Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 “f fclk f fréttum KEFLAVÍKURFLU G VÖLLUR Annast sjálfír reykköfunartækin L ' ■" / Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Slökkviliðsmennirnir tíu I slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli sem nýlega luku námi í meðferð og viðhaldi á reykköfunartæhjum. Á myndinni er Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri lengst til hægri og Ástvaldur Eiríksson aðstoðarslökkviliðsstjóri er lengst til vinstri. Tíu slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli luku nýlega námskeiði í meðferð og viðhaldi á reykköfunartækjum sem hin bandaríski framleiðandi tækjanna hélt hér á landi gagngert fyrir slökkviliðið. Þetta er í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið á vegum slökkviliðsins og áfangi í auknu öryggi. Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri sagði að enginn umboðsaðili væri hér á landi til að annast viðhald og kennslu reykköfunartækjanna og því hefði verið brugðið á það ráð að fá framleiðanda tækjanna til að koma til íslands og kenna meðferð þeirra og viðhald. Haraldur sagði að líf manna gæti oltið á því að tækin störfuðu rétt og því væri ákaflega mikilvægt að menn skildu hvemig þau ynnu og væru jafnframt færir um að sjá um daglegt og minniháttar viðhald þeirra. BB HFÍ HAGRÆÐINGARFÉLAG ÍSLANDS Boðað er til træðslufundar þriðjudaginn 24. janúar næstkomandi kl. 16.00-18.00 á Holiday Inn við Sigtún. Málefni fundarins er vöruþróun og framleiðslutækni í matvælaiðnaði. Það verða þrír úrvalsmenn sem munu flytja erindi sem efnislega munu fjalla um: ☆ Hvernig staðið er að vöruþróun í þeirra fyrirtækjum. ☆ Á hvaða forsendum vöruþróunin er stunduð í fyrirtækjunum. ☆ Hvernig vöruþróuninni og framleiðslutækninni er stillt saman í þess- um fyrirtækjum. ☆ Lýsing á raunhæfum dæmum úr nýlegum vöruþróunarferlum. Erindi munu flytja: ☆ Garðar Sverrisson, tækni- og þróunarstjóri Sölustofnunar lagmet- is. Sölustofnun stendur í stórræðum við það að verja markaðs- stöðu fyrirtækisins í Þýskalandi, eins og alþjóð veit. Jafnhliða stunda þeir umtalsverða þróunarstarfsemi og markaðssókn með það í huga að skjóta fleiri stoðum undir vöruúrval og markaðsstöðu (og þar með starfsgrundvöll) lagmetisiðnaðarins í harðri samkeppni á alþjóðavettvangi. ☆ Ævar Guðmundsson, forstjóri sælgætisgerðarinnar Feyju. Á sæl- gætismarkaðnum hefur verið mikil samkeppni og innlendir framleið- endur hafa btugðist við henni meðal annars með öflugri nýsköpun á sinni vöru. M.a. hafa verið settar á markað nýjar vörur, en nýsköp- unin hefur ekki síður beinst að þróun umbúðanna utan um vöruna. Á þessum sviðum hefur FREYJA hf. verið áberandi og náð góðum árangri. ☆ Sigurður Bogason, forstöðumaður rannsóknar- og þróunardeildar SÍF. Mikil hagræðing hefur orðið innan SÍF á stuttum tíma. Nýjar pakkningar hafa verið kynntar, nýjar vinnsluaðferðir þróaðar og sótt fram á nýja markaði. Nú nýverið hefur SÍF hafið markaðssókn inn á ÍTALÍUmarkað með nýja vöru. ■ Að loknum erindunum, sem hvert um sig verður u.þ.b. 30 mínútur, verða almennar umræður og fundarmönnum gefst tækifæri á að koma með athugasemdir og fyrirspurnir. Félagsmenn og aðrir áhugaaðilar eru hvattir til þess að mæta stundvíslega. Fundurinn hefst kl. 16.00. Stjórnin. A skíðum skemmta sér Líkt og samrýndum hjónum sæmir eru þau Andrés, hertogi af Jórvík, og Sara, eiginkona hans, sammála um að fá áhugamál séu heilnæmari en útivist og hófleg íþróttaiðkun. Bregða þau sér gjaman á skíði þegar þeim gefst tækifæri til að hvfla sig frá skyldustörfunum sem að sögn kunnugra eru á stundum krefjandi úr hófí fram. Myndin var tekin á dögunum í Klosters í Sviss er þau hjónin stigu út úr skíðalyftunni og bjuggu sig undir að bruna niður snæviþaktar hlíðamar eina ferðina enn. KYSSTU ÞANNSI OG FINIMDI RÍS £ EMEKKIREYKIR \1 IIni ihiiiiiiii Uf ~/r .... \ J IVIUIMIIMIM Reyklaust ?000 áriðlooo Íllltkl H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.