Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NOVEMBER 1975 F ullveldisfagnaður- inn á föstudaginn FULLVELDISFAGNAÐUR Stúd- entafélags Reykjavfkur verður haldinn n.k. föstudag f Súlnasal Hótel Sögu og hefst með borð- haldi klukkan 19.30. Ræðumaður kvöldsins verður Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra en veizlustjðri Guðmundur Jónsson söngvari. Valdimar Örnólfsson stýrir almennum söng og Halldór Blöndal flytur kvæði kvöldsins. Þá skemmtir Ómar Ragnarsson gestum með frum- sömdu efni. Meðal heiðursgesta á fullveldis- fagnaðinum verða forseti íslands, forsætisráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og konur þeirra. Dansað verður til klukkan 2 eftir miðnætti. Aðgöngumiðasala fer fram í anddyri Súlnasalar Hótel Sögu á morgun, miðvikudag og — Hjálparflug Framhald af bls. 40 una f umsjá læknisins sem var með í ferðinni. Skömmu fyrir kl. 11 hafði þyrlan lent í Reykjavík þar sem sjúkrabif- reið tók við sjómanninum og flutti hann á Slysadeildina. Sjómaðurinn sem er 17 ára piltur, hlaut opið höfuðkúpu- brot og var hann til meðferðar á Borgarspítalanum þegar Morgunblaðið hafði sfðast fréttir af f gærkvöldi. — Manntjón F'ramhald af bls. 39 mistækist að lenda á móður- skipinu. Samkvæmt fréttum virðist svo sem Bellknap hafi skyndi- lega breytt um stefnu og reyndu skipstjórnarmenn á J.F. Kennedy án árangurs að forða árekstri með því að snar- vfkja frá. Lendingarþilfarið á móðurskipinu rakst þá á vfir- byggingu Bellknaps. Þotu- bensín virðist hafa runnið frá J.F. Kennedy og valdið því að eldurinn um borð f beitiskip- inu varð enn magnaðri. Ekki voru staðfestar fregnir þess efnis að Bellknap hefði verið vopnað eldflaugum með kjarnaoddum. Bellknap er 7.900 tonn að stærð en J.F. Kennedy er 87 þúsund lestir og stærsta flugmóðurskip sinnar tegundar f heiminum. - Felldi tillögu Framhald af bls. 40 Landhelgisgæzluna til hennar mikilvæga hlutverks í sambandi við löggæzlu og fiskvernd. Tillagan sem var samþykkt A fiskiþingi hafa komið fram óyggjandi upplýsingar og rök fyr- ir því að helztu nytja fiskstofnar landsmanna séu ofveiddir og f þeim mæli að þingið hefur neyðst til að samþykkja álit þess efnis að leggja verði og hætta útgerð hluta fsl. fiskiskipaflotans. Á sama tíma og svo uggvænlega horfir um afkomu helzta atvinnu- vegs þjóðarinnar og stjórnvöld hafa fært landbelgina út í 200 mílur til þess að vernda hina sí- minnkandi fiskstofna, fara fram samningar við útlendinga um framhald veiða innan landhelg- innar. Neyðist íslenzk stjórnvöld hinsvegar, vegna ofríkis og of- beldisaðgerða stórþjóða, til tak- markaðra samninga, til skamms tíma, beri að leggja áherzlu á, að einungis verði heimilaðar veiðar þeirra fisktegunda, sem ekki eru í bráðri hættu. Fiskiþing mómælir samningstil- boði, sem felur í sér veiðiheimild erlendrar þjóðar til veiða á allt að 65 þús. Iestum, sem að megin- hluta er þorskur. Þingið leggur áherzlu á að Landhelgisgæzlan verði efld, til verndar fiskveiðiréttindum þjóð- arinnar og til þess að hamla gegn veiðiþjófnaði. fimmtudag, milli klukkan 4 og 6. Borðapantanir verða á sama stað og tíma. — Gengu á fund Framhald af bls. 38 fullu. — Allt annað telur þingið fráleitt undanhald og uppgjöf hins islenska málstaðar. Þingið skorar á öll aðildarfélög sín, allt vinnandi fólk í landinu og alla þjóðholla íslendinga hvar í stétt eða flokki sem þeir standa að sameinast nú um vernd landhelg- innar en gegn öllum uppgjafar- samningum og telur efnalega framtíð þjóðarinnar velta á því að slík þjóðareining verði augljós þegar f stað. Til áherslu þessarar skoðunar beinir þingið þeim ein- dregnu tilmælum til alls verka- fólks í landinu að það mótmæli með sem öflugustum hætti fyrir- liggjandi samningsdrögum við Vestur-Þjóðverja og öðru hugsan- legu undanhaldi frá þeirri stefnu að íslendingar einir hafi rétt til fiskveiða innan 200 milna fisk- veiðilögsögunnar. — Frá Fiskiþingi Framhald af bls. 2 árum, hafi beinlxnis leitt til þess að ekki er gætt þeirrar hagsýni f rekstri útgerðar, sem nauðsynlegt er. Má þar sérstaklega nefna tryggingarsjóðinn og olíusjóðinn, sem skapað hafa herfilegt mis- rétti milli útgerðaraðila. — Ákvörðun Framhald af bls. 1 rýni f umræðum þingsins fyrir að lofa því að veita togaramönnum nægilega vernd en senda ekki sjó- herinn á vettvang eins og í síðasta þorskastríði að kröfu togara- manna. Patrick Wall, þingmaður íhaldsflokksins frá Haltemprice skammt frá Hull, krafðist þess að togararnir fengju „nægilega vernd“, eins og lofað hefði verið. Rodgers flotamálaráðherra sagði, að stjórninni væri „mjög umhugað um að veita vernd án ögrunar", en tók fram að stjórn- inni væri annt um að deilan magnaðist ekki stig af stigi við þær erfiðu aðstæður, sem nú ríktu. Hann lét þannig þeirri spurningu ósvarað, hvort freigát- ur yrðu sendar á íslandsmið, en virtist gefa í skyn að flotinn mundi eitthvað færa sig. „Engin ótímabær stigmögnun ætti að eiga sér stað við ríkjandi aðstæður, sem eru mjög erfiðar," sagði hann. „I svipinn er ekki þörf á nokkurri frekari ákvörð- un.“ Þingmaður ' Ihaldsflokksins, Michael Brotherton frá Louth i Lincolnshire sagði „það er enginn vandi að ræða þessi mál fræðilega í London, Hull eða Grimsby". „En auðvitað ætti að senda flotann á vettvang til að vernda skip, sem eru í fullum rétti á úthafinu.“ Rodgers svaraði því til, að það sem stjórnin teldi mestu máli skipta að svo stöddu væri að finna svar við þessum erfiðu vandamál- um. Innan þessara marka væri það vitaskuld vilji stjórnarinnar að hjálpa sjómönnum eins mikið og hún gæti. Ráðherrann sagði í svari við annarri fyrirspurn: „Við lögðum til, að skipstjórarnir héldu kyrru fyrir að svo stöddu, og að því er við vitum bezt, eru þeir enn þar.“ (á miðunum). Ég tel ótímabært að reyna að gefa til kynna, I hvaða mynd frekari vernd kunni að birt- ast.“ George Younger, talsmaður íhaldsflokksins I varnarmálum, spurði: „Viltu að minnsta kosti ábyrgjast, að herskip sigli að svæðinu, svo að þau verði nálægt 200 mílna mörkunum og til taks, ef þörf krefur?" Rodgers endurtók aðeins, að stjórnin væri að ræða ástandið og að allar nauðsynlegar ráðstafanir yrðu gerðar til að gera stjórninni kleift að veita frekari vernd I tima, ef það yrði talið nauðsyn- legt. „Við vonum að málið verði leyst með samningum," sagði hann en gaf ekki i skyn að brezka stjórnin ætlaði að reyna að taka aftur upp viðræður við Islend- inga. 1 brezku hafnarbæjunum höfðu engar fréttir borizt um það, að mikill hluti brezku togaranna væri að fara frá miðunum og talið vist, að skipstjórarnir mundu bíða eftir niðurstöðum fundar forystu- manna sjávarútvegsins og ríkis- stjórnarinnar. Áhöfnum togar- anna við ísland var tilkynnt um fundinn í talsstöðvum. Talið var, að fundurinn gæti leitt til þess að fastar yrði lagt að rikisstjórninni að láta til skarar skríða. Talsmaður samtaka togaraeigenda sagði: „Við höfum orðið fyrir gifurlegum þrýstingi frá áhöfnunum og fjölskyldum þeirra, sem krefjast flota- verndar... . Þessi þrýstingur er Islendingúm að kenna.“ John Lilley, formaður félags yfirmanna á brezkum togurum, sagði að hann vildi ekki, að brezk herskip beittu byssum sínum gegn islenzku varðskipunum, en bætti við: „Freigáturnar eru svo hraðskreiðar, að þær geta komið í veg fyrir alla víraklippingar. Sjóherinn mundi auk þess stór- auka baráttuþrek áhafnanna." Hann taldi, að nýjar viðræður gætu hafizt ef sjóherinn yrði sendur á miðin eins og í siðasta þorskastríði. Lillie var einn þeirra leiðtoga sjávarútvegsins sem sátu fund- inn, voru Fred Peart sjávarút- vegsráðherra, Bishop úr ráðu- neyti hans, Rodgers úr landvarna- ráðuneytinu, Roy Hattersley úr utanrikisráðuneytinu og aðstoðar- ráðherra úr Skotlandsmálaráðu- neytinu, er fjallar um skozk sjávarútvegsmál. — 20 brezkir Framhald af bls. 40 lýsingum, sem Jón Olgeirsson í Grimsby tjáði Mbl., kvað Jón lfk- legt eins og í pottinn væri búið, að stjórnvöld vildu ræða við nefnd- ina um hugsanlegar afleiðingar flotaverndar, en nefndin tæki sið- an ákvörðun um það, hvort hún teldi æskilegt, að til hennar yrði gripið. Synjað var beiðni Morgun- blaðsins um að fá mynd af fundin- um. Klukkan 21,47 á laugardags- kvöld klippti varðskip á togvír togarans Ross Sirius, H 277, þar sem togarinn var að veiðum 30 mílur austur af Hvalbak. Fór afturvír togarans í sundur. Varð- skipið sem klippti var Ægir. Á laugardag voru 37 togarar á svæðinu fyrir austan og skiptust þeir í tvo hópa. 24 voru á svæðinu frá Hvalbak að Glettingi og 13 togarar voru á svæðinu fyrir norð- an Glettinganes. Á sunnudag um hádegi hófst svo atkvæðagreiðsla meðal togaraskipstjóranna um það hvort setja ætti brezkum stjórnvöldum úrslitakosti um her- skipavernd. Atkvæðagreiðslunni lauk rétt fyrir klukkan 17 og höfðu þá 33 sagt já við herskipa- vernd, en 5 til 7 sagt nei. Meðal þeirra sem sögðu nei var skip- stjórinn á Benellu og skipstjórinn á Lord Jelloco. Einn skipstjór- anna neitaði að svara, þar sem hann sagðist þegar vera farinn heim. Var það skipstjórinn á Vivaria. Til þess að friða togaraskip- stjórana, sem voru orðnir æði æstir vegna þess að brezka stjórn- in sendi ekki herskip þeim til verndar, sendi hún I gærmorgun Nimrod-njósnaþotu á miðin fyrir austan. Kom þotan yfir svæðið á 10. tímanum í gærmorgun og lónaði yfir þvi lágflugi til klukk- an 15,30 er hún óskaði eftir flug- leyfi til Bretlands og flaug þangað í 33 þúsund feta hæð. Um klukkan 10,40 flaug þotan í lítilli hæð yfir varðskipið Tý. Varðskip- in héldu togurunum yfirleitt frá veiðum í allan gærdag og sem dæmi má nefna að 15 togarar voru í gær úti fyrir Glettinganesi, en aðeins einn var þar að veiðum. Við Hvalbak voru 7 skip. — Samningur Framhald af bls. 40 ufsa og karfa en hcimilt er að allt að 5 þúsund tonn af þorski slæðist með. % V-Þjóðverjar fallast á, að verksmiðju- og frystitogarar hverfi alveg frá Islands- miðum. 0 Akvæði er f samkomulags- drögunum um þann fjölda v- þýzkra togara, sem heimild hafi til veiða hér við land. # Samkomulagið mun vera til 2ja ára en sem fyrr segir mun það renna út innan fárra mánaða taki bókun 6 ekki gildi. Eins og að framan segir er búizt við, að tillaga um þetta samkomu- lag verði lögð fyrir Alþingi síð- degis í dag, en hins vegar er ekki gert ráð fyrir að umræður hefjist um hana fyrr en á morgun mið- vikudag. Hugsanlegt er, að út- varpsumræður i einhverju formi fari fram um tillögu þessa en það mun þó ekki full ákveðið. — Verkamanna- sambandið Framhald af bls. 38 lega Eðvarð, þökkuð störf þeirra í þágu sambandsins. I stjórn sambandsins til næstu 2ja ára voru kjörin: Formaður: Guðmundur J. Guðmundsson, Reykjavfk, vara- formaður: Karl Steinar Guðna- son, Keflavik, ritari: Þórunn Valdimarsdóttir, Reykjavík, gjaldkeri: Vilborg Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum. Aðrir i stjórn: Andrés Guðbrandsson, Reykja- vík, Björgvin Sigurðsson, Stokks- eyri, Hallgrimur Pétursson, Hafnarfirði, Herdís Ólafsdóttir, Akranesi, Jón Helgason, Akureyri, Pétur Sigurðsson, Isa- firði, Sigfinnur Karlsson, Nes- kaupstað. Varamenn i stjórn: Guðríður Elíasdóttir, Hafnarfirði, Halldór Björnsson, Kópavogi, Skúli Þórðarson, Akranesi, Guðrún Ólafsdóttir, Keflavík, Jón Karlsson, Sauðárkróki. — Loch Ness Framhald af bls. 39 Boston Globe við aðalmann leiðangurs þessa, Robert Rines, og fara skoðanir hans í öllu saman við það sem Sir Peter Scott sagði við fréttamenn. Aft- ur á móti birtu nokkrir þekktir brezkir visindamenn yfir- lýsingu í dag, þar sem dregið er verulega úr fullyrðingum um sannleiksgildi myndanna og sagt að þær séu ekki nægilega mikil sönnun fyrir tilvist Loch Ness skrímslisins. I yfirlýsing- unni sem er frá sérfræðingum við Náttúrusögusafn Londonar segir: „Engin myndanna er nægilega upplýsandi til að stað- festa tilvist dýranna, og enn síður að færa sönnur á að mörg dýr af torkennilegri gerð hafist við í vatninu.“ Sagan um skrimslið í Loch Ness hefur verið áleitin alltaf I öðru hverju síðan árið 1933 og hafa mikil skrif og umræður verið um málið allar götur i síðan. Mikill hugaræsingur greip marga í Bretlandi eftir yfir- lýsingu Sir Peter Scotts og hjá veðmálastofum var mikið ann- ríki og eru líkurnar sagðar nú 6:1 að skrímslið sé til á móti 100:1 sem var fyrir nokkrum dögum. — Brezk blöð Framhald af bls. 39 án nokkurs sem héti brezkur fisk- iðnaður." — Norðursjávarmiðin gætu gef- ið af sér meira af fiski en við getum neytt, segir Sunday Times, ef brezkir togarar fengju að veiða þar einir. En vegna samninga við Efnahagsbandalagið mun svo fara að árið 1982 munu fiskimenn frá öðrum löndum EBE hafa rétt til að veiða upp að ströndum okkar. Brezkir togaraeigendur hafa viðr- að þá hugmynd, að Norðursjávar- svæðinu yrði skipt til helminga og brezkir togarar veiddu á öðrum helmingi, svæðisins og togarar frá hinum EBE ríkjunum í hinum. Þá segir í Sunday Times í fréttagrein eftir Nicholas Carroll: „Neitun Islands að semja um minna veiðimagn en áður við brezka sjómenn hefur í för með sér að Bretar munu heyja þorska- stríðið af meiri einbeitni. En yfir- gangi verður í hóf stillt." „Það er ljóst að Roy Hattersley vanmat áhyggjur Islendinga vegna versnandi ástands þorsk- stofnsins við landið og hann hafði heldur ekki gert sér fullkomlega grein fyrir hinni viðkvæmu stöðu i innanrikispólitík Islands." „Stefna Breta mun nú verða að halda herskipum sínum frá þorsk- veiðisvæðunum en hvetja brezka togara til að veiða upp að 50 mílna mörkunum og í hólfunum, undir vernd skipanna sem send hafa verið á vettvang, að minnsta kosti eins lengi og skipstjórar og togaraeigendur þola það álag sem fylgir.“ Loks segir í Sunday Times: Aðalvonin liggur nú í því að íslendingar hafa þörf fyrir tollaívilnanir fyrir fiskafurðir sínar. Sá möguleiki og sá markað- ur verður þeim lokaður unz þeir hafa gert samkomulag við Breta, um það hljóta aðildarríkin að vera sammála. Ef ekkert sam- komulag verður gert, gæti og svo farið að brezkir togarar veiddu meiri þorsk á Islandsmiðum á næsta ári en þau 110 þúsund tonn sem Hattersley bauð.“ Og John Ball segir í frétt frá Reykjavík: Islenzka ríkisstjórnin er að búa landa sína undir árs þorskastríð við Breta. I brezkum blöðum á laugardag er lýst viðureign varðskipsins Týs við togarann Benellu. Daily Express birtir frétt blaðamanns síns í Reykjavík Veron Armstrong, þar sem segir meðal annars að Guðmundur Kjærnested, skipherra Týs, gangi undir nafninu „Vitfirrti sjóræn- inginn“ f hópi brezkra sjómanna. Síðan er skýrt frá því að Týr hafi tvlvegis á tveimur dögum gert að- för að togaranum Benellu. Týr hafi komið öslandi, en verndar- skip hafi getað truflað aðgerð skipsins og Týr hafi orðið að hverfa á braut. Daginn eftir hafi varðskipinu tekizt að klippa á annan togvír skipsins, en með harðfylgi skipstjóra Benellu, Charlos Abbott, hafi verið unnt að forðfast þrjár tilraunir Týs til að klippa á hinn togvír skipsins. Fréttamaður Daily Telegraph sem einnig er í Reykjavík segir að varnaraðgerðir brezku togaranna og verndarskipanna hafi orðið til þess að takmarka mjög aðgerðir íslenzku varðskipanna fyrstu viku þorskastrfðsins. Þó hafi vörputjón orðið fyrir 2 þúsund pund og nokkrir togvírar hafi verið klipptir einnig. Þá hafi tölu- vert dregið úr veiði togaranna brezku þessa fyrstu daga þorska- strfðsins nú. Þá segir í annarri grein í Daily Telegraph að voldugasti og þekktasti togaraskipstjóri Bret- lands, Eric Thundercliffe, leggi af stað á Islandsmið á laugardaginn og hafi hann meðferðis ýmsar ábendingar og holl ráð og leið- beiningar til togaraskipstjóranna: eins og þetta spakyrði: Enginn kýs dauða hetju fram yfir fáeinar körfur af fiski. Thundercliffe verður á togaran- um Ross Altair frá Hull, og mun hann slást f för með Lloydsman sem er þar fyrir. Thundercliffe mun einnig að sögn blaðsins að- stoða togaraskipstjórana eftir beztu getu við að skipuleggja svo veiðar sinar og trufla svo varð- skipin að þau geti ekki nema að litlu leyti sinnt störfum sínum. Thundercliffe var að því spurður áður en hann hélt á íslandsmið hvað hann vildi segja um hótanir brezkra togaramanna að sigla á braut ef þeir fengju ekki flota- vernd. Hanh sagði: „Piltarnir okkar viðurkenna ósigur sinn ef þeir fara út fyrir. Við getum enn svarað áreitni án flotastyrks. Ef íslenzkú varðskipin skjóta á okkur, er ég sannfærður um að flotinn mun koma okkur til varnar,“ sagði Thundercliffe að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.