Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Mariane Danielsen á strandstað í Grindavík: Skipstjórnarmönn- um var skipað í land með lögreg*luvaldi Reiknað með að einkennileg atburða- rás skýrist í sjóprófum í vikunni Yfirmönnum danska flutningaskipsins Mariane Daníelsen voru settir úrslitakostir aðfaranótt sunnudags um borð í skipinu á strand- stað við innsiglinguna í Grindavík, annað hvort feeru þeir sjálfviljug- ir i land eða með lögregluvaldi. Þá hafði enn engin beiðni borist um aðstoð þótt skipið væri búið að vera strandað í liðlega sólarhring á stað svo nálægt innsiglingunni í Grindavíkurhöfii að miklum erfið- leikum kann að valda. Það var síðan um kl. 4 aðfaranótt sunnudags- ins að björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík dró 4 danska yfirmenn skipsins í land i björgunarstól. A laugardagskvöld sá Siglinga- málastjóri um að láta dæla um 20 þúsund tonnum af gasollu í land , en þá höfðu 100-105 þúsund lestir farið í sjóinn eftir að leki komst að tönkum skipsins. Leggja varð nokk- ur hundruð metra langan veg eftir ströndinni til þess að koma olíudæl- um að skipinu. Lítilsháttar varð vart við fugladauða á ströndinni VEÐUR nálægt strandstað í gær. I gær stóð til að dæla um 5 þúsund tonnum af smurolíu í land úr skipinu, en það er það síðasta sem eftir er af olíu um borð í skipinu. Vegna veð- urs var beðið með það verk, en mun hættulegra er að fá smurolfu í sjó- inn heldur en gasolíu sem saltið nær að bijóta upp á tiltölulega skömm- um tíma. Þegar blaðamenn Morg- Frá strandstað í gær í þungu brimi. unblaðsins voru á strandstað í gær- dag haggaðist skipið ekki á klöpp- unum í f|Örunni þótt nokkuð gæfi á. Reiknað er með að sjópróf fari fram í Keflavík um miðja þessa viku. Það var rétt byijað að falla út þegar Grindavíkurlóðsinn fór frá borði Marianne Daníelsen um kl. 20 á föstudagskvöld eftir að hafa siglt skipinu heldur lengra frá landi en hans venja var. Stefnan var klár, beint áfram og skipstjórinn tók við en einnig var þá í brúnni 2. stýri- maður, Filipseyingur, en hann var kominn út á síðu skipsins þegar lóðsbáturinn hvarf frá borði. Þegar lóðsinn var kominn um borð í lóðs- bátinn skipti engum togum að danska flutningaskipinu var beygt hart í bak og stefndi til lands. Lóðs- báturinn kallaði þegar í flutninga- skipið og var skipveijum danska skipsins sagt að beygja frá, en ekk- ert svar fékkst. Litlu síðar var kall- að aftur frá lóðsbátnum og skip- veijum sagt að setja á fulla ferð aftur á bak, en ekkert svar fékkst og skömmu síðar keyrði skipið á land á fullri ferð. Engin þoð komu frá skipveijum næstd klukkutímana, en um nóttina unnu björgunarsveitarmenn að björgun skipveijanna. Á flóðinu um kl. 4 um nóttina færðist skipið tals- vert til og flaut hreinlega á köflum, en þá telja staðarmenn að miklir möguleikar hafi verið til þess að ná því út, enda voru aflmikil skip eins og til dæmis Júpíter skammt undan landi og enginn farmur í flutningaskipinu. Um það leyti var dönskum yfirmönnum, skipsins hins vegar skipað í Iand, enda hafði eng- in beiðni enn borist um aðstoð frá tryggingaraðilum danska skipsins né skipstjóranum. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson A skyndifundi bæjarstjómar Grindavíkur á laugardag vegna strandsins gerði bæjarstjómin eftir- farandi bókun:“Bæjarstjómin óskar eftir því að landhelgisgæslan og siglingamálastjóri geri allt sem frekast er unnt að gera, til þess að draga úr tjóni, sem gæti hlotist af strandi Mariane Danielsen. Sigl- ingamálastjóri hafi á hendi stjómun þeirra aðgerða sem lúta að mengun- arvömum. Fullri ábyrgð verði lýst á hendur útgerðinni fyrir tjóni sem leiðir af strandinu. Bæjarstjómin harmar síðbúna íhlutun stjómvalda og leggur fram ósk um sjópróf." Jafhframt var lögmanni bæjarins, Jónasi Aðalsteinssyni falið að gæta hagsmuna bæjarins. Síðan um helgi hefur bæjarfóg- etaembættið í Keflavík unnið að skýrslugerð um málið, en áhöfn skipsins, Danir og Filipseyingar hafa verið kyrrsettir fram yfir sjó- próf. Bæjarstjóm Grindavíkur hefur sett fram þá kröfu að skipið.verði fjarlægt af strandstað hvort sem það verður dregið út eða bútað nið- ur á strandstað og flutt burtu. Sjór var kominn í afturlest skipsins I gær, en ekkert liggur fyrir um vilja tryggingaraðila til þess að ná skip- inu af strandstað. Hvarvetna þykir hin mesta ópiýði af því að hafa skipsflök í innsiglingarleiðum hafna og oft ber það við að skipstjórar flutningaskipa neita að sigla inn í hafnir þar sem slík flök em af stór- um skipum. VEÐURHORFUR í DAG, 24. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Um 400 km vestur af Reykjanesi er 960 mb lægö sem þokast vestnorðvestur, önnur lægð um 965 mb djúp 1200 km suövestur af -Vestmannaeyjum hreyfist hægt norðaustur og síðar norður. Veður fer heldur kólnandi þegar líður á nóttina. SPÁ: Sunnan- og suðvestan gola eða kaldi. Dálítil slydda eða slyddu- él víða um land. Hiti nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Sunnan- og suðvest- an-átt og hiti nálægt frostmarki. Él verða víða um sunnan- og vest- anvert landið, en þurrt og bjart veður á Norðausturlandi. Síðdegis á fimmtudag þykknar upp meö vaxandi austan- og suðaustan-átt. x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaörirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða » , ’ Súld CO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hltl 1 4 veður alskýjað alskjjað Bergen 7 þokumóða Helalnkl +0.5 skýjað Kaupmannah. 4 skýjað Narssarsauaq +6 alskýjað Nuuk +9 snjóól Osló 1 skýjað Stokkhólmur +2 snjókoma Þórshöfn 9 rignlng Algarve 14 Iðttskýjað Amsterdam 6 mlstur Barcelona 11 heiðskirt Beriln 6 hólfskýjað Chlcago 1 helðakírt Feneyjar 9 heiðskirt Frankfurt 3 þokumóða ’ Glasgow 9 skýjað Hamborg 3 þokumóða Lat Palmas 20 rykmietur London 10 skýjað Los Angeles 11 alskýjað Lúxemborg 1 þoka Madríd 7 heiðskirt Malaga 15 skýjeð Mallorca 14 skýjað Montreal +13 lóttskýjað NewYork 1 alskýjað Oriando 10 alskýjað París 1 þoka Róm 10 skýjað San Diego 12 skýjað Vín 6 léttskýjað Washlngton +0.6 alskýjað Wlnnlpeg +11 snjókoma „A rauðu ljósi“ á Neskaupstað: Olafiir Ragnar þáði biðlaun írá Alþingi Neskaupstað. ÓLAFUR Ragnar Grímsson sagði á almennum stjórnmálafúndi, með heitinu „Á rauðu ljósi“, sem haldinn var í Egilsbúð síðastlið- inn laugardag, að hann hefði Rúmlega60% fylgisjálf- stæðismanna í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar fengi 60,6% fylgi kjósenda gegn sam- eiginlegu framboði minnihluta- flokkanna í borgarsfjórn, sam- kvæmt skoðanakönnun Skáfs fyrir Stöð 2. í skoðanakönnuninni tóku 76,4% aðspurðra afstöðu, og af þeim sögð- ust 39,4% myndu kjósa sameigin: legt framboð minnihlutaflokkana. í borgarstjómarkosningunum 1986 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52,7% atkvæða. þegið biðlaun frá Alþingi þegar hann fór út af þingi við kosning- araar í april 1983. Gaf hann þessa yfirlýsingu eftir ítrekaðar spuraingar en vildi ekki líkja þessu við biðlaun Sverris Her- mannssonar því hann hefði ekki verið í embætti prófessors áþeim tfma sem hann þáði launin. Alþingiskosningamar voru 23. aprfl 1983. Samkvæmt upplýsing- um Friðriks Ólafssonar skrifstofu- stjóra Alþingis fékk Ólafur Ragnar biðlaun fyrir þijá mánuði, samtals 107.911 krónur á þáverandi vérð- lagi. Hann fékk 34.149 krónur fyr- ir maí, 36.881 kr. fyrir júní og 36.881 kr. fyrir júlí. Salurinn í Egilsbúð var hálfsetinn á fundi Jóns Baldvins Hannibals- sonar og Ólafs Ragnars á laugar- dag. Fundurinn átti að heflast klukkan 14 en fundarboðendur komu ekki fyrr en klukkan var að nálgast 15 og þá með leiguflugvél frá Amarflugi. Sögðust þeir hafa misst af áætlunarvélinni vegna þess að ríkisstjómarfundur þá um morg- uninn hefði staðið lengur en búist var við. Ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.