Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VQ)SKIPn/AlVDÍNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Hugbúnaður íslendingur skrifar forrit fyrir dönsk skattayGrvöld Fyrirtæki Nýr forstöðu- maður hjá Iðn- lánasjóði ÞÓRÐUR Valdemarsson hefur verð ráðinn forstöðumaður Vöruþróunar- og markaðsdeild- ar Iðnlánasjóðs frá 1. mars nk. Þórður lauk stúdensprófi frá Verzlunarskóla ís- lands árið 1982 og útskrifaðist sem viðskiptafræðing- ur frá HÍ árið 1976. Þórður hefur starfað hjá Sam- bandi ísl. sam- vinnufélaga síðan hann lauk námi, en var auk þess stundakennari í Verzlunarskóla ís- lands 1974-1979. Hann starfaði sem 'aðstoðabókari Sambandsins 1976-’79, markaðsfulltrúi hjá Iðn- aðardeild SÍS 1979-’82, markaðs- fulltrúi deildarinnar 1982-’85 og Qármálastjóri 1985-’87. Frá 1988 hefur Þórður verið verkefnisstjóri við gangsetningu nýs hugbúnaðar- kerfis fýrir framleiðslustjómun og fjárhagsbókhald hjá Skinnaiðnaði Sambandsins á Akureyri. Vöruþróunar- og markasdeild Iðnlánasjóðs var sett á stofn árið 1984. Starfsemi deildarinnar er m.a. að stuðla að vöruþróun og aukinni samkeppnishæfni iðanðar- ins, örva nýsköpun og auka útflutn- ing á iðnaðarvörum. Framkvæmda- sljóri Trésmiðj- unnarAr- mannsfell UM ÁRAMÓTIN var rekstur tré- smiðjunnar Ármannsfell aðskil- inn frá verktakastarfsemi fyrir- tækisins og hefiir hlotið nafnið Trésmiðjan Armannsfell. Alan Ford hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri. Verksmiðjustjóri er Valdimar Karlsson. Alan hefur frá 1975 unnið að hag- ræðingu og auk- inni framleiðni í húsgagna- og inn- réttingaiðnaði á Ís- landi, auk mark- aðssetningu hér og erlendis. Hefur hann unnið við vöruþróun og markaðsetningu húsgagna til útflutnings hjá Tré- smiðjmunni Víði hf. 1981—’86. Vann hann að svipuðu verkefni hjá Axis 1986—87 og starfaði síðan'hjá Tré- smiðjunni Viðrju hf. 1987—’88. Alan lauk prófi frá „London schöol of Art&Design“ með framleiðslu og húsagnahönnun sem aðalsvið 1974. LANDKYNNING — Undirritaður hefur verið samstarfs- samningur milli eigenda Miss World keppninnar annars vegar og Ferða- málaráðs íslands, Flugleiða hf. og Útflutningsráðs hins vegar, um að Ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir muni á árinu 1989 starfa umtal- svert við kynningu á íslandi og íslenskum framleiðsluvörum víða um heim. Er myndin tekin við það tækifæri. Hefur Linda nú þegar hafið kynningu á íslandi sem ferðamannalandi, þar sem hún kom fram á ferðakaupstefnu í Sviss nýlga. í febrúar mun hún aðstoða við kynn- ingu á nýjum framleiðsluvörum frá dótturfyrirtæki Icelandic Freezing Plants í Bretlandi. Sparar mikla vinnu við yfirferð skattaframtala fyrirtækja NÝSTOFNAÐ fyrirtæki í Kaupmannahöfn hefiir gert samning við dönsk skattayfirvöld um kaup á tölvuforriti, sem auðvelda mun mjög útreikn- ing á skattaframtölum fyrirtækja þar í landi. íslendingur að nafni Grímur Friðgeirsson hefiir skrifað forritið með aðstoð tveggja danskra félaga sinna sem starfa þjá skattayfirvöldum í Danmörku, lögfræðingi og endurskoðanda, og hafa þeir í sameiningu stofhað hið nýja fyrir- tæki sem þeir kalla K-gruppen. Þeir gera sér vonir um að selja að minnsta kosti eitt hundrað forrit á næstu vikum, en að sögn Gríms er márkaður fyrir um þijú hundruð slík forrit í landinu, Fyrir sölu á hundrað forritum fást um þijár millj- ónir íslenskra króna. Grímur sagði í samtali við Morgunblaðið að út- reikningur á skattaframtölum fyrir- tækja í Danmörku væri afar flókinn og hafa kannanir sýnt að um 90% af öllum skattaskýrslum fyrirtækja væru rangfærðar. „Nú er til dæmis verið að fara yfir skattaskýrslur fyr- irtækja frá árinu 1987, en á meðan hafa fyrirtækin greitt skatt sam- kvæmt áætlunum. Öllum skýrslun- um er keyrt í gegnum stóra tölvu hjá Skýrsluvélum ríkisins í Dan- mörku. Ef tölva’n gefur skilaboð um rangfærslur, eru þær sendar aftur til sveitarfélaganna. Samkvæmt því kerfí, sem nú er unnið eftir hjá skattayfírvöldum í Danmörku, er hver starfsmaður á Skattstofunni tvo til fjóra tíma að fara yfir fram- tal eins fyrirtækis þannig að sá starfsmaður tekur varla meira en tvö fyrirtæki fyrir á degi hveijum, að sögn Gríms. Með þessu nýja forriti tekur þessi yfírferð hinsvegar mun styttri tíma og fer vart fram úr fímmtán mínútum. Skattayfirvöld sjá sér verulegan hag í kaupum á forritinu og hafa nú ákveðið að kaupa átta til tíu slík eintök. „Þetta byijaði allt á því að kunn- ingi minn, lögfræðingur hjá Skatt- stofunni, hringdi í mig til að spyij- ast fyrir um hvort ekki mætti auð- velda þessa vinnu með notkun tölvu- forrits. Vinnan sjálf hefur tekið mig um þijá mánuði og kosturinn við forritið er hversu einfalt það í raun- inni er. Ég nota reiknilíkansforrit sem grunn og byggi nýja forritið á því,“ sagði Grímur. Skattayfirvöld hafa keyrt forritið til reynslu undan- farin mánuð og hefur mönnum líkað vel við það. „Það forrit, sem við erum nú að selja, er gert fyrir skattaframt- öl frá árinu 1987 og þegar forrit fyrir framtöl 1988 verður tilbúið, má búast við að markaðurinn stækki til muna því gera má ráð fyrir að endurskoðendur vilji nýta sér kosti forritsins fyrir sig og þau fyrirtæki, sem þeir starfa fyrir. Þá eru sveitar- félögin í Danmörku um 300 talsins og búast má við því að þau vilji nýta sér forritið einnig. Skattayfír- völd í Kaupmannahöfn hafa í því sambandi mælt með forritinu í bréfi, sem þau hafa sent út til sveitarfélag- anna.“ Grímur hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn í hálft annað ár þar sem hann hefur starfað hjá tölvu- deild háskólans. Hann hefur nýlega hætt þar störfum og stundar nú framhaldsnám í verkfræði. ísnet er öllum opið - segir Jón Þór Þórhallsson stjórnar- formaður hins nýja fyrirtækis ÍSNET heitir nýtt fyrirtæki í eigu SKÝRR, Flugleiða, Verslunarbanka íslands, Míkrómiðils hf. og Holbergs Mássonar, sem jafiiframt er fram- kvæmdasljjóri fyrirtækisins. Að sögn Jóns Þórs Þórhallssonar stjóraar- formanns Isnets er fyrirtækinu ætlað að einfalda stofnunum, fyrirtækj- um og einstaklingum að tengjast sín á milli með aðstoð tölvu og afla sér upplýsinga úr þeim gagnabönkum sem tengdir verða kerfinu. Þessi þjónusta hefiir verið nefiid samskiptaháttabreytingar á íslensku, en þekkist kannski betur undir nafiiinu protocol conversion. Jón Þór seg- ir, að fyrirtæki með svipuðu sniði sé að finna viða erlendis og séu þau þá oftar í eigu tölvufyrirtækja, gagnstætt því að ísnet sé í eigu not- enda, og standi öllum opið burtséð frá því hveraig tölvu viðkomandi notar. Þetta telur hann ótvíræðan kost. ísnet er í raun framhald á sam- er ætlað að bæta úr þeirri þörf. Nú starfi ítölu, sem var í eigu Holbergs Mássonar, og SKÝRR, en þessi fyrir- tæki hafa undanfarið unnið að því að auðvelda tengsl á milli ólíkra tölvukerfa. Hið nýja fyrirtæki hefur nú yfírtekið rekstur ítölu. „Rekstur- inn er byggður á þremur homstein- um,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið. „Sá fyrsti er sam- starf við Póst og Síma, en gagna- kerfi ísnets mun notast við gagna- flutningsnet Pósts og Síma. í öðru lagi hefur komist á gott samstarf við tölvusala, og í þriðja lagi er mikil- vægt að upplýsingaeigendur taki vel á móti þessu nýja fyrirtæki. Það er ljóst að hérlendis skortir dreifileiðir fyrir þær miklu upplýsingar sem víða er að finna í fyrirtækjum, og ísneti þegar hefur verið opnuð leið. fyrir DEC-NET notendur að hafa sam- skipti við IBM- SNA notendur og þær upplýsingar sem þeir hafa að- gang að, og öfugt. Þessi samtenging býður upp á 128 notendur í einu. Þeir aðilar sem tengjast ísneti geta nú þegar notast við þær upplýsingar sem SKÝRRhefur í upplýsingabönk- um sínum. í vor munu svo UNIX- tölvur, eða svonefnt TCP/IP kerfi bætist í hópinn. Flugleiðir og Versl- unarbanki íslands tengjast kerfínu líklega þegar fer að líða á árið. Þann- ig verður notendum kerfisins kleift að afla sér uppiýsinga úr ferðaþjón- ustu, fjármálaheiminum og opinbera geiranum." TENGING — Myndin var tekin þegar opnað var fyrir gáttina á milli DEC-NET notenda og IBM-SNA notenda. F.v. Holberg Más- son, frkvstj. ísnet, Jóhann Jóhannsson frá KÓS, Júlíus Ólafsson forstj. KÓS, og Jón Þór Þórhallsson forstj. SKÝRR. LAUN Launaforritíð frá Rafreikni LAIJN hentar fyrir alla almenna Rúmlega 20.000 íslendingar fá launaútreikninga. greidd laun sem unnin eru í for- Það þarf aðeins að slá inn lág- ritinu LAUN enda er það mest marksupplýsingar, notaða launaforritið á Islandi. LAUN sér um allt annað. Athugið að LAUN sér algjörlega um allt sem snýr að staðgreiðslu skatta. LAUN fæst í næstu tölvuverslun. Einar J. Skúlason hf. Símar 91-681011 & 686933 Fólk í atvinnulífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.