Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÖVEMBER 1975 Stigahæstir í hamfknattleiknum Eftirtaldir leikmenn hlutu bezta meðaltal í einkunna- gjöf Morgunblaðsins fyrir leiki 1. deildar í handknattleik 1975: Stig Leikir Meðaltal Hörður Sigmarsson, Haukum 44 14 3,14 Ólafur H. Jónsson, Val 40 13 3,07 Sigurgeir Sigurðsson, Víkingi 30 11 2,72 Stefán Jónsson, Haukum 38 14 2,71 Pálmi Pálmason, Fram 32 12 2,66 Elías Jónasson, Haukum 37 14 2,64 Geir Hallsteinsson, FH 31 12 2,58 Stefán Gunnarsson, Val 36 14 2.57 Ragnar Gunnarsson, Ármanni 33 13 2,53 Stefán Halldórsson, Víkingi 35 14 2,50 Viðar Simonarsson, FH 30 12 2,50 Hörður Sigmarsson — „Leíkmaður Islandsmötsins" og marka- kóngur 1975. Markhæstir í handknattleik Eftirtaldir handknattleiksmenn Íslandsmótinu 1975: Hörður Sigmarsson, Haukum Björn Pétursson, Gróttu Einar Magnússon, Vikingi Pálmi Pálmason. Fram Olafur H. Jónsson, Val Stefán Halldórsson, Vikingi Þórarinn Ragnarsson, FH Halldór Kristjánsson, Gróttu markhæstir i Mörk 125 33 67 65 61 61 55 54 urðu brfr af verðlaunamönnum Morgunblaðsins Marteinn Geirsson. 11 örður Sigmarsson og Jön Aifredsson. Verðlannamenn Morgnnblaðsins Eftirtaldir handknattleiks- og knattspyrnumenn hafa verið valdir „Leikmenn islandsmótsins" frá þvi að Morgunblaðið tók upp einkunnagjöf sina fyrir 1. deildar leik i iþróttagreinum þessum: KNATTSPYRNA. 1971: Jön Alfreðsson, ÍA 1972: Eyleifur Hafsteinsson, ÍA 1973: Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson, ÍBK 1974: Jóhannes Eðvaldsson, Val 1975: Marteinn Geirsson, Fram og Jón Alfreðsson, ÍA. HANDKNATTLEIKUR: 1972: Geir Hallsteinsson, FH 1973: Ólafur H. Jónsson, Val 1974: Viðar Simonarson, FH 1975: Hörður Sigmarsson, Haukum Frá þvi að Morgunblaðið byrjaði að veita markakóng- um i íslandsmótinu i handknattleik og knattspyrnu verðlaun, hafa eftirtaldir hlotið verðlaunin: KNATTSPYRNA: 1971: Steinar Jóhannsson, ÍBK 1972: Tómas Pálsson, ÍBV 1973: Hermann Gunnarsson, Val 1974: Teitur Þórðarson, ÍA 1975: Matthias Hallgrimsson, ÍA HANDKNATTLEIKUR: 1972: Geir Hallsteinsson, FH 1975: Einar Magnússon, Vikingi 1974: Axel Axelsson, Fram 1975: Hörður Sigmarsson, Haukum Morgunblaðið verð íl A „Erfitt að standa við það sem búist er við af mairni” ÞAÐ HEFUR aðeins gerst einu sinni áður að einn og sami maður hafi hlotið báðar þær styttur sem Morgunblaðið veitir fyrir Islands- mótin f knattspyrnu og hand- knattleik. Geir Hallsteinsson FH hlaut báðar stytturnar fyrir nokkrum árum og nú fetar annar Hafnfirðingur f fótspor hans, Hörður Sigmarsson úr Haukum. Hann varð markakóngur tslands- mótsins f handknattleik 1975 og hann varð einnig leikmaður móts- ins að mati blaðamanna Morgun- hlaðsins. Hörður er tæplega 22 ára gamall og hann stundar nám f tannlækningum við Háskóla Is- lands. Það er athyglisvert að báð- ir þessir ágætu handknattleiks- menn skuli koma úr Hafnarfirði en það vekur reyndar ekki undr- un þeirra sem hafa fylgst með gróskumiklu handknattleiks- starfi þar f bæ á umliðnum árum. — Ég held að ég hafi verið 9 ára þegar ég byrjaði að æfa hand- bolta. Ég var þá í FH og lék f markinu, sagði Hörður í stuttu samtali við Mbl. að lokinni verð- launaafhendingunni á föstudag- inn. Ég var svo í markinu fram til 15 ára aldurs, en þá breytti ég til og fór að leika úti. Þjálfarinn minn f þá daga var Hallsteinn Hinriksson. Ég man að ég var þrisvar Islandsmeistari með FH f yngri flokkunum og með mér voru f liði strákar sem sfðan hafa gert það gott hjá FH, til dæmis Gunnar Einarsson, Guðmundur Arni Stefánsson og Sæmundur Stefánsson, svo einhverjir séu nefndir. — Þegar ég var 17 ára gamall lék ég fyrst með meistaraflokki FH og fljótlega varð ég fastamað- ur f liðinu eða réttara sagt fasta- maður á varamannabekknum. Mér Ifkaði ekki alls kostar hvað ég fékk lftið að leika með og það var ein af ástæðunum fyrir þvf að ég ákvað að ganga f Hauka haust- ið 1972. Það var reyndar fleira sem spilaði þarna inn f. Ég átti t.d. heima f Haukahverfi, þ.e. á Hvaleyrarholtinu og flestir minna vina voru f Haukum. Þá hafði það Ifka sitt að segja að sumarið 1972 vantaði Haukana tilfinnanlega markvörð f fótboltanum og ég dreif mig í markið. Ég kunni vel við mig meðal Haukanna og það ýtti Ifka undir það að ég ákvað að ganga yfir f Hauka f handboltan- um um haustið. — Ég hef að mfnu mati náð miklu meiri árangri með Haukun- um en nokkru sinni með FH og ég hef verið meira með f leiknum. Og þetta ár hefur vcrið það bczta á mfnum ferli. Þótt það hljómi kannski undarlega tel ég að ár- angur minn á sfðasta Islandsmóti sé helst því að þakka að Haukalið- ið var þá ekki nógu gott. Það var eins og menn biðu eftir þvf að einhver annar en þeir rækju endahnútinn á sóknarloturnar og þess vegna kom það kannski svo oft f minn hlut. Þegar yfir lauk voru mörkin orðin 125, miklu fleiri en ég hafði nokkurn tfma þorað að vona. Ég tel mig vera f betri æfingu núna en ég var f á sfðasta Islandsmóti en samt skora ég færri mörk. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Haukaliðið er miklu betra en það var á sfðasta móti, það eru allir með f spilinu. Ég er ekkert óánægður með frammistöðu mfna f mótinu núna. Þetta kemur betur út fyrir liðið en f fyrra. — Haukaliðið á að mfnu mati eins mikla möguleika á sigri f Islandsmótinu núna og önnur lið, sem eru við toppinn. Ég er enginn spámaður og vil þvl ekki spá okkur sigri en við munum leggja okkur alla fram, hver einasti liðs- maður. Og eins og ég sagði áðan tel ég Haukaliðið betra en nokkru sinni fyrr. Ungu mennirnir f lið- inu hafa blómstrað og það er betri mórall f þvf en var. Áður fyrr voru menn ánægðir ef þeir héldu sig f deildinni en nú er strikið sett beint á toppinn. Hvað sjálfan mig áhrærir þá hef ég mikla ánægju af þvf að æfa og leika handbolta en ánægjan er ekki eins mikil nú og áður fyrr. Það er svo erfitt að standa við það sem búist er við af manni eftir 125 mörkin f sfðasta móti. — Ég er algerlega andvígur þeim skoðunum sem fram hafa komið að handboltinn á fslandi sé citthvað lélegri núna en hann var f fyrra. Það horfa allir á stjörn- urnar og þótt við höfum misst sumar þeirra út til Þýzkalands get ég ekki séð að handboltinn sé neitt lélegri en hann var f fyrra. Tvegöja mánaða vmnuíap vegna knattspyrnunnar s.l. sumar — ÉG þakka þjálfaranum okkar George Kirby verulega þann árangur sem Akranesliðið náði f sumar, sagði Jón Alfreðsson f við- tali sem Morgunblaðið átti við hann eftir að hann hafði tekið við verðlaunum blaðsins sem „Leik- maður tslandsmótsins 1975“. Jón er fyrsti fþróttamaðurinn sem tvf- vegis hefur hlotið verðlaun blaðs- ins, en hann varð einnig fyrir valinu er blaðið veitti f fyrsta skipti verðlaun sfn, árið 1971. — Kirby er strangur þjálfari og harður f horn að taka, sagði Jón Alfreðsson. — Ef menn mættu ekki á æfingu þá urðu þeir skil- yrðislaust að gefa skýringu á fjar- veru sinni, og eins var hann alltaf tilbúinn að taka menn í auka- æfingar, t.d. í hádeginu, eða á þeim tíma sem þeim hentaði. — Þetta var mjög erfitt sumar, sagði Jón. — t íslandsmótinu voru allir leikir okkar úrslítaleik- ir. Framarar fylgdu okkur sem skuggi, og það mátti aldrei slaka á T leikjunum. Vitanlega áttum við okkar slæmu daga, töpuðum fyrir liðum sem urðu neðarlega í deild- inni, IBV og FH. Svo áttum við okkar góðu daga, þegar allt heppnaðist, eins og á móti Fram á Laugardalsvellinum. Jón Alfreðsson sagði að nú þegar keppnistímabilinu væri lokið gæti hann ekki annað sagt en að hann væri búinn að fá yfir sig nóg af knattspyrnu í bili. — Álagið á okkur var geysilegt, sagði hann, — og bitnar mikið á atvinnu okkar. Þannig vorum við sem einnig vorum með landslið- inu um tvo mánuði frá vinnu í sumar bara vegna keppnisferða- laga. Við þetta bætist svo allar æfingarnar sem voru á kvöldin og tóku yfirleitt tvær klukkustundir. Auðvitað ber að taka tillit til þess að það að við komumst áfram í Evrópubikarkeppninni lengdi keppnistimabil okkar um meira en mánuð. Stóð keppnistimabilið hjá okkur yfir frá því í apríl og fram í nóvember. Ég held, að menn þoli ekki öllu meira en þetta, a.m.k. meðan um hreina áhugamennsku er að ræða. Við báðum Jón að segja okkur sitt álit á því hvort möguleiki væri á því að koma upp atvinnu- knattspyrnu í einhverri mynd hérlendis. — Þar er mjög hæpið svaraði hann, — fjárhagurinn leyfir það ekki. Félögin eiga víst nóg með að standa undir þeim kostnaði sem fyrir hendi er, eins og t.d. þjálfaralaunum ög öllu þvf sem fylgir að leika í 1. deildinni. Fyrir útlendinga er það framandi við hvaða skilyrði við búum, og kom það m.a. fram hjá leikmönnum sovézka liðsins Dynamo Kiev. Þeir spurðu okkur að því hvað við fengjum greitt fyrir Evrópubikar- leiki og hver bónusinn væri. Þeir trúðu því sennilega ekki hvað við vorum frá litlum bæ. Þeim var boðið í kynnisferð upp á Akranes, en þegar til kom lögðu þeir ekki í að fara — þeim fannst víst ekki freistandi að fara f ferðalög f veðri eins og daginn sem þeir ætluðu að heimsækja okkur. — Hvaða leikir í sumar eru þér eftirminnilegastir? — Það eru margir leikir sem ég man vel eftir, en ég held þó að sá leikur sem er mér hvað minnis- stæðastur sé leikurinn við Val í undanúrslitum bikarkeppni KSl. Þá náðum við þvf marki að kom- ast í úrslit bikarkeppninnar annað árið í röð. Eftirleikurinn varð hins • vegar ekki eins skemmtilegur. Það virðast hrein- lega álög á okkur að vinna ekki þessa keppni. Þá var landsleikur- inn við Sovétmenn i Moskvu mér minnisstæður, svo og leikirnir við Dynamo Kiev í Evrópubikar- keppninni og þá ekki síður leikur- inn í Kiev. Fyrirfram var ég bú- inn að sætta mig við að 5—0 tap væri ekki slæm útkoma fyrir okk- ur. Jón var spurður að því hvort hann, þrátt fyrir leiða á knatt- spyrnu, myndi ekki taka skóna af hillunni þegar færi að vora: — Það er nú einhvern veginn þannig, svaraði hann, — að þrátt fyrir að maður hafi þann ásetning að hausti að hætta, þá gleymist hann yfir vetrarmánuðina og maður byrjar aftur. Eg er ekki búinn að gera það upp við mig ennþá hvort ég held áfram, — ætla að bíða til vors með það. — Ætlið þið að reyna að fá erlendan þjálfara næsta sumar? — Slíkt er alla vega mikið atriði, sagði Jón, — en við gerum okkur grein fyrir því að erlendu þjálfararnir eru mjög misjafnir. Það er því happdrætti þegar verið er að ráða hingað menn sem við þekkjum ekkert til. Við Skaga- menn fengum vinning í því happ- drætti er við fengum Kirby. Nú er þetta í annað sinn sem þú ert valinn „leikmaður Islands- mótsins". Telur þú þig betri núna en þegar þú varðst fyrir valinu 1971? — Já, það held ég. Alla vega var ég í miklu betri æfingu s.l. sumar en ég var þá, sagði hinn hógværi og geðþekki fyrirliði Islandsmeistaraliðsins að lokum. — stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.