Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 28
28 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustúlka Óskum að ráða stúlku til vélritunar og annarra skrifstofustarfa. Framkvæmdastofnun ríkisins, Lánadeild, Raudarárstíg 31, sími 25 133. Sendill Fyrirtæki í miðbænum óskar að ráða unglingspilt til sendilstarfa hálfan eða allan daginn. Æskilegur aldur 12 —14 ára. Þarf að hafa hjól. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt Sendill — 3454. Fyrir 27. nóv. n.k VANT^T^mNNU (n' VANTAR ÞIG FÓLK Í radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir til sölu Frá Fríkirkjusöfnuðinum í Hafnarfirði Almennur safnaðarfundur verður haldinn að aflokinni guðsþjónustu, sunnudaginn 30, nóv. Fundarefni, tekin ákvörðun um ráðningu safnaðarprests. Stjórnin. Vetrarmót Skákfélagsins Mjölnis hefst í kvöld kl. 19.30, að Fríkirkjuvegi 1 1 . Stjórnin. Psoriasis — Exemsjúklingar Fræðslufundur verður haldinn á morgun 26. nóv. kl. 20.30 í Súlnasal Hótel Sögu, mætið vel og stundvíslega. Stjórn samtaka Psoriasis og Exemsjúklinga. Flygill Píanóleikarar — samkomuhús — skólar Góður Hornung og Möller flygill til sölu. Upplýsingar í síma 14906 næstu morgna. Sykur í 50 kg. sekkjum Sælgætisgerðin Vala. Sími 20145. Til sölu 22 feta aluminium björgunarbátur með vél. Ennfremur nýr 70 hö jafnstraumsraf- all. Upplýsingar í síma 1 8071. BILSKÚRSHUROAROPNARAR! STALTÆKI s.f. Buxur — Buxur Bútar — Bútar Herrabuxur, drengjabuxur, peysur, skyrt- ur, herrasloppar og margtfleira. Buxna- og bútamarkaðurinn, Skúlagötu 26. nauöungaruppboð sem auglýst var í 2. 4. og 7. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1975 á fasteigninni Hafnargata 91, Keflavík, þinglesin eign Fiskiðjunnar s.f., fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. nóv. 1975 kl. 10 f.h. að kröfu Tryggingarstofnunar ríkisins. Framkvæmdarstofnunar ríkisins, Brunabótafélag íslands og skattheimtu ríkissjóðs. Bæjarfógetinn í Keflavik. ýmislegt Hlutafélag með umboðs- og heildverzlun á Norðurlandi vantar vörur í umboðssölu Allt kemur til greina. Uppl. í dag og næstu daga í síma 23776 frá kl. 9 — 1 4. „Bismark skal sökkt” — bók L. Kennedy í íslenzkri þýðingu Frá afmælisfagnaði stúkunnar Einingar. 90 ára afntæli Einingar GÓÐTEMPLARASTÚKAN Eining í Reykjavik átti 90 ára afmæli 17. nóvember s.l., en á þessu ári eru jafnframt liðin 90 ár frá þvi að land- nám reglu góðtemplara hófst hér i borginni með stofnun stúkunnar Verðandi. er stofnuð var 3. júli 1885. Eélagar Einingar ásamt mörgum góðum gestum héldu upp á afmælið á hátiðafundi i Templarahöllinni föstudaginn 14. nóv. og fjölbreyttum afmælisfagnaði á laugardagskvöld. Auk þess var þessara timamóta i starfi stúkunnar minnzt i fjölskyldu guðsþjónustu hjá séra Rangari Fjalar Lárussyni í Hallgrimskirkju á sunnu- daginn 1 5. nóv. Innan vébanda stúkunnar Einingar var gert ýmislegt sér til fróðleiks og skemmtunar, en félagar hennar höfðu sjálfir veg og vanda af dag- skránni og höfðu m.a. æft leikþætti. sem fluttir voru og sömuleiðis kom fram kór félaga, er söng undir stjórn Guðrúnar Þorsteinsdóttur, og vakti hvort tveggja mikinn fögnuð áheyr- enda. Á hátiðafundinum flutti Halldór Kristjánsson þingtemplar hátiðaræð- una, en ávörp og kveðjur fluttu m.a. Ólafur Haukur Árnason áfengisvarn- arráðunautur, Ólafur Þ. Kristjánsson stórtemplar, Arnfinnur Arnfinnsson, umdæmistemplar Norðurlands, og Ólafur Jónsson, umdæmistemplar Suðurlands. Auk þess töluðu ýmsir forustumenn templara víðsvegar að af landinu. Þá voru sex félagar kjörn- ir heíðursfélagar og þeim afhent við- urkenningin á fundinum. í stjórn Einingar eru: Gunnar Þor- láksson æðstitemplar, Ásgerður Ingi- marsdóttir varatemplar, Halldór Kristjánsson ritari, Sigurður Jörgen- sen gjaldkeri, Jón F. Hjartar og Einar Hannesson. Eins og alkunna er. eru á stefnu- sk á góðtemplara; bindindi, bræðra- lag og farsæld allra manna. Er lagt kapp á menningarlegt samkomuhald í starfsemi stúknanna; með fróðleik og skemmtun, og lögð er rik áhersla á að félagarnir sjálfir leggi fram sitt af mörkum í þessu efni. Stúkan Ein- ingin vill leggja sérstaka áherslu á þetta; að fólk komi saman með þess- um hætti. og bíður fólk velkomið til samstarfs. (Frá Einingu) KOMIN er út í íslenzkri þýðingu Hersteins Páls- sonar bók Ludovic Kennedy, „Bismark skal sökkt“. I maí 1941 sökkti þýzka orrustuskipið Bismark brezka herskipinu Hood, en síðan hvarf skipið og Bretar vissu ekki, hvar það var. Var hafin áköf leit að skipinu og síðan eftirför, sem lauk með því að Bis- mark var sökkt. I þessari bók er greint frá þess- ari viðureign, sem er ein frægasta sjóorrusta, sem um getur í sög- unni. Höfundur bókarinnar tók sjálfur þátt í þessum aðgerðum sem ungur sjóliðsforingi. Þá leitaði hann fanga f opinberum skjölum beggja aðila og aflaði gagna hjá mönnum úr andspyrnu- hreyfingunum í Noregi og Frakk- landi. Þá ræddi hann við amerísk- an flugmann, sem sá Bismark eftir að skipið hafði verið týnt f hálfan annan sólarhring. „Hetju- saga“ á vel við um þessa bók, segir á kápusíðu. Bókin er 256 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda. Útgefandi er ísafoldarprentsmiðja h.f. B.S.R.B. leggur fram stefnu í frum- varpsformi til fjármálaráðherra „VIÐ höfum lagt fram okkar stefnu í frumvarpsformi til fjár- málaráðherra og ennfremur kosið 7 manna nefnd til að ræða við fjármálaráðherra okkar mál,“ sagði Kristján Thorlaeius for- maður B.S.R.B. í samtali við Morgunblaðið. Kristján sagði, að viðræðu- nefndin hefði verið kosin á sameiginlegum fundi stjórn- ar B.S.R.B., samninganefndar bandalagsins og verkfallsnefnd- ar. Áður hefði B.S.R.B. raunar lagt fram höfuðatriðin í sínum kröfum, en nú hefði nánar verið gengið frá kröfunum og þær lagðar fram í frumvarpsformi, eins og áður sagði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.