Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 21 launar afreksmenny % Skipti nm skoðun við Keflavíknrafleggjarann — Þetta var mjög erfitt sumar — það erfiðasta frá þvf að ég byrjaði f knattspyrnunni, en það var lfka ánægjulegt. Bæði var mjög gaman að leika með Akur- nesingum f sumar, og eins var þátttakan f landsleikjunum I senn eftirminnileg og ánægjuleg, enda árangur landsliðsins mjög góður. Lykilinn að velgengni okk- ar Akurnesinga f sumar var hinn ágæti þjálfari okkar, George Kirby. Hann þjálfaði okkur einnig f fyrra og gerði okkur þá að Islandsmeisturum og kom okkur f úrslit bikarkeppninnar.l Það verður þvf ekki annað sagt en að hann hafi tekið töluverða áhættu að koma til okkar aftur, en hann sannaði hæfni sfna með þvf að endurtaka nákvæmlega það sem gerðist f fyrr'a. Auðvitað skyggði það nokkuð á gleði okkar að vinna ekki bikarkeppnina einnig, en það er eins og sigur- laununum f þessu móti sé alls ekki ætluð að fara upp á Akranes. Matthias sagði að þessi tvö ár 1974 og 1975 væru skemmtileg- ustu ár sín í knattspyrnunni, svo og árið 1969, en það sumar komu Akurnesingar upp úr 2. deild, eftir ársdvöl þar, og höfnuðu í öðru sæti í Islandsmótinu. — Við urðum að vísu Islandsmeistarar 1970, en samt var árið á undan skemmtilegra, sagði Matthías. Eftirminnilegustu leikir sumarsins sagði Matthías vera landsleikina þrjá í utanlandsferð- inni síðari hluta sumars, við Frakka, Belgíumenn og Sovét- menn. — Þetta voru allt stórleikir af hálfu íslenzka liðsins sagði Matthías, og við getum verið stolt- ir af frammistöðu liðsins, jafnvel þótt við töpuðum öllum þessum leikjum. Þegar markakóngurinn var spurður um eftirminnilegasta mark sumarsins svaraði hann. — Ég held, að það sé seinna Imarkið sem ég skoraði á laugar- dalsvellinum gegn Kýpurliðinu Omonia. Þá man ég lika mjög vel eftir markinu sem ég skoraði úr vítaspyrnu í leik Akurnesinga og Keflvfkinga f rigningunni hér uppi á Akranesi. Þá var staðan í Islandsmótinu þannig, að ef við sigruðum f þeim leik þurftu Framarar sigur í leik sínum við Valsmenn til þess að fá aukaleik um titilinn við okkur. Til þess leiks kom þó ekki, þar sem Valur sigraði í umræddum leik. Frá þvf í suraar hefur staðið til að Matthías færi til Noregs og legði þar stund á tækninám í raf- virkjun. Var það hugmyndin hjá honum að dvelja i Bergen og leika þá með 1. deildar liðinu Brann, sem varð ofarlega i norsku 1. deildar keppninni s.l. sumar. — Ég get farið hvenær sem ég vil, sagði Matthias, — en hins vegar er það mjög erfitt atvinnu minnar vegna hér á Akranesi. Það verður alla vega ekki fyrr en eftir áramót sem ég fer. Verði af þvi, þá er einnig óvíst hversu lengi ég þarf að vera þarna. — Heldur þú ekki að þú myndir sakna félagsskaparins á Akranesi ef þú færir, spurðum við? — Jú, það er áreiðanlegt, svar- aði Matthías. — Ég hef aldrei leikið með öðru liði en Akurnes- ingum og það er erfitt að hugsa til þess að gera það. Einu sinni var ég ákveðinn i að skipta um félag og leika með Keflvíkingum. Þeir voru búnir að útvega mér vinnu og húsnæði og ég búinn að pakka öllu mínu hafurtaski niður í tösk- ur og ók síðan sem leið lá frá Akranesi til Keflavíkur. En ein- hvern veginn var það þannig að á leiðinni fann ég hvernig skaginn bókstaflega togaði i mig og þegar ég var kominn að afleggjaranum á Keflavikurveginn við Hafnar- fjörð sneri ég við og ók aftur upp á Akranes. Eftir því hef ég ekki séð. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna með sjálfum mér — það var eitthvað sem ég réð ekki við. Lokaspurning til Matthíasar var um álit hans á framtíð knatt- spyrnunnar á Akranesi: — Það er ætíð þannig, sagði Matthías, að maður kemur í manns stað og við æigum hérna hóp af mjög efnilegum knatt- spyrnumönnum. Þó held ég, að færi svo að margir þeirra, sem skipað hafa liðið undanfarin tvö ár, hættu, þá yrðu Akurnesingar tæplega i fremstu röð næsta sumar. Ungu mennirnir eru ekki alveg tilbúnir að taka við, en verða það eftir 2—3 ár. Ég hef ekki heyrt á neinum leikmann- anna að þeir ætli sér að hætta, þannig að það er kengu að kvíða. —stjl. Morlani!ameís(ari í hanánalM og með 26 landsleiki í knattspjrnn FRAMARINN Marteinn Geirsson hefur f rauninni verið á toppnum ( fslenzkri knattspyrnu mörg und- anfarin ár. Hann hefur verið fast- ur leikmaður með liði Fram í 1. deild, hann hefur leikið 26 lands- leiki fyrir tsland og hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sfnum sem knattspyrnumaður. Það er þvf enginn nýgræðingur f fslenzkri knattspyrnu, sem varð efstur f einkunnagjöf blaðamanna Morg- unblaðsins ásamt Jóni Alfreðs- syni. Marteinn er þó ekki nema 24 ára gamall og á þvf vonandi mörg góð ár eftir í knattspyrn- unni. Spurningin er hins vegar sú hvort það verður með fslenzku liði eða erlendu atvinnumannafé- lagi. — Ég stefni að því að komast i atvinnumennsku í knattspyrnu, sagði Marteinn er við röbbuðum við hann á föstudaginn. — 1 því sambandi fór ég til V-Þýzkalands í haust og æfði með félaginu Kick- ers Offenbach í vikutíma. Mér gekk ágætlega og á von á að heyra frá félaginu á næstunni. Ein- hverjar hömlur munu þó vera á því að veita erlendum knatt- spyrnumönnum atvinnuleyfi í V- Þýzkalandi, svo hef ég kannski ekki verið nógu góður. Ef þetta gengur ekki i Þýzkalandi þá eru fleiri möguleikar í dæminu, t.d. Belgía. Marteinn Geirsson er lærður símvirki, en starfar nú sem slökkviliðsmaður. Hann býr nú f Breiðholtinu, en er uppalinn i Smáibúðarhverfinu, sem er helzta vigi Víkinga. Við spurðum Martein hvers vegna hann hefði gerzt Framari en ekki Víkingur. — A þessum tíma voru Framar- ar mun sterkari en Víkingar og ég held að það hafi gert útslagið á það að ég vildi heldur leggja það á mig að fara með strætó á æfingar niður að Sjómannaskóla, heldur en að æfa með Víkingi. Mér er sagt að þeir muni enn eftir mér strætisvagnabílstjórarnir, sem óku á leiðum 6 og 7 i þá daga, Rafstöð og Blesugróf, þegar ég mætti í strætó 8 ára gamall þrisv- ar sinnum i viku i stuttbuxum með bolta undir hendi á leið á æfingu. — Með Fram hefur Marteinn unnið til flestra þeirra verðlauna, sem knattspyrnumaður hérlendis getur unnið. Hann varð magfald- urmeistari með yngri flokkum fé- lagsins. Hann hefur orðið Reykja- vikur-, íslands- og bikarmeistari með Fram og leikið með félaginu i Evrópukeppni. Auk þess að vera í fremstu röð í knattspyrnunni hefur Marteinn af Norðurlandameistaratitli í handknattleik að státa. Það var árið 1970 að hann lék með ungl- ingalandsliðinu, sem varð meist- ari á Norðurlandamótinu, sem þá var haldið i Svíþjóð. tslenzka liðið sigraði og kom því heim með gull- verðlaun og fallegan bikar. Mart- einn hefur ekki alveg hætt hand- knattleiknum. Hann leikur nú með Leikni I 2. deild og þykir með sterkari leikmönnum 2. deildar. Við ræddum við Martein um þann árangur, sem Framliðið náði síðasta sumar. Sagðist hann þakka árangurinn samstöðu inn- an liðsins og góðri samvinnu tveggja góðra þjálfara, þeirra Guðmundar Jónssonar og Jóhann- esar Atlasonar. Auk þess hefðu spámenn blaðanna og sömuleiðis hrakspár almennings gert þeim gott eitt, því það hefði þjappað liðinu saman. I stað þess að brotna við að missa snjalla leik- menn eins og Sigurberg Sigsteins- son, Guðgeir Leifsson og Ásgeir Elíasson hefðu þeir sem eftir voru, orðið enn sterkari heild. — Næsta sumar gerum við Framarar enn betur en að verða í öðru sæti í 1. deildinni. Við fáum Ásgeir og Sigurberg á ný og vonandi verða sömu þjálfarar með liðið, auk þess sem yngri leikmennirnir eins og Trausti Haraldsson og Pétur Ormslev hafa öðlast meiri reynslu, sagði Marteinn. Marteinn skoraði 8 mörk í 1. deildinni í sumar og er það frá- bært afrek hjá miðverði, en eins og hann sagði sjálfur þá fékk hann dyggilega aðstoð frá félög- um sínum við mörkin. Alls hefur Marteinn skorað rúmlega 20 mörk með Fram, en með landsliði hefur hann skorað 3 mörk. Að lokum spurðum við Martein þeirrar klassísku spurningar hvaða leikir voru honum eftirminnilegastir með félagi sfnu og Iandsliði frá síðastliðnu sumri. — Með landsliðinu eru það að sjálfsögðu leikirnir við A- Þýzkaland í fyrrahaust og sigur- leikurinn gegn þeim á Laugar- dalsvellinum í sumar Með Fram er það 5:3 tapleikurinn gegn Skagamönnum ekki vegna þess að hann hafi verið góður heldur vegna dæmalausra mistaka. Nú fyrri leikurinn á móti Val var skemmtilegur og á móti KR geng- ur mér alltaf vel og leikirnir við þá eru mér þvi minnisstæðir, ég skoraði 2 mörk gegn þeim i sumar og 3 í fyrra, sagði Marteinn Geirs- son, knattspyrnumaður ársins 1975, að lokum. —áij. Stigahæstir í knattsppunni Eftirtaldir leikmenn hlutu bezta meðaltal í einkunna- gjöf Morgunblaðsins fyrir leiki 1. deildar í knattspyrnu 1975: Stig Leikír Meðaltal Jón Alfreðsson, ÍA 41 14 2,92 Marteinn Geirsson, Fram 41 14 2,92 Einar Gunnarsson, ÍBK 33 12 2,75 Árni Stefánsson, Fram 38 14 2,71 Matthias Hallgrimsson, ÍA 35 13 2,69 Karl Þórðarson. ÍA 32 12 2,66 Ársæfl Sveinsson, ÍBV 33 13 2,53 Janus Guðlaugsson, FH 33 13 2,53 Jón Gunnlaugsson, ÍA 35 14 2.50 Dýri Guðmundsson, Val 32 13 2,46 Gísli Torfason, ÍBK 32 13 2,46 Halldór Björnsson, KR 34 14 2,42 Jón Pétursson, Fram 34 14 2,42 Ólafur Danivalsson, FH 34 14 2,42 Marteinn Geirsson, „Leikmaður Islandsmótsins 1975“ fagnar marki f sumar. Markhæstir í knattspyrnu Eftirtaldir urðu markhaestir i 1. deildar keppni íslands- mótsins í knattspyrnu 1975: mörk Matthías Hallgrímsson, ÍA 1 Guðmundur Þorbjörnsson, Val Marteinn Geirsson, Fram Orn Óskarsson, ÍBV Teitur Þórðarson, ÍA Steinar Jóhannsson, ÍBK Atli Þór Héðinsson, KR Gunnar Örn Kristjánsson, Vikingi Jón Gunnlaugsson, ÍA Ólafur Danivalsson, FH Matthfas Hallgrfmsson markakóngur í knattspyrnu sækir að marki Framara f sumar. Ai^oitnoi'jcoooooo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.