Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1989 EinarH. Ásgríms- son verkfræðingur stæðismanna í Garðabæ og Reykja- víkurkjördæmi. Hann kom á flesta okkar fundi. Þar tók hann gjaman til máls, talaði yfirvegað og skipu- lega og af þekkingu um það, sem var til umraeðu, lagði gott eitt til mála og var jákvæður. Hann hafði sérstaka þekkingu á skattamálum, en mestan áhuga hafði hann á úr- bótum í kjördæmaskipan og varð- andi kosningalög. Um þau mál skrifaði hann íjölda blaðagreina og lagði fram vel unnar tillögur. Ég veit að sú skipan kosningamála, sem ákveðin var fyrir nokkrum árum, olli honum vonbrigðum. Aðrir rekja sjálfsagt ættir Einars Hauks og lífshlaup. Við ótímabært og óvænt fráfall hans þakka sjálf- stæðismenn í Garðabæ honum óeig- ingjamt starf í þágu sameiginlegs málstaðar. Fundir okkar verða svip- minni að Einari Hauki gengnum. Eiginkonu -og ástvinum öllum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ólafur G. Einarsson Eiriar Haukur Ásgrímsson verk- fræðingur, frændi minn, lést í sjúkrahúsi í London aðfaranótt 18. janúar, sextugur að aldri. Hann sem fyrir skömmu var fullur lífsorku er skyndilega fallinn frá langt um ald- ur fram. Einar Haukur fæddist í Hafnar- firði 20. september 1928 sonur hjónanna Guðrúnar Ágústu Þórðar- dóttur og Ásgríms Sigfússonar út- gerðarmanns í Hafnarfirði. Ás- grímur var sonur Sigfúsar Jónsson- ar útvegsbónda í Nyjabæ í Njarðvíkum og konu hans, Sigríðar Johannesdóttur. Ágústa var dóttir hjónanna Þórðar Helga Þórðarson- ar sjómanns í Reykjavík og Veron- iku Hallbjargar Einarsdóttur Magn- ússonar bónda á Skrauthólum á Kjalamesi sem síðar var búsettur á Holtastöðum í Reykjavík. Ásgrímur Sigfússon var atorkusamur fram- kvæmdamaður, stóð í fararbroddi útgerðarmanna um sína tíð og átti m.a. sæti í fyrstu stjóm Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Ás- grímur féll frá í blóma lífsins árið 1944 á fertugasta og sjöunda ald- ursári. Veit ég að Einar Haukur fann til þess að hafa ekki fengið að njóta meiri samvista við föður sinn en raun varð á. Ágústa var glæsileg kona og vel menntuð. Hún vann brautryðjandastarf við upp- byggingu bókasafns fyrir sjúklinga á Landspítalanum. Ágústa lést 13. desember 1979. Æskuheimili Einars Hauks stóð á fögmm stað við Kirkjuveg í Hafn- arfírði. Þar ólst Einar Haukur upp ásamt Vem systur sinni við ástríki foreldra og föðurömmu, sem bjó á heimilinu. Vera er gift Guðmundi Guðmundssyni lækni. Þau hjónin, synimir þrír og íjölskyldur þeirra em öll búsett í Svíþjóð. Einar Haukur varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1949 og lauk verkfræðiprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1950. Hann lauk verkfræðiprófí frá Birming- ham-háskóla í Englandi 1955. Hann var verkfræðingur hjá íslenskum aðalverktökum 1955-56, hjá Sindrasmiðjunni hf. 1956-57, stöðv- arstjóri hjá Olíuverslun íslands í Laugamesi 1957-59 og tæknilegur framkvæmdastjóri Tunnuverk- smiðja ríkisins á Siglufírði og Akur- eyri 1959-65. Frá árinu 1965 var hann deildarverkfræðingur á verk- fræðiskrifstofu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Einar Haukur kvæntist 30. des- ember 1953 Ásdísi Helgadóttur frá Seglbúðum í Landbroti, mikilhæfri konu eins og hún á ætt til. Hún er dóttir Helga bónda á Seglbúðum Jónssonar og konu hans, Gyðríðar Pálsdóttur. Ásdís bjó manni sínum fagurt og gott heimili. Kjörböm þeirra em tvö, Gyða Sigriður og Ásgrímur Helgi, 17 og 19 ára. Ein- ar Haukur lét sér mjög annt um velferð bamanna sem elskuðu föður sinn og dáðu. Einar Haukur var mikill og góður sjálfstæðismaður og tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann átti um skeið sæti i varastjóm sjálf- stæðisfélagsins í Garðabæ og sótti jafnan landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Á þeim vettvangi starfaði hann ötullega í málefnanefndum og átti þannig þátt í að móta stefnu flokksins. Var honum afar um- hugað um stöðu flokksins og störf á hveijum tíma. Áhugi Einars Hauks á þjóðmál- um og stjómmálum spannaði vítt svið allt frá kjördæmamálum að utanríkispólitík, og hann var ekki síður á heimavelli þegar kom að alþjóðlegum stjómmálum hvort sem um var að ræða samskipti stór- velda, öryggis- og vamarmál, eða stjómmál hjá stórþjóðum eins og Bretum, Þjóðveijum og Bandaríkja- mönnum. Hann fylgdist grannt með þróun mála víðs vegar í heiminum. Stórblaðið Neue Ziircher Zeitung þótti honum ómissandi sem og Der Spiegel sem honum þótti bera af öðmm slíkum ritum. Einar Haukur skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, einkanlega um utanríkismál og um landhelgismál þegar þau bar hæst á sínum tíma. Vom greinar hans ritaðar af þekkingu og bám jafnan vitni um að mikil umhugsun lá að baki. Við Einar Haukur ræddum ævin- lega um pólitík þegar við hittumst og iðulega hringdumst við á til að ræða málin og meta stöðu og horf- ur. Héldum við uppteknum hætti meðan ég starfaði í Washington enda mátti ekki missa þráðinn þeg- ar mikilvægir atburðir eins og kosn- ingar og stjómarmyndun vom á döfínni. Hann var næmur á að meta viðhorf fólks til flokksins og hvemig aðgerðum hans á einu eða öðm sviði yrði tekið. Að öðm leyti vom áhugamál Ein- ars Hauks ákaflega fjölbreytileg. Hann hafði smekk fyrir góðum bók- um og naut þess að hlusta á sígilda tónlist og sóttu þau hjónin iðulega tónleika. Þá hafði hann mikla ánægju af útivist og lax- og silungs- veiði í góðum félagsskap. Einar Haukur heimsótti okkur Dögg fyrir rúmum mánuði. Við ræddum fram og aftur hugmyndir hans um breytingar á kjördæma- skipun og kosningareglum yfir upp- dráttum af landinu sem hann hafði meðferðis. Fleiri mál bar á góma og verður mér kvöldstund þessi eft- irminnileg. Ekki óraði mig fyrir því þá að þetta yrði okkar síðasti fund- ur. Einar Haukur skar sig úr í fjölda. Hann var ljós yfírlitum og karl- mannlegur ásýndum, hávaxinn og sterkbyggður. Frá honum stafaði í senn festu og hlýju. Handtakið var þétt og lýsti skapgerð hans. í Háva- málum segir: glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana. Þessi orð áttu við Einar Hauk. Hann lífgaði upp á umhverfið og í kringum hann var líf og fjör. Hann var vinsæll og vinmargur. Ættingj- um sýndi hann tryggð og ræktar- semi. Ættingjar, venslamenn og vinir hafa misst mikils við fráfall Einars Hauks Ásgrímssonar. Mestur er missir Ásdísar og bamanna, Ásgríms og Gyðu. Megi minningin um elskulegan eiginmann og föður vera þeim huggun og styrkur í sorg þeirra. Guð blessi minningu Einars Hauks Ásgrímssonar. Ólafur ísleifsson Við Haukur kynntumst þegar við unnum saman á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmum 20 árum. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1949 og lauk verkfræðiprófí frá Birmingham-háskóla 1955. Við hófum að vinna saman 1965 á verkfræðistofu Bandaríkjaflotans á Keflavíkurflugvelli. Haukur var ágætur veiðimaður og veiddi ein- göngu á flugu. Hann hafði mikinn áhuga á því að auka fiskgengd í Grenlæk í Landbroti en hann renn- ur lengi um ættaróðal konu hans, Seglbúðir í Landbroti. Hann hafði ávallt mikinn áhuga á stjómmálum og fylgdist vel með í þeim efrium. Hann ritaði greinar, ekki einungis um landhelgismál, heldur einnig um stjómarskrármál og er það skoðun mín að það klúður sem varð þegar stjómarskránni var síðan breytt og þingmönnum fjölgaði enn og hinn svokallaði flakkari var settur, þá hafi verið með endemum illa unnið og betur að á tillögur Einars Hauks hefði verið hlustað. Þar sem hann vissi að ísal var áskrifandi að Neue Ziircher Zeitung fór hann fram á það við mig að ég sendi honum blöðin þegar við vær- um búnir að nota þau, í staðinn fyrir að henda þeim. Það var auð- sótt mál og hann las mjög mikið í þessu blaði, sem er eitt af þremur eða flórum virtustu dagblöðum heims. Haukur var geysimikill vinur vina sinna og þau hjónin bæði ákaflega gestrisin og áttu margt vinafólk því þeim var einkar lagið að bjóða því til sín og halda góðar veislur. Hauk- ur hafði hringt til mín þegar ég var ekki viðlátinn rétt fyrir andlát sitt og ætlaði ég að fara að hringja í hann þegar Ásdís hringdi í okkur og sagði mér að hann hefði veikst skyndilega. Það var mjög sviplegt, en eitt sinn skal hver deyja. Þá er ef til vill best að það gerist svona skyndilega og eigi ekki langan að- draganda. Böm Einars og Ásdísar eru Ás- grímur og Gyða, bæði mjög mann- vænleg. Hafa bæði dvalið erlendis við nám og em hér í framhalds- skóla. í fjöldamörg ár bauð Einar okkur hjónum til sín að Efri-Vík í Landbroti, þar sem þau áttu sumar- hús, sem reyndar var uppgerður bóndabær. Mjög notaleg og vistleg húsakynni, ekki sízt fyrir hlýju og gestrisni þeirra hjóna. Einhveijar ánægjulegustu stundir lífs míns átti ég þegar við Einar fómm niður að vita og niður í ós um hina víð- áttumiklu sanda þar sem Grenlæk- ur rann til sjávar, ýmist við Skaft- árós eða Veiðiós, en lækurinn brejriti sér oft mikið milli ára. Veið- in í læknum og ósnum var ávallt mjög skemmtileg einkum þegar vel bar í veiði og sjóbirtingurinn var að ganga. Var ótrúlega skemmti- legt að draga hvem fiskinn á fætur öðmm, tveggja til fimm punda sjó- birtinga, sprellfjömga og speg- ilfagra. Einnig minntist ég þess hvað Einar gekk vel um náttúmna, aldrei mátti hann sjá neitt msl við lækinn og ef einhveijum öðmm hafði orðið á að henda einhveiju frá sér, hirti hanr. það ávallt með sér og kom fyrir. Hann var einnig góð gæsaskytta. Einar var fríður maður og mynd- arlegur og bauð af sér góðan þokka. Glaðvær og léttur í lund er svo bar undir, en alvarlega hugsandi um landsins gagn og nauðsynjar, eins og áður var vikið að. Með honum er góður maður genginn. Margrét kona mín og ég óskum þess að Ásdís, Asgrímur og Gyða megi bera þungan harm með styrk. Blessuð sé minning hans. Ragnar S. Halldórsson t Utför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURLIUU (LIUU) BJARNADÓTTUR, Lönguhlfð 3, fer fram frá Langholtskirkju í dag, þriðjudaginn 24. janúar, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á hjúkrunar- heimilið Skjól eða á Landspítalann. Gyða Erlendsdóttir, Jóhann Óskar Erlendsson, Erlendur Erlendsson, Freyja Guðrún Erlendsdóttir, Ella Erlends. Steen, Sigrfður Helga Erlendsdóttir, og barnabörn. Pálfna R. Guðlaugsdóttir, Guðrún K. G. Gunnarsdóttir, Sigursteinn Guðsteinsson, John Steen, Daniel Raymond t Ástkær eiginmaður minn og faðir, BJARNIB. JÓNSSON matsveinn, Hellisgötu 1, Hafnarfirði, er lóst 14. janúar sl. verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 26. janúar kl. 15.00. Fanney Ófeigsdóttir, Inglbjörg Ósk Bjarnadóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉT KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR sjúkrallði frá Reynikeldu f Dölum, Óldugötu 8, Reykjavfk, sem lést 23. desember sl. var jarðsungin 9. janúar í Fossvogskap- ellunni I Reykjavík. Jarðsett var á Skarði í Dölum. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Birgir Gunnarsson, Guðbjörn Helgi Birgisson, Guðmundur Brydde. t Sonur okkar, ÆGIR SIGURGEIRSSON, sem lést í Landspítalanum miðvikudaginn 18. janúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. janúar kl. 10.30. Kristfn Jónsdóttir, Sigurgeir Ormsson. t Útför foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, SVERRE VALTÝSSONAR og NÖNNU (DÚU) SIGURÐARDÓTTUR, Ölduslóð 22, Hafnarfirði, fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 25. janúar kl. 13.30. Helgi Sverreson, Vilborg Teitsdóttir, Sigurður Sverrlsson, Steinunn Ólafsdóttir, Auður Edda Sverredóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÞURÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Heiðagerði 7, Akranesi, verður jarösett frá Akraneskirkju miðvikudaginn 25. janúar kl. 11.00. Hallgrfmur Matthfasson, Valdimar Hallgrfmsson, Inga Huld Guðmundsdóttir, Auður Hallgrfmsdóttir, Birgir A. Birgisson, Þóra Elfsabet Hallgrfmsdóttir, Matthfas Hallgrfmsson, og barnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, EINAR HAUKUR ÁSGRÍMSSON verkfræðingur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 24. jan- úar, kl. 15.00. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Ásdfs Helgadóttir, Gyða Sigrfður Einarsdóttir, Ásgrfmur Helgi Einarsson. t Útför RANNVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis á Hrefnugötu 4, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Rannvelg Matthfasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.