Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Björn Bjarnason magister - Minning Fæddur 15. maí 1905 Dáinn 14. janúar 1989 Senn er liðin hartnær hálf öld síðan leiðir okkar Bjöms Bjamason- ar lágu fyrst saman. A þeim tíma hefi ég kynnst geði hans og gerðar- þokka betur en flestra annarra sam- ferðamanna. Ef frá em talin fáein orð á fyrsta samfundi, glettin og gamansöm tilsvör mælt í hálfkær- ingi vopnaviðskipta á fyrsta degi kynna okkar hefir aldrei fallið styggðaryrði né sijndurþykkja lokað leiðum gagnkvæmra kynna og góð- vinafunda. Það var ungum manni ljóst strax við fyrstu kynni að Bjöm geymdi í bijósti sínu það sem Eggert Ólafs- son kallaði höfðingsþótta. í það hugarþel sótti hann skapfestu og styrk er mótvindar blésu og hafði með þeim hætti borð fyrir bám í skiptum sínum við samtíð. Við- kvæm lund hans og listhneigð bjó honum brynju og lagði örvar á bogastreng hans að veijast í volki lífs. Óf skapgerð hans þáttum tveim. Úr þeli og togi þeirrar gerð- ar var lífsvoð hans slegin. Bjöm vár næstyngstur ellefu systkina. Böm séra Bjama Pálsson- ar prófasts í Steinnesi og konu hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur. Systkinin kenndu sig jafnan við Steinnes og þannig er mönnum tamast að kenna þennan fjölmenna systkinahóp við nafnkunnan stað. Kyn foreldra þeirra stóð traustum og föstum fótum í Húnaþingi, Eyja- fírði og- Skagafirði. Nafnkunnir vom þeir feðgar Ólafúr bóndi á Gilsstöðum og Páll bóndi og dannebrogsmaður á Akri. Beggja er getið í stórvirki séra Bjama Þor- steinssonar um íslensk þjóðlög. Einnig í annál 19. aldar, fræðiriti séra Péturs Guðmundssonar í Grímsey. Um Ólaf á Gilsstöðum segir þar: „Hann var merkismaður og vandaður í allri hegðun og af mörgum talinn besti söngmaður í Húnavatnssýslu." Séra Bjami Þor- steinsson segir: „Hinn orðlagði raddmaður, Olafur, faðir Páls á Akri í HÚnavatnssýslu." Eftir séra Einari Guðbrandssyni á Hjaltabakka og Auðkúlu hefir séra Bjami Þorsteinsson þau um- mæli að hann hafí talið Ólaf besta raddmann sem hann hefði heyrt. Var Ólafur sjálflqorinn forsöngvari. Páll bóndi á Akri, faðir séra Bjama í Steinnesi, var talinn mikilhæfur, hagsýnn og aðgætinn. Um hann var kveðið er hann rak erindi sunn- an heiða: vel forsjáll og þarfur þjóð þessi Páll að norðan. í báðum ættum Bjöms Bjama- sonar var mikilhæft fólk og list- hneigt. Af nákomnum ættingjum má nefna Sigurð Nordal og Huldu Stefánsdóttur, bæði komin af Ólafi bónda Jónssyni á Gilsstöðum. í frá- Blómastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Oplð öll kvöld tSt kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. " Gjafavörur. Qm sögn séra Bjama Þorsteinssonar sem fyrr var vitnað til segir enn- fremur að þeir hafí sungið tvísöng í brúðkaupi Stefáns Stefánssonar síðar skólameistara á Möðruvöllum, Páll á Akri, afi Bjöms, og annar nafnkunnur Húnvetningur. Traust vinátta var jafnan með Bimi Bjamasyni og Huldu Stefáns- dóttur. Bjöm settist ungur í Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Þar var hann til þess kjörinn fyrir atgervis sakir og vináttu að bera skólameist- ara sinn til grafar, Stefán skóla- meistara Stefánsson. Skólabróðir Bjöms og aldavinur, Ámi Kristjáns- son píanóleikari, var einnig til þess valinn. Bjöm réðst til Ríkisútvarpsins sem enskukennari er hann kom heim frá námsdvöl í Oxford árið 1943. Áður hafði hann komið fram í dagskrá útvarpsins. Flutti m.a. erindi um þýska skáldið Heinrich Heine árið 1939. Var gerður góður rómur að því erindi og þess getið að það hafi verið „greinagott, smekklega samið og ágætt yfirlit um skáldið og afstöðu þess til sam- tíðarinnar." „Ekki aðeins fróðlegt, heldur og mjög skemmtilegt." Svo segir í blaðafrásögnum um erindi Bjöms. Helgi Hjörvar skrifstofustjóri út- varpsráðs mun hafa farið nærri um að vel væri ráðið þar sem Bjöm sæti í fyrirrúmi í kennslustarfí. Ríkisútvarpið kostaði kapps um að rælqa menningarhlutverk sitt. Hvert útvarpskvöld hófst með tungumálakennslu. Kennd voru Qögur tungumál, íslenska, danska, þýska og enska. Gefnar út kennslubækur og námfúsum hlust- endum gefinn kostur á að senda stfla til leiðréttinga. Var það ærinn starfi fyrir kennara, auk sjálfrar' kennslunnar er fram fór „í beinni útsendingu", eins og nú er- sagt. Um kennslu Bjöms má segja að honum féll starfið einkar vel, enda naut hann vinsælda og virðingar þar sem annars staðar. Sjálfur var hann líka óspar á lofsyrði ef honum var gert til hæfis og hann varð áhuga var. Er í minnum haft hve glaður hann varð er hann varð þess áskynja að kennsla hans bar góðan árangur. Þótt oft væri kvartað und- an bágbomum hlustunarskilyrðum og lofttruflunum varð ljóst að vel var fylgst með kennslustundum Bjöms og bámst stílar hvarvetna að. Dag nokkum kom Bjöm með bréf norðan af Jökuldal. Var hann léttur í máli og sagði: „Hér hafa gerst undur og stórmerki. Mér bár- ust tveir villulausir stflar frá Vað- brekku í Jökuldal." Þannig brást Bjöm við tíðindum um framför nemenda og námsárangur þeirra er vit höfðu og áhuga að fylgjast með kennslu hans og tilsögn. Pilt- amir sem sendu stflana villulausu urðu síðar nafnkunnir háskólamenn og doktorar. Bjöm dvaldist langdvölum í er- lendum stórborgum og var flestum íslendingum fremri í ratvísi og þekkingu á umhverfí og aðstæðum. Mér er í minni lýsing hans á bif- reiðaumferð og gönguleiðum í París. Hann ritaði bréf þaðan og lýsti hlutskipti vegfaranda í iðandi mannþröng á breiðstrætum borgar- innar. Ógnandi örtröð bifreiða, flauti og fasi bráðlyndra bflstjóra. Lét þess getið að sér fyndist sem allir bifreiðastjórar Parísar ættu sér eitt sameiginlegt takmark, að aka . .. niður. Bjöm lét sér hvergi bregða, en tók þann kost að gnæfa traustur og óbifanlegur eins og Jömndarfellið, upp úr jafnsléttunni uns úr greiddist. Svo hugstæðir vom honum heimahagar í Húna- þingi. Fjöll og vötn, fljót og heiðar. Þangað hlaut hann að sækja tilvitn- anir og viðmiðun. Átthagatryggð og ættarmetnaður bjó alla tíð í bijósti hans. Þótt hann sigldi heims- höfín, flygi skýjum ofar, reikaði á sögufrægum Signubökkum, nyti hvfldar í skjólsælum lundum Kali- fomíu og Máragörðum Alhambra eða leitaði afdreps við spænsku tröppumar í Róm hvarf hugurinn jafnan heim. Bjöm, heimsborgarinn og fagurkerinn, gat tekið undir með öðmm Húnvetningi, alþýðuskáldinu Gísla á Eiríksstöðum, og vitnað í vísu, sem var einnig kær bróður hans, Páli: Ég er að horfa hugfanginn í hlýjum sumarblænum yfir litla lækinn minn sem líður fram hjá bænum. Bjöm var sannur meistari sam- tals og viðræðu. Þar naut hann sín best. Tilsvör hans hárbeitt og hnit- miðuð, fleyg og minnisstæð. Þótt hann væri vel kunnugur ritverkum og fylgdist vel með í veröld bók- mennta kaus hann fremur að veija tímanum til þess að sækja leikhús og hljómleika. Hljómlistin færði honum yndi. Svo vel fylgdist hann með listamönnum er fram komu á hljómleikapalli, einkum píanóleikur- um, að hann mun hafa hlýtt á alla þá er gátu sér frægðarorð á þeim ámm er hann átti þess kost að fylgj-, ast með ferli þeirra. Mætti nefna fjölda nafna því til staðfestingar. Bjöm var kröfuharður og gat rætt um stfl og eiginleika og sérkenni hvers listamanns. Auðvitað réð per- sónulegur smekkur hans afstöðu og áliti, en hann beygði sig ekki skilyrðislaust fyrir frægðinni heldur áskildi sér rétt til sérstöðu ef honum þótti við hæfi. Mér er minnisstæð frásögn hans af hljómleikum Artur Rubinsteins, eins frægasta píanó- leikara veraldar. Bjöm hlýddi á hann leika í Camegie Hall. Sat hann þar á svölum við hlið hefðar- konu er klappaði ákaft og launaði listamanninum með langvarandi lófataki eins og flestir hljómleika- gestir. Bjöm mun hafa klappað dræmt og vakið athygli sessunautar síns með því. Sneri hefðarkonan sér að Bimi og sagði: „Þér kiappið lítið. Féll yður ekki leikur Rubinsteins?" „Ég geri ráð fyrir að ég hafí búist við meiru," svaraði Bjöm. Er Bjöm sagði mér söguna rökstuddi hann mál sitt með ýmsum dæmum sem hér verða ekki rakin. Hins vegar lét hann þess getið að hljómleikar Dinu Lipattis, rúmensks píanóleik- ara er hann dáði mjög, hefðu verið sér ógleymanlegir. Einnig lauk hann miklu lofsorði á Aliciu de la Rocha, spænskan píanóleikara. Taldi hann sig heppinn að hafa átt þess kost að búa um skeið í næsta nágrenni við heimili hennar og geta hlýtt á æfingar hennar um opinn glugga í grenndinni. Auk þeirra píanóleikara sem hér er getið mætti nafngreina fjölda annarra er Bjöm nefndi og lýsti hvetjum og einum með eftirminni- legum hætti af þekkingu kunnáttu- mannsins er sótt hafði tónleika þeirra. Brailowsky, Horowits, Lipp- man, Schnabel, Kempf, Cortot, Ignaz Friedman, svo mætti lengi telja. Steinnes er kirkjujörð í Húna- þingi, milli Þingeyra og Vatnsdals- hóla. Þar vom æskustöðvar Bjöms og vorkvöldin fögur. Ekki hvað síst maímánuður. í þeim mánuði fædd- ist Bjöm. Þá er fallegt í nágrenni Steinness. Vatnið hvítt af svönum og rómantísk kyrrð hvílir yfir sveit- inni. Minningin um fegurð átthaga Legsteinar MARGAR GERÐIR MmorexlGmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður fylgdi Bimi alla tíð sem dularfullt ævintýri. Engan þurfti að undra þótt Bjöm hrifist af lagi Schu- manns: Im wunderschönen monat Mai. Er Bjöm var 11 ára varð hann fyrir áfalli er varpaði skugga á æsku hans. Hann missti móður sína og saknaði hennar sárt. Kom það jafnan fram hve traustum böndum þau mæðgin vom bundin og ást hans einlæg. Heima í Steinnesi gekk Bjöm til allra algengra starfa sem til er ætlast af unglingum í sveit. Var hann hinn vaskasti við heyskap, hvort sem var á túni eða engjum. Frár var hann á fæti og snar í snún- ingum svo til var tekið og á orði haft. Kunni hann margar sögur af vinnufólki og nágrönnum, dagleg- um störfum þess, sönglífi, kaup- staðaferðum og kirkjusókn. Þótt Bjöm ferðaðist um víða veröld og dveldist langdvölum í milljónaborg- um þá var Blönduós með sín tæp- lega 10 hús merlað í minningu hans og enga borg leit hann síðar er hreif hann meir. Það varð ljóst þegar í æsku að Bjöm var gæddur góðum náms- gáfum. Þess hefír oft verið getið hver stórhugur ríkti í Húnaþingi og margur minnist þess að þaðan komu nafnkunnir læknar, Guð- mundamir þrír. Er það talið til marks um stórhug Húnvetninga að bændur kostuðu syni sína til lang- skólanáms. Prófasturinn í Stein- nesi, séra Bjami, faðir Bjöms, lét ekki við það sitja að setja flesta syni sína tii mennta. Hann mælti svo fyrir að einnig dætumar ættu kost á skólagöngu og em til bréf frá honum þar sem hann hvetur syni sína er sátu þá á skólabekk syðra til þess að styðja að því að stúlkumar njóti tilsagnar á mennta- braut. Meðal kæmstu minninga Bjöms úr Húnaþingi vom stundir er hann settist við hljóðfæri í Steinnesstof- unni og fletti Organtónum er söngvís bóndi í sveitinni, Erlendur á Hnausum, hafði léð honum. Þar fann hann unað sönglistarinar, er æ síðan átti eftir að verða fömnaut- ur hans hvert sem leið hans lá. Bjöm settist í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Með námi sínu þar stað- festi hanri þá trú er áður var á námsgáfum og næmi. Þar batt hann vináttubönd við nemendur og kenn- ara, tryggðabönd er entust ævina alla. Svo traustum böndum var hann tengdur skóla sínum á Akur- eyri að þangað var hann jafnan kvaddur er hann hafði lokið há- skólaprófí til þess að fylgjast með nemendum og dæma um frammi- stöðu þeirra er þar luku námi. Séra Bjami í Steinnesi andaðist árið 1922. Bjöm var þá skammt kominn í skólanámi, en bræður hans skorti hvorki fé né metnað til þess að stuðla að menntun yngsta bróðurins. Lá nú leið Bjöms til Reykjavíkur í menntaskóla. í borg- inni átti Bjöm athvarf hjá Helga Hjörvar og frú hans, Rósu. Þar var heimili þeirra Steinnesbræðra. Er af því mikil saga, slík var rausn og höfðingsskapur þeirra hjóna er þau luku upp heimili sínu fyrir þeim bræðmm, Páli, Gísla, Gunnari og Bimi. Svo næmur var Helgi Hjörvar og skilningsgóður á listhneigð og þarfir ungra manna, að hann tók á leigu hljóðfæri, orgel, til þess að Bjöm fengi notið hljómlistargáfu sinnar og unað sér í tómstundum er gáfust frá lestri námsbóka. Frú Rósa lét ekki sitt eftir liggja. Hún leiddi þá bræður fram á svalir hins mikla húss og sagði þeim deili á reykvískum ungmennum er hlýddu kalli kvöldsins og æskunnar og gengu hinn fræga Reykjavíkurrúnt. Em til myndir af svölum Fjalakatt- arins, eins og húsið var nefnt, er sýna Bjöm og þá bræður og Hjörv- arsfólkið þar á svölunum. Kært var með þeim bræðmm og öllu því fólki, bömum og foreldrum. Að loknu námi í Menntaskólan- um hélt Bjöm til Kaupmannahafn- ar. Þar dvaldist hann við háskóla- nám, en lagði auk þess stund á píanóleik. Lærði hjá Áma Kristjáns- syni, „þeim mikla virtúós", eins og Bjöm kallaði vin sinn og ævifélaga. Á Hafnarámm sínum sótti Bjöm hljómleika af kappi. Til þeirrar borgar komu allir mestu listamenn heimsins. „Það er víðar spilað og sungið en í Reykjavík," sagði Bjöm í gamansömum tón, síðar á ævinni í samtali við Matthías Johannessen. í Kaupmannahöfn átti Bjöm vísan stað hjá vinum. Þar var föðurbróðir hans skrifstofustjóri Kaupmanna- hafnarborgar. Ólafur, faðir Bjame Paulson ambassadors Dana á ís- landi, og Ellen kona hans reyndust Bimi traustir vinir. Bjöm þótti um margt líkur föður- bróður sínum. Báðir kröfðust form- festu og kurteislegrar framkomu. Þéringar höfðu þeir í heiðri og töldu framkomu eins mikilvæga og þekk- ingu. Bjöm þéraði nemendur sína allt til ársins 1965. Þá hætti hann því. Þá sagði Helgi Hjörvar við Bjöm: „Nú er síðasta virkið fallið." Bjöm undi illa ókurteisi. Hann kaus fágaða framkomu og átti auðvelt með að halda aga í bekkjum sem hann kenndi. Þess vegna virti hann Ingibjörgu H. Bjamason skólastjóra Kvennaskólans framar flestum öðr- um og taldi þann skóla einn hinn fremsta á landinu vegna áherslu á framkomu nemenda. Bjöm átti til að segja sögur af því með hveijum hætti Ólafur föð- urbróðir hans krafðist tillitssemi en vísaði á bug fljótræði og flasi. Eitt sinn er Bjöm ætlaði á hljómleika einhvers heimslistamanns er gisti Kaupmannahöfn skundaði hann heim til frænda síns. Gekk þar til baðherbergis að njóta þar næðis og búa sig sem best að hlýða á hljóm- leika hins kunna listamanns. Hugð- ist hann síðan halda á braut án þess að neyta kvöldverðar við dúkað borð frænda síns og húsfreyju hans. Slíkri framkomu undi Ólafur frændi hans eigi. Brýndi hann raust sína og spurði Bjöm höstum rómi: „Tror du vi förer en badeanstalt her?“ Að öllu öðm var einkar kært méð þeim frændum og hélst sú vinátta með bræðrasonunum, Bjame amb- assador og Bimi magister. Á Hafnarárum sínum batt Bjöm vináttubönd við unga efnismenn er þar stunduðu nám. Var oft glatt á hjalla hjá stúdentum og öðram námsmönnum er voru samtíða Bimi. Minntist hann þess oft og einkum þeirra Áma Kristjánssonar, Jóns Blöndals, Þorgríms Eyjólfs- sonar og Sverris Kristjánssonar. Er heim kom voru þau vináttubönd treyst með samfundum í starfi og tómstundum. Björn lauk miklu lofsorði á kenn- ara sína við Hafnarháskóla, einkum minntist hann prófessors Hamm- erichs, er hann taldi hafa stuðlað að farsælli lausn handritamálsins með því að taka málstað íslend- inga, og skrifa Dana fyrstur um þau mál. Þótt Bjöm læsi ensku sem aðalfag var honum þýskan einnig kær, ekki hvað síst vegna kennslu Hammerichs prófessors. Árið 1942 gekkst British Counc- il, bresk menningarstofriun, fyrir því að Bimi var boðin námsdvöl í Oxford. Þar dvaldist hann í eitt ár. Þá dunaði heimsbyggðin af styij- aldarátökum. Stúdentar kvaddir á vígvöll og námi öllu flýtt, en skort- ur á flestum sviðum. Þó taldi Bjöm að andleg fæða sem borin var á borð í Oxford hafi verið kjamgóð, jafnvel betri en áður var. í Magda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.