Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 47 Ágætis loðnu- veiði þegar næði gefst BRÆLA var á loðnumiðunum í fyrrinótt og engin veiði. Hins vegar er ágætis loðnuveiði þeg- ar næði gefet. Á sunnudag tilkynnti Víkur- berg um 570 tonn til SVN Nes- kaupstað, Háberg 650 til F&L Grindavík, Sighvatur Bjamason 700 til FIVE, ísleifur 730 til FTVE, Hilmir II 580 til SR Seyðis- firði, Pétur Jónsson 980 til Nor- egs, Keflvíkingur 460 til SR Seyð- isfírði, Harpa 620 til SR Reyðar- fírði, Sjávarborg 700 til Njarðar hf., Guðmundur Ólafur 540 til SR Siglufírði, Fífíll 250 til SR Reyðar- fírði og Gullberg 540 til FIVE. Á laugardag tilkynnti Beitir um 800 tonn til SVN Neskaupstað, Öm 550 til Færeyja, Dagfari 500 til Færeyja og Bjami Ólafsson 950 til Færeyja. Á föstudag tilkynnti Gígja um 120 tonn til Eskifjarðar, Hilmir II 300 til SR Seyðisfírði og Guð- rún Þorkelsdóttir 550 til Eski- fjarðar. Huglæknir með námskeið og fyrirlestra Bandaríski huglæknirinn Suzanne Gerleit heldur röð fyr- irlestra og námskeiða hér á landi dagana 24. janúar til 6. febrúar. Hún hefur komið til íslands þrisvar áður í sömu erindagjörðum. stofna svokall- W* '®' sem síðar munu -3||M hittast reglulega ppi . inni útbreiðslu I andlegra mála á íslandi. Einn Suzanne slíkur hópur hef- Gerleit. ur starfað hérlendis í rúmt ár. Hann verður kjarninn á námskeið- unum og mun sjá um stofnun nýrra sethringa. A-flokkarnir með 18% fylgi EF Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag sameinast myndu tæplega átján prósent kjósenda kjósa þann flokk til Alþingis, samkvæmt skoðanakönnun Skáís fyrir Stöð 2. Af þeim 84,7% aðspurðra sem afstöðu tóku sögðu 82,1% nei þegar þeir vom spurðir hvort þeir myndu kjósa sameinaðan flokk Alþyðubandalags og Aiþýðu- flokks til Alþingis, en 17,9% sögðu já. Þorrablót í Félagsheimili Seltirninga SÍÐVETRARSTARF Sjálfstæð- isfélags Seltirninga hefst með Þorrablóti í Félagsheimili Sel- tirninga 28. janúar næstkom- andi. Félagsfundir verða mán- aðarlega og fyrirhugað er þriggja kvölda ræðunámskeið á vegum félagsins i apríl. Vetrarstarf félagsins hófst í október með fjölskylduferð til Gróttu og tóku um 60 manns þátt í ferðinni. Aðalfundur var Á fímmtudag tilkynnti Hilmir II um 530 tonn og Höfrungur 750 til SR Seyðisfírði, Gullberg 620 til Hafsíldar Seyðisfírði, Bergur 520, Hólmaborg 1.300 og Háberg 620 til Eskifjarðar, Víkingur 1.350 til Akraness, Valaberg 230 til Neskaupstaðar, Þórður Jónas- son 700 til Raufarhafnar, Hákon 1.000 til Siglufjarðar og Grindvík- ingur 820 til Fuglafjarðar í Fær- eyjum. Síðdegis á miðvikudag tilkynnti Gígja um 750 tonn til Eskifjarð- ar, Sunnuberg 650 til Grindavík- ur, Keflvíkingur 520 til Raufar- hafnar, Björg Jónsdóttir 520 til Homafjarðar, Kap II 670 til Vest- mannaeyja, Þórshamar 580 til Þórshafnar og Huginn 580 til Neskaupstaðar. haldinn í október og þar var kosin ný sjö manna stjóm. Félagið á veislu- og fundarsal á Austurströnd 3 sem er til út- leigu allt árið fyrir einstaklinga og félagasamtök, segir I fréttatil- kynningu. Sjúkraflug til Búðardals ÞYRLA Landhelgisgæshmnar fór sjúkraflug tíl Búðardals laust eftir hádegi í gær og flutti þaðan veikan mann á Borgarspítalann. Læknir í Búðardal óskaði eftir aðstoð um hádegisbilið. Þyrlan fór í loftið klukkan 12.35 en lenti í Reykjavík klukkan 13.55. Kynning á starfi KRFÍ Kvenréttindafélag íslands verður með afmælis- og kynn- ingarfimd miðvikudaginn 25. janúar. Fundurinn verður hald- inn i hátíðarsal kvennaheimilis- ins að Hallveigarstöðum við Túngötu kl. 20.30. Félagið og starfsemi þess verða kynnt, einnig verður flutt ágrip af sögu KRFÍ. Hópumræður verða um stöðu og starf félgasins. Með þessum fundi vill KRFÍ sérstaklega höfða til þeirra félags- manna sem á undanfömum ámm hafa gengið til liðs við félagið. Stjóm KRFÍ væntir mikils af fundi þessum, og vonar að sem flestir sjái sér fært að koma og vera með í umræðunni. Biblíuskóli KFUM og -K INNRITUN er nú hafin á nám- skeið vorannar Biblíuskóla KFUM og KFUK i Reykjavík. í boði eru þijú námskeið. Námskeiðin eru öll 20 kennslu- stundir og fer kennsla fram í fyrir- lestrum, umræðum, samtölum, verkefnum, æfíngum o.fl. Kennt er á laugardögum á tíma- bilinu kl. 10.30.—15.30. og fer kennslan fram í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg 2B í Reykjavík. Kennsla á vorönn hefst 28. janúar og stendur fram í apríl. Skráning fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK. Atriði úr myndinni „Bláa eðlan“ sem Laugarásbíó hefur tekið til sýningar. Laugarásbíó „Bláa eðl- an“sýnd. LAUGARÁSBÍÓ sýnir um þessar mundir kvikmyndina „Bláa eðl- an“. Myndin er framleidd í Banda- ríkjunum af Siguijóni Sighvatssyni og Steven Golin. „Bláa eðlan" er mynd um seinheppinn einkaspæjara sem lendir í útistöðum við glæpa- hyski í Mexíkó. „Bláa eðlan" gerir grín að goð- sögninni um einkaspæjara 5. áratug- arins, sem allt veit og getur og kven- fólkið fellur að fótum hans. Tískufatnaður • vinnufatnaður • barna- og ungl- ingafatnaður • sængur, koddar • sængurvera- sett • fóðraðir og ófóðraðir jogginggallar • barnaúlpur • skíðasamfestingar • fata- og gardinuefni • snyrti- vörur • skartgripir • gjafavara • garn og prjónavörur • gallabuxur • skór • og margt margt fleira. Fjöldi góðra fyrírtækja á aðild að Risaútsölumarkaðnum. Eingöngu vandaðar vörur í boði, á stór- lækkuðu verði. Nú er tækifærí, sem seint býðst aftur, til að gera góð kaup. Allt á að seljast! Við höfum opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12:00 til 18:00 og á laugardögum frá 10:00 til 16:00. Allt að 80% afsláttur RISAÚTSÖLUMARKADURINN Bíldshöfda 10 (þessi með stjörnunni)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.