Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 39 „Lengi lifi Franco hrópaði mannfjöldinn í Dal hinna föllnu Madrid — 24. nóv. — Reuter — NTB. UM 100 þúsund syrgjandi Spán- verjar fylgdu Francisco Franco, hinum látna þjóðarleiðtoga til grafar f Dal hinna föllnu s.I. sunnudag. Juan Carlos I., kon- ungur Spánar, gekk á eftir kistu Francos, sem var grafinn á bak við altari kirkjunnar, sem höggv- in er inn f fjallshlíð í Dal hinna föllnu. Mikill fjöldi gamalla hermanna Manntjón í skipaárekstri við Sikiley Priolo, Sikiley, 24. nóv. Reuter. BANDARlSKA eldflauga- beitiskipið Bellknap var dreg- ið til hafnar f Priolo á Sikiley f dag og gerðu það fjórir öflugir dráttarbátar. Öll yfirbygging skipsins var eyðilögð eftir áreksturinn við hið stóra flug- Vélamóðurskip, John F. Kennedy, á föstudagskvöld, en skipin voru þá bæði á siglingu. t kvöld var vitað með vissu að átta manns hefðu látið lífið og fjörutfu og sex slasazt meira eða minna. Flugmóðurskipið skemmdist ekki eins mikið, en eldur kom upp f báðum skipunum við áreksturinn. Ekki tók nema tfu mfnútur að slökkva eldinn f J.F. Kennedy, en á þriðju klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins f Bell- knap. Þegar áreksturinn varð var J.F. Kennedy að taka á móti flugvélum til lendingar, og voru skipin þá um 70 mflur undan Sikileyjarströndum. Nfu vélar áttu eftir að lenda þegar skipin rákust á og var þeim beint til flugvalla f landi, á herstöðinni Sigonella. Bell- knap var skammt frá flugvéla- móðurskipinu á stjórnborða og var ætlunin að það tæki við flugmönnum eða vélum sem Framhald á bls. 26 og hægrisinna stóð heiðursvörð við kirkjuna þegar komið var með kistu Francos frá Madrid. Þeir sungu lofsöng falangista og heils- uðu með fasistakveðju þegar kom- ið var með kistuna að kirkjunni, en mannfjöldinn hrópaði „lengi lifi Franco“, veifaði fasistafánum og vasaklútun, en einu sinni heyrðist hrópað „lengi lifi kon- ungurinn". Fyrr um daginn höfðu um 250 þúsund manns verið við minning- arguðþjónustu vegna andláts Francos í Madrid. Rétt við gröf Francos er José Tonio Primo de Rivera, stofnandi spánska falangistaflokksins graf- inn. I kirkjunni eru grafnar þjóð- arhetjur Spánverja, en mannvirki þetta gerðu pólitískir fangar eftir borgarastyrjöldina á Spáni. Það var fullgert árið 1959. Á fjalls- tindinum yfir kirkjunni gnæfir 164 metra hár granítkross. Þegar presturinn jós vígðu vatni yfir gröf Francos lá nærri að Donna Carmen, ekkja Francos, sem er hálfáttræð að aldri, hnigi i ómegin, en Juan Carlos átti bágt með að verjast gráti. Fjölmargir fulltrúar erlendra rikja voru við útförina. IJNGUR maður var handtekinn í Miami fyrir helgina eftir að hafa miðað leikfangabyssu að Ronald Reagan sem hefur lýst því yfir að hann keppi að því að verða tilnefndur forsetaefni repúblikana. Reagan sakaði ekki í átökum sem leiddu af handtöku mannsins. Brezk blöð um helgina: Bretar munu heyja þorskastríð af fullri einbeitni — en yfirgangi í hóf stillt Hvarvetna kemur fram aðdáun og ótti í garð skipherrans á Tý, Guðmundar Kjærnested BREZK blöð gera sér tfðrætt um fiskveiðideilu tslendinga og Breta um helgina og kemur þar bersýnilega fram að þeir telja Guðmund Kjærnested skipherra á varðskipinu Tý, sinn höfuð- andstæðing „og Ifta til hans með gremjublandinni aðdáun“ eins og eitt blaðanna kemst að orði. Verð- ur hér á eftir rakið það helzta sem brezk blöð skrifuðu um máliö yfir helgina. Observer skýrði frá þvf á sunnudag að brezkir togaraskip- stjórar sem hefðu verið að veið- um út af suðausturströnd tslands hefðu verið með áform á prjónun- um að sigla á varðskipið Tý og hafa sömuleiðis í frammi sam- ræmdar aðgerðir til að torvelda varðskipinu að komast að togur- unum með klippingarnar. Fréttin er frá Michael Nally f Hull. Hann segir sfðan „það er staðreynd að þessi áætlun, sem felld var með naumum meirihluta þeirra sem Yelena við verðlauna- afhendinguna í Osló — harkaleg árás á Sakharov í sjónvarpi í Sovét Flórens — Moskvu — 24. nóv. — Reuter — NTB. YELENA Sakharova, eiginkona nóbelsverðlaunahafans og andófs- mannsins Andrei Sakharovs, fer til Oslóar í næsta mánuði til að veita Nóbelsverðlaununum við- töku fyrir hönd manns sfns, að þvf er greint var frá í Flórens f dag. 1 fylgd með henni verða læknir hennar, Renato Frezzoti, túlkur og gestgjafi hennar á ttalíu, þar sem hún hefur dvalizt sér til lækninga að undanförnu. Nýlega framlengdu sovézk yfir- völd dvalarleyfi hennar utan Sovétríkjanna. Nóbelsverðlauna- afhendingin fer fram f Osló 10. desember n.k. og hafa sovézk yfir- völd ekki gefið verðlaunahafan- um leyfi til að fara þangað til að taka við verðlaununum. Yuri Zhukov, aðalfréttaskýr- andi Kremlstjórnarinnar, hóf bein afskipti af hinum opinberu ofsóknum sovézkra yfirvalda gegn Andrei Sakharov s.l. sunnu- dag, en þá kom hann fram í sjón- varpsþætti, þar sem fjallað var um mál Sakharovs. Zhukov hafði fyrir framan sig mikinn fjölda bréfa, sem hann sagði hafa borizt frá almenningi hvaðanæva að úr Sovétríkjunum til fordæmingar á „hinni andsovézku verðlaunaveit- ingu, þar sem fram kemur rétt- mæt reiði og fyrirlitning á hinum seinheppnu mönnum, sem skipu- leggja þetta furðulega mold- viðri“, eins og hann orðaði það. Zhukov lét þessi orð falla þegar mótmæli vestrænna blaða gégn framkomu sovézkra yfirvalda í þessu máli höfðu aukizt mjög. Hann gagnrýndi harðlega það sem hann kallaði „andsovézkan áróður“ og lýsti því yfir, að þetta væri dæmi um „frumstæðar niðurrifsaðgerðir og afskipti af innanlandsmálum sósíalista- ríkja“. þarna voru að veiðum, er vfsbend- ing um vaxandi örvæntingu sem rfkir meðal skipstjóranna. Margir þeirra hafa lýst þvf yfir að þeir muni hætta veiðum innan 200 mílna markanna fái þeir ekki flotavernd. En þetta er einnig virðingarvottur í garð gamals erkiandstæðings, Guðmundar Kjærnested skipherra á Tý, en á hann Ifta nú allir togarasjómenn sem sinn höfuðóvin. í fyrri viku lýsti John Davis, talsmaður breskra togaraeigenda, honum svo að hann væri eini maðurinn sem gæti komið af stað heims- styrjöld úr átökum út af þorski.“ Síðan segir Observer: „Yfir- gangsfull varsla Guðmundar Kjærnested er vitanlega harðlega fordæmd hér, en ýmsir skipstjór- anna, sem voru í höfn vegna skyndifunda, sem ætlaðir voru til að þrýsta á um flotavernd viður- kenndu þó að þeir gætu ekki ann- að en litið til hans með gremju- blandinni aðdáun, svo og til ís- lendinga allra fyrir þær ákveðnu ráðstafanir, sem þeir gerðu til að vernda ofveidda fiskstofna sína. Þeir sögðu að þetta væri í hæsta máta „ólíkt því kjarkleysi, sem við sýnum, þegar við þurfum að heyja baráttu." Sunday Times segir f grein eftir Will Ellsworth Jones: „Togaraeig- endur og ríkisstjórnin geta vel fallist á að Bretar verði að lækka verulega kröfu sína um árlega veiði á Islandsmiðum, sem nemur 120 þúsund tonnum af þorski. En deila sprettur af því hvernig mál- ið er tímasett. „Mike Burton sagði: „Ef ætlunin er að draga svo mjög úr fiskveiðunum við Island er ljóst að fjöldi manna missir atvinnu sína. I blaðinu segir að 398 togarasjómenn í Hull séu nú þegar atvinnulausir og sfðan seg- ir: „Það er augljóst að verði haf- svæðum heimsins skipt upp í kvótasvæði leiðir það til þess að brezki úthafsflotinn neyðist til að leita æ nær heimamiðum sínum. Og svo gæti farið að sá fiskur sem brezkur almenningur yrði þá að láta sér lynda yrði að mestu síld og makríll." Togaraeigendur segja að þeir voni að Bretar taki sér 200 mílna fiskveiðilögsögu og semji síðan við aðrar þjóðir, sérstaklega við Noreg, eins og gert hefur verið í sambandi við olíuna. Og Mike Burton segir: „Við höfum ekkert við það að athuga hvernig rfkis- stjórnin hefur haldið á málinu. En það örlar ekki á undirbúningi fyrir 200 mílur fyrir Breta. Ef við höldum áfram að leika kurteisis- og sómamannahlutverkin gætum við staðið uppi, innan fimm ára, Framhald á bls. 26 Er Loch Ness krökkt af skrímslum? London, Slimbridge, 23. nóv. Reuter. NTB. BREZKI vfsindamaðurinn og náttúrufræðingurinn Sir Peter Scott, sem mörgum tslending- um er að góðu kunnur, skýrði fréttamönnum frá því í dag, að samkvæmt myndum, sem hóp- ur vfsindamanna frá Boston hefði tekið í Loch Ness vatninu f Skotlandi sl. sumar, benti flest til þess að nú væri sönnuð tilvist torkennilegra dýra f vatninu. Hér væri aukin heldur um að ræða mörg dýr, allt að fimmtfu talsins. Sir Peter sagði að myndirnar yrðu kannaðar mjög rækilega á alþjóðlegri ráðstefnu sem boðuð hefur verið um málið og hefst f Edin- borg þann 9. desember. Sir Peter Scott sagði að myndirnar hefðu verið teknar fyrr á þessu ári og það verk Sir Peter Scott telur líkur á að þar hafist við allt að 50 plesiósárusar- hefði verið undir forystu dr. Robert Rines eðlisfræðings frá Boston. Scott sagði að hópurinn hefði notað bergmálsmæla og síðan hefði myndavélar verið látnar síga ofan á vatnið, þegar stór hlutur kom í námunda við mælana. Sir Peter er einn fárra vfsindamanna sem enn hefur fengið að skoða myndir þessar. Hann sagði að á þeim sæjust hlutar af skepnum, þar á meðal höfuð. Á einni mynd sást bægsli af svipaðri lögun og var á ýmsum forsögulegum skepn- um, en finnst ekki á neinni núlifandi dýrategund að því er talið hefur verið hingað til. Hann sagði að á annarri mynd sæjust tvær skepnur. „Ég er sannfærður um að þessar myndir sýna dýr þau sem upp- haflega komu af stað sögum um Loch Ness skrímslið," sagði Seott og aðspurður sagðist hann vera á því að Boston-hópnum hefði tekizt að ná þessum myndum vegna þrautseigju og dugnaðar. Það hefur margsinn- is verið reynt áður án árangurs. Þrjú ár eru nú liðin síðan dr. Robert Rines og menn hans hófu tilraunir með þessar myndatökur, en fram að þessu hefur þeim ekki tekizt að koma fram með myndir, sem sann- færandi hafa verið taldar. Að sögn Scotts munu dýr þessi vera um tölf metrar að lengd. „Eftir myndunum að dæma virðast þetta vera for- söguleg dýr sem steingervingar hafa fundist af og kölluð voru plesiosárusar.. Plesiosárusar voru ekki ósvipaðir dínósárum, en lifðu í sjó. Fram að þessu hefur verið talað að plesiosárusar hafi dáið út fyrir meira en 70 milljónum ára. Dýrin eru lauklaga, með langan háls, geysimikið gin og hvassar tennur.“ Sir Peter sagðist andsnúinn öllum tilraunum til að ná dýrinu á land, enda hætta á að það dræpist við slíkt. A ráðstefnunni i Edinborg verður einnig rætt um frekari rannsóknir i vatninu og hvernig huga megi sem bezt að verndun dýranna. Birzt hefur einnig um helgina viðtal I Framhaid á bls. 26 . >ir U h iitttiíl «£ & « 9 » fc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.