Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Okkar landsþekkta víkingaskip er hlaóið gómsætum réttum í hódeginu, þannig að allir finna eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi. Víkingabóturinn svignar af þorramat. Verd pr. mann aðeins kr. 995,- Sérstakur sérréttamatseðill ó kvöldin. Borðapantanir í síma 22322. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL Hér á eftir verða taldar þaer bjór- tegundir sem tilboðum var skilað fyrir. Á eftir tegundinni er skráður umboðsaðilinn ef hann er kunnur, en óljóst þar sem óstaðfest er hver fer með umboðið. Síðast er verð hverrar tegundar fyrir eina 33/35,5 sentilítra dós. Fyrst er fob verð og síðan cif þar sem það liggur fyrir. Frá Bandaríkjunum: Budweiser, umboð 3K/Magnús Jónasson, verð 8,84/11,41; Miller Lite, umboð ís- lensk-ameríska, verð 9,04/12,05; Schlitz, umboð óljóst, verð 10,16/12,86. Frá Austurríki: Keiser, umboð Út- gafðar sf, verð 11,19/-. Frá Danmörku: Tuborg, umboð óljóst, verð 11,81/13,70; Carlsberg, umboð K. Karlsson/Helgi Ingvar Karlsson, verð 12,99/14,89; Royal, umboð O. Johnson & Kaaber, verð 15,50/-. Frá Svíþjóð: Pripps, umboð Vífílfell hf, verð 14,48/-; Falcon, umboð óljóst, verð 13,89/-; Röde Orm, umboð Nýlenduvörur sf, verð 21,03/23,18. Frá V-Þýskalandi: Holsten, umboð Konráð Axelsson, verð 12,83/16,11; Beck’s, umboð óljóst, verð 13,28/15,22; DAB, umboð G. Óskarsson & Co., verð 12,59/-; Kronbacher, umboð Atli Þór Ólafs- son, verð 18,06/-; Ekki var við opn- un útboðsins tilkynnt um verð á dósum fyrir Dortmunder Union, en flöskuverð er nokkru hærra en Hol- stein og DAB. Umboð fyrir Dort- munder Union er skráð á Takt hf. Frá öðrum löndum: Heineken, umboð Rolf Johansen & Co, verð 15,10/19,35; San Miguel, umboð Kristján Arnason, verð 15,77/19,23; Maes Pils, umboð óljóst, verð 13,11/-; og loks Bass Export, um- boð óljóst, verð 14,51/16,56. Alls eru þetta 19 tegundir. Af þeim fara þijár í sölu í verslunum ÁTVR, þó ekki fleiri en ein frá hveiju landi. Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands, frumsýnir í Lindarbæ, „og mærin fór í dansinn . . .“ Nemendaleikhúsið frumsýnir í Lindarbæ Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands, frumsýnir fimmtudag 26. janúar kl. 20 í Lindarbæ sitt annað verkefni af þremur sem sýnd verða í vetur. Leikritið heitir „og mærin fór í dans- inn . . .“ og er eftir Debbie Horsfield. Debbie Horsfield er ungur breskur höfundur. Hún er fædd og uppalin í Manchester. Hún hóf að skrifa leikrit upp úr ’79, þegar hún var á síðasta ári enskunáms í Newcastle-háskóla. Hún og nokkrir samnemendur hennar ákváðu að skrifa leikrit fyrir Edinborgarhátíðina og það kom í hennar hlut að skrifa leikri- tið. Þetta fyrsta leikrit hennar var um stelpnahóp, sem voru áhang- endur fótboltaliðs Manchester Un- ited. Debbie hélt áfram að skrifa og vann til ýmissa verðlauna. Hún þróaði hugmyndina um stelpna- hópinn og aðalsöguhetjumar þær, Alice, Beth, Nitu og Phil, og úr henni urðu til 3 leikrit. Eitt af þessum þremur verkum er „og mærin fór í dansinn . . .“ (True, Dare, Kiss) sem hlaut síðan verð- laun Thames sjónvarpsfélagsins árið 1983. Verkið er samsett úr stuttum myndum úr lífí söguhetjanna og Qallar um ungt fólk í nútíma sam- félagi. Leikstjóri sýningarinnar er Stef- án Baldursson, leikmynd er í hönd- um Messíönu Tómasdóttur, umsjón með búningum hefur Ása Björk og lýsingu annast Ámi Baldvins- son. Þýðandi er Ólafur Gunnars- son, hárgreiðslu annaðist Ámi Kristjánsson og tæknimaður er Ólafur Öm Thoroddsen. Nemendur 2. bekkjar sjá um alla aðstoð við sýninguna. Nem- endur á 4. ári Leiklistarskóla ís- lands em: Bára Lyngdal Magnús- dóttir, Christine Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jóns- dóttir, Ólafur Guðmundsson, Sig- urþór A. Heimisson, Steinn Á Magnússon og Steinunn Ólafs- dóttir. Kynning á notkun rafeinda- smásjár á Iðntæknistofhun DAGANA 24.-27. janúar mun sérfræðingur Cambridge Instru- ments frá Bretlandi halda röð fyrirlestra um notkun rafeínda- Þetta eru tölurnar sem upp komu 21. janúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 2.959.792,- Engínn var með fimm tölur réttar og baetist því fyrsti vinningur sem var kr. 2.526.479,- viö 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 438.582,- skiptist á 3 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 146.194,- Fjórar tölur réttar, kr. 756.510,-skiptastá 151 vinningahafa, kr. 5.010,-á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.764.700,- skiptast á 5.042 vinningshafa, kr. 350,- á mann. Sölustaðir eru opnir f rá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. smásjár með efnagreiningarbún- aði í eigu ITÍ, RB og HL Fyrir- lestrunum verður skipt eftir far- sviðum, tveir fyrirlestrar fyrir hvert fagsvið. Fyrri fyrirlestur- inn verður almenn kynning á bún- aðfnum og notkunarsviðum hans innan greinarinnar, en siðari fyr- irlesturinn beinist að sérhæfðarí notkun búnaðarins og þá meðal annars á sýnum þátttakenda. Kynningamar verða sem hér seg- ir: Málmtækni þriðjudag kl. 9—12 og miðvikudag kl,- 13—16. Berg- fræði og steinefni þriðjudag kl. 9—12 og fimmtudag kl. 13—16. Plast-, málningar- og efnatækni þriðjuda.g kl. 13—16. Líf- og læknis- fræði miðvikudag kl. 9—12 og föstu- dag kl. 9—12. Kynningamar eru ætlaðar þeim sem starfa í viðkomandi greinum og verða haldnir í Iðntæknistofnun ís- lands, Keldnaholti. Aðgangur er ókeypis. í framhaldi af kynningunum verð- ur haldið notendanámskeið í mars næstkomandi, þar sem þátttakendur verða þjálfaðir í að nota búnaðinn á eigin spýtur. - segir Höskuldur Jónsson fors^óri ÁTVR AF ÞEIM 19 tegundum bjórs, sem verðtilboð komu um síðastliðinn fimmtudag, eru ekki allar gildar í samkeppninni um pláss í hillum verslana ATVR, að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR. Hann segir að útboðið hafi veríð lokað og að valdar hafi veríð úr tegundir sem ætla mætti að séu kunnar á íslandi, auk þess sem framleiðendur þeirra gátu uppfyllt skilyrði um pakkningar. Hins vegar skiluðu sér tilboð frá fleiri aðilum og eru þar á meðal nöfii sem lítt eða ekki hafa heyrst hér á landi. Mjög mikil samkeppni virðist vera um umboð fyrír nokkrar tegundir og sagði Höskuldur að birst hefðu nokkrir aðilar fyrír sumar tegundir við opnun tilboð- anna. Meðal hinna lítt þekktu tegunda eru Bass Export og Maes Pils. Hös- kuldur sagði að óvíst væri að tekið yrði tillit til þeirra tilboða þegar valdar verða tegundimar. Þá sagð- ist hann ekki vita enn, hvort miðað yrði við fob verð eða cif. Hugsan- lega gæti Afengisverslunin fengið hagstæðari flutningsgjöld heldur en bjórframleiðendumir. Hann sagði að skipafélögunum hefði verið sent erindi þess efnis, að þau megi búast við að flutningamir verði boðnir út innan skamms. Einnig er hugsan- legt að ná samningum um að bjór- flutningar til landsins falli inn í samninga um vínflutninga, sem nú eru í höndum Skipadeildar Sam- bandsins samkvæmt útboði. Meðal þess sem ekki er enn ljóst varðandi verðið er, að sumir fram- leiðendur miðuðu verð sitt við 35,5 sentilítra dósir, eins og em á mark- aði í Bandaríkjunum. Höskuldur sagði að þær dósir væm jafngildar í samkeppninni og 33 sentilítra dós- imar. Hann bjóst við að bandarísku framleiðendumir miðuðu við 35,5 sentilítra dósir og hugsanlega ein- hveijir evrópskir líka. Óljóst með sum umboð Ekki liggur ljóst fyrir hveijir fara með umboð sumra tegundanna. Höskuldur sagði að ijórir til fímm aðilar hefðu birst við opnun tilboð- anna og kynnt sig umboðsmenn sömu tegundar, í öðmm tilvikum vom færri aðilar á ferð, en þó fleiri en einn. Hann kvaðst ekki geta sagt hveijir væm umboðsaðilar nema fyrir lægi staðfesting á því frá fram- leiðanda. Bj órtegundirnar ekki all- ar gildar í samkeppninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.