Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 Hjalti húsmannssonur það var þá dálítill hvolpur, sem lá þar niðri í. Þegar maðurinn kom heim úr kaup- staðnum, stóð Hjalti úti og beið með mikilli eftirvæntingu eftir að fá að vita, hvað hann fengi í kaup fyrir fyrsta árið. ,,Ertu kominn strax aftur, húsbóndi góður“, sagði hann, „og hvað hefirðu keypt?“ — Og það var nú loðið, það sem ég keypti“, sagði bóndi. „Ég veit ekki hvort ég á að vera að sýna það, en það var það fyrsta sem ég fékk og það var nú hvolpur“. — „Það þykir mér reglulega vænt um“, sagði Hjalti. „Mér hefir alltaf þótt svo gaman að hundum“. Ekki gekk það betur annan daginn. Bóndi fór á fætur fyrir allar aldir og ekki var hann fyrr kominn í kaupstaðinn en hann mætti kerlingunni með körfuna. „Góðan daginn gamla mín“, sagði hann. „Sæll sjálfur maður minn“, svaraði gamla konan. „Hvað ertu með í körfunni í dag?“ spurði bóndi. — „Ef þú vilt vita það, þá geturðu keypt það“, kvað kerling. — „hvað kostar það þá?“ — „O, fjóra skildinga. Ég er vön að selja allt með sama verðinu“, sagði sú gamla. Bóndi /---------------------- v,_______________________—-----------------------------s sagði þá, að hann yrði víst að kaupa, en betur þætti sér að nú yrði kaupin skárri en daginn áður. Þegar hann lyfti lokinu, var kettlingur f körfunni. Þegar hann kom heim aftur, var Hjalti kannski kominn niður fyrir tún til þess að sjá hvað hann fengi í kaup fyrir annað árið sitt. „Ósköp varstu fljótur, húsbóndi góður“, sagði hann. „Hvað keyptirðu nú í dag?“ „Æ, ekki batnaði það nú, heldur versn- aði“, sagði bóndi, „en ég fór að eins og um var samið, keypti það fyrsta sem ég fékk, og það var nú ekki annað en kettl- ingurinn, sem þú sérð hérna“. „Ekki hefðirðu getað keypt neitt, sem mér kom betur“, sagði Hjalti". „Því mér hefir eiginlega alltaf þótt ennþá vænna um ketti en hunda“. Jæja sjáum til, hugsaði bóndi. Mér gekk þetta bara sæmilega, en eitthvað annað held ég verði uppi á teningnum, þegar hann á að leggja í hann sjálfur. Þriöja morguninn lagði piltur af stað, og um leið og hann kom inn í kaupstað- inn, mætti hann kerlingunni, þeirri sömu og húsbóndi hans hafði hitt. Og enn hafði hún körfuna meðferðis. „Góðan daginn, HRINGLEIKAHÚSIÐ mikla í Róma- borg, Colosseum, sem staðið hefur síð- an árið 80, var lengi vel hið mesta í heiminum. Það var fjögurra hæða og þar var pláss fyrir um 50.000 áhorfend- ur í áhorfendastúkunum. vtw MORö-dK/ KAFMNU Bara láta þig vita: Þegar þú ert búinn með framrúðuna stendur heilmikill uppþvottur á eldhúsborðinu. legri maður áður en hann gekk £g skaj trúlofast þér gegn I sfgarettubindindið. einu ákveðnu skilyrði. — Skelfing ertu orðinn hor- aður. — Já, ég er í megrun, léttist um 20 pund á mánuði. — Jæja, þú verður þá alveg horfin einhverntíma I septcm- ber. X Vinurinn: — Ég hefi lesið eina bók eftir þig. Skáldið: — Þá síðustu? Vinurinn: — Ja, það vona ég- X Kennarinn: — Gerum ráð fyrir að þú hafir fimm nagla I vasanum og takir svo tvo úr honum. Hvað eru þá margir eftir? Tommi: — Enginn. Kennarinn: — Enginn? Hvernig ferðu að finna það út? Tommi: — Það er gat á buxnavösunum mfnum, og ég má þakka fyrir að hafa ekki tapað öllum nöglunum. X Eiginmaðurinn: — Veiztu það, góða mfn, að vfsindamenn hafa fundið út, að konur þurfi meiri svefn en karlmenn. Konan: — Nú, og hvað með það? Eiginmaðurinn: — Ég á að- eins við það, að þú eigir ekki alltaf að vaka og bfða eftir, að ég komi heim á kvöldin. X Ung stúlka kom með ungum manni inn á vcitingahús. — Ég vil súpu, steik og desert, sagði stúlkan við þjón- inn. — Og humarinn? sagði þjónninn og benti á matseðil- inn. Stúlkan: — Hann getur sjálfur sagt til um, hvað hann v i 11. Morðíkirkjugarðinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi. 42 einnig maður með næman skiln- ing og heilbrigða dómgreind í flestu og ég met ekki skoðanir neins eins mikils og þfnar. Ég þrái ekkert heitar en gefa í skyn við þig hvað i þessum leyndar- málum felst: ég ætla að segja þér allt af létta, en ég ætla að reyna að gefa þér tilfinningu fyrir þvf um hvað málið snýst tíl að biðja þig sfðan að segja mér um hugsanlegt gildi þessara upplýs- inga fyrir lögregluna. Má ég það? Ég reis til hálfs upp en lét mig svo fallast niður f stóiinn aftur, þegar ég heyrði áframhaldandi orð föðurbróður mfns: — Sjáðu nú til, það sem gerir annað af mfnum tveimur vand?- málum svo flókið er að hér er um að ræða skriftir sem látinn maður gerði fyrir mér um annan látinn mann. Svo að þá skilurðu að það er hægara ort en gert að neyða þann aðila að fara til lögregl- unnar. — Þú... átt við.. . að Arne Sandell hafi skriftað fyrir þér? — Já, hann hafði orðið vitni að mjög einkennilegu atriði — and- láti Gerhards Motander. .. Hann... grunaði satt að segja að þar væri ekki allt með felldu. Hann kom á fund minn að sumu leyti vegna þess hann var í vafa um hvað hann ætti að gera og að sumu leyti vegna þess að nóttina þegar þessi athurður gerðist, fann hann mest til gleði og feginleika. Vegna____vegna þess að forstjór- inn var keppinautur hans um hylli Barböru, cins og þú veizt cf til vill nú orðið. Við ræddum lengi um þessa hlið málsins. En hvað snertir hina ægilegu grun- semd hans, get ég aðeins sagt þér að hún beindist að manneskju sem ég hefði aldrei nokkurn tfma sett f samband við slfkt og auk þess var þetta allt á svo lausu byggt, að við urðum sammála um að hann hefði líkast til misskilið þetta allt. Það hélt ég að minnsta kosti þá. En nú... nú hef ég hugsað um þetta í sambandi við morðið á Arne sjálfum... og nú er ég ekki lengur viss um nokkurn skapaðan hlut. Tord þagnaði, en þegar faðir minn sagði ekkert, hélt hann áfram, vandræðalega og stam- andi: — Hitt levndarmálið mitt er ekki af þessum toga spunnið en þó kann það vera enn mikil- vægara. .. Það er.. . um Barböru. Hann þagnaði aftur og faðir minn spurði mildri röddu. — Þú ert ástfanginn af henni? — Ég geri ráð fyrir því. Hann talaði svo lágt að ég greindi varla hvað hann sagði. — En hún hefur verið eigin- kona annars manns og ég hef ekki leyft mér að viðurkenna til- finningar mfnar fyrir sjálfum mér. Reyndar er það sjálfsagt svo að þú hefur áður hitt naglann á höfuðið. Auðvitað ætti ég að gifta mig aftur... En hvernig sem það nú er þá kemur þetta ekki við tilfinningum mínum f garð Bar- böru. Henni tókst að neyða mig til að gefa sér loforð um að ég myndi þegja vfir því sem... ég veit... en þá vissi ég ekki hvaða afleiðingar þetta loforð kynni að hafa. Og nú neitar hún þverlega að lcysa mig frá loforðinu. Ilún segist geta fullvissað mig um það scm ég þegi vfir sé hvorki hætlulegt né mikilvægt, cn það gerir mig kvfðinn að hún vill ekki segja frá þvf sjálf... — Og hvað er það þá sem þið þegið yfir saman? — Barhara, sagði Tord ofur- hægt — lýgur þegar hún segist hafa verið heima í fbúð sinni á aðfangadagskvöld frá klukkan fimm. Ég hitti hana úti f kirkju- garði klukkan tuttugu mfnútur yfir fimm og við vorum þar f hálfan klukkutfma. Ég fvlgdist með henni inn f kirkjuna.. . hún sagðist þurfa að sækja söngbók, sem hún hefði gleymt. Og... og það þýðir ekki fyrir mig að neita þvf. Hún var svo gerólík því sem hún á að sér að vera að þvf verður ekki með orðum lýst. Hann þagnaði fáeinar sekúndur og bætti síðan við áhyggjufullur: — Hún var í stórkostlegu upp- námi, hún var tilgerðarieg og samkjaftaði ekki. Sannleikurinn er sá að hún var ekki aðeins taugaóstvrk. HUN VAR MJÖG HRÆDD. 12 KAFLI Gamlaársdagur rann upp dimmur og drungalegur. Loft var þungbúið og yffr öllu hvfldi mara jarðarfararinnar sem fvrir dyrum stóð. Við morgunverðar- borðið voru allir fámálugir og dapurlegir. Tord forðaðist eins og heitan eldinn að líta á Barböru og ég gat ekki varizt þvf að hugsa til þess að daginn áður hafði hann lofað föður mínum þvi að jafn- skjótt og jarðarförin væri af- staðin skyldi hann tilkynna henni að nú yrði hún að taka ákvörðun um það, hvort þeirra ætti að segja lögreglunni sannleikann. Ég var föður mfnum afar þakklát fyrir að hafa komið þessu f kring, þvf að ég þekkti sjálfa mig nóg til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.