Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NOVEMBER 1975 19 Viggó Sigurðsson hefur fundið smugu á Gummersbachvörninni og skorar. Bak við Viggó er kempan Hansi Schmidt og lengra til hægri má sjá Jón Sigurðsson, Feldhoff og Deckarm. Víkmgar gáfii Gmmnersbadi Qögnr mörií í forskot en höt'ðu síðan í íullu fé rið M Víkinpr - Gnmmersbach 16-19 (8-12) TAUGAÖSTYRKUR og virðing fyrir andstæðingnum varð Vík- ingi að falli I leik liðsins við vest- ur-þýzka meistaraliðið Gummers- bach I Evrópubikarkeppni meist- araliða f handknattleik en liðin mættust á laugardaginn I Laugar- dalshöllinni I fyrri leik sfnum f keppninni. 19—16 fyrir Gumm- ersbach urðu úrslit leiksins, sem eftir atvikum verður að teljast mjög góð útkoma hjá Víkingum. Bæði er að Gummersbach er tvf- mælalaust eitt bezta félagslið í heimi, og t.d. með full hús stiga f þýzku deildarkeppninni, og hitt að Vfkingar hafa ekki náð sér vel á strik að undanförnu og t.d. ekki sýnt eins góða leiki og þeir gcrðu f fyrra. Leikur þessi og niður- staða hans verður vonandi til þess, að þeir, sem hafa verið að þrástagast á þvf að handknattleik- ur fslenzkra liða f vetur væri mun verri en oftast áður, endurskoði álit sitt. Vfkingarnir hreinlega gáfu Gummersbach fjögurra marka forskot f leik þessum. Fyrstu 10 mfnútur leiksins var ekki heil brú f því sem Víkingarnir gerðu inni á vellinum. Sóknirnar stóðu aðeins nokkrar sckúndur — þá var reynt að skjóta úr hinum von- lausustu færum, eða knötturinn hreinlega sendur útaf eða f hend- ur andstæðinganna, og f varnar- leiknum var oft sem Víkingar hneigðu sig og segðu: Gjörið þið svo vel — þið snillingar hand- knattleiksins. En strax og Víkingar höfðu skorað fyrsta mark sitt f leiknum bráði af liðinu, og það sótti sig síðan stöðugt og náði að sýna ágætan leik — sinn langbezta í vetur og þegar upp var staðið mátti Gummersbach þakka fyrir þennan 3 marka sigur sinn. Þar með eru Þjóðverjarnir vitanlega öruggir um að komast áfram í keppninni — hingað til hefur ekkert lið sótt gull f greipar þeirra á heimavöll. Það sem var Vfkingum mest og bezt til framdráttar f þessum Ieik var afburðaframmistaða fyrirliða þeirra, Páls Björgvinssonar. Reyndist hann Þjóðverjunum erf- iður viðureignar og var lykilmað- urinn f öllu spili Vfkingsliðsins og af honum stöðug ógn f sóknar- leiknum. Skoraði Páll samtals 7 mörk í leiknum og eru það ekki margir sem geta státað af svo góðri útkomu í viðureign við Gummersbach-vörnina og hinn fræga markvörð liðsins, Klaus Kater. Eftir að Vfkingsliðið komst f gang í leiknum áttu reyndar flestir leikmanna þess góðan leik, börðust af krafti og dugnaði, en einmitt það er helzta vopnið á móti Iiði sem Gununers- bach sem getur gert hina ótrúleg- ustu hluti en þarf örlítinn tíma til þess. Þannig voru það ekki marg- ar rósir sem hinn frægi Hansi Schmidt gerði eftir að Vfkingar tóku að gæta hans sérstaklega, ým ist með því að taka hann úr um- ferð, eða að koma á móti honum í hvert skipti sem hann fékk send ingu. Annars var Hansi Schmidt f þessum leik allur annar og betri leikmaður en hann hefur áður sézt hérlcndis. Nú lagði hann allt upp úr að spila félaga sfna upp, hvað hann gerði með miklum glæsibrag hvað eftir annað. Lfnu- sendingar hans í þessum leik voru margar hverjar stórkost- legar — hann sendi knöttinn stundum aftur fyrir sig, beint f hendur leikmanns á lfnunni og flestar sendangar hans voru gerð- ar með snöggum úlnliðshreyfing- um. Sjálfur skoraði Hansi ekki nema þrjú mörk f leiknum, það síðasta úr aukakasti að leiktíma liðnum, en þá hugsuðu Vfkingarnir f varnarveggnum fyrst og fremst um að vernda and- lit sitt fyrir skotinu, en sagt er einmitt að slfkt tækifæri sem þetta sé Hansa Schmidt mjög kærkomið og geri hann gjarnan upp sakir við einhvern sem hann hefur lent í útistöðum við f leikn- um með þvf að skjóta í andlitið á honum, og vera síðan ákaflega Framhald á bls. 23 Hörður Sigmarsson brýzt f gegnum vörn Gummersbach og skorar eitt af tfu mörkum sfnum f leiknum, án þess að Deckarm og Heinkes komi við vörnum. Tveir til læknis eftir signrleik Hankanna á móti Gnmmersbach HAUKAR gerðu sér lítið fyrir á sunnudaginn og báru sigurorð af þýzku meisturunum Gummersbach. Lauk leiknum 23:22 Hafnarfjarðarliðinu í vil, en i leikhléi var staðan 12:11 fyrir Gummersbach. Ekki gekk þessi leikur átakalaust fyrir sig. Klaus Kater, hinn snjalli leikmaður þýzka liðsins, varð að yfirgefa völlinn í miðjum leik eftir að hafa lent f árekstri við einn félaga sinn og munu framtennur hans eitthvað hafa skekkzt við áreksturinn. Þá var Þorgeir Haraldsson fluttur alblóðugur af velli eftir að högg frá einum Þjóðverjanna — sennilega óviljandi — hafði opnað stóran skurð á enni hans. Hansi Schmidt lék ekki með Þjóðverjunum að þessu sinni og mættu þeir til leiksins með aðeins tvo skiptimenn. Gummersbach tók forystu strax i upphafi leiksins og komst i 5:1 fyrr en nokkurn varði. Haukarnir sáu þá að við svo búið mátti ekki standa og byrjuðu að saxa á forskotið, munurinn var orðinn aðeins þrjú mörk, 9:6, þegar Kater varð að yfirgefa völlinn, og drengurinn sem kom í markið í hans stað varði ekki eitt einasta skot i hálfan klukkutima. Lágu því öll skot Haukanna, sem komust i gegnum varnarvegg inn og hittu markið, i netinu. Munaði aðeins einu marki í leikhléi og höfðu þeir Hörður Sigmarsson og Elfas Jónasson átt stórleik. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn gamall þegar Haukar voru búnir að jafna 13:13 og komust siðan fljótlega yfir i leiknum Mestur varð munurinn þrjú mörk og missti Gummersbach alls fimm menn af velli i seinni hálfleiknum. Undir lokin söxuðu leikmenn Gummersbach á forskot Hauk- anna, en náðu þó ekki að ógna sigrinum. Úrslitin urðu 23:22, Hafnfirðing- Framhald á bls. 23 Víkingar ánægðir þrátt tapleik fyrir ÞEGAR leikur Vikinga og Gummersbach hafði staðið i að- eins fáar minútur var staðan skyndilega orðin 4:0 Þjóðverjun- um I vil. Hafði þá einn Vfking- anna á orði hvort ekki væri hægt að hætta þessu strax áður en munurinn væri orðinn meiri. Það var þó eðlilega ekki gert og Vik- ingarnir fóru f gang. Þeir náðu einum sfnum bezta leik i vetur og sjaldan hefur nokkurt lið verið eins ánægt að loknum tapleik og Vikingarnir á laugardaginn. — Við áttum að vinna þennan leik, sagði Páll Björgvinsson fyrir- liði Vikinganna að leiknum lokn- um. — Við vorum eðlilega orðnir þreyttir í lokin þannig að við klúðruðum upplögðum marktæki færum. Auk þess tóku dómararnir svo af okkur að minnsta kosti tvö vítaköst, sem hefðu getað skipt sköpum í leiknum. — Þetta er að koma hjá okkur, sagði Karl Benediktsson þjálfari Víkinganna að leiknum loknum. — Baráttan var öll önnur i liðinu i þessum leik og strákarnir eru greinilega að taka við sér. Sig- urgeir Sigurðsson markvörður Vikinganna sagðist að mörgu leyti vera ánægður með leikinn, en sagðist þó eiga erfitt með að sætta sig við að hafa tapað viður- eigninni. BEITTU SÉR EKKI Karl Benediktsson sagði það skoðun sína að leikmenn Gummersbach hefðu ekki leikið þennan leik á fullu. — Ég hafði það á tilfinningunni að þeir gætu meira en þeir sýndu f þessum leik. Þannig fannst mér t.d. Hansi Schmidt spara langskotin f leikn- um, sagði Karl. Um þann sama Hansa sagði Páll að hann væri frábær handknattleiksmaður og sendingar hans hreinasta gull. — Annars leikur hann mikið fyrir áhorfendur og heldur var það hvimleitt hve hann komst upp með að nöldra mikið við dómar- ann. Sigurgeir markvörður sagði að skot leikmanna Gummersbach væru langt frá því að vera fastari en hann ætti að venjast úr 1. deildinni fslenzku. — Skot þeirra eru að vfsu hnitmiðuð og því erfitt að eiga við þau, en kallar eins og Einar Magnússon og Axel Axelsson er mikiu skotfastari. Ég held ég geti sjálfur verið sæmi- lega ánægður með mína frammi- stöðu í leiknum. Meira en helm- ingur markanna, sem þeir skoruðu, komu af linu og ég finn að ég er að ná mér eftir meiðslin, sem ég hlaut f útimótinu, sagði Sigurgeir. VERÐUM AÐ ÆSA OKKUR UPP — Áhorfendur studdu okkur dyggilega f þessum leik og sýndu okkur að við eigum drjúgan hóp stuðningsmanna, sem fylgir okkur þó ekki hafi gengið sem bezt f undanförnum leikjum i 1. deildinni, sagði Páll Björgvins- son. — Þeirra munum við sakna f leiknum gegn Gummersbach úti, en ég vona þó að við sleppum frá leiknum þar með undir fimm marka tapi. — Leikurinn úti verður mjög erfiður sagði Karl þjálfari. — Það eru ekki mörg lið, sem geta stært sig af þvf að hafa unnið Gummersbach á heimavelli og ég er efins f að okkur takist það. Ef við náum að æsa okkur upp og liðið nær stórleik er þó aldrei að vita hvað gerist. —áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.