Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 7 r Brezkir og íslenzkir fiskifræðingar Morgunblaðið birti sl. sunnudag skýrslu um nið- urstöðu brezkra og Islenzkra fiskif ræðinga um ástand þorskstofnsins við fsland. Skýrsla þessi er gagnmerk og I raun sögulegt plagg, sem hver hugsandi maður þarf að kynna sér vel og vand- lega. Meginniðurstaðan er sú, að ef núverandi veiðisókn helzt óbreytt verði hrygningargetu og stofnstærð þorsksins stefnt I hættu, sem leiða muni til siminnkandi afla og akraksturs. Visindamenn beggja þjóðanna vóru sammáta um hvorttveggja, að grlpa þurfi til róttækra friðunar- aðgerða, einkum varðandi ungfisk, ef ekki eigi illa að fara, og heildarsókn að miðast við heitbrigða skipulagningu veiðanna, er taki fullt tillit til veiði- þols stofnsins. Það sem á milli ber er ekki stórvægi- legt. íslenzku sérfræðing- arnir töldu óráðlegt að leyfa meiri ársafla þorsks næstu árin en 230.000 tonn, ef tryggja ætti að ekki yrði gengið of nærri stofninum, en þeir brezku| vitdu miða við 265.000 tonna hámarksafla á ári eða 35.000 tonnum meira. Þrátt fyrir þennan mun, sem ekki verður tal- inn stórvfgilegur meði hliðsjón af stöðu mála I dag, má segja, að brezku vísindamennirnir hafi I öll- um meginatriðum sam-| þykkt niðurstöður Islenzku fiskif ræðing- anna, og þá hættu. sem bolfiskstofnar á Islands- miðum eru óumdeilanlega i. Brezka krata- stjórnin og togaraútgerðin Þegar höfð er í huga sameiginleg niðurstaða brezkra og íslenzkra fiski- fræðinga um bágt ástand fiskstofnanna, sem og þýðing þeirra fyrir af- komumöguleika íslenzku þjóðarinnar í bráð og lengd, að ógleymdri þýð- ingu NorðausturAtlants- hafsins sem framtíðar- forðábúrs sjávarfangs í okkar heimshluta, verður afstaða brezkra stjórn- valda og togaraútgerðar með öllu óskiljanleg. Segja má að íslendingar hafi teygt sig eins langt í samkomulagsátt og frek- ast var hægt að búast við, þegar niðurstöður fiski- fræðinga eru hafðar í huga. Framkoma Breta f samningaviðræðum var hinsvegar f senn óvægin og ögrandi — og ef fram fer sem horfir er ekki hægt að útiloka þann möguleika, sem nærtæk reynsla er og fyrir, að þeir beiti bolabrögðum í skjóli hervædds ofríkis. Flota veldið Bretland má muna sinn fffil fegurri en þann að níðast á einni smæstu þjóð veraldar, sem missti hlutfallslega fleiri menn en ýmsar stærri í síðari heimstyrjöldinni við það að færa þeim björg í bú. Og hefur að auki um alda raðir bjargað mörgum brezkum sjómanninum úr sjávarháska, sem fjölmörg dæmi sanna. Grfpi Bretar til slíkra óyndisúrræða gegn samstarfsþjóð innan hins vestræna varnar- bandalags, verður það kyndug framkvæmd lýð- ræðissósfalisma af hálfu brezku kratastjórnarinnar. Samningar eða ekki samningar Afstaða Íslendinga til samninga um tímabundn- ar og takmarkaðar veiði- heimildir til handa öðrum þjóðum byggist að sjálf sögðu á þvl. hvort hægt sé að tryggja frekar og fyrr þá takmörkun og þá stjórn á veiðisókn. sem koma verður, með eða án samnings. Við hlutum að taka mið af þvl aflamagni. sem Bretar og V- Þjóðverjar náðu hér, eftir útfærslu I 50 milur, þrátt fyrir vörzlu okkar. Hins- vegar vóru þvl að sjálf- sögðu takmörk sett, hve langt er hægt að ganga I samningsviðleitni. Afstaða Breta til samn- ingstilboðs fslendinga vekur furðu okkar. en það var, eins og fyrr segir, I algjöru hámarki miðað við ástand þorkstofnsins, sem Bretar hafa einkum áhuga á. Þeirra eigin fiski- fræðingar viðurkenna meginforsendur og niður- stöður islenzku Hafrann- sóknastofnunarinnar. Það eru þvl önnur og skamm- sýnni viðhorf sem ráða af- stöðu þeirra. Slik afstaða hlýtur að þjappa okkur saman um réttmæti gjörða okkar. vörzlu land helginnar og nauðsynleg- ar friðunaraðgerðir. þótt við að sjálfsögðu leitum samhliða viðunandi, frið- samlegrar, lausnar gagn- vart öðrum þjóðum sem lita kunna af meira raunsæi og réttlæti á fiskifræðilegar niðurstöð- ur og lifshagsmuni smá- þjóðar. b ■ d o U/+/A ijr< úMi * tr / \ • i Jndai ns í I ikeppni tvímennings- ívlk hefst í kvöld Forkcppni fyrir Islandsmótið í tvfmcnning f Reykjavík hefst í kvöld þriðjudag, klukkan 20. Spilað verður í fjórum 14 para riðlum. Siðari hluti undan- keppninnar verður svo á laug- ardaginn. Spilað er í Domus Medica. tslandsmótið f tvfmenning fer svo fram 6.—7. desember nk. og keppa þá 28 pör til úr- slita. íslandsmeistararnir frá í fyrra, Stefán Guðjohnsen og Símon Símonarson fara beint í aðalkeppnina en undankeppn- irnar skera úr um lausu sætin/ Mjög mörg pör hafa undanfarin ár spilað í aðalkeppninni frá Reykjavík og voru um eða yfir 20 pör þaðan í fyrra. XXX Frá bridgefélagi Suðurnesja J.G.P.-mótið stendur nú yfir hjá okkur og er lokið fimm um- ferðum. Alls taka þátt 11 sveit- ir. Urslit fimmtu umferðar: Sveit stig. Vals vann Gests 20- -3 Bogga Steins vann Haralds 20- -0 Gests R. vann Sigurðar 18- -2 Guðjóns vann Þorleifs 17- -3 Marons vann Guðmundar 11—9 Öskars sat hjá. Staða efstu sveita eftir fimm umferðir: sveit stig. Bogga Steins 97 Guðjóns Einarssonar 74 Guðmundar Ingólfssonar 69 Vals Símonarsonar 59 Óskars Pálssonar 46 XXX Frá tafl- og bridgeklúbbnum Fjórum umferðum er nú lok- ið í hraðsveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Sveit stig. Hannesar Ingibergssonar 2799 Bernharðs Guðmundssonar 2769 Kristínar Þórðardóttur 2764 Erlu Eyjólfsdóttur 2763 Þórarins Árnasonar 2739 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur í Dom- us Medica. XXX Frá bridgedeild Breiðfirðingarfélagsins. Fimm umferðum er nú lokið í aðaltvímenningakeppni félags- ins en alls taka 14 sveitír þá’tt I keppninni. Staða efstu sveita er núþessi: Sveit stig Hans Nielsens 83 Elfsar R. Helgasonar 81 Birgir Sigurðssonar 79 Þórarinn Alexandersson 68 Ingibjörg Halldórsdóttir 68 (+ Einum leik ólokið) Ester Jakobsdóttir 60 (+ Einum leik ólokið) Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Sveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur er nú rúmlega hálfnuð, en spilaðar eru 7 um- ferðir eftir svissneska kerfinu. Sveit Hjalta, félagsmeistararn- ir eru enn efstir, en sveit Stef- áns skaut upp við hlið þeirra eftir stóran sigur í síðustu um- ferð. Úrslit einstakra leikja voru þessi: Sveit Hjalta vann Einars 11—9 Stefáns vann Jóns 19—1 GíslavannGylfa 15—5 Benedikts vann Lárusar 11—9 Alfreðs vann Birgis 17—3 Helga vann Gunngeirs 20—0 Þórðar vann Ólafs 15—5 Gissurar vann Estherar 13—7 Ólafs H. vann Þóris 20—+3 Röð og stig efstu sveitanna er eftirfarandi: Sveit stig 1. Hjalta Elíassonar 63 2. Stefáns Guðjohnsen 63 3. Helga Jóhannssonar 58 4. Einars Guðjohnsen 54 5. Jóns Hjaltasonar 45 6. Benedikts Jóhannssonar 44 7. Lárusar Hermannssonar 42 8. Gisla Hafliðasonar 41 1 næstu umferð verður upp- gjör milli efstu sveitanna, einn- ig spila saman sveitir Helga og Jóns, Einars og Benedikts, Lár- usar og Gísla. Spilað er á miðvikudögum í Domus Medica. A.G.R. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919 er ekki kominn timi til ad eignast danskan i • i CRI Qlllcll stóiinn, sem stydur vid bakid SlljFSTÍnKUI I.F. Hverfisgðtu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.