Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 40
SILFUR- SKEIFAN BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKIÐ SEM ALUR ÞEKKJA •07^ aua DAGA ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 Samkomulagsdrögin lögð fyrir Alþingi í dag: Þjóðverjar skuldbinda sig til að vinna að gildistöku tollaívilnana Gert ráð fyrir veiðum ufsa og karfa á mjög takmörkuðum svæðum innan 50 mílna BtJIZT er við, að tillaga um samkomulag við V-Þjóðverja í fiskveiði- deilu landanna, sem byggð er á samkomulagsdrögum þeim, sem samningamenn tslands komu með heim sl. föstudag, verði lögð fyrir Alþingi f dag. Samkomulagsdrög þessi voru til umræðu f rfkisstjórn- inni f gærmorgun og á fundum þingflokka stjórnarflokka síðdegis f gær. Þá mun utanríkisráðherra hafa gert forystumönnum stjórnarand- stöðunnar grein fyrir meginþáttum samkomulagsdraganna f gær, en f dag ki. 13.30 hefur verið boðaður fundur í landhelgisnefnd, sem skipuð er fulltrúum allra flokka og er rfkisstjórninni til ráðuneytis um meðferð landhelgismála. Samkvæmt þeim uppiýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér og samkvæmt þeim fréttum, sem þegar eru komnar fram eru helztu þættir samkomulagsdraganna þessir: V-Þjóðverjar hafa skuld- bundið sig til þcss að vinna að Othello með sjúkan mann til hafnar? BREZKA aðstoðarskipið Othello óskaði f gær eftir leyfi Landhelgisgæzlunnar til þess að fá að koma inn f Neskaup- staðar með sjúkan skipverja af einum dráttarbátanna. Hafði skipverjinn, sem sagður var vera Spánverji, verið fluttur úr dráttarbátnum yfir f að- stoðarskipið. Landhelgis- gæzlan gaf leyfi sitt til þess að maðurinn yrði fluttur f sjúkra- hús á Norðfirði. Tý barst þessi beiðni Othellos klukkan 14 í gær. Othello var þá um 50 til 60 mílur frá landi. Landhelgis- gæzlan sendi um hæl svar- skeyti þar sem umbeðið leyfi Othellos var veitt og var Týr beðinn að veita aðstoð ef á þyrfti að halda til að koma hinum sjúka manni undir læknishendur. Undir miðnætti í gærkvöldi var sjúki skipverj- inn til athugunar um borð í Othello, en ekki var vitað hvort eða Othello kæmi til Nes- kaupstaðar. þvf á næstu vikum og mánuð- um, að bókun 6 um tollalækk- anir taki gildi, en samkomu- lagið renni út innan tiltekins tfma, takist það ekki. I samkomulagsdrögunum mun ráð fyrir þvf gert, að V-Þjóðverjar fái heimild til að veiða á karfa- og ufsamið- um á mjög takmörkuðum svæðum innan 50 mflna, en Morgunblaðinu er ckki kunnugt um hvaða svæði er að ræða. Eins og fram hefur komið f fréttum er gert ráð fyrir þvf, að V-Þjóðverjar fái heimild til að veiða 55 þúsund tonn af Framhald á bls. 26 t T, ifc. *Það var ekki laust við að það brigði jólasvip á bæinn í gær þegar snjóflyksurnar tóku að flaksa á götur og gangandi. 20 brezkir togarar á leið út fyrir 200 mílurnar TUTTUGU brezkir togarar tilkynntu einu aðstoðar- skipanna sfðdegis f gær að þeir myndu þá þegar halda áleiðis út úr 200 mflna fiskveiðilögsögunni heim á leið og voru togararnir á suðurleið þegar land- helgisgæzlan vissi síðast f gærkvöldi. Skipstjórarnir höfðu sett brezk- um stjórnvöldum úrslitakosti á sunnudag, sem voru þess efnis, að kæmi ekki tíl flotavernd, myndu þeir hætta veiðum innan fisk- Fiskiþing: Felldi tillogu um að engir sammngar veroi geroir Hafnaði aðild að samstarfsnefnd um landhelgismál Á FISKIÞINGI sl. laugardag var felld með miklum atkvæðamun tillaga, sem fól f sér, að rfkis- stjórnin skyldi ekki semja við aðrar þjóðir um nokkrar veiði- heimildir hér við land. Var til- laga þessi felld með 22 atkvæðum gegn 9 en hins vegar var sam- þykkt tillaga þar sem áherzla var lögð á, að hugsanlegir samningar yrðu gerðir til skamms tíma og að einungis yrðu heimilaðar veiðar á þeim fisktegundum, sem ekki eru f bráðri hsttu. Þá var einnig felld á fiskiþingi sl. laugardag tillaga um að Fiski- félags tslands tilnefndi fulltrúa í samstarfsnefnd um landhelgis- mál, sem sett hefur verið á stofn. Var sú tillaga felld með öllum þorra atkvæða gegn einu, þ.e. at- kvæði flutningsmanns, Ingólfs Stefánssonar, framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Hér fer á eftir tillaga sú, sem felld var á fiskiþingi um að enga samninga skyldi gera og síðan til- laga sú sem samþykkt var. TiIIagan, sem var felld 34. Fiskiþing samþykkir að með tilliti til nýframkominna upplýs- inga sérfræðinga um ástand fisk- stofna, sem þingið hefur metið gildar í ályktunum sínum sé ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki um neinn aflakvóta að semja við er- lendar þjóðir. Fiskiþing telur óhjákvæmilegt að taka þá áhættu, að erlend veiðiskip nái einhverjum afla í leyfisleysi og skorar jafnframt á ríkisstjórn og Alþingi að efla Framhald á bls. 26 veiðilögsögunnar og fara heim. Klukkan 12.30 í gær barst skeyti frá brezkum stjórnvöldum, þar sem skips'tjórarnir voru beðnir um að bíða átekta, unz haldinn hefði verið fundur með samstarfs- nefnd brezka togaraiðnaðarins, en fundur með henni og fulltrú- um ráðuneytanna í London hófst klukkan 18 í gærkveldi. Að hon- um loknum var búizt við ákvörð- un um herskipavernd. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar voru í gær 38 brezkir togarar á svæðinu úti fyrir Austfjörðum. Aðeins 8 togaranna voru að veiðum, en flestir þeirra biðu í hnapp og voru varðskip á meðal þeirra og að- stoðar- og verndarskipin. Um 30 mílur út af Eystra-Horni voru tveir brezkir togarar að veiðum, en á öræfagrunni var einn belgískur að veiðum innan hólfs, sem veitti honum leyfi til veiða áður en bráðabirgðasamkomulag- ið féll úr gildi. Var hann þar nú að ólöglegum veiðum. 1 Beru- fjarðar- og Seyðisfjarðardýpi voru flokkar brezkra togara, en þar var enginn togari að veiðum. Tveir voru norðaustur af Langa- nesi að veiðum. Þá voru einnig þrír Bretar djúpt á Sléttugrunni að veiðum. Samtals voru á miðun- um í gær 8 Hulltogarar, 8 Fleet- woodtogarar, einn frá Aberdeen, einn frá London og 23 frá Grimsby. Samstarfsnefnd togaraeigenda, yfirmanna og háseta fékk I gær um hádegisbil — er frestur togarasjómanna var að renna út — boð um að koma á fund í Lond- on klukkan 18 í gær. Héldu fundarmenn þegar f stað til fundarins og samkvæmt upp- Framhald á bls. 26 Snarlegt hjálpar- vamarliðs- flug haf út manna a SAMBAND var haft við Slysa- varnafélag Islands f gærmorg- un kl. 09,15 um Loftskeyta- stöðina f Reykjavík og beðið um aðstoð vegna alvarlega slasaðs sjómanns um borð f vélskipinu Verði ÞH 4 sem þá var statt um 35 sjóm. suður af Grindavík. Að sögn Hannesar Hafstein hjá SVFÍ var þegar leitað aðstoðar Varnarliðsins um þyrluflug og óskað eftir að læknir frá Varnarliðinu yrði með f ferðinni. Klukkan 10,15, eða einni klukkustund sfðar, var þyrlan komin niður f skip- ið og sjúkraliði settur um borð f Vörð til að kanna ástand hins slasaða manns. Var hann þá þegar tekinn um borð í þyrl- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.