Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VDDSKIPn/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 29 Bankar _ Orlagaríkt ár fyrir „Rambo “og Den norske Creditbank DEN norske Creditbank, DnC, sem áður var stærsti banki í Noregi, horfist nú í augu við örlagaríkt ár. Á því mun líklega ráðast hvemig til tekst um end- urskipulagninguna, sem Krist- ian „Rambo“ Rambjör, nýr aðal- framkvæmdastjóri bankans, og stormsveitin hans hafa gengist fyrir. Rambjör hefur sjálfur sagt, að á þessu ári muni „reyna fyrst veru- lega á það, sem gert hefur verið til úrbóta í starfsemi DnC“ en í ágúst sl. var áætlað, að tapið á sl. ári yrði ekki 1,1 milljarður nkr., 8,14 milljarðar ísl. kr., eins og búist hafði verið við, heldur 1,5 eða rúmlega 11 milljarðar ísl. kr. Er það jafn mikið tap og á árinu 1987 þegar bankagjaldþrot voru fleiri í Noregi en um áratugaskeið og miklir erfiðleikar í efnahagslíf- inu vegna lágs olíuverðs. Mikið tap í tvö ár; minnkandi eigið fé; opinber ákæra á hendur verðbréfamiðlara og fyrrum starfs- manni bankans; mikill stjórnunar- kostnaður og mesti sægur af alls kyns yfirmönnum er það, sem Rambjör fékk við að glíma þegar hann kom til DnC. Óreiða og skipulagsleysi Nils Landsnes, einn af nýjum yfirmönnum DnC, segir, að óreiða og skipulagsleysi hafi einkennt starfsemi bankans árum saman. Lán hafi verið veitt án nægilegrar athugunar eða trygginga, engin samræmd stefna í stjómunarmál- um og það, sem hann kallar „eðli- legt verklag og verkmenningu" í bankastarfsemi, löngu gleymt. „Það, sem DnC var að fást við, líktist mest ómerkilegri sölu- mennsku eða prangi,“ segir Nils. Áherslan var á að lána sem mest og taka æ meiri áhættu á gjaldeyr- ismörkuðunum til að standast þannig hinum stóru bönukunum, Christiania og Bergen bank, snún-. inginn. Við endurskipulagningu var sex sérsveitum falið að skoða nánar fjárlög bankans, starfsmannahald, markaðsaðferðir og skipulag og rekstrartapið. Var það hlutverk þeirra að benda á hvað betur mætti fara á hveiju sviði. Þær umfangsmiklu breytingar, sem kynntar voru á síðasta ári, fólust meðal annars í því, að starfs- mönnum var fækkað um 20% og megindeildir bankans urðu fjórar í stað fímm áður. Styðst starfsem- in innanlands nú við fímm megin- svæði þar sem 22 aðalútibú hafa 44 smærri á sinni könnu. Eru það ekki síst aðalútibúin, sem endur- skipulagningin beinist að, og hér eftir verða þau að bera fulla ábyrgð á eigin rekstri og litlu útibúanna gagnvart höfuðstöðvunum í Ósló. Þar að auki hafa lánveitingar bankans verið skornar niður um 10% og kostnaður um 20%. Rambjör hefur einnig gerbreytt öllu upplýsingastreymi innan bankans. „Vegna þessara óhjá- kvæmilegu og róttæku breytinga vildum við koma í veg fyrir, að alls kyns kviksögur fengju að dafna í friði,“ segir Jarl Veggen, nýr upplýsingafulltrúi DnC, en eitt af fyrstu verkum hans í bankanum var að gefa út vikulegt fréttabréf innan stofnunarinnar til að starfs- mennirnir gætu fylgst með öllu, sem á döfínni var. Það er að nokkru að þakka þessu fréttabréfi, að fækkun starfsmannanna olli ekki neinum meiriháttarviðbrögðum hjá verkalýðsfélögunum. Hluthöfum bankans, 60.000 talsins, og viðskiptavinum var einnig sent bréf þar sem Rambjör skýrði út breytingamar og lofaði því jafnframt, að reksturinn yrði farinn að skila hagnaði árið 1990. „Góður og arðsamur rekstur er markmið okkar og árangursríkari starfsemi og aukin markaðsþekk- ing munu tryggja fyrsta flokks þjónustu," segir Rambjör í bréfínu en hann segir, að standist endur- skipulagningin prófraunina á þessu ári sé ekki óhugsandi, að bankinn leiti samstarfs eða jafnvel sameiningar við annan banka eða tryggingafélag til að búa betur í haginn fyrir framtíðina. Þetta síðastnefnda þarf þó sam- þykkis norskra stjórnvalda, sem setja ýmsar takmarkanir við ítök- um og eignaraðild að bönkum. Margt bendir þó til, að verið sé að losa um þessar hömlur og líklega verður útlendingum auðvel- dað að fjárfesta í norskum iðnfyrir- tækjum og tryggingafélögum. Þótt norskt efnahagslíf virðist nú vera á leið upp úr öldudalnum bendir allt til, að erfíðleikar síðustu ára komi fram með fullum þunga nú á þessu ári. Atvinnuleysi er enn vaxandi og búist er við, að um 5.000 fyrirtæki verði gjaldþrota á árinu en þau voru 4.500 í fyrra. Það er nokkuð, sem jafnvel hinn norski Rambo getur ekki ráðið við. • • STORUTSOLUMARKAÐUR 20-80% AFSLÁTTUR í JL-HÚSINU, 2. HÆÐ SNYRTIVÖRUR • SKARTGRIPIR • SKÓR • GALLABUXUR SÆNGURVER • SÆNGUR • TÍSKUFA TNAÐUR fyrír dömur og herra BARNA- OG UNGLINGAFATNAÐUR • SPORTVÖRUR KULDAÚLPUR • OG MARGT FLEIRA OPIÐ FRÁ KL 12:00 ALLA DAGA NEMA LAUGARDAGA FRÁ KL. 10:00 jyx í VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR ERU EFTIRTALIN FYRIRTÆKI: < o £ r Bleiki pardusinn allar pítsur á kr. 500,- hamb., fr. og kók kr. 240,- frisbee diskur fylgir barnaboxum Hársnyrtistofan Greifinn 15% afsláttur af permanenti, litun og stripum s JL-raftæki og Sveinn bakari b o- búsáhöld ný brauð alla daga s u. b b 2. hæð vikunnar « Sölutuminn H-119 Söiuturninn H-121 sælgæti og myndbönd gos, pylsur, samlokur og sælgæti Mikligardur mikið fyrir lítið /MIKLIG4RDUR tilboð vikunnar Bananar.................. 98,- kr. kg. Unghænur ............... 212,- kr. kg. Hamborgari m/brauði ..... 49,- kr. stk. Nautahakk............... 439,- kr. kg. Ajax þvottaduft 75 dl... 298,- kr. Rækjur Vít kg........... 348,- kr. M-kaffi 250 gr........... 79,- kr. Vínber, græn ............ 98,- kr. kg. Goldland appelsínur...... 68,- kr. kg. Dauer pilsner 45 cl...... 35,- kr. stk. OPIÐ mánud.-fimmtud. kl. 10:00-18:30 föstud. kl. 10:00-19:30 laugard. kl. 10:00-16:00 VERSLUNARIVIIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR, HRINGBRAUT 119-121

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.