Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 BÖKUNARVÖRUR Á SÉRTILBOÐSVE HVEITI 5 LBS....LEYFILEGT VERÐ SMJÖRLÍKI 1 STK.... LEYFILEGT VERÐ TILBOÐSVERÐ KAKÓ 1LB........LEYFILEGT VERÐ TILBOÐSVERÐ KAKÓ 1 /2 LB....LEYFILEGT VERÐ TILBOÐSVERÐ ROYAL LYFTIDUFT LEYFILEGT VERÐ 450 G TILBOÐSVERÐ KR. 307 KR. 129 KR. 109. KR. 309 KR. 255 KR. 162 KR. 129 KR. 259 KR. 193 YV'vC'-. + & Sykur 1 kg *250/0 ^Verðlækku Sértilboð í eina viku eða meðan biroðir endast. SKEIFUNN115 Ályktun fiskiþings: Sjávarútvegur og óðaverðbólga EFTIRFARANDI ályktun var gerð samhljóða á fiskiþingi. Til- lagan var flutt af laga- og félags- málanefnd og var framsögumað- ur hennar Sveinn Benediktsson. Öðaverðbólgan hér á landi á undanförnum þremur árum hefur leitt til sívaxandi örðug- leika höfuðatvinnuvega þjóðar- innar, sjávarútvegs iðnaðar og landbúnaðar. Sjávarútvegurinn hefur þá sér- stöðu meðal atvinnuvega lands- manna, að verða að langmestu leyti að sæta því verðlagi fyrir framleiðslu sína, sem er á erlend- um mörkuðum á hverjum tíma. I sjávarútveginum er því ekki unnt að velta auknum tilkostnaði yfir á aðra innlenda aðila, svo sem venj- an er með ýmis þjónustufyrirtæki og stofnanir ríkis og bæja. Um landbúnaðinn gilda lög, sem eiga að tryggja bænum að verðlag á afurðum búa þeirra hækki sjálfkrafa í hlutfalli við aukinn tilkostnað og sé verðið miðað við bú af meðalstærð. Einn- ig kemur hækkun á sjávarafurð- um fram í hærra verðlagi á land- búnaðarvörum. Iðnaðurinn selur þjónustu sína og framleiðslu að mestu innanlands og er því í aðstöðu til að hækka verðið til samræmis við aukinn tilkostnað með leyfi verð- lagsyfirvalda. Hinar gífurlegu framkvæmdir á vegum hins opinbera síðustu þrjú árin, sem margar hverjar eru óarðbærar, hafa verið mjög verð- bólguaukandi. Einnig hafa yfir- boð í kaupgjaldsmálum hjá ríkinu sjálfu, miklar og harðar fram- kvæmdir á vegum þess, stuðlað að hinu sama. Ymsar stofnanir ríkisins greiða hærra kaup en almennt gerist, auk margvíslegra hlunninda, sem þær veita starfsmönnum sínum í hverskonar fríðindum, sem undir- stöðuatvinnuvegirnir ekki megna að bjóða sínu starfsfólki. Kaupgjald og allur rekstrar- kostnaður sjávarútvegsins hefur margfaldast á síðustu 3—4 árum. A tveim siðustu árum hafa afurð- ir sjávarútvegsins fallið stórlega í verði um leið og tilkostnaðurinn á sjó og landi hefur vaxið hraðfara. Komið hefur verið í veg fyrir stöðvun á þessu ári með greiðsl- um úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, en nú er svo kom- ið, að sjóðurinn er að mestu tóm- EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ur og hefur ríkissjóður orðið að taka ábyrgð á greiðslum hans. Afleiðingin af framangreindri þróun hefur orðið söfnun lausa- skulda ríkissjóðs, sem nema að viðbættum yfirdrætti hjá Seðla- bankanum, um 9 milljörðum króna. Lánstraust ríkisins er á þrotum. Þótt verðbólgan hafi aukist minna síðusta ársfjórðung en áð- ur, verður að grípa betur í taumana, þe. að eyða minna, svo að jöfnuður fáist í viðskiptum við útlönd. Að öðrum kosti er sú vá fyrir dyrum, sem enginn sér fyrir endann á. Sjötugur: Þórður á Dagverðará I dag er sjötugur landskunnur maður og víðar þekktur, Þórður Halldórsson, refaskytta, rithöf- undur og málari, frá Dagverðará á Snæfellsnesi. Er þó ekki allt þar með talið, sem hann hefur lagt á gjörva hönd. Hann stundaði sjómennsku um áratugi og lenti þar í mannraun- um, sem fáum hefði verið hent að sigrast á. Þegar bók hans „Mann- leg náttúra undir Jökli“ kom út fyrir tveimur árum, hefði hann getað sagt eins og Byron: „Ég vaknaði einn morgun og var orð- inn frægur.“ Bókin flaug út með þvílíkum hraða, að færri fengu en vildu, og þegar sú næsta kom árið eftir, lá við að slegist væri um hana í bókabúðunum og upplagið hvarf á nokkrum vikum. Áður var hann orðinn kunnur sem tómstundamálari, hafði hald- ið sýningar hér f höfuðstaðnum og viðar og selt vel. Kodakfélagið hafði látið gera almanak með myndum af honum, sem bárust viða um heim, og því var það, að þegar hann brá á það ráð s.l. vor, að fara til Englands og halda þar málverkasýningu, stóðu honum allar dyr opnar, myndir hans vöktu mikla athygli og margar seldust fyrir gott verð. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Margt er ósagt, en lífssaga þessa manns er í rauninni mikið Framhald á bls. 30, vió erum að qanqa frá í hinni glæsilegu sérverzlun Pennans við Hallarmúla verður hvert hom fullt af nýjungum. Vömmar em flestar komnar á sinn stað — nú vantar aðeins herslumuninn á endanlegt útlit fyrsta áfanga verzlunarinnar og svo að nú getum við farið að opna. HALLARMÚLA 2 ------J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.