Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Meira fæst fyrir karfa en þorsk VERÐ á ísuðum karfa er enn mun hærra en þorski á fiskmörk- uðunum í Bretlandi og Þýzka- landi. Tvö skip seldu afla sinn i gær, hvort í sínu landinu. Fyrir karfa í Bremerhaven fengust að meðaltali 98,13 krónur, en þorsk í Bretlandi 78,54. Verð fyrir þorsk úr gámum i Bretlandi var heldur hærra. Sveinn Jónsson KE seldi 130 tonn, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 12,4 milljónir króna, meðalverð 95,53. Sveinn var með 112 tonn af karfa, sem seldust að meðaltali á 98,13 hvert kíló. Gúmmímal- bikið geftir góða raun „ÞEIR bilstjórar sem oft aká Reykjanesbrautina telja gúmmí- malbikið gefa góða raun. Enn er þó óvíst hvort framhald verð- ur á tilraunum með lagningu sliks malbiks," sagði Rögnvaldur Jónsson, hjá Vegagerð rikisins. í september var lagt á 400 metra kafla á Reylq'anesbraut við Kúa- gerði. Lagt var fjögurra sentimetra lag á götuna. „Það er komin ein- hver reynsla á þetta í vetur og menn telja að þessi vegarkafli sé betri hvað ísingu varðar en aðrir hlutar Reykjanesbrautar.“ Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að venju aðstoða lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spumingum þeirra um það efiii. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spum- ingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spumingunum birtast síðan í blaðinu. Emil í Katt- holti eins góð skemmtun Akureyri. ÞAÐ VAKTI athygli á opnum fúndi formanna A-ílokkanna, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafe Ragnars Grímssonar, f fúndaherferðinni „á rauðu ljósi" á Akureyri á sunnudaginn, að Sigrfður Stefansdóttir, oddviti Alþýðubandalagsins f bæjarstjóm Akureyrar og mótframbjóðandi Ólafe Ragnars við formannskjörið f fyrra, mætti ekki. Hún sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa verið búin að ráðstafa tíma sfnum f annað meðan fúndurinn var og ekki séð ástæðu til að breyta því. Hún sagði því að nóg væri að gera, „en ég var búin að taka þennan tíma á sunnudaginn frá til að fara með bömin mín á Emil í Kattholti [bama- leikritið sem Leikfélag Akureyrar sýnir nú] og sá ekki ástæðu til að breyta því. Eg bjóst við að sýningin yrði alveg eins góð skemmtun og fundurinn." Sigríður sagði flokksfundi alltaf ganga fyrir öðm hjá sér ef mögulegt væri, „en það er alveg ljóst að þetta var ekki flokksfundur. Það er ljóst að þetta er „einkabissness" formann- anna og því hefur- fólk, sem ekki kom, ekki litið á það sem flokkslega skyldu að mæta. Sumir hafa hrein- lega ekki haft áhuga á því og aðrir ekki haft aðstöðu til þess," sagði Sigríður Stefánsdóttir. Hún neitaði að um samantekin ráð alþýðubanda- lagsmanna hefði verið að ræða að mæta ekki. Sérfræðingar spá allt að „Ég er á kafí í fjárhagsáætlun bæjarins og einnig í prófum í menntaskólanum," sagði Sigríður, en hún starfar sem kennari við MA. — segir Sigríður Stefans- dóttir á Akureyri Morgunblaðið/PPJ Nýja Boeing 737-200C-leiguþota Flugfélagsins Atlanta hf. á Reykjavíkurflugvelli. Á innfelldu myndinni eru Amgrímur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Atlanta og flugmennirnir Arnold Barrington og Scott Warren. Atlanta leigir Boeing-737 FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. hefúr tekið á leigu í Bandaríkjunum Boeing 737-200C þotu og hefúr á sama tfma endurleigt hana með islenskum áhöfnum og starfemönnum til finnska flugfélagsins Finnair. Flugvélin var afhent Atlanta á Reykjavíkurflugvelli sl. laugardag, en það voru flugmenn frá bandaríska flugfélaginu Express One sem flugu vélinni til íslands frá Bandaríkjunum. Hér á landi hefúr nýja flugvélin fengið einkennisstafina TF- ABJ. Frá Reykjavík hélt þotan áfram áleiðis til Finnlands sfðdeg- is á mánudag. Hún mun hafa bækistöð f Helsinki og verður not- uð til vöruflutningaflugs milli Finnlands og Svfþjóðar, Vestur- Þýskalands, Hollands, Belgfu og Bretlands. Að sögn Amgríms Jóhannsson- við þetta verkefni. Flugfélagið ar, framkvæmdastjóra Atlanta Atlanta hefúr einnig á sínum veg- munu fímm áhafnir, eða tíu flug- um Douglas DC-8-61-farþega- menn, auk fímm flugvirkja starfa þotu sem er nú í skoðun á Taiwan og er fyrrirhugað að sú vél fari beint í langtímaverkefni sem hefst í lok marsmánaðar nk. Á sl. ári tók flugfélagið Atlanta að sér tvö leiguflugsverkefni er- lendis, annars vegar pflagríma- flug með múhameðstrúarmenn frá ýmsum ríkjum Vestur-Afríku til Jeddah í Saudi-Aj-abíu og hins vegar sólarlandaflug frá Helsinki í Finnlandi til Heraklion á Krít og Paphos á Kýpur. Rekstur Atl- anta hafur gengið vel að sögn forráðamanna félagsins. - PPJ Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofaunar: 20 prósent lækkun dollars SPÁR f fjármálaheiminum ganga f þá átt að dollarinn lækki, allt frá 5—10% og upp f 20%, sagði Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar í samtali við blaðið. Þórður sagði hugsanlegt að hækk- un á markaðsverði í Bandaríkjun- um kynni að bæta tapið vegna lækkunar dollarans að hluta eða öllu leyti. Þórður sagði að viðskiptahalli Bandarflq'anna væri að sjálfsögðu ástæðan fyrir spám um lækkun doll- ars. Hins vegar gerðu allir sér grein fyrir því að ef fylgt væri efnahags- stefnu í Bandaríkjunum sem hefði í för með sér hækkun vaxta eða ef stjómvöld minnkuðu fjárlagahallann með öðrum aðgerðum gæti það leitt til þess að dollarinn styrktist tíma- bundið. Breytt lánskjaravísitala verður að skoðast sem ný Úrskurðarnefind um verðtryggingu: ÚRSKURÐARNEFND, sem skipuð er á grundvelli Ólafelaga nr. 13/1979, telur að notkun launavisitölu sem hluta af grundvelli láns- kjaravfsitölu jafngildi því að tekin sé upp ný vísitala. Er það álit nefiidarinnar að slfk ný vfsitala verði ekki að óbreyttum lögum tengd eldri Iánskjaravísitölu og geti þvf ekki gilt gagnvart Qárskuld- bindingum sem stofnað hefúr verið til fyrir gildistöku hennar. Þetta kemur fram í áliti nefndar- innar til Seðlabanka íslands dag- settu 19. október síðastliðinn. Bankinn leitaði álits nefiidarinnar og féllst hún á að verða við ósk hans, enda þótt henni sé eingöngu ætlað að vera úrskurðaraðili. Sam- kvæmt lögum er nefndinni annars vegar ætlað að úrskurða um ágreining sem kann að rísa um útreikning eða grundvöll verð- tryggingar og fellir hún fullnaðar- úrskurð í málinu. Auk þess segir í 44. grein laganna: „Verði gerð breyting á grímdvelli einhverrar vísitölu, sem leyfð hefur verið í verðtryggðum samningum, skal nefndin fella úrskurð um það, hvemig umreikna skuli milli hinna tveggja vísitölugrundvalla." í nefndinni eiga sæti hagstofustjóri, einn aðili tilnefndur af Hæstarétti og einn af Seðlabanka. í greinargerð nefndarinnar segir að lánskjaravísitala sé ekki verð- vísitala samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu. Hún sé ekki sjálf- stæður verðmælikvarði, heldur endurspegli aðeins breytingar framfærslu- og byggingarvisitölu með fyrirfram ákveðnu vægi, þar sem hvorki lög né auglýsing Seðla- banka um vfsitöluna skilgreini hvað lánskjaravisitala eigi að mæla. Þá segin „Skýr ákvæði eru í lögum um hinar opinberu vísitölur, og er þar einnig kveðið á um reglubund- inn og fastákveðinn útreikning þeirra. Á sama hátt þarf að vera unnt að treysta þvi við samnings- gerð, að útreikningur lánskjaravísi- tölu sé í föstum skorðum og fylgi fastri reglu. Að öðrum kosti er ekki ljóst hvað um er samið og grundvöllur verðtiyggingar þvi ótraustur." f niðurlagi greinargerðarinnar segir: „Ljóst er að Seðlabankinn getur heimilað að verðtrygging sparifjár og lánsfyár miðist við ýmsar vísitöiur svo fremi að gætt sé þess skilyrðis að um sé að ræða opinberar skráðar visitölur eins og ær eru reiknaðar á hveijum tíma. þessu felst hins vegar ekki að mati nefndarinnar heimild til að skipta um vísitölur í verðtryggðum samningum og á sama hátt verður ekki séð að unnt sé með stjóm- valdsákvörðunum að raska vægi verðvísitalna í núverandi láns- kjaravisitölu." Þórður vildi ekki setja fram ákveðnar ráðleggingar til sjávar- vöruframleiðenda í ljósi þessara upp- lýsinga, aðra en þá að taka sem minnsta gengisáhættu í rekstrinum. Sjálfsagt væri fyrir stjómendur fyrir- tækja að haga lánamálum á þann hátt, til dæmis með því að fjármagna reksturinn í sama gjaldmiðli og fyrir- tækið selur afurðir sínar. Þá gætu verðhækkanir á erlendum mörkuðum ef til vill bætt gengisbreytingamar upp og vel það. Núna virtist sú skoð- un til dæmis vera ríkjandi að verð á sjávarafurðum fari hækkandi og gæti því bætt upp lækkun dollars. Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins dregur í efa að dollar- inn muni falla eins mikið og spámar sem vitnað er til hér að framan gefa til kynna. „Það er erfítt að segja til um hvað við tekur. Það er Ijóst að ef dollarinn fellur mikið má búast við að framleiðsla fyrir Bandaríkja- markað haldi áfram að minnka. En það er spurning hvemig markaðurinn bregst við og hvað verður um íslensku krónuna við slíka breyt- ingu,“ sagði Sigurður. Hann vildi ekki spá verðhækkun á Bandaríkjun- um í kjölfar frekari lækkunar dollar- ans. Sagði að stundum hefði það gerst en stundum væru áhrif gjald- miðilsbreytinga þveröfug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.