Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NOVEMBER 1975 13 Norrænt samstarf um eftirmenntun rafiðnaðar 20. nóvember 1975 DAGANA 9. — 11. nóvember s.l. var haldin að örenás slot f Suður- Svfþjðð 2. rððstefnan á vegum Nordisk El-Utbildningskomité (NEUK), sem tekið hefur fyrir menntun rafiðnaðar á Norður- löndum og er nefndin samansett af fulltrúum vinnumarkaðarins þ.e. rafvirkja og rafverktaka f Danmörku, Islandi, Finnlandi, Noregi og Svfþjðð. Nefnd þessi hefur starfað í rúmt ár og unnið að skýrslugerð um þær menntabrautir, jafnt í grunnmenntun sem eftirmenntun rafiðnar, er fyrir eru á Norður- löndum. I sambandi við þetta starf vill ráðstefnan sérstaklega undir- strika að samtök hvers lands leggi á það þunga áherslu, að grunn- menntun rafiðnaðarmanna sé ávallt í endurskoðun, þannig að menntun þeirra sé í fullu sam- ræmi við þá öru tækniþróun sem á sér stað á sviði rafiðnar. Þá bendir og ráðstefnan á að með vel skipulagðri eftirmenntun sem sé i höndum aðila vinnu- markaðarins, sé hægt að ná því þekkingarstigi, sem nauðsynlegt sé fyrir rafiðnaðarmenn, vegna vaxandi notkunar raforku og sjálfvirkni og þá sérstaklega á sviði stýritækni i nýjúm atvinnu- tækjum í iðnaði fiskiskipum, fisk- iðnaði, landbúnaði og þjónustu- iðnaði. Samþykkt var að NEUK starf- aði áfram með jafnri þátttöku allra Norðurlanda og fylgdist vel með þeim breytingum sem unnið er að á verkmenntun rafiðnar i hverju landi, gerði skýrslu um möguleika og samstarf eftir- menntunar á Norðurlöndum, ásamt samvinnu um nýjungar og um samræmingu á námsefni á Norðurlöndum. Til viðbótar því er að framan greinir má geta þess, að hér á íslandi hefur verið starfandi Eftirmenntunarnefnd rafiðnar sem er samstarfsnefnd raf- verktaka og rafvirkja um nám- skeiðahald fyrir rafiðnaðarmenn. Nefndin hefur í gegnum norrænt samstarf fengið fullan aðgang að námskeiðum viðsvegar um landið með þátttöku um 240 rafiðnaðarmanna. Þessum árangri tókst að ná vegna öflugs stuðnings stjórn- valda og þá sérstaklega iðnaðar- ráðherra og iðnaðarráðuneytisins. Með samstarfi þessu hefur sparast mikið fé, þar sem Danir hafa um árabil lagt mikla vinnu og háar fjárhæðir í gerð slíkra eftirmenntunarnámskeiða, en með námskeiðum þessum er stefnt að þvi að gefa eldri raf- virkjum kost á því að bæta við sig þvi nýja sem kemur inn í iðn- námið eftir að þeir ljúka skóla og að kenna nýjungar, sem ekki hafa verið teknar upp i grunnnámið í iðnskólanum. Aðsókn sú, sem verið hefur að þessum námskeiðum hér, hefur sannfært menn um hversu mikil þörf er á slíkri eftirmenntun og að ekki megi stöðva þá uppbygg- ingu sem þegar er hafin. Fréttatilkynning. r Sparið óþægindin í vetur! ÖRYGGISATRIÐI ERU YFIRFARIN I VETRARSKOÐUN SKODA VERÐ KR: 5.900. 1. Vélarþvottur 24. Mældur rafgeymir. 2. Stilltir ventlar. 25. Hreinsuð rafgeymasámbönd. 3. Hert strokklok (head). 26 Stillt kúpling. 4. Hreinsaður og stilltur blöndungur 27. Smurð kúplingslega. 26. Ath. Slit i stýrisupphengju. 5. Ath. bensínslöngur. 29. Ath. Slit í spindlum. 6. Hreinsuð gruggkúla. 30. Ath. Slit i miðstýrisstöng. 7. Hreinsuð bensindaela 31. Ath. Slit I Stýrisvélu. 8. Ath. Kerti. 32. Ath.Hemlarör 9. Þjöppunarmæling. 33. Ath. Magn hemlavökva. 10. Stilltar platinur. 34. Jafnaðir hemlar. 11. Ath. Kveikjuþéttir. 35 Ath. Handhemill. 12. Ath. Kveikjuþræði. 36 Ath. Þurrkublöð og armar. 13. Ath. Kveikjulok og hamar. 37. Ath. Rúðusprautur. 14 Kveikja smurð. 38. Ath. Ljós. 15. Vatnsdæla smurð. 39 Hurðarskrár og 16. Ath. Viftureimar. læsingar smurðar. 17. Smurðar legur við kælivlftu. 40. Bensingjöf smurð. 18. Ath. Loftsíu. 41. Girkassaþéttingar. Ath. v/leka 19. Mældur frostlögur. 42. Ath. Miðstöð. 20. Hert botnpanna. 43. Loft í hjólbörðum og slit ath. 21. Ath. Vélarþéttingar v/leka. ^4. Ath. Olia á vél. 22. Ath. Kælikerfi v/leka. 45. Reynsluakstur. 23. Mæld hleðsla. c SKODA VERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU44-46 KOPAVOGI a SIMI 42604 osc ^ W W W ■ ■ kynmngarvero á Panther gjafakassa. Verðlækkun kr. 3.500.— BOSCH Tilvalin jólagjöf, takmarkaðar birgðir COMBI mriai Lf Reykjavík, Akureyri umboðsmenn víða. [jóðum nú viðarklæðningu á veggi, í loft og á gólf. Verðið er hagstætt. Viðarþiljuverðið hið hagstæðasta á markaðinum, vonum við. Þar sem fagmennirnir verzla, er yöur óhætt viðarfrilpir panell tlSFlfPf BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI 8 SIMI:41000 TIMBURSALAN KÁRSNESBRAUT 2 BYKO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.