Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið. Idag má búast við, að lögö verði fyrir Alþingi til umræðu samkomulags- drög þau, sem samninga- nefnd íslendinga kom með heim frá Bonn eftir við- ræður við fulltrúa v-þýzku ríkisstjórnarinnar. Sam- komulagsdrög þessi hafa ekki verið gerð opinber enn og er því ekki hægt að fjalla efnislega um þau eða taka afstöðu til þeirra. Hins vegar er ljóst, að sam- komulagsdrögin byggjast á því, að V-Þjóðverjar veiði hér nær eingöngu ufsa og karfa, en þessar fisk- tegundir skipta miklu minna máli fyrir okkur heldur en þorskurinn, sem er meginuppistaðan í veið- um Breta hér við land. Ástæðan fyrir því, að hing- að til hafa ekki tekizt samningar við V- Þjóðverja, þótt þeir veiði fisktegundir, sem hafa svo takmarkaða þýðingu fyrir okkur sem raun ber vitni um, er fyrst og fremst sú, að þar til nú hafa V- Þjóðverjar ekki viljað fall- ast á skilyrði okkar um, að verksmiðju- og frystitogar- ar þeirra yrðu útilokaðir frá íslandsmiðum. Það var á þessu atriði, sem strika, að veiðar V- Þjóðverja hér við land hafa skipt miklu minna máli en veiðar Breta, þar sem þorskurinn hefur ver- ið og yrði skv. samkomu- lagsdrögunum hverfandi hluti aflamagnsins. Ljóst er, að mikil I óánægja ríkir með þessi ! samkomulagsdrög hjá þeim sem starfa við sjávar- útveg í V-Þýzkalandi en j þrátt fyrir þá óánægju, i sem að sögn v-þýzkra blaða | er útbreidd meðal þeirra, i sem þessa atvinnugrein I stunda þar i landi, má ! búast við að samkomulags- j drögin verði samþykkt þar. En v-þýzkir togaramenn, ! eru ekki þeir einu, sem eru óánægðir um þessar örvænting hafi gripið um sig meðal skipstjóranna og að þeir séu ekki tilbúnir til þess að veiða við óbreyttar aðstæður og með aðstoð hinna svokölluðu verndar- skipa, sem send hafa verið á miðin hér. Raunar hafa menn mjög velt því fyrir sér síðustu sólarhringa, hvað sé að ger- ast í Bretlandi í landhelgis- málinu. Brezku samninga- mennirnir fóru héðan í fússi eftir hrokafullar yfir- lýsingar Hattersleys, aðal- samningamanns þeirra hér. En eftir að þeir voru komnir heim til Bretlands og höfðu gert ríkisstjórn- inni í London grein fyrir viðræðunum, breyttist skyndilega tónninn í Óánægja í V-Þýzka- landi og Bretlandi samningar við V-Þjóðverja strönduðu á tímum vinstri stjórnarinnar. Nú hafa V- Þjóðverjar hins vegar fall- izt skilmálalaust á þetta eindregna skilyrði ís- lendinga. Þar sem þvi skil- yrði hefur verið fullnægt svo og í ljósi þeirrar stað- reyndar, að V-Þjóðverjar veiða hér nánast engan þorsk, hefur íslenzka samninganefndin komið heim með drög að sam- komulagi, sem væntanlega verður gert opinbert f dag. Þá geta menn tekið efnis- lega afstöðu til þess, en ástæða er til að undir- mundir vegna útfærslu íslenzku fiskveiðimark- anna og þróunarinnar á fiskimiðunum við ísland að ’undanförnu. Mögnuð óánægja ríkir á brezku togurunum, sem eru við veiðar hér við land, enda er augljóst, að varðskipin hafa náð mun betri árangri nú en nokkru sinni fyrr í að trufla ólöglegar veiðar þessara skipa hér við land- ið. ítrekaðir úrslitakostir brezku togaramannanna á miðunum hér til brezkra stjórnvalda um að senda flotann inn, togurunum til verndar, benda til þess, að Hattersley. Yfirlýsingar þær, sem hann gaf í brezka þinginu í síðustu viku, vöktu athygli vegna þess, aö meira samningahljóð var í ráðherranum en meðan hann var hér og hann lýsti því yfir, að Bretar væru tilbúnir til þess að draga úr kröfum sínum um aflamagn hér við land. Síðan hefur sjávarút- vegsráðherrann fylgt i kjölfarið með svipaðar yfir- lýsingar. Þessi breytti tónn í Hattersley og öðrum brezk- um ráðamönnum bendir til þess, að þeim sé orðið ljóst, að þeim hafi orðið á hin herfilegustu mistök í við- skiptum við íslenzku ríkis- stjórnina. Þá er og eftir- tektarvert, að brezka ríkis- stjórnin hefur ítrekað óskað eftir nýjum og nýj- um fresti til þess að taka ákvörðun um, hvort senda eigi brezka flotann inn í íslenzka fiskveiðilögsögu. Bendir það til þess, að a.m.k. einhverjum ráða- mönnum í Bretlandi sé ljóst, hvílík mistök það yrðu, ef Bretland gerði enn einu sinni tilraun til þess að beita íslendinga ofbeldi í krafti flotaveldis sins. Hafi Bretar ekki hingað til skilið afstöðu íslendinga ætti þeim að vera orðin hún Ijós nú. íslenzka ríkis- stjórnin hefur sett fram lokaboð sitt í samningavið- ræðum við Breta. Um annað verður ekki samið. íslendingar eru reiðubúnir til þess að taka á sig þau óþægindi og þá erfiðleika, sem leiða af nýjum ófriði á Islandsmiðum við Breta. íslenzka þjóðin mun standa saman sem einn maður gagnvart því of- beldi, sem Bretar kunna að gera tilraun til að beita okkur í krafti hins konung- lega flota. tslendingar vita, að sú óánægja, sem ríkir í v-þýzkum sjávarútvegi og meðal brezkra togara- manna er vísbending um, að við erum á réttri leið. Frá settu marki verður ekki hvikað. Við höfum áður sigrað í þorskastríð- um og munum enn sigra. uftbifr THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER iStó- THE OBSEKVER iStó&THEO vinsæl Ný greftrunartízka í Þýzkalandi Ilaiiibor:’ Þjóðverjar hafa hingað tií hneigzt að mjög hefðbundnum greftrunarsiðum, en nýjung ein í þeim efnum hefur mjög rutt sér þar til rúms að undanförnu og nýtur sívaxandi vinsælda. Það er greftrun á höfum úti, innfluttur siður, en hann hefur tekið á sig sérstakt snið í Þýzka- landi. I Kaliforníu tíðkast það, aé krukkum með ösku framliðinna sé varpað á haf út, mörgum f senn og á mjög hversdagslegan hátt. Þjóðverjar þeir, sem kjósa sér vota gröf, eru hins vegar kvaddir með virðulegri athöfn. Fyrsta þýzka fyrirtækið, sem tekið hefur að sér að sjá um slíkar útfarir, hefui aðsetur í Hamborg, og á vegum þess er jarðneskum leifum eins manns í senn sökkt í vota gröf, yfirleitt um það bil þrjár mílur undan ströndum landsins. Vélbátur flytur öskuna til áfangastaðar, þar er slökkt á vélinni, og eftirlætistónverk hins látna flutt af hljómplötu. Skipstjórinn skipar svo fyrir, að fáninn sé dreginn í hálfa stöng, og útfararstjórinn, Horst Kiehn að nafni, tekur ofan pípuhatt sinn og réttir aðstoðar- manni sínum. A meðan skip- stjórinn hefur yfir stutta bæn og ritningarorð, lætur Horst Kiehn blómum skrýdda krukku með ösku hins framliðna renna niður í hafið. Síðan merkir skipstjórinn greftrunarstaðinn á kort, sem sent er til eftirlif- enda, þeim að kostnaðarlausu. Kostnaður við venjulega út- för á sjó nemur um 750 þýzkum mörkum eða tæplega 50 þús. ísl. krónum að meðtöldum skött- um. Þeir sem vilja hvíla lengra frá Iandi, þurfa að greiða meira. Getur fólk valið um, hvort það vill hljóta hinztu eftir LESLIE COLITT hvílu á botni Norðursjávar eða Eystrasalts, og hefur Eystra- saltið reynzt vinsælla, enda er þar yfirleitt kyrrari sjór. Ættingjum og vinum hins látna er ekki leyft að vera við athöfnina. Segir Max van der Steer eigandi fyrirtækisins, að hætta sé á, að syrgjendur varpi sér í hafið á eftir öskukrukk- unni. Hins vegar er hann reiðu- búinn að koma til móts við þá að því leyti, að þeir geta fylgzt með athöfninni úr fjarska frá öðrum bátí. Hann segist ekki einskorða sig við nærliggjandi strendur, heldur sé viðskipta- vinum gefinn kostur á að hvíla annars staðar, m.a. í suðrænni höfum skammt frá sólarlönd- um, þar sem þeir hafi dvalizt f orlofi. Van der Steer er fæddur í Hollandi, og stundaði um skeið leðurvöruviðskipti í Vestur- Afríku. Hann hefur verið búsettur í Hamborg frá árinu 1956, og segist hafa byrjað á þessari nýju atvinnugrein sinni tiltölulega nýlega eftir að hafa lengi leitt hugann að því, hversu erfitt það væri orðið fyrir fólk að hljóta verðugan greftrunarstað í Evrópu, þar sem þrengsli væru orðin alvar- legt vandamál. Viðskipti hans blómgast stöð- ugt, og í stað þess að vinna gegn þeim, hafa keppinautar á landi séð sér þann kost vænstan að leita samvinnu við fyrirtækið. „Samvinnan er mjög náin,“ seg- ir hann, „við höfum samstarf við 300 útfararfyrirtæki í Þýzkalandi, allt frá Hamborg til Múnchen." Viðskiptavinir gera samning við fyrirtæki van der Steer, og er hann fylltur út í tvíriti. Annað eintakið verður I vörzlu fyrirtækisins, en hitt geymir viðskiptavinurinn ásamt erfðaskrá sinni. Nokkrir, sem leitað hafa eftir viðskiptum, hafa skipt um skoð- un af einni ástæðu, en hún snertir ferðina frá líkbrennslu- stofunni til bátsins, sem flytur hinar jarðnesku leifar á haf út. Þeim finnst óviðurkvæmilegt að askan skuli vera send í ábyrgðarpósti og vera þar metin til 900 þýzkra marka. Van der Steer gefur þá skýr- ingu á þessu atriði, að ef krukk- urnar yrðu sendar með lík- vagni, myndi heildar kostnað- urinn nema rúmum 1.000 mörk- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.