Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 25 Um vormennina í Prag og lymskulegar aöferðir stjórnvalda Mólok hamast, Mólok ólniast, meira en nokkur mannshönd getur látid. Eitt er þó. sem er honum um megn: Hugsun fær hann ekki kæft né kyrkt. Því stappar hann og þrammar um hió þjáða land, framhjá hinum yfirbuguðu og örvæntingarfullu, höndum styður hann á síðu. Og illskufroða vellur út um varir. Þannig skrifaði hinn heims- frægi rithöfundur og skáld, W.H. Auden eftir hina sovézku innrás i Tékkóslóvakíu 1968. Og fyrir mörgum Tékkum og Slóvökum hefur ekkert breytzt síðan: Mólok fótumtreður land ið í gervi ríkisstjórnar Gustavs Husaks, sem tók við völdum af Dubcek 1969. (Mólok var sýrlenzkur guð, sem börnum var fórnað og í táknrænni merkingu það, sem krefst grimmilegra fórna. I III. Mósebók segir: „Og eigi skalt þú gefa nokkurt afkvæmi þitt til þess, að það sé helgað Mólok . .. Aths. þýð.) Kúgun þjóðarinnar fer vissu- lega ekki einvörðungu fram á áberandi, dramatískan hátt. Með hliðsjón af slökuninni frægu einkennast þær aðferðir, sem beitt er til að kefla og kúga menntamenn og viðhalda póli- tískri geldingastjórn, ekki af berum hnefum eða grímulausu ofbeldi. Brottrekstur úr flokkn- um, atvinnumissir, stöðugt eft- irlit, dauðaþögn í hinum rit- skoðuðu blöðum og sifelldar húsrannsóknir eru þau meðul, sem beitt er til að klekkja á andstæðingunum. STARF SEM KYNDARI í opnu bréfi til Husaks í byrj- un þessa árs sagði Vaclav Hav- el, einn helzti leikritahöfundur Tékkóslóvakiu meðal annars: Fyrir framan tjöldin f Prag: Husak, kúgarinn, Dubcek, Vaculik og Hajek, hinir kúguðu (frá vinstri). ar upptækar bækur eftir Arth- ur Koestler, George Orwell, Herbert Marcuse, Louis Aragon — og Henry Kissinger. ÆVISTARF EYÐILAGT Einn þeirra manna, er varð fyrir slíkri innrás í íbúð sina, var sagnfræðingurinn dr. Vil- em Precan, sem undanfarin ár hefur starfað sem salernis- og dyravörður i litlu veitingahúsi og er núna kyndari i verk- smiðju. I siðastliðnum mánuði skrifaði hann bréf til alþjóða- ráðstefnu sagnfræðinga í San Francisco og skýrði frá því, að nóttin 24. apríl hefði verið hin versta, er hann hefði lifað. Lög- reglan hefði Iagt hald á öll hans minnisblöð, skjöl og vísindarit, sem hann hefði safnað að sér um ævina. Ævistarf hans hefði verið eyðilagt. Leynilögreglan fór einnig i „heimsókn" til Ludviks Vacul- ik. í bréfi sínu til Valdheims, sem birt var, meðan öryggis- málaráðstefnan var haldin í Helsingfors, lýsti hann i rétt- látri reiði sinni þeirri rök- semdafærslu, sem lægi að baki lögum þeim, sem sett hafa verið vegna vaxandi óhlýðni i land- inu við fyrirmælum stjórn- valda: „Samkvæmt 2. máls- grein annarrar greinar refsilag- anna er undirbúningur að and- ófi samkvæmt sömu lagagrein jafn refsiverður og andófið sjálft. Ef ég rita óþægðar bók, þá er sagt, að með því áformi ég, að einhver lesi hana. Og með þessu áformi er ég þegar orðinn sekur.“ „Að vísu er enn leyfilegt í Tékkóslóvakíu að velta hlutum fyrir sér í hugan- um, en ef ég skrifa þá niður til að skoða þá og lagfæra, þá er það ekki lengur leyfilegt.' Meðhöndlun óþægilegra hugsandi manna „Þér og stjórn yðar hafið valið auðveldustu leiðina fyrir ykkur og hina hættulegustu fyrir þjóðfélag okkar — leið einangr- unar þjóðarinnar undir hinu þokkalega yfirskini algerrar þjóðareiningar, raðar og reglu." Hér eru nokkur dæmi þess, hvað drifið hefur á daga þeirra manna, sem kenndir eru við vorið i Prag: Alexander Dubcek lék stutt- an gestaleik sem sendiherra í Tyrklandi. Eftir að hafa verið leystur frá þvi starfi vann hann sem aðstoðarmaður við skóg- rækt, þagaður í hel, hundeltur af útsendurum leynilögregl- unnar. I algerri örvæntingu rit- aði hann á síðastliðnu ári bréf til forseta þjóðþingsins, þar sem hann mótmælti skerðingu alls frelsis. Þá eru það þeir Milan Hubl, fyrrum rektor kommúnistíska flokksskólans, Jaroslav Sabata, fyrrum meðlimur ZK, og Jan Tesar, sagnfræðingur. Þeir sitja allir í fangelsi, voru dæmdir til sex ára dvalar þar fyrir niðurrifsstarfsemi. Þá er það stærðfræðingurinn Karel Culik. Hann er atvinnulaus. Jiri Lederer, blaðamaður, var i tvö ár í varðhaldi. Hann er nú heima hjá sér, en má ekki hafa starf með höndum. Blaðamað- urinn Karel Kyncl er atvinnu- laus. Agnesa Kalinova, þýð- andi, var i fangelsi i marga mánuði. Hún hefur leitað sér atvinnu árangurslaust. Atvinnulaus eru Bohumil Lasturka, blaðamaður og kona hans. Hann er berklaveikur og liggur rúmfastur. Fjárhagslega aðstoð fær hann enga. Karel Bartosek, sagnfræðingur, var atvinnulaus mánuðum saman, en hefur nú fengið starf sem kyndari. Milan Daniel, einn þeirra manna, sem af mestri einbeitni og atorku barðist fyr- ir mannréttindum i landi sínu, átti þegar tveggja ára fangelsis- vist að baki, er hann var hand- tekinn að nýju í april s.l. Nú á hann yfir höfði sér 5 ára fang- elsisdóm fyrir hlutdeild í neð- anjarðar útgáfustarfsemi (Samisdat). Jiri Miiller, leiðtogi stúdenta á sjöunda áratugnum, var dæmdur í 5Í4 árs fangelsi fyrir undirróðursstarfsemi. Hann hefur nú afplánað 3'/í ár — í einsetuvarðhaldi. Enginn úr fjölskyldu hns fær að heim- sækja hann, hann þjáist af al- varlegum augnsjúkdómi og verður að vinna — 12 klst. á dag. Beiðni um að fá að færa honum eitthvað að lesa hefur verið hafnað, Tvisvar hafa mál verið höfð- uð gegn Ludvik Vaculik, einum frægasta rithöfundinum frá 1968. Málflutningurinn er óljós, en réttarhöld hafa ekki farið fram yfir honum. I bréfi til aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, Kurt Valdheim, sagði hann fyrir skömmu: „Ég býst við, að réttarhöldin, sem áttu að fara fram yfir mér 1970, hafi þó einhvern tima átt sér stað: en ekki opinberlega og án hins ákærða — og ekki fyrir reglu- legum dómstóli, heldur i ryk- föllnu þakherbergi afskekkts húss, eins og Franz Kafka sá á sínum tima svo spámannlega fyrir sér. Þar var ég dæmdur til fangelsisvistar — ég veit ekki, hve langrar né fyrir hvaða af- brot, ég og synir minir." Frá árinu 1969 hefur opinber lega 461751 meðlimur kommún- istaflokksins verið rekinn úr honum. Flestir þeirra eru nú atvinnulausir. Nærri þvi hver verksmiðja, hvert fyrirtæki var „hreinsað", og í mörgum at- vinnugreinum halda hreinsan- irnar áfram. Varla nokkrum þeirra, sem tóku virkan þátt í stjórnmálum 1968, er nú leyft að hafa afskipti af þeim. En þrátt fyrir allt: Hin algera undirokun hefur ekki tekizt. Neðanjarðar starfa vel skipu- lagðar „sósíalistískar andstöðu- hreyfingar". Neðanjarðar ganga manna á milli afrit af hinum síðustu óvenjulega hvössu og þungorðu viðtölum við Josef Smrkovsky, sem var staðgengill Dubceks 1968. Einn- ig bréf Dubceks til þjóðþings- ins. Og hönd úr hendi gengur 200 blaðsiðna gagnrýni á stefnu Husaks, en höfundur hennar er Zdenek Mlynar, fyrrum einn helsti hugmyndafræðingur flokksins. Til er meira að segja neðan- jarðar tónlist. Segulbönd hinna ýmsu hópa ganga manna á milli um land allt. Og þá er einnig gefið út blað: Narodni Noviny. Hópur þekktra rithöfunda hefur hafið útgáfu nýrrar gerð- ar neðanjarðarrita — það er bókaflokkur undir heitinu „Petlice", þ.e. „Múllinn". Að- eins fá eintök eru til af hverri bók I flokknum, vélrituð, mynd- skreytt og árituð af höfundi. Hingað til hafa verið gefnar út um 50 bækur. Meðal höfunda eru: Ludvik Vaculik, Ivan Klima, Jan Trefulke, Jan Skacel og Jaraslav Seifert. Avarp Dubceks eða áskorun til þjóðþingsins gaf allri hreyf- ingunni nýjan byr í seglin. 14. apríl frétti Husak um hina ráð- gerðu birtingu bréfsins á Vest- urlöndum. Hann kallaði innan- ríkisráðherrann, Jaromir Obz- ina, fyrir sig og úthúðaði hon- um fyrir að hafa ekki gert sér viðvart. Daginn eftir hringdi Breschnew. Maðurinn í Kreml kvartaði yfir þeim slæmu áhrif- um, sem birting þessa bréfs hlyti að hafa fyrir Helsingfors- ráðstefnuna. Samkvæmt frétt- um frá Prag bað Breschnew Husak að ræða enn einu sinni við Dubcek um málið. En Husak missti stjórn á skapi sinu. t reiðikasti brennimerkti hann Dubcek sem svikara (og fyrir það fékk hann alvarlega ofani- gjöf frá sovézka sendiherran- um í Prag ). Síðan fyrirskipaði hann húsrannsókn hjá fyrrver- andi flokksmönnum, rithöfund- um og stúdentum, og skyldi leynilögreglan annast hana. Á fimm dögum, frá 23. til 27. apríl voru 135 íbúðir um ár- dagsstund settar á annan end- ann — í Prag, Bratisslava, Brno og fleiri borgum. Skyndirann- sóknirnar tóku sérþjálfaðar lögreglusveitir fimm til 12 tíma. Sums staðar voru bóka- hillur og skrifborð rannsökuð nákvæmlega og fingraför tekin. Á öðrum stöðum var dýnum sprett upp, loftræstingarkerfi og skolpleiðslurör brotin upp og húsgögn mölvuð. Lögreglan lagði hald á hand- rit, minnisblöð, bréf (og nokkr- ir sérlega nákvæmir lögreglu- menn tóku með sér ræður Hus- aks frá 1968, meðan núverandi flokksleiðtogi studdi enn um- bótastefnuna). Þá voru og gerð- Vaculik óttast, að lögreglan komi einn góðan veðurdag inn i ibúð hans og spyrji: „Hverju eruð þér einmitt núna að velta fyrir yður? Þér eruð handtek- inn!“ Brezku, júgóslavnesku, itölsku og spænsku kommúnist- arnir hafa þegar látið í ljós álit sitt í Moskvu. Þeir vöruðu við því, að það kynni að hafa slæm- ar afleiðingar, ef Husak hætti ekki — að minnsta kosti um stundarsakir — að hundelta gagnrýnendur sina, áður en hin ráðgerða toppráðstefna allra kommúnistaflokka í Evrópu yrði haldin í Austur-Berlin. En það stoðaði ekki: Aðeins fyrir nokkrum dögum voru þeir Dubcek, Mlynar og Jiri Hajek, fyrrum utanrikisráðherra, yfir- heyrðir enn einu sinni. KRAFA UM FRELSI „Allir ættu að fagna endalok- um kalda stríðsins," skrifar Vil- em Precan, „en þar með er ekki sagt, að ofsóknir megi ekki kalla ofsóknir lengur — og að ógnanir og skerðing á frelsi og mannréttindum sé ekki það, sem það er. Aðlögun og undir- gefni er skelfilegur hlutur í stjórnmálum, en i andlegu lifi dauðinn sjálfur." Sumir félagar í hinni „sósíal- istísku andspyrnuhreyfingu" eru allt að því ánægðir yfir því, að Husak skuli hafa eyðilagt allan grundvöll að samvinnu milli flokks og þjóðar. Þeir telja að með þvi sé sprenging eins og 1968 óhjákvæmileg. En í svipinn mun vist ekkert breytast. Þjóðin mun halda áfram að stynja undan kúgun að fordæmi Stalíns. En að því mun koma, að þvi er and- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.