Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 27 Jón Tómasson, símstöðvarstjóri, Keflavík: ER ekki hægt að krefjast þess af þingmanni, sem flytur frum- varp á Alþingi, að hann fari rétt með málsatriði?Berhonum ekki einnig að upplýsa, ef þess er óskað hvar eða frá hverjum hann fær þær upplýsingar, sem eru sannanlega rangar en þó notaðar sleitulaust sem grund- völlur að nýjum lögum frá hinu háa Alþingi íslendinga — lög borin fram á röngum forsend- um — en eiga eftir að verða fordæmislög að bótalausri eignaupptöku. Hér á ég við þátt Gils Guðmundssonar að nýjum orkulögum og þeirri megin rök- semd hans á Alþingi og i fjöl- miðlum, að jarðeigendur Svartsengis krefjist 800 millj. króna fyrir hitaréttindin. Ég óska þess að hann upplýsi Alþingi og alþjóð um heim- ildarmenn sína að þessum upplýsingum. Rithöfundur getur, ef hann er lítilsigldur, notað Gróu á Leiti aðferðina en háttvirtur þingmaður má ekki leyfa sér það, jafnvel ekki þótt hann sé kommúnisti. Þing- maður sem er að boða grund- vallandi lagafrumvarp, getur heldur ekki látið sér nægja fleipur ómerkilegra blaða, sem röksemdir fyrir slíkri lagagerð. Ef Gils Guðmundsson hefði viljað segja Alþingi og fjöl- miðlum sannleikann í málinu, átti hann greiðan aðgang að honum t.d. hjá Ölafi G. Einars- syni samþingmanni sínum sem er varaformaður stjórnar Hita- veitu Suðurnesja. En Gils kýs að fara í pils Gróu á Leiti og segir „þvi hefur verið fleygt og það gengur fjöllunum hærra“ o.s.frv. Það eitt lýsir hugarfari kommúnistans og ótta hans við að ef hann segi sannleikann takist honum ekki enn að brjóta niður virki eigna- réttarins, heldur yrði samið við eigendur Svartsengis, eins og gert hefur verið við aðra þegar svipað hefur staðið á. Ríki eða sveitarfélög eiga nú þegar flest ef ekki öll háhitasvæði á landinu, og lóðir og lendur um allt land, allt keypt með lögleg- um hætti. ÓSANNINDIGILS Á virðulegasta ræðustóli íslenska lýðveldisins segir Gils Guðmundsson eftirfarandi rakalaus ósannindi: „Því hefur verið fleygt og það slælega borið til baka að hita- veitustjórn hafi gefið í skyn að 70—80 milljónir kynnu að verða boðnar fyrir réttindin, en lögmenn jarðhitafurstanna hafi helst ekki nefnt lægri tölu en 800 milljónir, þ.e. 75 þús, kr. skattur á hvert mannsbarn á Suðurnesjum. Þetta hefur ekki fengist staðfest, en gengur fjöllunum hærra og m.a. birst í Suðurnesjatíðindum." Hitaveita Suðurnesja hefur með bréfi 9. apríl 1975 boðið 40 millj. kr. fyrir allan hitapott- inn. Hafi hún gefið annað í skyn, 70—80 millj. fyrir hita- réttindin, hefði hún betur getið þess við hlutaðeigendur, það hefði getað orðið skref til sam- komulags. Þá eru það einnig ósannindi að landeigendur hafi fleiri en einn lögmann og margföld ósannindi að ,,þeir“ hafi helst ekki nefnt lægri tölu en 800 milljónir. Það sanna er, — og nú skulu rakin þau tilboð er gengið hafa milli aðila, og þar með hrakin ósannindi Gils Guðmundssonar og villandi fullyrðingar Benedikts Gröndal og annarra um þetta mál. Bráðabirgðastjórn Hitaveitu Suðurnesja bauð 8. febrúar 1974 landeigendum kr. 10.660.000.— fyrir hita og vatnsréttindi og 51 eyri fyrir hvern keyptan fermetra lands. Þessu var hafnað m.a. á þeirri forsendu að á sama tíma leigðu landeigendur samskonar land fyrir 1 kr. pr. 1 fm á ári, með ströngum skilyrðum um að leigutaki yrði að víkja fyrir- varalítið ef taka þyrfti landið til arðsamari nota. Þegar hér var komið voru iðnaðar aðilar farnir að gefa þessari miklu orku gaum. Landeigendur ræddu þó jafnan málið á þeirri eðlilegu forsendu að samkomu- lag hlyti að nást milli neyslu- aðila á Suðurnesjum og eigenda landsréttinda, sem æskilegustu lausn, þó mikið virtist ætla að bera á milli í fyrstu. Því var það að með bréfi til Hitaveitu Suðurnesja 22. marz 1974 óskuðu landeigendur eftir að tilnefnd yrði nefnd óvilhallra matsmanna Þá gerist það ein- kennilega að ekki var nærri þvi komandi að óvilhallir menn f jölluðu um málið!!! Næst gerist það 2. maí 1974 á sameiginlegum fundi stjórna aðila, að landeigendur buðust til að leita samþykkis sinna manna fyrir 50 millj. kr. greiðslu fyrir hita og vatns- réttindi til handa hitaveitu sveitarfélaganna á Suður- nesjum, sem þá voru talin þurfa 31 MW orku samkvæmt áætlun orkustofnunar frá 1973, eða sem næst 1,65 millj. pr. notað MW, sem skyldi greitt eftir einingum þegar það yrði tekið í notkun. Þetta boð var bundið þvl skilyrði að stjórn Hitaveitu Suðurnesja svaraði innan viku, hvort hún vildi fara þessa leið að markinu. Nú kom langt og dýrt hlé, sem kostað hefur Suðurnesjabúa og ríkið mörg hundruð milljónir I beinu peningatjóni, sökum minnk- andi krónu og verðþenslu svo og i töpuðum tima. Að því verður komið síðar. Ekki vegna þvergirðings- háttar landeigenda, sem eins og að framan er rakið, reyndu eft- ir getu að færa málið til far- sællar lausnar m.a. með tillögu um að kveðja til óvilhalla menn 22. marz 1974, heldur má telja víst, að þar hafi átt hlut að máli óheilla pólitlkusar og pistla- skrifarar, sem vildu hefta málið sér til persónulegs framdráttar. Ekki get ég ætlað að stjórn Hitaveitu Suðurnesja hafi sem slík hamlað framgang samninga, nema þá fyrir til- stuðlan framangreindra postula. NÝTT TILBOÐ IIITAVEITU SUÐURNESJA Það er ekki fyrr en 9. aprll 1975, „eftir 11 mánuði og 1 viku“, að Hitaveita Suðurnesja gerir nýtt tilboð; býður 40 milljónir fyrir hitapottinn og 10.625.000 kr. fyrir 400 ha lands, sem átti að greiðast á 10 árum. (Fyrir 7 árum var eignarnámsmat gert vegna 99 ha fyrir Keflavík og Keflavík gert að greiða 29 milljónir kr. og var þó ekki vitað um auðlind I þvi landi.) Þegar tilboð þetta barst var komin út ný áætlun Orkustofnunar, sem gerði ráð fyrir 33% aukningu eða 41,5 MW notkun sveitarfélaganna einnig hafði verðgildi krónunnar fallið verulega. Til- boð Hitaveitu Suðurnesja var á ýmsan hátt óljóst og fóru bréf milli aðila til öflunar upplýs- inga, en á almennum fundi landeigenda 23. mai var gengið frá gagntilboði. Með hliðsjón af sigi krónunnar I rúmt ár var ákveðið að bjóða MW á 2 milljónir til sveitarfélaganna, eða 41,5 MW á 83 millj. kr. Af þessum 83 millj. kr. skyldu 30 milljónir verða óendurkræft framlag landeigenda sem lög- boðið framlag Suðurnesja- manna til Hitaveitu Suðurnesja (sem sagt gjöf til íbúa Suður- nesja). Ef hitaorkan reyndist meiri og hún nýtt til annars t.d. til sölu á heitu vatni til varnar- liðsins, til verksmiðjureksturs eða annars ámóta, skyldi það selt á 4 milljónir MW. Þessu tilboði var hafnað og sannar það að það er fleipur G.G. þegar hann talar um 70—80 milljóna boð stjörnar H.S. Svo er það loks á fundi 26. júní 1975 að H.S. fellst á að tilnefna óvilhalla gerðardómsmenn til að fjalla um verðákvörðun. Á sama fundi náðist fullt sam- komulag um alla aðra þætti málsins við H.S. Umrædd bréf og bókanir geta jafnt þingmenn sem aðrir er hlut eiga að máli fengið að sjá. ÞINGMAÐUR TEKINN I REIKNINGSTlMA Það er leitt að vita svartán blett á tungum virðulegra þing- manna fyrir vísvitandi ósann- sögli eða vítaverða vanrækslu við öflun gagna. Ekki bætir úr skák að verða uppvís að van- getu I einfaidri barnaskóla stærðfræði samfara blekking- um. G.G. ætti að vita að Suður- nesjamenn („hvert manns- barn“) eru að minnsta kosti 12000 og ef hann margfaldar með 75.000 er svarið 900 milljónir — ekki 800 eins og hann notar. Þá hefur bless- uðum þingmanninum sést yfir, að lög frá 31/12 1974 segja fyrir um að rikissjóður sé hluthafi að 2/5 hlutum H.S. Ef hann ætlar samt að heimfæra það að land- eigendur ætli að skattleggja hvert mannsbarn á Suður- nesjum um 75.000 kr. þá hefði krafa þeirra átt að vera 1500 milljónir króna — það er 900 af Suðurnesjamönnum og 600 af ríkinu. Þar sem eins og áður getur, að Suðurnesjamönnum voru boðin réttindin fyrir 83 milljónir króna er reiknings- skekkja G.G. um 11-föld eða þá 11-föld ósannindi. Ef mér leyfist að taka þingmanninn I reikningstlma (hann getur tekið mig I íslenskutlma I staðinn) þá deilum við 12000 I 83 milljónir og fáum út tæpar 7000 kr á mann, sem gert er ráð fyrir að greiða á 9 árum, eða minna en 800 kr á ári I níu ár, fyrir ævarandi not af umræddri auðlind. HVAÐ GÆFI FJÁR- FESTINGIN I AÐRA HÖND? Einhverjum þætti kannski forvitnilegt að vita hvað þessi fjárfesting gæfi I aðra hönd — hvort fénu væri bara kastað I hít landeigenda eða hvort það bæri arð. Um það'fræðir áætlun Orkustofnunar frá I mars 1975 eftirfarandi: „Áætlunargerðin miðast við olluverð I febrúar 1975, það er kr. 20,20 pr. lítra og reiknað með því óbreyttu allt áætlunartímabilið eðá að allar upphæðir breytist I hlut- falli við verð gasollu. Uppbyggingar- og tekju- áætunardæmið nær yfir 18 ár — frá 1976 til 1993. Heildarvatnssala á þessum árum er áætluð 6814 milljónir króna. Greiðslur á sama tfma — viðhald ....;.kr. 539 milljónir stjórn og umsjón ............. ..............kr. 356 milljónir rafmagn ......kr. 473 milljónir afskriftir kr. 1836 milljónir vextir .......kr. 1844 milljónir og þvf hreinn hagnaður kr. 1712 milljónir. Heildarstofnkostnaður er þá kominn upp I 3855 milljónir króna, en bókfært verð hita- veitunnar komið niður I 2019 milljónir króna, samanber áður-greindar afskriftir. Þegar Orkustofnun gerir þessa áætl- un reiknar hún með að greiða tolla og öll aðflutningsgjöld að fullu. Varðandi sölu á heitu vatni til neytenda reiknar hún með að selja það fyrstu árin á 80% af olíuverði, sem lækki síðan stig af stigi niður i 50% eða hálft olíuverð. Á þessu 18 ára tímabili spara húseigendur 3500 milljónir króna eða um 200 milljónir króna á ári að meðaltali, eða 16.666.— krónur á hvert mannsbarn á Suður- nesjum árlega. Ef íbúatala héldist óbreytt frá 1993 og aðr- ar forsendur Orkustofnunar, myndi þá og æ sfðar sparast 411 milljónir króna á ári hverju. Ef olía yrði hinsvegar notuð þessi 18 ár færu 10.300 milljónir króna I olíukaup — að mestu erlendur gjaldeyrir. Talið er að meðal íbúð eyði 6130 lltrum af olíu á ári. Með viðmiðunarverði Orkustofnunar krónur 20,20 pr lftra gerir það kr. 123.826.— á ári. Samkvæmt dæmi Orku- stofnunar mundi þvl meðal fjöl- skylda spara krónur 61.913.— árlega eftir að 50% greiðslu- reglan væri upptekin. Miðað við nettóágóða áætlunarinnar má þó augljós- lega fara mun neðar með orku- söluna, jafnvel niður i 30—40%. Inni I þessum áætl- unum Orkustofnunar er Kefla- víkurflugvöllur ekki, enda ekki full rannsakað hvort hægt er að taka hann með I Hitaveitu Suðurnesja, einkum vegna skorts á fersku vatni á svæðinu. Af þeim ástæðum, sem eru eðli- legir viðskiptahættir, vilja landeigendur selja afnotin I einingum, aðeins það, sem land þeirra getur veitt öðrum til eðlilegra nytja. En verði flug- völlurinn tengdur hitaveitunni að hluta eða að öllu leyti segir i áætluninni: „Að öllu saman- lögðu má þá gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður hitaveit- unnar lækki hlutfallslega." AÐFÖR AÐ EIGNARRÉTTI Árið 1972 hófu kommúnistar aðför að eignarréttinum með lagafrumvarpi sínu um bóta- lausa upptöku landsréttinda við Svartsengi. Um eignaupp- töku-hugsjón þeirra er ekki að villast því að i greinargerð með frumvarpinu stendur: „Með lögum þessum eru eignarrétti einstaklinga sett tiltekin almenn takmörk án þess að bætur komi fyrir.“ Þá voru þeir sjálfir stjórnarherrar og fóru með orkumál. Hafi verið gerð skyssa með þvl að semja ekki þá við landeigendur eða gera eignanám skv. íslenskum lög- um, sem þeir höfðu aðstöðu til að láta gera, þá eru það þeirra syndir. En þeir hafa sýnt það, að þeir eru hér eins og allstaðar annarsstaðar ekki til að leysa vanda heldur til að valda vanda og upplausn. Glfma þeirra við að kollvarpa eignarréttinum er af þeim toga spunnin og því betri, sem hún veldur meiri erfiðleikum og gæti sá dráttur sem varð frá tilboði landeig- enda 2. maf 1974 verið runninn undan sömu rótum. Það er ljóst af ræðu Gils og 70—80 milljón kr. uppljóstran hans, að það voru ekki milljónirnar sem máli skiptu heldur prinsip þeirra að ala á ósætti manna. En hvað hefur það svo kostað okkur Suðurnesjamenn? Ef við leggjum til grund- vallar áætlun Orkustofnunar sem varð til á þessu tímabili, sem nam að heildarkostnaði 2.420 millj. kr. og notum síðan byggingarvlsitölu sem mæla á það tjón, er, fyrrgreindar tafir hafa valdið, þá var vfsitalan 998 stig 2. maí 1974 en 1563 stig 9. apríl þegar Hitaveita Suður- nesja svaraði 50 milljón kr. boðiny eftir tæpt ár. Þetta gerir hækkun upp á 1370 milljónir kr. Ætla þeir skáldbræður Gils og Runólfur reifarahöfundur Suðurnesjatíðinda að borga tjónið? Gils vill kannski í leiðinni segja nánar frá eigna- upptöku-herferðinni. Ekki verður Svartsengi eitt rammað inn I þessi fyrirheit. Fleiri eignir eru stórverðmætar, margar leigðar öðrum til ýmissa afnota, þar eð eigendur sjálfir sjá sér hag I þvl, eða hafa ekki aðstöðu eða þörf I bili að nýta þær sjálfir. Eignir þessar eru allstaðar I borg, bæjum og sveitum. Fjöldi fólks á lika ýmis litlar eða stórar eign- ir i verðtryggðum skulda- bréfum. Við skulum hugsa okkur kommúnista alls valdandi með féknappan ríkis- kassa þegar þau falla til greiðslu. Það þarf ekki nema lítið pennastrik þeirra til að ógilda þau öll og rökin mundi ekki vanta, þið notuðuð ekki hvort eð var þetta fé og ætluðuð bara að græða á verðbólgunni. 36 AÐILAR — MISJAFN- LEGA EFNUM BtJNIR Svartsengismálið hefur verið notað I tvö ár til að ata auri það fólk sem með fullum rétti á þetta land, 36 aðila misjafnlega efnum búna, þar af 8 ekkjur, sem hafa unnið sér það eitt til miska og aðfarar háttvirtra samborgara að hafa lagt fé sitt I jarðarkaup eða erft jarðarpart. Einkum hafa þeir Svavar Árna- son og Tómas Tómasson orðið fyrir barðinu á níðtungum. Það er vegna þess að um langt ára- bil hafa þeir staðið I forsvari fyrir sveitunga sína, hvor á sínum stað á sitthvorum stjórn- málameiði. Vegna fjarlægðar kann að vera að Þjóðviljinn þekki ekki til starfa þessara manna, en það ættu ritsmiðir Suðurnejsa að gera. Óhróður og nlðskrif þeirra eru þeim mun ósæmilegri þar sem þeir og aðrir Suðurnesja- menn þekkja þá báða Svavar og Tómas sem sérstaklega heiðar- lega menn og drengilega stjórn- málamenn, menn sem jafnt andstæðingar sem samherjár I stjórnmálum bera virðingu fyr- ir. Margt mætti enn segja um þetta mál til jöfnunar þeim ókvæðum, sem dunið hafa yfir varnarlaust fólk. Eitt mega þó Suðurnesjamenn íhuga að lokum. Hafa þeir gert sér grein fyrir þvi að eignaupptökulögin gera ráð fyrir skattlagningu, en af henni höfum við ærin kynni, þar sem við erum á ýmsan hátt lagðir I einelti t.d. I okri á raf- orku til okkar. Nei, einokun ríkisins er ekki hagkvæm I garð okkar Suðurnesjamanna. Gils í pilsi Gróu á leiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.