Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 11 meta réttilega þann langa tíma, sem líða hlýtur frá upphafi breyt- inga mikilvægra efnahagsþátta, og þar til að áhrif þeirra koma að fullu fram um flókinn vef heims- viðskipta og breyta þróun efna- hagsmála á alþjóðavettvangi. Margar þjóðir glíma enn við þrí- höfða þurs verðbólgu, atvinnu- leysis og óhagstæðs viðskiptajafn- aðaf jafnvel þó að teikn um bata f heimsbúskapnum virðist nú vera að skýrast. Við þessar aðstæður er þess ekki að vænta, að Islendingum falli í skaut búhnykkur batnandi viðskiptakjara á næsta ári. Til- tækar upplýsingar um sennilegar verðbreytingar á heimsmarkaði 1976 eru nokkuð torráðnar, en benda þó til þess, að viðskiptakjör Islendinga breytist í meginatrið- um lítið frá árinu f ár, eða að verð innfluttra jafnt sem útfluttra vara muni hækka um 7—8 af hundraði í erlendum gjaldeyri. Þetta er þó einkar óviss spá, þegar þess er gætt, hvernig utan- ríkisviðskiptum íslendinga er háttað, og hve verðlag afar mikil- vægra útflutningsvara er óstöð- ugt. Vegna þeirra markaðstrufl- andi aðgerða, sem draga úr út- flutningi og áður er lýst, og ann- arra aðstæðna á útflutningsmark- aði (t. d. óvissu um framvindu mála á Pýreneaskaga) verður að telja spána hér á undan reista á nokkurri bjartsýni, en aukningar útflutningsins er þó efalaust að vænta, þegar eftirspurn á heims- markaði eykst á árinu 1976. Hinn alvarlegi viðskiptahalli ár- anna 1974 og 1975 ásamt afar tæpri gjaldeyrisstöðu þjóðarbús- ins nú, veldur því, að óhjákvæmi- legt er að draga mjög úr við- skiptahallanum 1976 og næstu ár, þannig að unnt reynist að halda greiðslubyrði þjóðarinnar vegna erlendra lána innan skynsam- legra marka. Það markmið, að ná viðskiptahallanum þegar á allra næstu árum niður í brot þess, sem hann hefur verið 1974 og 1975, verður að hafa f fyrirrúmi. Þetta hefur í för með sér hvort tveggja, að innlend eftirspurn verður að hjaðna, og draga verður úr inn- lendri verðbólgu svo um munar, ef tryggja á samkeppnisstöðu út- flutningsatvinnuveganna. Til þess að ná þessum forgangsmark- miðum efnahagsstefnunnar og halda óskertri atvinnu verður að koma til fullur skilningur og stuðningur samtaka launþega og vinnuveitenda. Niðurstaða kjara- samninganna um næstu áramót skiptir sköpum bæði um innlenda eftirspurn og verðbólguna á næsta ári. Sú hjöðnun verðbólg- unnar, sem orðið hefur nú síðari hluta ársins, verður skammvinn ef launahækkunum verður ekki mjög i hóf stillt á komandi ári. STRANGTAÐHALD 1 FJARMÁLUM OG PENINGAMALUM Fyrstu drög að þjóðhagsspá fyrir árið 1976* hafa nú verið sett fram sem grunnur mats á helztu viðfangsefnum í stjórn efnahags- mála næsta ár. Þar kemur m. a. fram, að með óbreyttum kaup- mætti ráðstöfunartekna heimil- anna frá árinu f ár, sem í reynd þýðir óbreyttar rauntekjur frá því sem þær eru nú í október, megi búast við, að einkaneyzla haldist að mestu óbreytt eða minnki heldur. I fjárlagafrum- varpi því, sem nú hefur verið lagt fram, felst óbreytt magn sam- neyzlu á næsta ári. Þá bendir frumgerð fjárfestingarspár til u. þ. b. 5% samdráttar í fjárfestingu 1976. Loks má búast við um 5—6% aukningu útflutnings- magns, en að innflutningur minnki um 5%. Niðurstaða þess- arar þjóðhagsspár sýnir um 1—2% minnkun þjóðarútgjalda í heild og 1—2% aukningu þjóðar- framleiðslu. Hins vegar kemur engu að síður fram viðskiptahalli, sem nemur 7—8% af þjóðarfram- leiðslu 1976. Með tilliti til hinnar tæpu greiðslustöðu út á við gæti reynzt nauðsynlegt að stefna að minni viðskiptahalla við útlönd með meiri samdrætti þjóðarút- gjalda en við er miðað í þessum drögum. Þessi mynd af horfum fyrir næsta ár sýnir, að strangt aðhald f fjármálum og peninga- málum er frumskilyrði þess, að viðunandi jafnvægi náist í greiðsluviðskiptum við útlönd. Með fjárlagafrumvarpinu 1976 er stefnt að jafnvægi f ríkisfjár- málum, nokkurri minnkun til- færslna, sem þó er að hluta jöfnuð með afnámi 12% vöru- gjaldsins, og óbreyttu magni út- gjalda hins opinbera til kaupa á vörum og þjónustu. Mikilvægt er, að frumvarp þetta nái fram að ganga án þess að fjárlagaútgjöld í heild verði aukin, og jafnframt, að f lánsfjáráætlun þeirri, sem nú er unnið að, verði stefnt að því, að draga úr raunvirði nýrra útlána á árinu 1976. Raunar má vera að meira aðhalds sé þörf f ríkisfjár- málum en að er stefnt með fjár- lagafrumvarpi. Svigrúm til meiri skuldasöfn- unar erlendis er lftið sem ekkert eins og nú horfir. Aðlögun þjóðar- búskaparins að hinum óhagstæðu ytri skilyrðum hefur verið seinni að skila árangri en ætlað var, vegna sífellt óhagstæðari þróunar útflutningsviðskiptanna. Af þess- ari ástæðu má ekkert slaka á eftirspurnaraðhaldi á næsta ári. Hvort unnt reynist að ná þessum tökum á innlendri eftirspurn og draga um leið verulega úr hraða verðbólgunnar — án þess að valda atvinnuleysi — stendur og fellur með þátttöku og samvinnu samtaka vinnumarkaðarins við að móta ákveðna, hófsama Iauna- stefnu fyrir árið 1976, sem í bezta falli gæti miðað að því að stað- festa núverandi kaupmátt launa. Þótt þetta kunni að sýnast erfitt og óaðgengilegt eftir kaupmáttar- rýrnun á þessu ári, virðist þetta eina skynsamlega leiðin. Vandinn, sem að steðjar, er þó ekki sá einn að ná viðunandi jafn- vægi milli þjóðarútgjalda og tekna á næsta ári, heldur ekki síður að tryggja, að þau útgjöld fái forgang, sem stuðla að aukinni fr.amleiðslu og flýta efnahags- bata. FRAMVINDAN OG HORFUR 1975 Þjóðhagsspár frá í apríl og maí, sem reistar voru á horfum eftir gengislækkunina í febrúar og efnahagsráðstafanirnar I marz og apríl, gáfu til kynna, að þjóðar- framleiðsla drægist saman um 2% að raunverúlegu verðgildi á árinu 1975. Þá var og búizt við, að viðskiptakjörin við útlönd rýrn- uðu um 15% frá fyrra ári, eða sem jafngilti um 4% til viðbótar minnkun þjóðarframleiðslunnar. Þannig voru taldar horfur á, að þjóðartekjur i heild minnkuðu um 6% á þessu ári, eða um 7—8% á mann. I þessum spám var reiknað með, að allir helztu þættir þjóðarútgjalda stæðu I stað eða minnkuðu á þessu ári, eða í heild var spáð um 11% minnkun þjóðarútgjalda að raunverulegu verðgildi, að mestu leyti vegna minnkunar einkaneyzlu. Með þessu var ljóst, að mun meiri sam- dráttur yrði í innlendri eftirspurn en framleiðslu á þessu ári, þver- öfugt við þróunina 1974, en þá jukust þjóðarútgjöld f heild um 10% að raunverulegu verðgildi meðan framleiðslan jókst aðeins um 3% og þjóðartekjur stóðu í stað. 1 þjóðhagsspánum frá I maí voru taldar horfur á 2% magn- aukningu útflutningsframleiðslu, en jafnframt var þess vænzt, að hin mikla aukning útflutnings- vörubirgða, sem varð á sl. ári, gengi til baka í ár. Því var reiknað með, að vöruútflutningur gæti aukizt um 14% að raunverulegu verðgildi á árinu 1975. Á móti var spáð um 17—18% samdrætti inn- flutningsmagns, og að frátöldum verðbreytingum mætti því búast við verulegum bata í vöruskipt- unum við útlönd á árinu 1975. Af völdum rýrnunar viðskiptakjara var þvi hins vegar spáð, að á verð- lagi þessa árs næmi vöruskipta- hallinn engu að siður um 7% af þjóðarframleiðslu samanborið við 12% á árinu 1974. Það sem af er árinu virðast spárnar um þróun innlendrar eftirspurnar og innflutnings hafa gengið eftir f öllum meginatrið- um, en á hinn bóginn hefur þróun útflutnings reynzt mun óhagstæð- ari en við var búizt. Þvi veldur annars vegar, að útflutningsfram- leiðslan í heild hefur ekki aukizt eins og búizt var við, og eru nú fremur taldar horfur á að hún minnki lítillega í ár, en hins vegar hefur gætt áframhaldandi sölu- erfiðleika erlendis og lítið gengið á birgðir sjávarvöru og álbirgðir aukizt. Vegna þessarar slöku út- komu útflutningsins er sýnt, að viðskiptahallinn réttist mun minna f ár en áður var vænzt, og er nú búizt við að hann nemi um 1014% af þjóðarframleiðslu. Við endurskoðun þjóðhags- spánna nú í vetrarbyrjun hafa framleiðslubreytingar verið færð- ar lítið eitt niður frá fyrri spám, einkum vegna þess, að nú virðist sýnt, að útflutningsframleiðsla eykst ekki á þessu ári. Eru nú taldar horfur á, að þjóðarfram- leiðslan minnki um 314% að magni í ár. Þá er spáð um 16% versnun viðskiptakjaranna við út- lönd í kjölfar rýrnunar viðskipta- kjaranna um 10% á sl. ári. Við- skiptakjaraáhrifin á þessu ári svara til um 414% skerðingar þjóðarframleiðslu að raunveru- legu verðgildi. Þannig er nú spáð, að raunverulegar þjóðartekjur dragist saman um 8% í heild á þessu ári, eða sem nemur um 9% á mann. FRAMLEIÐSLAN EFTIR GREINUM Horfur eru nú á, að sjávaraf- urðaframleiðslan geti aukizt um 2% á þessu ári, en þetta er heldur minni framleiðsluaukning en spáð var fyrr á árinu. I spám f maf var búizt við um 4% aukningu sjávarafurðaframleiðslu, en við endurskoðun voru spár þessar færðar niður, einkum af þremur orsökum. I fyrsta lagi var ljóst, að markaður fyrir frysta ioðnu f Jap- an hafði brugðizt og hafði það i för með sér, að nær alveg tók fyrir loðnufrystingu á þessu ári. I öðru lagi varð afli minni en ella hefði mátt búast við vegna togara- verkfallsins i byrjun sumars, og i þriðja lagi dró úr síldveiðum I Norðursjó. Meginástæður þeirrar aukningar, sem nú er spáð, eru aukning í þorskafla togara og framleiðsluaukning frystingar og söltunar, sem meira en vegur upp minnkun loðnuaflans hér heima og framleiðsluminnkun loðnu- frystingar. Auk þess. koma nú til veiðar nokkurra loðnuskipa á fjarlægum miðum. Samkvæmt bráðabirgðatölum var heildar- þorskaflinn fyrstu nfu mánuði ársins um 21 þús. tonnum meiri en á sama tíma I fyrra eingöngu vegna aflaaukningar togara, en bátaaflinn reyndist um 2 þús.. tonnum minni. Heildarverðmæti landaðs sjávarafla á föstu verð- lagi er áætlað svipað fyrstu níu mánuði ársins í ár og á sama tíma f fyrra. Hins vegar er áætlað, að útflutningsframleiðsla sjávaraf- urða tímabilið janúar—septemb- er 1975 hafi orðið um 2% meiri að magni en fyrstu níu mánuði árs- ins 1974. Framleiðslan í öðrum greinum er talin verða svipuð eða minni á þessu ári en árið 1974. Gert er ráð fyrir, að búvöruframleiðslan reynist um 3% rýrari en í fyrra. Magn innveginnar mjólkur hjá samlögunum fyrstu níu mánuði þessa árs reyndist um 2,5 millj. lítra minna en á sama tíma í fyrra, en það er tæplega 3% minnkun. Sauðfjárslátrun á þessu hausti er talin verða meiri en nokkru sinni og veldur því bæði meiri frjósemi áa og minni ásetn- ingur vegna minni og lélegri heyja en á sl. ári. Vegna hins óhagstæða tíðarfars um sunnan- og vestanvert landið sl. sumar brást kartöfluuppskera og er hún talin verða innan við helmingur þess, sem hún var í fyrra. Búizt er við, að heildarfram- leiðsla iðnaðarins f ár dragist sam- an um 3% frá í fyrra. Alfram- ieiðsla er áætluð nema 60 þús. tonnum samanborið við 68.4 þús. tonn 1974, en það er um 12% minnkun. Samkvæmt hagsveiflu- vog iðnaðarins og fleiri heimild- um er önnur iðnaðarframleiðsla talin hafa reynzt heldur minni á fyrra helmingi þessa árs en á sama tima f fyrra. Ljóst er, að breytingar framleiðslumagns eru afar ólíkar í hinum ýmsu greinum iðnaðarins. Virðist koma fram talsverð framleiðsluaukning I út- flutningsgreinum öðrum en áli og kisilgúr, en samdráttur í þeim iðngreinum sem framleiða fyrir innlendan markað, svo og í við- gerðargreinum. Fyrri hluta árs varð samdrátturinn mestur í rikisverksmiðjunum þremur, Áburðarverksmiðjunni, Kísil- iðjunni og i Sementsverksmiðj- unni — og þar af leiðandi i steypugerð — vegna verkfallanna í byrjun sumars. Sjá töflu 2 Umsvif i byggingarstarfsemi eru talin verða svipuð eða heldur minni i ár en á sl. ári, en mikil þensla hefur verið f byggingariðn- aði undanfarin ár. Opinber þjón- usta verður væntanlega svipuð og á sl. ári, en gert er ráð fyrir talsverðum samdrætti i öðrum greinum. Er þar fyrst og fremst átt við verzlunargreinar, sam- göngur og einkaþjónustu hvers konar, sem að langmestú leyti eru háðar innlendri eftirspurn. I heild er gert ráð fyrir, að umsvif i þessum greinum kunni að dragast saman f ár um 7% frá fyrra ári. Að öllu samanlögðu benda þær grófu vísbendingar og spár, sem hér hafa verið raktar, til um 314% samdráttar heildarframleiðslu allra greina á árinu 1975. NEYZLA * Nánari grein verður gerð fyrir þessum drögum í fjölriti Þjóðhagsstofnunar: „Cr þjóðarbúskapnum", sem út kemur f næsta mánuði. Einkaneyzla. Á árinu 1974 jókst einkaneyzla um 714% að raun- verulegu verðgildi meðan raun- verulegar þjóðartekjur stóðu i stað frá árinu á undan. A þessu ári er hins vegar spáð mikilli magnminnkun einkaneyzlu eða sem nemur um 12% samanborið við 8% minnkun þjóðartekna i heild að þvf er ætlað er. Sýnt er, að af einstökum þáttum þjóðarút- gjalda muni einkaneyzla minnka langmest, og samkvæmt spánni veldur samdráttur hennar tveim- ur þriðju hlutum af magnminnk- un heildarútgjalda þjóðarinnar, sem talin eru munu dragast sam- an um 10% að ráunverulegu verð- gildi. Þessi spá um þróun einka- neyzlu er mjög i hátt við spár fyrr á árinu, en þær voru einkum reistar á vitneskju um breytingar rauntekna fyrstu mánuði ársins. Nú eru horfur á, að kaupmáttur ráðstöfunartekna — eins og hann er metinn á mælikvarða verð- breytinga einkaneyzlu — minnki um 15% í ár eða heldur meira en einkaneyzla, en þetta felur í sér, að búizt er við, að hlutfall sparn- aðar af ráðstöfunartekjum lækki á árinu, en það hefur ekki gerzt frá þvi á árinu 1969. Upplýsingar um útgjöld til einkaneyzlu í ár, sem fengnar eru úr söluskattskýrslum verzlunar- og þjónustufyrirtækja, ásamt beinni vitneskju um meiriháttar útgjaldaliði, gefa til kynna, að einkaneyzla hafi minnkað að magni um 1014—11% á fyrra helmingi þessa árs samanborið við fyrra árshelming 1974. Þessi vitneskja kemur vel heim við spána um 12% samdrátt á árinu öllu þar sem gera má ráð fyrir, að aðlögun útgjalda að rýrnun raun- tekna komi fram með nokkurri töf. Visbendingarnar um út- gjaldabreytingar fyrri hluta árs- ins gætu eigi að síður bent til þess, að sá samdráttur einkaneyzl- unnar, sem spáð er fyrir árið allt, sé fremur ofmetinn en vanmet- inn. Að undanteknum húsnæðis- kostnaði munu allir þættir einka- neyzluútgjalda dragast saman i magni á þessu ári að þvi er ætlað er. Innflutningur neyzluvöru fyrstu þrjá fjórðunga þessa árs reyndist að líkindum 18—20% minni að magni en á sama tfma i fyrra, en þar af minnkaði bílainn- flutningur um nálægt þrjá fjórðu. Sýnt er, að af öllum þáttum einka- neyzluútgjalda munu útgjöld til innfluttrar neyzluvöru dragast langmest saman. Hér verður þó að hafa i huga hinn geysimikla inn- flutning nú siðustu árin, en vöxt- ur hans hefur verið talsvert yfir meðalvexti einkaneyzlunnar í heild. Spáin um verðbreytingar neyzl- unnar á þessu ári er einkum reist á vitneskju um verðþróun ýmissa útgjaldaþátta vöru og þjónustu i framfærsluvísitölu, eins og áætl- að er, að þeir komi fram sem útgjöld til einkaneyzlu. Spáð er um 47% heildarverðhækkun einkaneyzlu, og er þetta heldur minni verðbreyting en reiknað er með að vísitala vöru og þjónustu sýni að meðaltali á árinu. Samneyzla. Undangengin fimm ár hefur samneyzla aukizt stöðugt að raunverulegu verðgildi um 6% á ári. í ár er hins vegar búizt við, að raungildi samneyzluútgjalda verði óbreytt frá fyrra ári. Tölur um þróun samneyzluútgjalda fyrstu átta mánuði þessa árs virð- ast raunar benda til smávægilegr- ar aukningar fremur en til óbreytts útgjaldamagns en búast Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.