Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 37 Mjök erum tregt tungu at hræra eða loftvætt Ijóðpundara; esa nú vænligt af Viðurs þýfi né hlédrægt ór hugarfylgsni. (E. Sk.) Svo kvað Egill Skallagrímsson í Sonatorreki, en þetta erindi kom mér í hug, þegar minningamar fara á flakk. Við kveðjum nú vin og velgjörðarmann okkar hjóna, Einar Hauk Ásgrímsson, er hann heldur óvænt yfir móðuna miklu eftir snögg og hastarleg veikindi, sem komu öllum, sem til hans þekktu, í opna skjöldu. Vistaslit þess heims, sem við þekkjum, eru ein af staðrejmdum og gátum tilverunnar, sem við verð- um að beygja okkur fyrir, þegar kallið kemur. Við hjón og fyolskylda vottum ættingjum og ástvinum innilegar samúðarkveðjur á þessum þungbæru tímamótum. Leiðir okkar Einars Hauks lágu saman fyrir röskum áratug. Upp- haflega kynntust eiginkona mín, Sigurlaug, og kona Einars Hauks, Ásdís Helgadóttir, en við vorum nágrannar. Síðan leiddi eitt af öðru og úr varð gagnkvæmt vinfengi allra í fjölskyldunum. Þar við bætt- ust síðan vinir og kunningjar úr báðum áttum og góðir grannar. Á þessum tíma gekk á ýmsu, því að báðar fjölskyldumar okkar voru að koma sér þaki yfir höfuðið. Með gagnkvæmri hjálp fleyttum við okk- ur áfram í darraðardansi íslenzkra húsbyggjenda. Það er ekki ofsagt, að æði oft varð góðvild þeirra Ein- ars Hauks og Ásdísar geysileg hjálparhella. Sá hlýhugur verður seint fullþakkaður og ávallt í minn- um hafður. Segja má, e.t.v., að blanda af sjálfstæðiskennd Bjarts í Sumarhúsum og samhjálparkennd hafi verið í heiðri höfð í þessum samskiptum. Einar Haukur var sérkennilegur maður. Hann var óvenjuhávaxinn, lá hátt rómur, e.t.v. vegna heymar- galla, sem háði honum og ágerðist með árunum. Þetta gat oft valdið samskiptaörðugleikum, einkum lægi fólki lágt rómur. Viss óþolin- mæði fylgdi þessu stundum, eins og verða vill, enda maðurinn ræðinn og áhugasamur um málefni líðandi stundar. Stjómmál vom honum mikið áhugamál og var Einar Hauk- ur eldheitur sjálfstæðismaður. Ýmis önnur mál voru honum hugfólgin, ekki síst þau, er snem að sjávarút- vegi. Áhugann þurfti ekki langt að sækja, enda var faðir hans útgerð- armaður um hríð. Einar Haukur ritaði talsvert um hugðarmál sín í Morgunblaðið. Nokkrar af þessum greinum las ég fyrir Einar Hauk, er við vomm á ferð milli Reykjavíkur og Þjórsár, en þangað fómm við í nokkur skipti saman á gæsaveiðar. Gjaman hefðu ferðimar mátt vera fleiri, því að þær vom hinar skemmtilegustu. Veiðar þessar vom býsna sérstæð- ar. Einar Haukur var verkfræðing- ur að mennt og vildi því standa verkfræðilega að veiðunum. Gervi- gæsum var plantað niður á túni vestan Þjórsár, en síðan vom sett upp byrgi úr striga með grind í og skreið hvor okkar í sitt byrgið. Vel sást út og skyldi nú aldeilis veitt. Hafðar vom með gæsaflautur, en blessaðir fuglamir skildu ekki tón- listina, sem e.t.v var afbökuð vegna heymargalla Einars Hauks og kunnáttuleysis undirritaðs. Eitt sinn, er setið var fyrir gæs, hóf Einar Haukur upp raust sína og kvað alla Höfuðlausn við eigið lag. Eg vissi, að hann hélt mikið upp á Eglu en þessi þáttur var sér á báti. Ekki skal ég fullyrða, hvort gæsun- um líkaði illa kvæðið, en þær gerðu okkur a.m.k. þann grikk að setjast austan Þjórsár. Fór svo reyndar oftar, og komum við tómhentir til baka en fuglamir vom flognir. Eins og gæsimar flugu á sínum tíma fara minningamar um margt annað á flug. Draga má fram margt skondið og skemmtilegt sem krydd- aði tilvemna og gerði hana litrík- ari, en þess verður ekki getið hér. Þó verður svo ekki frá horfið hér að lokum, að við, fjölskyldan, minn- umst ekki frábærrar gestrisni Ás- dísar og Einars Hauks, er við sótt- um þau heim í Efri-Vík. Þar áttu þau sér griðland skammt frá æsku- heimili Ásdísar að Seglbúðum í Skaftafellssýslu. Áttum við þar margoft yndisstundir í fögm um- hverfí. Minningamar um góðan dreng líða áfram á flugi sínu. Nyr kafli er hafinn, en enginn veit hvert för- inni er heitið. Sigurlaug, Páll B. Helgason og börn. Ánægjuleg tíðindi Nú hefur kínverskl hugvit unnið hug á einu af óþægilegasta vandamáli mannsins — hárleysi (skalla). Kínverjar hafa hafið framleiðslu á Zhangguang 101, áhurð sem unnin er úr sjaldgæfum kínverskum jurtum. Áburðurinn hefur eiginleika til að örva hárvöxt, auðveldur í notkun, sársaukalaus. 9 101 getiir læknuð blettaskalla, skalla og linrleysi íi líkama. # Með 101 hefur árangur náðst í 97,5% tilvika, fullur bati í 81,8% tilvika. 9 101 fékk gullverðlaun á Brussels Eureka world Fair (heimssýningu vísindamanna) 1987. Fáið nánari upplýsingar á: GREIFANUM, Hringbraut 119, sími 22077 KLASSÍSKA, Hverfisgötu 64a, sími 14499 PASSION, Glerárgötu 26, sími 96-27233 Jón Stefáns- son - Minning Fæddur 17. apríl 1918 Dáinn 15. janúar 1989 Jón Stefánsson fæddist og ólst upp á Rjúpnafelli í Vopnafírði. For- eldrar Jóns vom Kristín Jóhanns- dóttir og Stefán Bjamason. Systk- inin vom átta og var Jón þeirra yngstur. Þegar ég kynntist Jóni Stefáns- syni fyrst var ég ungur maður að koma mér og fjölskyldu minni í eig- ið húsnæði á Hofteigi 20 hér í bæ. Við steypuvinnuna vann meðal annarra Hjálmar Sveinbjömsson, múrarameistari frá Hámundarstöð- um í Vopnafirði. Hjá Hjálmari vann þá ungur maður, einnig Vopnfírð- ingur, Jón Stefánsson frá Rjúpna- felli. Þeir sem kynnst hafa Jóni Stefánssyni gleyma honum ekki upp frá því. En kunningsskapur okkar Jóns hófst fyrst að ráði þeg- ar ég réð mig sem húsasmíðameist- ara við byggingu Bændahallarinn- ar. Múrarameistari á höllinni var Ragnar Finnsson og í fylgdarliði hans vom m.a. Magnús Jónsson, kallaður Járna-Mángi, og fyrsti aðstoðarmaður hans, Jón Stefáns- son. Upp frá því slitnaði ekki kunn- ingsskapur okkar Jóns, já, vinátta okkar. Magnús Jónsson lést skömmu eftir að framkvæmdjr við Bænda- höllina hófust og frá þeirri stundu hvíldi ábyrgðin á jámabindingu þessa mikla húss á Jóni Stefáns- syni. Jón kiknaði ekki undan þeirri ábyrgð, enda leysti hann af hendi verk sitt með öryggi þess, sem veit hvað hann er að gera. Einhvem tíma á sjöunda ára- tugnum réðst Jón til mín, og þá í hverskonar störf, en þó fyrst og fremst í jámabindingar, en í þeirri verkmennt stóð hann þá þegar jafn- fætis þeim bestu, enda var maður- inn allt í senn, bráðgreindur, verk- laginn og samviskusamur svo af bar. Frá því Jón réðst í vinnu til mín má heita að hjá mér, eða öllu heldur með mér, hafi hann starfað uns yfír lauk, er hann hlaut að hætta erfiðisvinnu fyrir svo sem tveimur til þremur ánim. Verksvið okkar Jóns var ekki einasta bundið við höfuðborgarsvæðið, heldur vítt og breitt um landið og ég var fljót- ur að komast að raun um að Jóni gæti ég tréyst. Enda þótt ég gæti ekki alltaf verið sjálfíir á réttum stað á réttum tíma var viðkvæðið hjá úttektarmönnum byggingarfull- trúa: „Nú, fyrst Jón Stefánsson var hér að verki er nú tæpast þörf á að fara grannt yfír verkið." Raunar man ég ekki, svona eftir á að hyggja, að þeir hafi gert at- hugasemdir við verk Jóns Stefáns- sonar. Ef eitthvað var, þá hafði hann frekar bætt ögn við af jámi fremur en að eitthvað vantaði á. En Jón Stefánsson var líka annað og meira en samviskusamur starfs- maður, þótt síst beri að vanmeta slíkt. Jón var einn af þeim óskóla- gengnu menntamönnum, sem íslensk þjóð hefur verið svo heppin að eiga ævinlega eitthvað af. Hann átti ágætt bókasafn og las mikið í frístundum sínum. Og mér segir svo hugur að hann hafí munað allt sem hann las. Iðulega skrapp Jón með mér austur í Laugardal, þar sem ég á sumarbústað og svolítinn gróður- blett og sá var nú betri en enginn við að slá og prýða blettinn, prýða hann og fegra á alla lund. Þar skil- aði sér í bestum skilningi sveita- mennska hans. Vinnufélagar okkar Jóns ljúka allir upp einum munni um að þar fór enginn venjulegur maður. Djúp- ur og sterkur málrómur Jóns, hrein- skilni hans og klár einlægni gleym- ast áreiðanlega fáum sem kynntust honum. Sérstæður persónuleiki og ógleymanlegur er nú horfínn sjón- um okkar í bili. Ég trúi að ég mæli fyrir munn allra þeirra, sem störfuðu með Jóni, að skarð er fyr- ir skildi, sem seint mun verða fyllt. Við Jón töluðum aldrei, að ég man, um trúmál, svo ég veit ekki mikið um væntingar hans þama fyrir handan. En um mig er það að segja að fúsari mun ég ganga yfír þau landamæri eigi ég von á að hitta „fyrir hinum megin" vini og félaga á borð við Jón Stefánsson. GuðbjÖrn Guðm. t ANNA JAKOBÍNA ÁRMANNSDÓTTIR frá Borgarfirði eystra, ' Efstalundi 6, Garöabœ, verfiur jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Bakkagerðis- kirkju. Minningarspjöld liggja frammi í Bókabúð Vedu. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Bóasdóttir, Kristmundur Guðmundsson. SPASTEFNA FYRIR ARIÐ I9R9 26. JANUAR 1989 Horfur / upphofí úrs Haldin í Kristalsal Hótels Loftleiða fimmtudaginn 2ó. janúar 1 989 DAGSKRA: KL. 14.00 SPASTEFNA SETT: Þórður Sverrisson, formaður Stjórnunarfélags íslands. KL. 14.15 EFNAHAGSHORFUR 1989: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. KL. 14.35 ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM 1989: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs. KL. 15.00 KYNNINGÁ SPÁM FYRIRTÆKJA UM ÞRÓUN HELSTU HAGSTÆRÐA: Lára M. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóriStjórnunarfélags íslands. KL. 15.15 UMFJÖLLUN UM SPÁR FYR- IRTÆKJA: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. KL. 15.30 KAFFIHLÉ. PALLBORÐSUMRÆÐUR: KL. 16.00 ÁLITÁ ÞRÓUN EFNAHAGS- MÁLA: Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS Ásmundur Stefánsson, forseti ASl Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastj. VSI Stjórnandi pallborðs: Ómar Valdimarsson, blaöamaður. KL. 17.00 RÁÐSTEFNUSLIT. SKRÁNING I SÍMA 621066 Ráðstefnustjóri: Guðmundur Björnsson, aðstoðarforstjóri Pósts og síma. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15, Reykjavik, sími91-621066.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.