Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 Trukkurinn með 43 stig skoruð með „nýrri” aðferð EKKI ER hægt að segja að neinn glæsibragur hafi verið yfir sigri KR gegn Val á laugardaginn. Þeir unnu að vísu 22 stiga sigur, 110:88, en taka verður með í reikninginn að bræðurnir Þórir og Jóhannes leika ekki enn með Val, og Torfi Magnússon aðalskor- ari í liði Vals fékk sína 5. villu upp úr miðjum fyrri hálfleik og var ekki með eftir það. KR hafði ávallt forustuna i leiknum, framan af fyrri hálfleik var þó jafnt,og í hálfleik 49:39. Síðan jókst forskotið hægt og ró- STAÐAN 1. DEILD: KR 2 2 0 198:141 ÍR 2 2 0 163:134 Ármann 1 1 0 107:84 Fram 2 1 1 170:152 UMFN 2 1 1 148:153 Valur 1 0 1 88:1 10 is 2 0 2 157:194 Snæf. 2 0 2 118:181 STIGHÆSTIR Carter (Trukkur) KR 69 Kristinn Jorundsson ÍR 61 Stefán Bjarkason UMFN 44 Kristján Agústsson, Snæfell 44 Steinn Sveinsson, ÍS 34 Bjarni Gunnar. ÍS 34 Eins og áður verða veitt verð- laun fyrir bezta vítaskotanýtingu. Miðað verður við 40 skot sem lega I síðari hálfleik og var 22 stig í Iokin eins og fyrr sagði. Það sem maður man helzt frá þessum leik er leikur „Trukks- ins“ sem var á tiðum stórkostleg- ur. En hann átti þó I erfiðleikum f þessum leik, — erfiðleikum sem hann segist aldrei hafa Ient í á sfnum ferli. Hann var búinn að skora margar körfur í leiknum á þann hátt að „troða“ boltanum ofan I körfu Vals, þegar dómar- arnir tóku upp á því f sfðari hálf- leik að dæma á hann tæknivíti fyrir það!! Var ástæðan fyrir þvf að sögn þeirra sú, að hann kæmi „allt of fast við körfuhringina“!!!. Var furðulegt að sjá til „Trukks" eftir þetta, því að hann lét þá boltann detta ofan í körfuna í stað þess að „troða honum eins og áður. Vcrður að segja, að þessi túlkun á reglu sem að vfsu er til, er furðuleg, og til þess eins að skapa leiðindi. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli fyrir Trukk- inn hvort hann „treður" eða læt- ur boltann „detta“, en fyrir áhorf- endur cr hið fyrrnefnda mun skemmtilegra. En yfir höfuð var þetta glopp- óttur leikur hjá KR, það voru góðir kaflar, en þess á milli datt leikur liðsins langt niður. Kol- beinn Pálsson lék nú með á ný, og þarf ekki að fjölyrða um hversu mikil og góð áhrif það hafði á lið- ið. „Ég er eftir atvikum mjög ánægður með útkomuna hjá okk- ur,“ sagði Guðmundur Þorsteins- son þjálfari Vals. „Við höfum átt f miklum erfiðleikum vegna meiðsla og annars f allan vetur, en ég er bjartsýnn á að þetta sé að koma hjá okkur. Við vinnum að vfsu ekki sterkusu liðin en eigum eftir að hala inn slatta af stigum. Það er aðallega tvennt sem ég var ánægður með í þessum leik. Hið fyrra var stórleikur Rfkharðs Hrafnkelssonar, og hið síðara var að liðið gaf ekkert eftir þótt Torfi gæti Iftið leikið með.“ Já, Guðmundur getur vissulega verið ánægður með leik Ríkharðs. Hann lék nú sinn langbezta leik og var góður á öllum sviðum. Þá vakti Helgi Gústafsson nýliði einnig athygli mína, nýliði sem á eftir að geta náð langt. STIGHÆSTIR IIJA KR:TRUKKURINN 43, Kolbeinn 18, Eirikur Jónsson 10. VALUR: Ríkharður og Lárus Hólm 19 hvor, Helgi 15. Leikinn dæmdu Kristbjörn Al- bertsson og Þráinn Skúlason og hefur þeim, sérstaklega þó Krist- birni oftast tekizt betur upp. gk Jón Jörundsson og Bjarni Gunnar Sveinsson f baráttu undir körfunni. Alengdar standa Kristinn Jörundsson og Þorsteinn Hallgrfmsson, sem átti stjörnuleik að þessu sinni. lágmark. Þeir sem nú hafa bezta nýtingu (miðað við 5 skot) eru: Steinn Sveinsson is 17:16 — 94.1% Jón Bjorgvinsson, Á 8:7 — 87 5% Kristinn Jorundsson, ÍR 6:5 — 83 3% Jón Jörundsson, ÍR 6:5 — 83.3% Stefán Bjarkason, UMFN 8:6 — 75.0% VÍTASKOTANÝTING Á LIÐ: Ármann 16:13 — 81% ÍR 24:16 — 67% ÍS 61:39 — 64% Valur 28:16 — 57% Fram 28:16 — 57% KR 44:25 — 56% Snæfell 33:18 — 54% UMFN 50:26 — 52% Heildar nýting er 284:169 - - 59.5% DÆMDAR VILLUR Á LIO Fram 53 KR 50 ÍR 42 UMFN 41 Snæfell 39 ÍS 37 Ármann 36 Valur 32 Doddi og Kiddi frábœrir jr jr þegar IR-ingar unnu IS Gfsli Gfslason skorar körfu, án þess að Carter fái vörnum við komið. EINS og vænta mátti unnu íslands meistarar ÍR sigur yfir ÍS. ÍS-liðið hefur ekki enn á þessu keppnistíma- bili náð að sýna þann styrkleika sem liðið sýndi í fyrra, og 14 stiga sigur ÍR, 87:73, hefði getað orðið mun stærri hefðu ÍR-ingar stefnt að því ákveðið. Það er greinilega meira en Iftið að hjá ÍS-liðinu um þessar mundir, sumir leikmannanna hafa orð á þvi að það æfi ekki allir nægjanlega, en þeir sem það segja, sýna heldur ekki nærri því fulla getu miðað við fyrra keppnistímabil. Það var allt i „pamk hjá ÍR þegar leikurinn hófst, aðeins helmingur leik- mannanna var mættur, og Kristinn Jörundsson t d kom beint úr búnings- klefanum — engm upphitun Það var samt Kristinn sem kom ÍR-ingunum á stað i leiknum, hann fór inn i óná- kvæmar sendingar bakvarða ÍS hvað eftir annað, og skoraði strax 10 stig Eins og í fyrri leikjum ÍS, þá brotnuðu þeir á vissan hátt strax i byrjun. og leikurinn varð ÍR auðveldur þrátt fyrir að þeir sýndu á köflum ekki neitt sérstakt Það má taka tölur úr fyrri hálfleik eins og 17:4 — 27 16 og 46:31 í hálfleik í síðari hálfleik var mesti munur 20 stig, en allir skiptimenn ÍR léku i siðari hálfleik og því minnkaði munurinn fyrir leikslok Þorsteinn Hallgrfmsson var frábær f þessum leik. Mér finnst hann vera mun betri nú en t.d. á árunum '67—'70, þegar hann lék hérna heima, og er þá nokkuð sagt. Hann tekur aragrúa frákasta bæði f vörn og sókn, á ótalmargar sendingar sem gefa körfur, skorar sjálfur nær alltaf þegar hann reynir það, o.s.frv. Hann var f þessum leik hreint út sagt frábær. Jafnvel menn eins og Krist- ihn Jörundsson verða að sætta sig við að hverfa í skugga „Dodda" þegar hann er f þessum ham. En Kristinn var samt góður Hann er vel vakandi í vörninni yfir öllum mis- tökum andstæðinganna og nýtir sér þau út i æsar Kolbeinn Kristinsson virðist einhvern veginn verða undir í öllum þessum látum þeirra Þorsteins og Kidda, en við vitum hvað hann hefur í bakhöndinni. ÍR-liðið er vissulega sterkt i dag, en þó þarf meiri mótstöðu en þeir fengu að þessu sinni til að sjá virkilega til fulls þeirra getu. Ég gæti með góðri samvisku vísað til umsagnar um síðasta leik ÍS í mótinu, þegar ég ræði frammistöðu þeirra 1 þessum leik Ég hreinlega botna ekki í þvi hvað er að hjá liðinu. Jón Héðins- son sýndi þó góða kafla, svo og Ingi Stefánsson, en leikmenn eins og Steinn Sveinsson og Bjarni Gunnar virðast „langt niðri.” Stighæstir hjá ÍR: Kristinn 30, Kolbeinn 21, Þorsteinn H 12. Í.S.: Jón Héðinsson og Þorleifur Björnsson 1 4 hvor, Ingi 1 2 Dómarar voru Þráinn Skúlason og Hörður Túlinius. Þeir dæmdu báðir yfir höfuð vel, en mér finnst Þráinn sem dæmir nú mest allra í 1 deild sýna framfarir með hverjum leik Hann er okkar yngsti dómari, en hefur nú skipað sér í fremstu röð gk Betri dómarar - betri körfnknattleikur „UNDANFARIN ár hefur starf Dómara- nefndar nær einungis beinzt aó því að raða nið- ur dómurum á leiki í 1. og 2. deild. Önnur mál sem snerta dómaramálin hafa setið á hakanum. En í haust og vetur höfum við gert allt sem í okkar valdi hefur staðið til að koma hetra skipulagi á málin frá grunni, haldið dómaranámskeið tvf- vegis, fundi með starf- andi dómurum, gefið út handbók fyrir dómara o.s.frv.“ Jón Otti Ólafsson form. Dómaranefndar K.K.t. mætir hjá okkur I við- talið I dag, en dómarar I körfuknattleik hafa eins og starfsbræður þeirra f öðrum fþróttagreinum ávallt legið undir mikilli gagnrýni. Ekki cinungis frá okkur sem segjum frá lcikjunum í fjölmiðlum, heldur einnig leikmönn- um og öðrum. Jón Otti sem lék áður með KR u.þ.h. 200 leiki í m.fl. ætti að vera þessum málum kunnugur, enda hefur hann öðrum fremur unnið að því að undanförnu að bæta þessi mál. „Það er mun betra og auðveldara í dag að vera dómari f körfuknattleik heldur en verið hefur í mörg ár,“ segir Jón Otti. „Það er nú mun meira samstarf mcðal dómara og meiri félagskennd. Þótt oft sé talað um mis- ræmi f dómum okkar, þá höfum við haldið fundi og samræmt margt hjá okkur, og virkum nú sem ein heild.“ Nú boðaði Dómara- nefndin til fundar við upphaf keppnistímabils- ins, þar sem átti að ræða túlkun á reglunum. Hann var illa sóttur, var ekki svo? „Það voru ýmsar ástæður fyrir þvf að starf- andi dómarar mættu ekki vel á þennan fund. En við boðuðum annan fund og fengum þá mjög góða mætingu. Þar ræddum við reglurnar frá byrjun til enda f þeim tilgangi að samræma túlkun okkar á þeim. Að vísu voru skiptar skoðanir varðandi marga hluti, en samkomulag náðist um þá alla.“ Hvað hafið þið ákveðið varðandi notkun ykkar á gulu og rauðu spjöld- unum margumræddu? „Öllum félögum sem taka þátt í Islandsmótinu hefur verið tilkynnt um þau ákvæði í reglunum sem spjöldin verða notuð gegn. Það eru m.a. ákvæði um ruddalegan leik, ýmis tækniatriði, og síðast en ekki sfzt gegn þvf að leikmcnn og for- ráðamenn liða sýni dóm- urum og öðrum starfs- mönnum leikja lítilsvirð- andi og móðgandi fram- komu.“ En þessu hefur ekki verið beitt. „Nei, það er rétt, en ég hef f hyggju að boða til fundar á ný þar sem þetta verður tekið til frekari afgreiðslu. Það hlýtur að taka tíma að koma þessu á, og það má ekki koma fyrir að einn dómari noti þessi spjöld en annar ekki fyrir sams- konar brot.“ Hvernig hafa dómara- námskeiðin verið sótt? Viðtal vikunnar „Fyrra námskeiðið féll þvf miður um sjálft sig, það var engin þátttaka, en sfðan héldum við annað námskeið á Reykjavíkursvæðinu og fengum góða þátttöku. Við vorum þar f og með að gera tilraun til að gefa þeim félögum sem fáa dómara eiga, að koma mönnum að. En því miður ef hægt er að segja, að það voru þau féiög sem flesta dómara áttu fvrir sem sendu menn á þetta námskeið. Frá ýmsum hinna félag- anna, t.d. Armanni, sem á minnstan hóp dómara, mætti enginn. Félög eins og Armann standa þvf vissulega illa að vfgi þegar gagnrýna á störf dómara, en þegar á heild- ina er litið er ég bjart- sýnn á framtíðina.“ Nú eru dómarar í 1., 2. og 3. deild auk m.fl. kvenna launaðir á lcikj- um sem þeir dæma. Telur þú að þetta skapi betri dómgæzlu eða komi til með að hafa neikvæð áhrif? „Það er vissulega hægt að gera meiri kröfur til okkar dómara ef þeir þiggja laun f beinhörðum peningum fyrir þessi störf eins og gert er í vetur. Hvort dómgæzlan verður betri en áður er einungis undir dómur- unum sjálfum komið, en ég leyfi mér að fullyrða hér á sfðum víðlesnasta fjölmiðils okkar að ég tel að svo muni vérða. Við höfum gert okkur grein fyrir þvf, að þvf betri sem dómgæzlan er, þvf betri verður sjálfur körfubolt- inn.“ gk. Aaumur sigur mm yíir liði Fram EKKI tókst Fram að leggja UMFN að velli eins og þeir höfðu þó lýst yfir fyrirfram að þeir ætluðu að gera. En Framarar veittu Njarðvlkingunum mun meiri keppni en margur hefði ætlað fyrirfram, leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur allt fram á siðustu mfnútur en þá náði UMFN að tryggja sér 10 stiga sigur 87:77. Það var góð stemning í íþróttahús- inu á Seltjarnarnesi þegar leikurinn hófst. Framarar náðu boltanum I upp- kastinu og brunuðu upp og skoruðu auðveldlega því Njarðvikingarnir fóru allir i vörn öfugu megin á vellinum. En Gunnar Þorvarðarson skoraði næstu fjögur stig fyrir UMFN, og eftir það höfðu þeir sunnanmenn nær alltaf frumkvæðið I leiknum Þeir náðu þó aldrei nema 6 stiga forskoti I fyrri hálfleik, og Fram minnkaði muninn af og til I eitt stig En Framarar með stórskyttuna Helga Valdimarsson sem nú átti mjög góðan leik, mættu ákveðnir i síðari hálfleikinn og voru fljótlega búnir að ná forystu 52:50 En enn á ný komst UMFN yfir og leiddi eftir þetta með 2 til 6 stiga mun Þegar 50 sek voru til leiksloka var staðan 81:77, en UMFN skoraðí siðustu 6 stig leiksins „Þér er óhætt að hafa það eftir Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.