Morgunblaðið - 02.10.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 02.10.1986, Síða 18
OSA/SlA 18 MORGUNBLAÐE), FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 TÍMAMÓT HJÁ SPARIFJÁREIGENDCIM • • FOST LAUN AF TEKJUBRÉFUM fiýja Tekjubréfið hjá Fjárfestingar- félagirtu opnar þér áður óþekktan möguleika. Nú skapar þú þér reglulegar tekjur af verðbréfa- eigninni án þess að ganga á höfuðstólinri Tekjubréfin eru að nafnoirði kr. 100.000 og 500.000. Arður umfram verðtrgggingu er greiddur út (jórum sinnum á ári. Með nýju Tekjubréfunum ertu kominn á föst laun hjá sjálfum þér. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Skynsamur maður gleðst yfir því sem hann á fremur en að hryggjast yfir hinu sem hann & ekki. Dýrmætasti auður sérhvers liggur í heilbrigði hans og vellíðan, en ekki í forgengilegum eignum. Þann lífssannleik verður sennilega hver og einn að upgötva fyrir sig. Hér fylgir því uppskrift af ódýrum rétti fyrir þá sem hafa „dýran smekk". Kjúklingur steiktur í ljúfri krydd- blöndu Hafnarstræti 7 101 Reykjavík (91) 28566 1 kjúklingur 1200—1500 gr salt og pipar 2 matsk. matarolía 1 matsk. smjörlíki 2 hvitlauksrif 1 lárviðarlauf Vstsk. timian Vtbolli kjúklingasoð 1. Kjúklingurinn er skorinn í 8 hluta. Hreinsið þá vel og þerrið og stráið yfír salti og möluðum pipar. 2. Hituð er á pönnu matarolía og smjörlíki og kjúklingabitamir steikt- ir í 5—7 mín. Þeim er síðan snúið á pönnunni og pressuðum eða söxuð- um hvítlauk, timian og lárbetjalaufi (brotið í tvennt) er bætt á pönnuna. Hitinn er lækkaður. 3. Kjúklingasoð >/»bolli (vatn og kjúklingakraftur) er bætt á pönn- una, lokið er sett yfír og eru kjúkl- ingamir soðnir við meðalhita í 20—30 mín., eða þar til þeir eru soðnir í gegn. Snúið öðru hvom á suðutímanum. 4. Kjúklingabitamir eru teknir af pönnunni og Víbolli af kjúklingasoði bætt á pönnuna og látið sjóða við góðan hita þar til sósan fer að þykkna. Til að jafna sósuna betur má bæta út ( hana 1 matsk. af smjörlíki. Setjið smjörlíkið á miðja pönnuna og snúið pönnunni þannig að smjörlíkið fari eins konar hring- rás í sósunni þar til það er bráðið. Berið fram með soðnum gijónum eða núðlum og soðnu grænmeti eins og rósakáli. Fylltar pönnukökur Ein snjöll aðferð til að nýta matar- afganga í fullkomna máltíð er að útbúa fylltar pönnukökur. Pönnukökun 1 bolli hveiti 1 bolli mjólk 1 egg 1 matsk. bráðið smjörlíki 1. Hveiti, mjólk, egg og smjörlíki er sett í skál og þeytt vel saman. Á heita smurða pönnukökupönnu em settar ca. 2 matsk. af deiginu og pönnukökumar (12 stk.) bakaðar en þó aðeins öðm megin. 2. Fylling (úr smátt söxuðu kjöti, gijónum, kartöflum, grænmeti og sósu (er sett ( hverja köku, þeim er rúllað upp og raða í eldfast mót með samskeytin niður. 3. Utbúið gjaman bragðmikla sósu, t.d. úr 1 bolla af mjólk eða öðmm vökva, 2 matsk. hveiti, 2 matsk. smjörlíki. Sósan er sett yfír upprúllaðar pönnukökumar og þær em síðan bakaðar í ofni við venjuleg- an hita, 180—200 gráður ( 20 mín. eða þar til þær em orðnar vel heitar. Verð á hráefni Nú em kjúklingar á útsölu 1 kjúklingur (1200 gr) kr. 250,80 1 bolli gijón Kr. 10,00 Kr. 260,80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.