Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 15 Hrafn frá Kröggólfsstöðum var sýndur á Evrópumóti fsl. hestsins f Austurrfki f haust og seldur þar á 600 þúsund krónur. Hross flutt út fyrir 65 milljónir í ár A ÞESSU ári hafa verið flutt út samtals 411 hross og lætur nærri að útflutningsverðmæti þessara hrossa sé um 65 milljónir fsl. króna. Mest hefur verið flutt út af hrossum til V-Þýzkalands eða 297 hross. Ekki verða fleiri hross flutt út f ár en aðspurður sagði Magnús Ingvason, sölufuiltrúi hjá Sambandi fsl. samvinnu- félaga, að góðar horfur væru á sölu hrossa á næsta ári. Eins og áður sagði er mest flutt af hrossum til V-Þýzkalands en til Noregs voru flutt 47 hross, til Austurríkis fór 21 hross, til Hol- lands 13 og til Sviss 22 hross. Af þessum hrossum voru 7 stóð- hestar og 72 hryssur. Meðalverð fyrir þau hross, sem flutt hafa verið út á þessu ári, er 120 þús- und fyrir tamin hross, 50 þúsund fyrir ótamin og 70 þúsund fyrir brokkara. Hæsta verð, sem vitað er að fengizt hefur fyrir íslenzkan hest á þessu ári, er 600 þúsund og var það verð greitt fyrir stóðhest. Nærri lætur að hestur, sem hér er keyptur á 120 þúsund, sé seldur erlendis á um 290.000, en hafa verður í huga að mjög er kostnaóarsamt að flytja hross út. Nálægt 90% þeirra hrossa, sem flutt voru út á árinu, voru tamin. Mest af hrossunum hefur verið flutt út á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga. Sá fjöldi, sem fluttur var út í ár, er svipaður fjöldanum í fyrra en á árunum 1971 til 1973 voru flutt út á hverju ári milli 800—900 hross. Minnkandi kaupmáttur fólks I Evrópu hefur dregið mest úr hrossaútflutningnum. Af vettvangi landbúnaðarins Kindakjötsframleiðslan hefur aukizt um 8,23% Sala á nautakjöti hefur ekki aukizt EKKI LIGGJA enn fyrir nákvæmar tölur um fjölda fjár, sem slátrað var á þessu hausti, en í yfirliti um kindakjötsframleiðsl- una í haust kemur fram, að af dilkakjöti fengust á þessu hausti 13.003 smá- lestir, en í fyrra var magn- ið 11.966 smálestir. Heild- armagn kindakjöts nú varð 14.577 smálestir og er það 8,23% aukning frá árinu 1974. í fréttabréfi Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðar- ins kemur m.a. fram að sala á nautakjöti eftir að niðurgreiðslur á því voru teknar upp, hefur verið mjög áþekkt og undanfarin haust og hefur því ekki orðið aukning I sölu nauta- kjöts og má telja að þar komi til áhrif útsölunnar á nautakjöti fyrr í haust en þá seldust á skömmum tíma rúmar 300 smálestir. Jónmundur Ölafsson, kjötmats- formaður hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, sagðist telja lik- ur á að meðalfallþungi dilka á þessu hausti yrði um 14!4 kíló eða um 300 grömmum meiri en i fyrra. I fyrra var alls slátrað 907.513 fjár og voru dilkar þá 828.090 en hitt geldfé. ær og hrút- ar. I haust var rætt um að tala sláturgripa færi yfir 1 milljón en að sögn Jónmundar er ósenniiegt að slátrun verði svo mikil. Fall- þungi hefur verið einna mestur á Norð-Austurlandi, á Norðurlandi er hann 300—400 grömmum hærri en í fyrra en á Suðurlandi er fallþunginn heldur meiri en á síðastliðnu hausti. t flestum sláturhúsum landsins stendur nú yfir slátrun stórgripa og er reiknað með nokkurri aukn- ingu í slátrun nautgripa. Eins og áður var komið fram hefur ekki orðið um þá söluaukningu að ræða, sem gert var ráð fyrir að fylgdi í kjölfar niðurgreiðslna á nautakjötinu og telja menn að þar komi til að fólk hafi á nautakjöts- útsölunni í haust keypt nokkurn forða. Þess má geta að nú er hægt að fá keypt nautakjöt í 'A og heil- um skrokkum á hagstæðu verði. Þess má að lokum geta að engin verðhækkun hefur orðið á hrossa- kjöti frá því í fyrra haust. Verð á útfluttum land- búnaðarvörum hækkar Verð það sem fæst fyrir ýmsar landbúnaðarvörur, sem fluttar eru út frá Is- landi, hefur hækkað tölu- vert á síðustu mánuðum. Sem dæmi má nefna að verð á ull hefur hækkað um 10—12% en þróunin á erlendum mörkuðum hef- ur að undanförnu verið í þá átt, að hrávörur hafa hækkað í verði. Þá fæst nú rúmlega 20% hærra verð fyrir það kindakjöt sem flutt er út til Noregs en í fyrra. I samtali við Agnar Tryggva- son, framkvæmdastjóra Búvöru- deildar S.I.S., kom fram að verð á ull á erlendum mörkuðum hefur hækkað um 10—12% og fást nú um 300 krónur fyrir hvert kfló af klipptri ull, en svokölluð gæruull, sem er bezti flokkur, fer öll til innlendrar framleiðslu. Verð á húðum hefur einnig hækkað og lætur nærri að hækkunin hafi á síðustu mánuðum verið 6—7%. Gærur hafa hins vegar lækkað í verði frá því í fyrra. Ástæðunnar er að leita f lækkun á fullunnum gærum en hin góða veðrátta í Evrópu undanfarna vetur hefur orsakað aukna sölu á mokka- skinnum en sala á pelsum hefur dregizt saman. Verð á því kindakjöti, sem við íslendingar flytjum út, hefur hækkað töluvert milli ára. Bezt verð fæst fyrir kjötið í Noregi eða um 330 krónur fyrir kílóið og er það um 60 krónum hærra en í fyrra. Ekki nær þetta verð þó því, sem greitt er fyrir hvert kíló hér innanlands og koma því til út- flutningsbætur úr rfkissjóði, sem nema um 170—180 krónum á hvert kíló. Agnar sagði, að ráð- gert væri að Búvörudeildin flytti út um 4000 tonn af kindakjöti á þessu ári og þar af væru um 2500 tonn á markað í Noregi og er það um 800 tonnum meira magn en i fyrra. Fulningahurðir Enn ein sending komin Tilbúnar til afgreiðslu. HURÐIR hf. Skeifan 13 Gunnar Ásgeirsson hf., Akureyri Verzl. Brimnes, Vestmannaeyjum OSRAM JÓLALJÓS FALLEG HÁTÍÐALYSING Jólaseríurnar frá OSRAM eru löngu viöurkenndar fyrir gæöi og endingu. Ef ein pera bilar, slökknar ekki á hinum kertunum. Þannig þarf ekki að eyöa dýrmætum tíma jólanna í leit að biluðum perum. OSRAM býður yður gleðilegri jól með reglulegum jólaljósum. OSRAM vegna gæðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.