenborg í Skot- landi og lyfti hvorki meira né minna en 612,5 kg samanlagt f þrfþrautinni. Er þetta f fyrsta skipti sem Islendingur hlýtur verðlaun f heimsmeistaramóti í fþróttum. Þótt Skúli yrði þarna f þriðja sæti var hann nokkuð frá sfnu bezta f samanlögðu og tókst ekki að bæta eigin Islandsmet f neinni grein. 1 fyrstu grein þrfþrautarinnar, hnébeygjulyftu, lyfti Skúli 230,0 kg, f næstu grein, bekkpressu, 130 kg og Ioks f réttstöðulyftu 252,5 kg. Sigurvegarinn f þyngdarflokki Skúla, millivigt, varð Kana- damaðurinn Walter Thomas sem náði næstum lygilegum árangri, lyfti 717,5 kg en f öðru sæti varð Fiori frá Zambfu sem lyfti 647,5 kg- Alls kepptu 14 menn I milli- vigtarflokknum, — allir færustu kraftlyftingamenn f heimi, þannig að árangur Skúla er stór- kostlegur þótt ekki sé sterkara að orði kveðið. íslenöingaslagur í Belgíu Á SUNNUDAGINN mættust belg- Isku knattspyrnuliðin sem Islending- arnir Ásgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson leika með t 1. deildar keppninni þarlendis. Fór leikurinn fram á heimavelli Standard Liege, liðs Ásgeirs Sigurvinssonar, og fór svo eftir miklar sviptingar að Stand- LEIKMENN þýzka meist- araliðsins Gummersbach eru margir hverjir hrein- ustu snillingar f hand- knattleiksfþróttinni, en þeir eru lfka margir al- gjörir dónar og villi- mennskan rfkjandi f háttum þeirra og fram- komu að mörgu leyti. Verða hér rakin nokkur dæmi sem sýna vel frekju Ieikmanna liðsins og ófþróttamannlega framkomu. 1. Við komuna á föstu- daginn heimtuðu Þjóð- verjarnir að fá æfingu f Laugardalhöllinni. Er þeim var tjáð að það væri ekki mögulegt, en þeir gætu hins vegar fengið tvo tfma f fþróttahúsi KR brugðust þeir ókvæða við og sögðu að þeir gætu vfst fengið æfingu í HöIIinni, annars myndu þcir ekki leika aukaleikinn gegn Haukum á sunnudaginn. Héldu þeir sfðan niður f LaugardalshöII og á end- anum fengu þeir vilja sfnum framgengt og urðu bæði karla- og kvenna- flokkar Fram að gera hlé á æfingum sfnum meðan kapparnir frá Þýzkalandi notuðu sal Hallarinnar. 2. Útbúinn hafði verið matseðill fyrir leikmenn Gummarsbach f samráði við hótel það sem þeir hinu endalausa þrasi við þá. 3. Þeir mættu aðeins með 9 Ieikmenn til auka- leiksins við Hauka á sunnudaginn og sátu helztu „prfmadonnur" liðsins f stúku blaða- manna og varð þeim ekki þokað þaðan. Hefðu for- til að vera með í orða- skaki og stympingum ut- an vallar. Munaði minnstu að honum og Birni millirfkjadómara Kristjánssyni lenti sam- an er Birni ofbauð fram- koma Þjóðverjanna inni á vellinum og lét ýmis- legt miður fallegt falla f Villimennska gistu á meðan þeir dvöldu hér. Var ýmislegt á boðstólum og fáir hefðu fúlsað við kjúklingunum og lambakjötinu, sem á boðstólum var — nema leikmenn Gummersbach. Sögðu þeir að slíkar fæðutegundir væru þcim ekki samboðnar og heimtuðu nautakjöt. Auðvitað fengu þeir sitt nautakjöt að lokum, enda nennti enginn að standa f ráðamenn Gummersbach getað sýnt fslenzkum handknattleiksunnend- um þá lágmarkskurteisi að mæta með fullskipað lið og látið dýrlinga eins og Hansa Schmidt koma inn á f leiknum, þó ekki hefði verið nema f stutt- an tfma. 4. Þó svo að Hansi Schmidt tæki ekki þátt f leiknum inni á vellinum þá var hann hinn fúsasti garð leíkmanna Gumm- ersbach. Var Hansi lfk- legur til að láta hendur skipta en góðir menn gengu á milli þeirra. Þá lét hann Ijósmyndara eins fslenzku blaðanna ekki afskiptalausan er hann stundaði vinnu sfna og tók myndir af átökun- um utan vallar. Auk þessa mun svo Hansi hafa verið að svipast um eftir Birni að leiknum loknum og ku hann hafa viljað gera upp reikninga þá sem honum fannst hann eiga Birni ógoldna. 5. Auk framangreindra atriða mætti nefna önn- ur, eins og t.d. ljótan leik nokkurra þjóðverjanna inni á vellinum, t.d. er einn leikmaður þýzka liðsins trampaði á höfði alblóðugs Haukamanns, sem lá í roti á gólfi Hall- arinnar. — Það skal þó tekið fram að meiðslin sem hann hlaut hafa sennilega ekki verið vfs- vitandi af völdum Þjóð- verjanna. Fleiri leiðinleg atriði í fari leikmanna liðsins sem oftar hefur orðið Evrópumeistari allra liða mætti nefna, en þaó verður ekki gert. Vonandi slcppa Vfking- arnir með heilli há frá Iciknum við Gummers- bach ytra og vonandi verður framkoma Þjóð- verjanna skemmtilegri ef þeir koma hingað til lands til leikja sfðar meir. — áij. ard sigraði I leiknum 4—3. Þar með er liðið sem Guðgeir leikur með, Charleroi, á botninum I 1. deildinni belgisku og er aðeins með 7 stig. Baráttan er þó hörð, þar sem næstu fjögur lið fyrir ofan Charleroi eru með 8 stig og siðan koma 3 lið með 9 stig. — Þetta var hörkuspennandi leikur sagði Guðgeir Leifsson, er Morgun- blaðið ræddi við hann i gær — Þjálf- arinn okkar fyrirskipaði fyrir leikinn, að við lék|um stífan varnarleik I fyrri hálf- leik og reyndum að komast hjá þvi að fá á okkur mörk Það tókst þó ekki betur en svo að staðan I hálfleik var 2—0 fyrir Standard I leikhléi var svo ákveðið að reyna að sækja af mætti, og átti Charleroi eftir það I fullu tré við Standard Reyndar skoraði Standard sitt þriðja mark i byrjun hálfleiksins, en við breyttum siðan stöðunni í 3 — 2 fljótlega Þá skoraði Standard sitt fjórða mark en stundarfjórðungi fyrir leikslok skoruðum við okkar þriðja Var mikil spenna og barátta I leiknum und- ir lokin, en okkur tókst ekki að jafna Vat sannarlega sárt að ná ekki öðru stiginu út úr þessum leik Guðgeir sagði að Ásgeir Sigurvins- son hefði verið áberandi bezti maður Standard-liðsms í þessum leik. Ekki skoruðu þeir Guðgeir og Ásgeir I leikn- um, en áttu báðir þátt i mörkum — Við fáum góða dóma fyrir frammistöðuna i leiknum, og segja t.d blöðin hér, að ég hafi verið bezti maður Charleroi-liðsins, ásamt Austurrikis- manninum sem leikur með liðinu Guðgeir sagði. að Standard Liege væri nú búið að fá nýjan þjálfara Sá er franskur og mjög þekktur fyrir að ná góðum árangri með þau lið sem hann hefur verið með —stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.