Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Minning: EinarH. Ásgríms- son verkfræðingur Fæddur 20. september 1928 Dáinn 18. janúar 1989 Einar Haukur Ásgrímsson and- aðist í sjúkrahúsi í London miðviku- daginn 18. janúar 1989. Hann veiktist snögglega að kvöldi 8. jan- úar og var fluttur til London að- faranótt mánudagsins 9. janúar og gekkst þann dag undir mikla skurð- aðgerð vegna alvarlegs æðasjúk- dóms. í fyrstu voru bundnar vonir við að uppskurðurinn myndi heppn- ast, en svo kom í ljós að lífí Hauks varð ekki bjargað. Einar Haukur var fæddur í Hafn- arfírði 20. september 1928 og var því 61. aldursári, þegar hann lést. Foreldrar hans voru Ásgrímur Magnús útgerðarmaður í Hafnar- fírði Sigfússon, útvegsbónda í Nyjabæ í Njarðvíkum Jónssonar og kona hans, Ágústa Guðrún Þorðar- dóttir sjómanns úr Reykjavík Þórð- arsonar. Ásgrímur faðir Einars Hauks flutti 9 ára gamall með for- eldrum sínum úr Njarðvíkum til Hafnarfjarðar. Þar gekk hann í Flensborgarskólann og lauk þaðan gagnfræðaprófí 1914. Leiðin lá síðan í Verslunarskólann þar sem hann lauk námi árið 1918. Eftir að hafa starfað sem bókhaldari hjá fyrirtækinu Davíðsson og Hobbs í Hafnarfirði stofnaði Ásgrímur verslunar- og útgerðarfélagið Akur- gerði hf. í Hafnarfírði árið 1923. Varð hann framkvæmdastjóri þess og annar aðaleigandi. Akurgerði hf. hafði veruleg umsvif, gerði með- al annars út tvo togara samfara fískverkun. Böm Ásgríms og Ágústu voru tvö. Auk Einars Hauks er dóttirin Vera Magna, f. 1930. Hún er gift Guðmundi lækni Guðmundssyni Markússonar. Þau eru búsett í Svíþjóð og hefur Guðmundur verið starfandi um árabil sem sérfræð- ingur í beinaskurðlækningum við Kám-svæðissjúkrahúsið í Skövde. Einar Haukur ólst upp með for- eldrum sínum í Hafnarfírði og síðar í Reykjavík. Það var mikið áfall fyrir flölskylduna, þegar Ásgrímur veiktist alvarlega í blóma lífsins og varð óvinnufær. í þijú ár þurfti Ágústa að annast hann sjúkan þar til hann lést árið 1944 þá 47 ára gamali. Það var til þess tekið hve Ágústa hafði af mikilli umhyggju annast mann sinn á þessum erfíðu ámm. Þegar Ásgrímur fellur frá er Ein- ar Haukur 15 ára gamall og Vera 13 ára. Framundan voru námsárin hjá þeim systkinum. Þau fetuðu bæði í fótspor föður síns og gengu í Verslunarskólann. Einar Haukur lauk þar stúdentsprófí árið 1949. Tók hann síðan viðbótarpróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950. Þegar velja skyldi háskóla- nám varð verkfræði fyrir valinu og varð það að ráði að Einar Haukur innritaðist í háskólann í Birming- ham í Bretlandi og lagði hann þar stund á vélaverkfræði. Þar lauk hann BS-prófí árið 1955. Að loknu námi hélt Einar Haukur heim til íslands og hóf störf hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann starfaði um eins árs skeið 1955- 1956. Þá tóku við störf hjá Sindra- smiðjunum í Reykjavík til ársins 1957, en þá er Einar Haukur ráðinn stöðvarstjóri hjá Olíuverslun íslands hf. þar sem hann starfaði um tveggja ára skeið, en var svo ráðinn tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Tunnuverksmiðjum ríkisins á Siglu- fírði. Því starfí gegndi hann til árs- ins 1965. Þá lá leiðin suður er hon- um bauðst deildarverkfræðings- starf á verkfræðistofu sjóhers Bandaríkjanna á Keflavíkurflug- velli árið 1965. Þar starfaði hann svo til dauðadags. Hér að framan hefur verið í gróf- um dráttum minnst á menntun Ein- ars Hauks og svo helstu störf hans. Þott þessir þættir séu að sjálfsögðu þýðingarmiklir í lífí hvers manns, er það þó hjónabandið og fjölskyldu- lífíð sem mestum sköpum skiptir um hamingju manna enda oft sagt, að fjölskyldan sé homsteinn og kjöl- festan í lífí manna. Sama ár og Einar Haukur lýkur námi í Verslunarskólanum er tvítug stúlka austan úr Landbroti að hefja nám í Husmæðraskólanum við Sól- vallagötu í Reykjavík. Þetta var Ásdis, yngst þriggja dætra hjón- anna Helga Jónssonar bónda í Segl- búðum og konu hans, Gyðríðar Pálsdóttur, en Helgi hafði látist þá um vorið 55 ára að aldri. Yngsta bam þeirra hjóna, Jón Helgason, síðar alþ.maður og ráðherra, var þá við nám i Menntaskólanum í Reykjavík. Á þessum ámm bjó Ágústa Þórðardóttir, móðir Einars Hauks, á Sólvallagötu 11 í Reykjavík, andspænis húsmæðra- skólanum. Það mun hafa verið á þessum slóðum sem kynni hófust milli Ásdísar og Einars Hauks, sem leiddu svo til þess, að Ásdís hélt til Birmingham árið 1953. Þar voru þau svo gefín saman í hjónaband, Ásdís og Einar Haukur, þann 30. desember 1953. Nú hefst nýr kafli í lífí Einars Hauks. Heimili er nú stofnað í Birmingham, þar sem ungu hjónin búa næstu tvö árin. Einar Haukur stundar námið í háskólanum en Ásdís fékk sér starf á sjúkrahúsi í borginni. Kom þá strax í ljós hin mikla umhyggja hennar fyrir þeim sem sjúkir eru eða eiga bágt af öðrum ástæðum. Það hefur líka komið í ljós að hjartagæska Ásdísar Helgadóttur hefur verið einstök í gegnum árin. Þegar Einar Haukur hafði lokið vélaverkfræðináminu við háskólann í Birmingham 1955 flytja þau Ásdís heim til Reykjavíkur og stofna þar heimili. Ásdís reyndist einstök hús- móðir. Má segja að hún hafi haft gott veganesti með sér að heiman frá Seglbúðum. Heimilið þar var annálað fyrir myndaskap. Hjónaband þeirra Ádísar og Ein- ars Hauks var farsælt enda jafn- ræði með þeim. Þau sýndu mikla gestrisni og eignuðust fjölda vina, bæði hér fyrir sunnan og einnig fyrir norðan er þau dvöldu á Siglu- fírði. Þegar árin liðu hóf Ásdís nám við Kennaraskólann og lauk þar prófí í handavinnukennslu. Síðar hóf hún sjúkraliðanám og lauk prófí í þeirri grein. Hefur hún sl. ár starf- að sem sjúkraliði á Vífílsstöðum og nú um nokkurt skeið á Borgarspít- alanum. Ásdís minnist þess sérstak- lega, hve Einar Haukur studdi hana vel á þessum námsferli hennar. Er hún þakklát fyrir að hafa átt kost á því að ljúka þessum námsgrein- um. Þau Ásdís og Einar eignuðust tvö kjörböm, Ásgrím Helga, f. 1969, og Gyðu Sigríði, f. 1971. Þau stunda bæði nám, Ásgrímur í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ en Gyða í Verslunarskólanum. Nu þegar Einar Haukur er horf- inn af sjónarsviðinu geymist minn- ingin um góðan dreng. Skýr stend- ur hann manni fyrir hugskotssjón- um, fríður sýnum, í hópi hæstu manna og vakti eftirtekt hvar sem hann fór. Hann hafði hressilegt við- mót og ákveðnar skoðanir á málum og fór alltaf eftir sannfæringu sinni, þótt það stangaðist á við skoðanir annarra. Hann var góður drengur, sem mátti ekki vamm sitt vita, hrekklaus og umfram allt heiðarleg- ur. Hann var ljúfmenni, þótt undir niðri væri stórt skap sem hann fór vel með. Einar Haukur skrifaði greinar í blöð um málefni sem lágu honum á hjarta. Hann lagði vinnu í þessi skrif með þvi að leita sér fanga um heimildir og hann reyndi að bijóta mál til mergjar. Tengdir okkar Einars Hauks við flölskylduna í Seglbúðum urðu m.a. til þess, að við störfuðum saman að málefnum veiðiskapar í Grenlæk í landi Seglbúða. Það hafði t.d. komið í hlut Einars Hauks að gera á hveiju ári „almanak" um skipt- ingu á veiðidögum í landi Seglbúða. Uppkast af veiðialmanakinu fyrir næsta sumar var síðasta verk Ein- ars Hauks. Má segja að það hafí verið nokkuð táknrænt, því svo sterkar taugar hafði hann til Gren- læks og uiphverfisins í Landbroti. Einar Haukur hafði yndi af veiði- skap og hann var sportveiðimaður, veiddi einungis á flugu. Hann sýndi reyndar mikla þrautseigju í því að sanna, að unnt væri að veiða sjóbirt- ing á flugu með góðum árangri. Hann átti líka margar unaðsstundir við Grenlæk eins og reyndar svo margir sem þar hafa gengið um bakka. En nú er Einar Haukur Ásgríms- son allur. Of snemma gekk hann á vit feðra sinna. Við Margrét óskum honum heilla á nýrri vegferð og þökkum honum jafnframt vináttu og góð kynni á liðnum árum. Ás- dísi og bömunum, sem misst hafa svo mikið, vottum við innilega sam- úð. Þeirra missir er svo sár. Megi Guð gefa þeim styrk til að bera sorgina og söknuðinn. Megi hann einnig gefa þeim gæfu og birtu á braut framtíðarinnar. Erlendur Einarsson Mér varð óþyrmilega hverft við þá harmafregn nú í janúar að vinur minn, Einar Haukur Ásgrímsson, hefði fengið alvarlegt hjartaáfall sem leiddi hann síðan til dauða á örfáum dögum. Mér hafði öllum stundum virst hann eldhress og síkátur og fjarri því að standa dauð- anum nærri. Oumflýjanleg örlög okkar allra eru vissulega stundum óvænt.. Oft hefir verið sagt að sú vinátta sem stofnað er til á skólaárum sé varanlegust, endist bæði lengst og best. Þessi staðhæfing hefir áreið- anlega sannast varðandi vináttu okkar Einars Hauks, sem nú er snögglega fallinn frá í fullu fjöri. Vinátta okkra hófst á fyrstu ámm okkar í Verslunarskólanum, þar sem við vorum samferða í námi fram að stúdentsprófí 1949. Síðan hefír vináttusamband okkar verið óslitið þótt oftast hafí verið æði- langt á milli okkar. Eftir stúdents- próf vorum við sinn í hvorum stað í framhaldsnámi úti í Evrópu, og síðustu áratugina hefí ég verið bú- settur fyrir norðan en hann fyrir sunnan. Um nokkurra ára skeið upp úr 1960 bjuggu þau Einar Haukur og Ásdís eiginkona hans þó hér á Siglufírði meðan hann starfaði sem framkvæmdastjóri Tunnuverk- smiðja ríkisins, og vorum við þá daglegir heimilisgestir hvor hjá öðr- um. Eftir að þau fluttust frá Siglu- firði hefír heimili þeirra fyrir sunn- an ævinlega staðið okkur Önnu opið af takmarkalausri gestrisni jafnt á nóttu sem degi. Við sem út á landi búum þurfum oft að ferðast til Reykjavíkur og þá einatt án nokkurs fyrirvara. Oftast gafst mér því ekki tækifæri til að hringja til vinar míns fyrr en ég var kominn til Reykjavíkur, og var þá ekki sökum að spyija, hann var umsvifalaust kominn til að ná í mig og eiga með mér samveru- stund með ijörugum samræðum og oftar en ekki við glóandi vín á skál. Ég hefí engum öðrum kynnst sem lagt hefir sig jafneindregið fram um að rækta vináttusamband. Hann virtist alltaf geta ýtt öðru fyrirvaralaust til hliðar til þess að eiga stund með mér. Og ekki nóg með það, hann var boðinn og búinn til að aðstoða mig við þau erindi sem ég hafði að sinna. í vináttusam- bandi okkar var ég óefað meiri þiggjandi en veitandi og stend nú eftir með samviskubit og vináttu- skuld sem ég á ekki lengur kost á að gjalda í sömu mynt. Einar Haukur átti sér margvísleg hugðarefni sem hann hafði unun af að sökkva sér niður í, mynda sér K K S' - NÁMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Triumph-Adler skrif- stofuritvél á verði skólaritvélar. Umboðsmenn um land allt: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík, Bókabúð Olivers Síeins, Hafnarfirði, Bókabúðin Grima, Garðabæ, Grifill, Reykjavík, Hans Arnason, Reykjavík, Jón Bjarnason, Akureyri, Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf., Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi, Penninn, Reykjavík, Rás s.f„ Þorlákshöfn, Síuðull s.f., Sauðárkróki, Sameind, Reykjavík, Skrifvélin, Reykjavík, Tölvuvörur hf„ Reykjavík, Traust, Egilsstöðum. Sendum í póstkröfu Góð hönnun og glæsilegt útlit einkenna ritvélarnar frá TA Triumph-Adler • Prenthraði 13 slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.