Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 9 Skrifstofutækninám Tölvuskóli íslands Símar: 67-14-66 67-14-82 Átt þú spariskírteini ríkissjóðs sem eru innleysanleg núna? Kauptu ný skírteini með 6,8% til 7,0% ársvöxtum í stað eldri skírteina. Sala og innlausn fer fram í Seðlabanka Islands. cr> Co ...VISSIR ÞÚ að þeir sem fullnýttu sér möguleika ÁBÓTAR- REIKHINGSINS fengu allt að 11,1% vexti innfram verðtryggingu á síðasta ári?... $ XI 1 Útvegsbanki íslands hf Þar sem þekking og þjónusta fara saman m Metsölublað á hverjum degi! „Bræðra- flokkar“ Prestar á Akureyri vöktu athygli á helgi hvfldardagBÍns i auglýs- ingu i útvarpinu á sunnu- dag og minntu á, að messur væru þá á grænu Ijósi. Átti auglýsingin rætur að rekja til þess, að á messutima á sunnu- dag voru þeir félagar Jón Baldvin og Ólafur Ragn- ar á rauðu ljósi á Akur- eyri. Með áminningu klerkanna um landslög bættist enn einn aðilinn i hóp þeirra, sem ha& horn í siðu þessara funda flokksformannanna tveggja. Hefur brambolt þeirra óneitanlega vakið athygii, þótt ekki hafi það styrkt flokkana i sessi eða afiað þeim nýrra vinsælda, ef marka má skoðanakannanir. Einkum hlýtur dvinandi fylgi Alþýðuflokksins að vekja menn þar á bæ til umhugsunar um gildi þessara funda fyrir flokkinn og stöðu hans. Fer nú að Qúka i flest skjól fyrir Jón Baldvin Hannibalsson, þegar hann leitar sér að sam- star&tar&aðila. öllum ætti að vera þ'óst hvem hug hann ber til Sjálf- stæðisflokksins. Helsti boðskapur Jóns Baldvins i stjómmálum siðustu vikur og mánuði hefiir verið, hve vondur Sjálf- stæðisflokkurinn sé og hve ómögulegt sé að eiga við hann samstarf. Þegar þeir rufii stjómarsam- starfið við Sjál&tæðis- flokkinn Steingrimur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson fyrir flórum mánuðum, létu þeir eins og hnifiir- inn mundi aldrei ganga á milli þeirra. Til marks um þetta heimsóttu þeir hvor annan á flokks- þingum fyrir tveimur mánuðum. Þá talaði Steingrimur Hermanns- son um Alþýðuflokkinn sem „bræðraflokk" og Jón Baldvin sagði um ^örsætlsróðlierra á flokksþingi Alþýóuflokks: | Legg áherslu á samstarf hræðraflokkal Hugmynd Steingrfms Lítið hefur farið fyrir því, að Steingrímur Hermannsson átti hugmyndina að því að foringjar tveggja, þriggja eða jafnvel fjög- urra stjórnarflokka funduðu um landið. Þegar til kom var hann hins vegar skilinn einn eftir. Við þetta er staldrað í Stak- steinum í dag og þau ummæli forsætis- ráðherra að aðstoðarmaður viðskipta- ráðherra sé frjálshyggjumaður! afturhaldsstjóm krata og framsóknar 1984- 1937, hina alræmdu skömmtunar- og hafta- stjóm: „Ég kalla þessa ríkisstjóm einu vinstri stjómina sem rfs undir naflii hingað til en nú er vonandi ein önnur í upp- sigiingu.“(!) Á flokksþingi krata flutti Steingrímur Her- mannsson lyartnæma ræðu og sagði meðal ann- ars: „Ég er kominn hingað til að leggja rika áherslu á samstarf þessara bræðraflokka. Ég kom hingað til að minna áþað að þessir flokkar eiga sér mjög skyldan grundvöll.“ RiQaði formaður Fram- sóknarflokksins upp að Jónas Jónsson frá Hriflu hefði lagt grundvöll að Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Þá er haft eftir Steingrimi i Morgun- blaðinu 22. nóvember sl.: „Hann lagði áherslu á að nú hefði hann fimdið að Jón Baldvin Hanni- balsson væri maður, sem hægt væri að treysta. „Ef við höidum drengskapn- um þá munum við leysa vandann, sem er fram- undan,“ sagði Steingrím- ur. Hann lauk ræðu sinni á þvi að nefha þann möguleika að þeir flokks- formennimir, jafiivel all- ir formenn stjómar- flokkanna, fiæru saman um landið og töluðu við fólkið, eins og gert hefði verið á árum áður.“ Steingrímur skilinneftir Ummæli Steingrfms Hermannssonar um að þeir tveir, Jón Baldvin og hann, eða þeir þrír með Ólafi Ragnari og kannski fjórir með Stef- áni Valgeirssyni fiæru i fundaferð um landið festust ekki f huga manna eftir að hann lét þau fiilla á flokksþingi kratanna. Ef til vill féllu þau í svo grýttan jarðveg hjá þingfúlltrúum, að óþarft þótti að minna frekar á þau. I (jósi þess sem sfðar hefúr gerst og með ákvöfðun þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars að falta Steingrfm á orðinu án þess að hafa hann með f ferðinni, er engin fúrða, þótt framsóknarmenn reyni að gera sem minnst úr fúndunum á rauðu (jósi. Þeir eru f raun ögr- un við Steingrfm Her- mannsson, sem hlýtur að minnsta kosti sjálfúr að minnast þeirrar hug- myndar eða tilboðs sem hann kynntí á flokks- þingi krata fyrir aðeins tveimur mánuðum. Ræða Steingrfms Her- mannssonar á flokks- þingi krata verður ekki skilin á annan veg en þann, að hann telji bræðrafiokksbönd á milli framsóknar og krata. Þessi orð lætur hann falla i þeirri trú, að upp sé runnið jafii náið sam- starf á milli flokkanna og var á Qórða áratugn- um. Varla hefiir hann fyrr sleppt þessu orði, þegar formaður Alþýð- flokksins, sem hann settí allt sht traust á f þessu eftii, tekur upp sérstakt samband við Alþýðu- bandalagið og Ólaf Ragnar Grfmsson og fer að ræða um samstarf eða samruna við hann og Ixtða nýja flokkaskipan f íengslum við sameigin- lega fimdi. Eru þetta þau heilindi, sem Steingrfm- ur Hermannsson telur að eigi að rfkja f samskipt- um stjóramálamanna og flokka? Laumufar- þegi? Þegar kratar og fram- sóknarmenn slitu stjóra- arsamstarfinu við sjálf- stæðismenn bar einna hæst, fyrir utan gagn- kvæm vinahót hinna nýju samstarfsmanna, að nú skyldu allir fijálshyggju- menn reknir á bak og burt Eftír að Birgir Árnason, aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, hafði andmælt vaxtastefhu Steingrfms Hermanns- sonar sagði Steingrfmur f Alþýðublaðinu, að ekk- ert hefði breytt þeirri sannfæringu sinni, að atvinnuvegimir þyldu ekki rnjög háa útláns- vexti og klykktí sfðan út með þessum orðum: „Þessir frjálshyggju- menn eins og Birgir hafa ekki breytt henni.“ Þá vitum við það: Forsætís- ráðherra hefúr bannfiert aðstoðarmann viðskipta- ráðherra sem fijáls- hyggjumann. Skyldi hann sjá fleiri laumufar- þega á sfjómarskútunni? Sérhæft skrifstofunám tvær námsbrautir Námið hefst 30. janúar Bókhald og rekstrarfræði hvor um sig er eitt sjálfstætt námsár Innritun og upplýsingar í símum (91)-10004, (91)-21655 og (91)-621066 Mímir, mála- og ritaraskóli / Ananaustum 15, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.