Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NOVEMBER 1975 INNGANGUR Almennur samdráttur fram- leiðslu og eftirspurnar í iðnþró- uðu ríkjunum samfara hríðversn- andi viðskiptakjörum frumfram- leiðsluríkja eru þeir þættir í hinni alþjóðlegu efnahagsfram- vindu, sem afdrifaríkastir hafa orðið fyrir íslenzka þjóðarbúskap- inn á árunum 1974 og 1975. Þrátt fyrir minnkandi innflutn- ing 1975 hefur sölutregða og verð- lækkun á útflutningsmarkaði og hækkandi innflutningsverð valdið alvarlegum greiðsluhalla út á við, en sá halli er nú ásamt verðbólgunni erfiðasti efnahags- vandi Islendinga. Þegar efnahagserfiðleikarnir árin 1967 og 1968 voru yfirunnir, tók við einstaklega mikil gróska í íslenzku efnahagslífi. Arin fjögur 1970—1973 jukust ráðstöfunar- tekjur þjóðarinnar um 10% á ári að meðaltali. Þetta stafaði jöfnum höndum af aukinni fiskgengd og framleiðslu og hagstæðum við- skiptakjörum, sem bötnuðu jafnt og þétt öll þessi ár að árinu 1972 undanskildu. Viðskiptakjörin bötnuðu einkum mikið árið 1973, þegar verð útflutningsvara hækk- aði ört. Þetta langa velgengnis- skeið hafði vitaskuld víðtæk áhrif á almennar launakröfur og jók bæði einstaklingum og opinberri forystu bjartsýni, sem mótaði út- gjaldaáform bæði til fjárfestingar og neyzlu. Framvinda árin 1974 og 1975 snarsnérist Islendingum i óhag, og þau skörpu skil urðu enn til- finnanlegri vegna þeirrar hag- sældar, sem rikt hafði að undan- förnu. Viðskiptakjör versnuðu um 10% árið 1974 og skerðast enn um 16% í ár. Þessi skellur, ásamt nokkrum samdrætti í umsvifum innanlands, veldur því, að þjóðar- tekjur í heild stóðu f stað árið 1974 og minnka líklega um 8% árið 1975. Þarna er að leita skýr- ingarinnar á því, hve aðlögun að þessum gjörbreyttu aðstæðum hefur miðað hægt vegna margs konar erfiðleika, bæði af stjórn- mála- og efnahagsástæðum. Breytingar ytri skilyrða árin 1973—1974 voru bæði einstaklega snöggar og miklar, meira að segja á mælikvarða Islendinga, sem löngum hafa þó átt að venjast efnahagslegum hverfulleika. Kostnaðaráhrif oliuverðhækk- unarinnar og almenn verðhækk- un innfluttrar vöru riðu yfir í kjölfar uppgangs af völdum stór- aukningar útflutningstekna. Við- brögðin innanlands við þessum erlendu áhrifum ullu örari verð- bólgu en dæmi eru um á íslandi frá þvi að síðari heimsstyrjöld- inni lauk. Verðbreyting þjóðar- framleiðslu nam 40% 1974 og sýnist verða um 38% 1975, en hækkun visitölu framfærslu- kostnaðar er enn meiri. Hækkun framfærsluvísitölunnar á fyrra helmingi þessa árs svarar til 50% árshækkunar. Þessi hækkun staf- ar þó að verulegu leyti af gengis- sigi á fyrra helmingi ársins 1974 og gengislækkunum í ágúst 1974 og febrúar 1975, ásamt hinni miklu verðhækkun innfluttra vara á árinu 1974. Loks koma svo til kostnaðaráhrif hinna ógæti- legu kjarasamninga á fyrra helm- ingi ársins 1974. Aukning inn- lendrar eftirspurnar af völdum þessara kjarasamninga og stór- aukin fjárfesting, bæði einkaaðila og hins opinbera, leystu — með útlánaaukningunni 1974 — úr læðingi sterk verðbólguöfl, sem gætti alveg efalaust langt fram á árið 1975. VERÐBÓLGUHRAÐINN HEFUR NAÐ HÁMARKI Verðþróunin upp á síðkastið bendir hins vegar til, að verð- bólguhraðinn hafi náð hámarki. Verðhækkanir á þriðja og fjórða fjórðungi þessa árs eru um það bil helmingi minni en þær voru að meðaltali 1974—1975. Þetta stafar að verulegu leyti af þeim hófsömu kjarasamningum, sem gerðir voru í júní 1975, en þeir bentu til þess, að verkalýðshreyf- ingin viðurkenndi þörfina á að samræma innlenda eftirspurn skertum tekjuöflunarmögu- leikum þjóðarinnar út á við. Niðurstaða þessara samninga var mikilsverður árangur 1 jafnvægis- viðleitninni í efnahagsmálum. Júnísamningarnir, ásamt ýmsum ráðstöfunum stjórnvalda, hafa valdið mestu um það, að 10% sam- dráttur þjóðarútgjalda — að því ætlað er — hefur orðið, án þess að til nokkurs atvinnuleysis hafi komið. Samdráttur eftirspurnar innanlands og verðáhrif gengis- lækkana og innflutningsverð- hækkunar virðast ætla að valda minnkun innflutningsmagns um 17% á þessu ári, eða líkt og ætlað var í marz og apríl sl. Óhagstæð viðskiptakjör og sölutregða á út- flutningsmarkaði valda því hins vegar, að halli á viðskiptum við útlönd verður mjög mikill á ár- inu, eða sem næst 10% af þjóðar- framleiðslu, samanborið við 12% árið 1974. Sé viðskiptajöfnuður- inn leiðréttur fyrir birgðabreyt- ingum útflutningsvöru, viðskipt- um álverksmiðjunnar og sér- stökum innflutningi fjárfest- ingarvöru, kemur fram svipuð breyting. VERNDARSTEFNA FYRIR SJAVARUTVEG Auk minnkandi eftirspurnar á crlendum markaði, er tilkoma verndarstefnu fyrir innlendan sjávarútveg í öðrum löndum önnur meginástæða útflutnings- erfiðleika okkar. Meðal þess, sem erfiðleikum veldur, eru stór- auknir styrkir til fiskveiða og vinnslu í þeim ríkjum, sem eru keppinautar okkar á erlendum markaði, hækkaðir tollar og álagning innborgunarskyldu við innflutning á fiski í markaðslönd- um okkar. Efnahagsbandalagið styrkir útflutning freðfisks og loks ríkti bann við löndunum fs- lenzkra fiskiskipa í Vestur- Þýzkalandi fram til hausts 1975. Eitt mikilvægasta ákvæði við- skiptasamnings íslendinga við Efnahagsbandalagið er afnám tolla á flestum íslenzkum fiskaf- urðum í aðildarríkjum bandalags- ins, en sú tollalækkun er ekki enn komin til framkvæmda. Þetta Hvernig er unnt að draga úr verð- bólgu án þess að valda atvinnuleysi? S\’VR: með hófeamri launastefnu og óbreyttum kaupmætti í GÆR kom út á vegum Þjóðhagsstofnunar 5. hefti ritsins Þjóðarbúskap- ur og er þar gefið yfirlit yfir þróun efnahagsmála á árunum 1 973 —1974 og um framvindu mála á árinu 1975. Ennfremur er fjallað um horfur á árinu 1976. Morgunblaðið birtir í dag og á morgun þrjá kafla úr riti þessu, sem gefa glögga mynd af framvindu efnahagsmála síðustu misseri og skýra ýmis þau vandamál, sem við hefur verið að etja, jafnframt því, sem spáð er um horfur á næsta ári. í dag birtist inngangur ritsins og hluti kaflans um framvindu og horfur á árinu 1 975. veldur því tvennu, að íslendingar njóta ekki þeirra gagnkvæmu tollalækkana, sem samningurinn gerði ráð fyrir, og verða jafn- framt að sæta hækkandi innflutn- ingstollum i þeim ríkjum, sem áður voru aðilar að EFTA, en eru nú í Efnahagsbandalaginu. óvissuAstand I STJÓRNMALUM Framvinda stjórnmálanna á árinu 1974 olli því, að hvorki reyndist unnt að bregðast við efnahagsvandanum nægilega snemma né á fullnægjandi hátt. Dráttur á efnahagsráðstöfunum, sem sýnilega voru nauðsynlegar, jók á spákaupmennsku, sem kom fram í auknum innflutningi og verðhækkun fasteigna, og setti efnahagsjafnvægið enn frekar úr skorðum. Þessa gætti einkum frá því að kjarasamningarnir í marz 1974 voru gerðir og þar til að fráfarandi ríkisstjórn reyndi að andæfa með afnámi verðlagsupp- bótar á laun og ýmsum öðrum ráðstöfunum. Önnur spákaup- mennskualda reis um mitt ár 1974, þegar mikil óvissa ríkti vegna tafa á myndun nýrrar ríkis- stjórnar að loknum kosningum í júní. Úr óvissunni í efnahags- málunum dró ekki fyrr en ný ríkisstjórn tók við í ágúst og greip til margvíslegra ráðstafana sfðast í þeim mánuði og í september með 17% gengisfellingu krón- unnar, hækkun óbeinna skatta og framlengingu á afnámi vísitölu- bóta á laun. Þessar ráðstafanir höfðu tvf- mælalaust jákvæð áhrif í bráð og --- oe hjóðarútgjöWl^LJÍ^------------------------- ^^^rrr^deVðsla og --------------------------- . 0/ _ —_______ ___ MiUjónir króna -------Verð Bráðab.- ---------1911 tölur SpA 1974 __--------— 1974 ------- ' ___ ——---------"" L 7» Sl 33 _____—......... .......... 87 660 1»«» 6.0 J 41,5 «•* 1. EinkaneyAa ...... 43 2 W “ W,0 *«•* 48,5 47 »% -SJ ”5' s“ rz "« _s*. *• 5/pióð.rú.gFJtLa .. 48 080 91 500 ’ ____ virði .... ”,s ‘ 1) vetðUg' TflLtaB.vOraWríto; ., . ...,.;aJu fvrra 2) Aðallef?® » «»"” «,u af 3) Rcikiiuo þrýstingur eftirspurnar eftir inn- flutningi rénaði á síðasta ársfjórð- ungi 1974. Vonir um að þessar ráðstafanir nægðu til þess að rétta við afkomu útflutningsat- vinnuveganna og jafna verulega viðskiptahallann urðu hins vegar að engu, þar sem viðskiptakjörin héldu áfram að versna. Aðstaða fiskveiða og fiskvinnslu reyndist enn veikari en við var búizt. Ullu því ýmis atvik, sem lögðust á eitt um að rýra samkeppnishæfnina, svo sem minnkandi afli, lækkað verð á erlendum markaði og hækkandi verð aðfluttra aðfanga. Um áramótin varð ljóst, að skjótra aðgerða yrði þörf, og um miðjan febrúar var gengi krón- unnar lækkað um 20%. í fram- haldi af gengislækkuninni voru jafnframt gerðar ýmsar ráð- stafanir til jafnvægis í efnahags- málum, sem einkum var ætlað að draga úr innlendri eftirspurn og styrkja fjárhag rikissjóðs. Versnandi ytri aðstæður hafa þannig hvað eftir annað gert áhrif innlendra ráðstafana að engu. Þegar meta á árangur stjórnar íslenzkra efnahagsmála á árunum 1974 og 1975 má ekki gleyma þessu þunga andstreymi erlendis frá. Endurteknar gengis- fellingar voru óhjákvæmilegar til þess að varðveita samkeppnis- hæfni útflutningsatvinnuveg- anna, halda fullri atvinnu og hamla gegn óhóflegri gjaldeyris- eftirspurn án þess að gripa til innflutningshafta. A þær verður hins vegar að líta sem beggja handa járn, þar sem þær hafa ýtt undir verðbólguna og glætt vonir um verðbólgugróða, en þar er ein- mitt komið nærri rótum margra efnahagserfiðleika íslendinga á siðustu árum og áratugum. HORFUR 1976 Horfur á síðasta fjórðungi þessa árs og árinu 1976 eru dekkri en vænzt var í ársbyrjun. Hinn langþráði bati í alþjóðlegri efnahagsþróun kann að vera í sjónmáli, en hann er enn ekki í hendi. Máttur samdráttaraflanna hefir verið vanmetinn. Eins og svo oft áður, hefur einnig láðst að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.