Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 HONIG -merkið sem þú velur fyrst. P EGAR EITTHVAÐ XTENDURTIL! Hvort sem það er árshátíð, þorrablót, brúðkaup eða fermingarveisla er nauðsynlegt að hafa líflegt í kringum sig. dúkarúllur eru til í mörgum fallegum litum og ávallt í nýjustu tískulitunum. dúkarúllur eru 40 m á lengd og 1,25 m á breidd. Þeim má rúlla út á hvaða borðlengd sem er Og síðan skærin á. Þægilegra getur það ekki verið. Fannir hf. H. Sigurmundsson hf„ heildverslun Hafsteinn Vilhjálmsson Bildsholða 14. s 91 - 672511 Vestmannaoyjum, s 98-2344/2345 Hliðarvegi 28, Isafiröi. s 94-3207 Osta- og smjörsalan sf Rekstrarvörur Þ. Björgúlfsson hf„ heildverslun Bitruhálsi 2. Reykjavik. s 91-82511 M. Snasdal, heildverslun Lagarfelli 4. Egilsstoóum, s 97-1715 Rétlarhálsi 2. Reykjavik. s. 91-685554 Hafnarstræti 19, Akureyri. s 96-24491 Erlendum ríkisborgurum Qölgaði um 25% í fyrra ERLENDIR ríkisborgarar búsettir hér á landi voru 4.829 talsins sam- kvæmt þjóðskrá 1. desember síðastliðinn, og fjölgaði þeim um 24,7% á árinu 1988. íbúar fæddir erlendis sem eiga lögheimili hér á landi voru 9.351 talsins og Qölgaði þeim um 15,0% á árinu. Mannfjöldi fæddur á íslandi en með lögheimili erlendis var samtals 12.822, og íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis voru alls 13.838 talsins. Tata fólks með erlent ríkisfang hækkar árlega við flutning þess til landsins, en lækkar við brottflutning þess síðar og við það að því er veitt íslenskt ríkisfang. Erlendir sendi- ráðsmenn hér á landi og varnarliðs- menn eiga ekki lögheimili á íslandi, og koma þeir því ekki í ofangreindar tölur. í skýrslu frá Hagstofu íslands kemur fram að flestir erlendu ríkis- borgaranna sem búsettir voru hér á landi 1. desember síðastliðinn eru frá Norðurlöndum, en þeir eru 1.785 talsins. Frá öðrum Evrópulöndum eru 1.582, Ameríkumenn eru 965 talsins, þar af eru Bandaríkjamenn 816, frá Asíu eru 240, frá Eyjaálfu eru 151 og frá Afríku eru 99. Af þeim íbúum sem fæddir eru erlendis og áttu lögheimi hér á landi 1. desember eru 4.334 fæddir á Norðurlöndum, 2.667 í öðrum Evr- ópulöndum, 1.468 í Ameríku, þar af 1.166 í Bandaríkjunum, 544 í Asíu, 166 í Afríku og 164 í Eyjaálfu. Mannfjöldi fæddur á íslandi en með lögheimili erlendis 1. desember síðastliðinn var alls 12.822. íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis voru þá 13.838. Af þeim sem sem fæddir eru hér á landi en eru með lögheimili erlend- is eru flestir búsettir á Norðurlönd- um, eða 8.114. í öðrum Evrópulönd- um eru búsettir 1.110, í Ameríku 3.148, þar af 2.762 í Bandaríkjun- um, 257 eru búsettir í Eyjaálfu, 52 í Afríku og 31 í Asíu. íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis eru 10.349 talsins á Norð- urlöndum og 1.353 í öðrum Evrópul- öndum. í Ameríku eru 2.988 íslensk- ir ríkisborgarar búsettir, þar af 2.582 í Bandaríkjunum, í Eyjaálfu eru 308, í Afríku eru 52 og í Asíu eru búsettir 48 íslenskir ríkisborgar- ar. Þeir sem fara til útlanda til at- vinnudvalar flytja að jafnaði lög- heimili sitt til viðkomandi lands, en námsmenn halda yfirleitt lögheimili sínu á íslandi. Þetta á þó ekki við þá sem hafa farið til náms á Norðurl- öndum, en námsmenn þar og skyldu- lið hafa bæst í hóp þeirra sem telj- ast til íslendinga erlendis samkvæmt þjóðskrá. í FARARBRODDI með lágan viðhalds- og rekstrarkostnað „Sænska blaðið Expressen hefur undanfarin tvö ár verið með bíla af sjö gerðum í prufukeyrslu, samtals 100 þúsund kílómetra akstur. Nýlega sagði blaðið frá niðurstöðum sínum og miðar við viðgerðarkostnað — fyrir utan venjulegan reksturskostnað - sem hlutfall af kaupverði nýs bíls af sömu gerð. í fararbroddi með lágan viðhaldskostnað er Suzuki Swift 1,3 GS, með 0,1% viðhaidskostnað miðað við nýverð." DV-Bílar, 12. nóv. 1988 SPARNEYTNASTIBIU SEM FLUTTUR ÍR TIL LANDSINS Það eru ekki aðeins dagblöðin sem eru ánægð með Suzuki Swift. Síðan hann kom á markaðinn hefur hann unnið allar sparaksturskeppnir hérlendis. Tilboðsverð fró kr. 448.000,- Suzuki Swift, alhliða gceðingur — léttur á fóðrum $ SUZUKI ----//M------------------- SVEINN EGILSSON • HÚSI FRAMTÍÐAR FAXAFENI 10 • SlMI 689622 OG 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.