Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 William Shakespeare á Qölunum í Bæjarbíói Rætt við leikstjóra og tvo leikara Það gerist ekki á hverjum degi að áhugaleikfélag tekst á við verk eftir William Shakespeare. Það hefur Leikfélag Hafiiar- Qarðar þó gert, en það sýnir gamanleikinn Allt í misgripum eftir Shakespeare í Bæjarbíói. Söguþráður verksins verður ekki rakinn hér, en það Qallar um tvenna tvíburabræður, þar sem aðrir bræðurnir heita Anti- fólus og hinir Drómíó. Áætlað er að sýna fram i febrúar en þá fer hópurinn með sýninguna til Indlands, á alþjóðlega leikUst- arhátíð áhugaleikfélaga sem þar verður haldin dagana 13.-21. febrúar. Blaðamaður ræddi við leikstjórann Hávar Siguijónsson og tvo leikara, þau Davíð Þór Jónsson, sem fer með hlutverk annars Antífólusar og Björk Jakobsdóttir er leikur Adriönu eiginkonu hans. Æfingar hjá Leikfélagi Hafnar- flarðar á verki Shakespeate Allt í misgripum tóku þijá mánuði, en venjulegur æfingatími er sex vik- ur. „Ástæðan fyrir því að æfín- gatíminn hjá okkur var svona lang- ur að þessu sinni er sú að ég setti það sem skilyrði áður en æfíngar hófust," sagði Hávar. „Það kostar nefnilega mikla vinnu ef texti Sha- kespeare á að skila sér áreynslu- laust til áhorfandans og verkið þarf lengri tíma til að geijast vel í leikurunum svo þeir nái að átta sig almennilega á textanum og flókinni atburðarrás. Áhugaleik- húsin eru heldur ekki eins bundin af markaðssjónarmiðum og at- vinnuleikhúsin og geta því leyft sér lengri æfíngatíma." Hvað réði því að Shakespeare varð fyrir valinu? „Það var sameiginleg niðurstaða mín og stjómar leikfélagsins," svarar Hávar. „Fleiri Shakespe- are-verk komu til greina, en Allt í misgripum varð ofan á. Það er rétt að þetta verk er meiri farsi eri flest önnur verk Shakespeare, en það má þó ekki misskilja það þannig að það sé lítilfjörlegra þó eitthvað vanti á dýpt lífsspekinn- ar.“ „Mig rak nú eiginlega í rogast- ans þegar ég vissi að það ætti að setja upp Shakespears," segir Björk. „Mér leist ekkert á að það myndi ganga í áhorfendur, en við höfum fengið góðar viðtökur og það hefur verið gaman að taka Björk Jakobsdóttir. þátt í uppfærslunni. Leikfélagið hefur líka lengi langað til að tak- aát á við Shakespeare og þar sem við vorum ágætlega stödd fjár- hagslega eftir síðasta leikár var ákveðið að láta verða af því.“ Skemmtilegt viðfangsefiii „Það er líka gaman að fá að takast á við texta Shakespeare," segir Davíð Þór. „Viðhorf fólks til hans er oft á misskilningi byggt. Það heldur að hann sé svo þungur og ber svo mikla virðingu fyrir honum að því finnst að ekk- ert megi gera við hann. En hann bíður einmitt upp á að eitthvað sé gert af því hann er svo góð- ur.“ Og Björk bætir við: „Mér leist ekkert á textann í upphafi, en átti svo auðvelt með að læra hann þegar til kom. Einmitt af því að hann rímar og hefur ákveðinn hrynjanda." Við gefum leikstjóranum aftur orðið. „Það er flókið að setja upp farsa og vinna með texta Sha- kespeare þarf meiri undirbúning svo hann tmfli ekki áhorfendur, því þá væri allt unnið fyrir gýg. Þetta leikrit bíður líka upp á meiri möguleika í uppfærslu en venju- legt gamanleikrit því textinn er miklu opnari. Verk Shakespear má tímasetja eiginlega hvenær sem er. Við völdum þó ekki þann kost að setja Allt ímisgripum upp í nútímauppfærslu þar sem allir fara í kjólföt, sem virðist oftast verða niðurstaðan ef setja á verk Shakespeares upp í nútímaupp- færslu, heldur gefum aðeins ákveðnar vísbendingar. Ég hef séð þetta verk sett upp öðruvísi, þannig að það er ekki Davíð Þór Jónsson. þar með sagt að persónumar þurfi heldur endilega að vera eins og við setjum þær fram. Stundum em tveir leikarar látnir leika tvíburana fjóra, en ég valdi hina leiðina af því það býður upp á nákvæmari útfærslu. Því þó útlit þeirra sé hið sama em karakter- amir ekki eins. Með því að nota fjóra leikara er hægt að draga einkenni þeirra skýrar fram.“ Davíð undirstrikar þessi orð leikstjórans. „Þegar Englendingar fást við Shakespears er ekkert bannað. Þetta verk var t.d. sett þar upp hjá Konunglega Sha- kespeareleikhúsinu og þá látið gerast í ferðamannabæ á Grikk- landi þar sem allir vom í stutt- buxum. Við tökum hann einnig öðmm tökum, enda er um neinn harmleik að ræða heldur ærsla- leik.“ „Þó Allt fmisgripum sé kannski ekki merkilegasta og besta leikrit Shakespeare þá er það töluvert merkilegra en önnur leikrit af svipuðum toga," segir Hávar. „Þar má kannski finna fyrirmynd- ina af farsanum eins og við þekkj- um hann í dag. Þetta er eins og með myndlist. Það er alltaf gaman að skoða fmmmyndimar." Til Indlands Nú ætlar leikfélagið að fara til Indlands með sýninguna. Hvemig er sú ferð til komin? Það er Hávar sem verður fyrir svömm. „Ég er búinn að vita af þessu síðan við byijuðum að æfa, en endanlegt svar um hvar og hvenær hátíðin yrði haldin barst ekki fyrr en á Þorláksmessu. Morgunblaðið/Sverrir Hávar Siguijónsson, leikstjóri. Undirbúningurinn hefur því lagst ofan á fmmsýningarstressið hjá leikurunum. Það sem við vitum er að hátið verður haldin í Nýju Delí og að þangað er von á fímmt- án áhugaleikhópum frá jafn mörgum löndum. Hátíðin er hald- in á vegum IATA, sem er skamm- stöfun á Intemational amateur theater association, og er alþjóð- leg samtök áhugaleikhópa. Önnur hátíð á vegum sömu aðila hefur verið haldin í Mónakó á þriggja ára fresti. LH verður eini leik- hópurinn þama frá Norðurlönd- um, en hver hópur er nokkurskon- ar fulltrúi ákveðins menningar- svæðis." Löng ferð með heilan leikhóp er mikið fyrirtæki. Þó ekki fari allur hópurinn sem þátt tekur í sýningunni með heldur aðeins tólf leikarar, fararstjóri, tæknimaður og leikstjórinn, sem hleypur í skarðið fyrir einn leikarann. Ind- veijamir greiða allt uppihald hópsins eftir að út er komið, en þau verða að standa kostnað af sjálfri ferðinni. Hafnarfjaðarbær hefur lagt til fímmhundmðþúsund krónur. Ferðin virðist Ieggjast vel í hópinn þó ekkert hafi legið ljóst fyrir hvort farið yrði fyrr en nú í janúar og því ekki verið langur tími til undirbúnings. Björk sagði að sér fínndist reyndar dálítið skondið að ætla að flytja Sha- kespeare á íslensku í Indlandi, en að sjálfsögðu væri þetta mikill heiður fyrir leikfélagið, ekki síst þar sem þau em þama sem ein- konar fulltrúar allra Norðurland- anna. „Fyrir fólk með sannan áhuga á leikhúsi er þetta eins og vit- amínsprauta, gefur hugmyndir og skapar tengsl milli hópanna,“ seg- ir Hávar. „Hátíð sem þessi er líka staðfesting á því að leiklist í sínu hreinasta og tærasta formi virðir engin landamæri. Ef okkur tekst að koma Shakespeare til skila á íslensku er miklum áfanga náð.“ TÖLVUNÁMSKEH) Sækið námskeið hjá traustum aðila Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið: Námskeið Dagsetning Grunnnámskeið í einkatölvum.....28.-29. janúar WordPerfect (Orðsnilld) - byrjun..4.-5. febrúar WordPerfect (Orðsnilld) - framhald.11.-12. febrúar Multiplan - töflureiknir........11 .-12. febrúar Ópus - fjárhags- og viðskiptamannabókhald.18.-19. febrúar dBase IV - gagnagrunnur............25.-26. febrúar Öll tölvunámskeiðin eru um helgar og byrja kl. 10.00 árdegis. ' Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku. Skráning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400. ^ Verzlunarskóli Islands Flugleiðir skoða þotur Arnarflugs FLUGLEIÐIR munu annast skoðun á samskeytum á skrokk og byrðingi Boeing 737-þotna Arnarflugs. Verður hún Iíklega framkvæmd nú um helgina á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Amarflug hefur beðið Flugleiðir að taka þessa skoðun að sér, sem fyrirskipuð var af bandarísku flug- málastjóminni (FAA), m. a. í kjöl- far slyss á Hawaii í fyrra. Þá rifn- aði hluti þaks af Boeing 737-þotu eftir að hnoð í byrðingi gáfu sig vegna sprungumyndunar. Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða verður skoðunin að öllum líkindum framkvæmd nú um helg- ina. Til þess að hægt verði að ljúka 11540 Einbýli — raðhús Óskast f Garðabæ: Höfum traustan kaupanda að góðu raðhúsi eða sérbýli. Góðar gr. fyrir rétta eign. Flatir — Hnoöraholt — Arn- arnes: Gott einbhús 250-300 fm óskast fyrir fjárst. kaupanda. Ásbúö — Gbæ.: Vorum aö fé i einkasölu sérstakl. skemmtil. 170 fm einbhús + 40 fm bílsk. Vandaðar innr. Parket. Arinn. Verð 11,6 mlllj. Daltún — Kóp.: Glæsil. 240 fm nýl. parh. með stórum innb. bílsk. Fallegt eldh. Stórar stofur. 4 svefnherb. Innr. i sórfl. Hagst. áhv. lán m.a. nýtt lán fré veðdeild. Laust fljótl. Uppl. á skrifst. Fagrihjalli: 168 fm parh. Seljast tilb. að utan en fokh. aö innan. Verð 6,2 millj. Melgeröi Kóp. — einb./tvíb.: Vorum að fá í sölu mjög gott hús meö tveimur íb. Á efri hæð er 100 fm íb. og niöri er 70 fm íb. auk 60 fm bílsk. Uppl. á skrifst. Kópavogsbraut: 200 fm gott einb. í dag nýtt sem tvær íb. Stór lóö. 4ra og 5 herb. Rauðalækur: 117 fm góð Ib. á jarðhæð. Parket. Rekagrandi: Mjög glæsil. 135fm íb. á tveimur hæðum ásamt stæöi i bílhýsi. Verö 7,5-7,8 millj. Eiðistorg: Mjög góð 150 fm íb. á tveimur hæöum. Þrennar sv. Gott út sýni. Stæði i bílhýsi. Verð 8,0 mlllj. Gnoðarvogur: 100 fm góð efri h. 3 svefnherb., stórar suöursv. Verð 6,5 millj. 3ja herb. Mávahlíð: Góð 83 fm íb. á 1. hæð. Engihjalli: 80 fm mjög falleg ib. i góöri lyftubl. Laus strax. Verö 4,6 millj. Meistaravellir: Mjög góö 75,5 fm íb. á jaröh. Töluv. endum. Verö 4,6 mlllj. 2ja herb. Rekagrandi: Falleg 2ja herb. ib. á 1. hæð. Þvottah. á hæð. Hagst. éhv. lán. Laus strax. Verð 3,9 mlllj. Dúfnahólar: Góð 70 fm íb. á 7. hæð. Hagst. áhv. lán. Frakkastígur: 40 fm kjíb. með sérinng. Verð 2,2 millj. Einstaklingsíbúð: Óskum eftir góöri ib. fyrir ákv. kaupanda. FASTEIGNA MARKAÐURINN Óöinsgötu 4 , 11540 - 21700 I Jón GuÖmund88on sölustj., , Leó E. Löve lögfr.. Olafur Stefánsson viöskiptafr. SIMANUMERIÐ 0KKAR ER 17152 henm þarf m.a. að fá sérþjálfaða menn erlendis frá. MYNDAMÓT HF ^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Fyrirtæki til sölu ★ Lítið iðnfyrirtæki í plöstun. ★ Matvörubúð. Ársvelta ca 200 millj. ★ Matvörubúð í nágr. Reykjavíkur. Ársvelta 12,0 millj. ★ Efnalaug. Nýjar vélar. ★ Lítil saumastofa. 27 ára gamalt fyrirtæki. ★ Smábátasmíði. Bátar, skútur, skektur. ★ Sérverslun með einstakar gjafavörur. ★ Þekkt barnafataverslun við Laugaveg. ★ Kaffi- og matarstofa. Húsnæði fylgir. ★ Sælgætisverslun. Ársvelta 50,0 millj. ★ Sælgætisverslun. Mánaðarvelta ca 2,4 millj. Aðeins nokkur sýnishorn á söluskrá. Fyrirtækjasalan, Suðurveri, símar 82040 og 84755. Reynir Þorgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.